Miðvikudagur 29.09.2010 - 08:43 - 9 ummæli

Alþingismenn á síðasta söludegi

Eftir daginn í gær er erfitt að sjá hvernig þeir menn  sem sitja  á Alþingi núna geti unnið saman.  Andrúmsloftið er eitrað, hverjum er hægt að treysta, hverjir eru samstarfsaðilar og á hvaða forsendum vinna menn saman? 

Kjósendur hafa fengið sig fullsadda á ástandinu.  Vandamálið er ekki stofnunin Alþingi, heldur þeir einstaklingar sem nú sitja á Alþingi.   Það er deginum ljósara að þeir sem sátu á þingi fyrir og um hrun þurfa að víkja.

Ekkert nema algjör endurnýjun á fólki í öllum flokkum mun duga.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (9)

  • Niels Hermannsson

    Tek heilshugar undir þetta. Stundum er sagt að kjósendur eigi skilið þá stjórn sem þeir fá. Félagshyggjumenn ættu nú að varast að brenna sig aftur á hugmyndinni um að nota þrjót til að vinna á þrjóti. Vonandi er tími frekjudallastjórnmála liðinni á Íslandi. Davíð þrumaði úr Svörtuloftum og sonur hans varð dómari. Ingibjörg Sólrún gekk aftur úr sínum pólustíska haug og varð stikk frí. Ræðutaktarnir voru aðeins öðruvísi (ég er læs Ólína) en gjörningurinn sá sami.

  • Jóhannes

    „Það er deginum ljósara að þeir sem sátu á þingi fyrir og um hrun þurfa að víkja.“
    Er þetta deginum ljósara? Það má vel deila um það hvort standardinn á alþingi hafi hækkað með nýjum þingmönnum.

  • Það er undarleg fullyrðing að þeir sátu fyrir hrun þurfi að víkja. Eftir síðustu kosningar fylltust salir Alþingis af hæfileikalausum vindbelgum og framagosum sem hafa í flestum tilfellum ekkert pólitískt erindi. Funda þeir þar samskonar fólk.

  • sverrir b

    Ef eitthvað finnst mér þingmenn margir hafa staðið sig vel. Þeir létu ekki allir tukta sig til af flokksforystu en kusu, eins og þeir eiga að gera en hafa sjaldnar gert, eftir eigin sannfæringu. Á þessu eru þó undantekningar eins og í Sjálfstæðisflokki þar sem ekki er enn svigrúm til sjálfstæðrar hugsunar.
    Þessi niðurstaða, byggð á atkvæðum þingmannanna en ekki forhannaðri atburðarrás, er merki um betra Alþingi.

  • Þorsteinn Úlfar Björnsson

    Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, sagði við nýja þingmenn eftir síðustu kosningar að þeir ættu ekki að treysta neinum. Engum væri treystandi.

    Ég ímynda mér að hann viti hvað hann er að tala um.

  • sigthor jonsson

    „Vandamálið er ekki stofnunin Alþingi, heldur þeir einstaklingar sem nú sitja á Alþingi“

    Þetta er svo satt og vel að orði komist, en það verður eingöngu gert með brotlendingu fjórflokksins.

  • Oft er ég ósammála þér Andri en í þetta skipti er ég 100% sammála. Eins og staðan er í dag við Austurvöll þá er landið stjórnlaust.

  • Sammála.
    Kveðja að norðan.

  • Alþingi hefur verid í uppnámi frá sídustu kosningum. Engin samstada um stóru málin. Thetta er í raun afgreitt og á ad hafa sinn gang. Hvers vegna ad væla thegar ad loksins er tekin ákvördun. Bara standa á henni og halda áfram ad lifa. Geir og Landsdómur verdur annar vettvangur. Ég held ad thetta hafi verid gæfuspor og mun einmitt vera til góds. Geir er ekki slefandi aumingi sem tharf adstod annara en sinna flokkssystkina. Thau eru nú gódu heilli áhrifalaus í stjórn landsins.

    Ekkert er betra fyrir komandi kynslodir en ad Sjálfstædisflokkurinn sé med thessum hætti dreginn fyrir rétt. Gott á’ann.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og sjö? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur