Miðvikudagur 29.09.2010 - 14:44 - 22 ummæli

Hver plataði hvern í gær á Alþingi?

Féll Samfylkingin fyrir þeirri miklu freistingu að panta þá niðurstöðu sem Alþingi matreiddi í gær?  Hvert 10 ára barn getur reiknað út að Samfylkingin hafði allar aðstæður til að ráða niðurstöðu Alþingis –  þetta var einfalt stærðfræðidæmi.  Það var vitað að allir Sjálfstæðismenn voru á móti og að Hreyfingin og Vinstri grænir voru með.  Þá þurfti ekki mikið ímyndunarafl til að segja sér að Framsókn myndi bera kápuna á báðum öxlum og skiptast jafnt með og á móti.  Þar með voru allir flokkar nema Samfylkingin orðnir að fastri stærð og leikur einn fyrir lítinn hóp alþingismanna að taka völdin í sínar hendur og skýla sér á bak við hið þægilega ópólitíska tjald.

Svo má spyrja, hvers vegna í ósköpunum lét Sjálfstæðisflokkurinn leiða sig út í svona gildru?  Þetta var svo augljóst að maður spyr sig hvort hér hafi verið um tvöfalt plott að ræða?

Kjósendur munu líklega aldrei fá að vita sannleikann í þessu máli.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (22)

 • Jóhannes Laxdal

  Þó að ég taki seint undir málflutning Sjálfstæðisflokksins, þá held ég að pólitískur hráskinnaleikur sé mjög fjarri Bjarna Benediktssyni og því hafi það aldrei hvarflað að honum að hafa áhrif á atkvæðagreiðsluna með þeim hætti sem spunameistarar hafa bent á. Og ég held hann láti ekki gamla formenn segja sér fyrir verkum, hvorki Davíð Oddsson né Þorstein Pálsson.

 • Var einmitt að velta þessu sama fyrir mér í gær sbr;

  http://mersol.blogspot.com/2010/09/gambitur-bjarna-ben-nalgt-vi-heppnast.html

  sé ekki betur en að hluti Samfó hafi bitið á agnið og freistast til að losa sína menn úr snörunni. Íhaldið er síðan brjálað yfir að hafa ekki fengið báða sína lausa fyrst þeir sáu til þess að Ingibjörg og Björgvin sluppu.

 • Þeir þingmenn sem sögðu NEI í gær eru þingmenn sem virðast ætla að standa fyrir það að hægt sé að setja landið á hausinn án þess að hægt sé að draga menn til ábyrgðar. Það var ekki verið að dæma einn eða neinn en eftir svona útreið Íslands og ríkissjóðs þá hlýtur að vera eðlilegt að æðstu ráðamenn þjóðarinnar svari fyrir vinnu sýna og rökstyðji þær aðgerðir sem farið var í eða ákveðið var að fara ekki í.

  Íslendingar hljóta að eiga heimtingu á einhverri ábyrgð frá þeim sem fá lyklana að ríkiskassanum.

 • Samfylkingin féll í gryfjuna. Freistaðist til að bjarga félögunum.
  Sjálfstæðismenn eins siðblindir og þeir eru voru alltaf líklegir til að segja NEI

  Hinir kusu meira og minna rétt

 • Jóhannes

  Steingrímur er langbesti skákmaðurinn í pólitísku tafli samtímans. Fléttan var ekkert minna en „brilliant“.

 • Magnús Björgvinsson

  Bara að benda mönnum á að framsókn hefði farið eftir tillögum Þingmannanefndar fulltrúa inna og sagt já við öllum ákærum þá hefðu bæði Árni Matt og Ingibjörg farið fyrir Landsdóm. Því að atkvæðagreiðsla um ákærur á hendu Ingibjörgu fór 34 sögðu nei og 29 já. og þar af voru 3 framsóknarmenn sem sögðu nei. Þannig að ef þeir hefðu greitt atkvæði með ákæru þá hefði það verið samþykkt 32 – 31. Eins Þá hefði Árni farið fyrir landsdóm með 34 – 29.
  Bendi síðan á að atkvæði sem Samfylkingin greiddi fóru svona
  11 sem segja nei við öllum 4 liðunum

  1 sem segir já við öllum 4

  1 sem segir já við 3 og situr svo hjá við fjórðu ákærunar (BMörður) Ætlaði að segja já við öllum end í ljósi niðurstaðna úr fyrstu 3 kaus hann að sitja hjá við ákæru á Björgvin.

  5 sem segja já við 3 og nei við einni

  2 sem segja nei við 3 og já við einni ákærunni.

  Sé því ekki neina flokkslínu hér.

 • ,,..litlan hóp“?
  Hvernig væri að skrifa hér almennilega íslensku?
  Þar fyrir utan er þetta frekar barnalegt blogg.

 • Reynir Sigurðsson

  Samsærismkenningasmiðir þurfa ekki að kvarta undan atvinnuleysi .
  Og Samfylkingin er vinsælasta viðfangsefnið eins og oft áður.

 • Fyrirfram var búist við að 11. Samfylkingarmenn segðu nei. Sama töldu menn um 16 þingmenn Sjálfstæðisflokks. Þá ertu með 27 Nei atkvæði við landsdómsákærum og aðeins 5 vantaði upp á til að hvorki Geir H. Haarde né aðrir yrðu ákærðir. Framsóknarflokkurinn er með 9 þingmenn og mjög margir bjuggust við að hvorki Birkir Jón né Siv Friðleifs segðu Já við ákærum. Tvö nei í viðbót frá Framsókn hefðu því dugað sem skýrir hin afar súru komment sem falla um Birki Jón og fleiri Framsóknarmenn í viðtölum við ónafngreinda þingmenn Sjálfstæðisflokksins í dag. Held að 6 já úr þeirri átt hafi e.t.v. komið miklu meira á óvart.

 • Magnús B.

  Eina og besta lögsetninginn um stjórnun sem til er á Íslandi eru lög siglingar. En þar segir að skipstjórinn beri ábyrgð. Mér sýnist að það hafi verið eftir þessum lögum í gær. Geir var skipstjórinn og hann fær því ábyrgðina. Réttlát eða ranglát, en þjóðarskútan steytti á skeri á hans vakt.

 • Ómar Harðarson

  Meirihluti Samfylkingarþingflokksins (11 af 20) sagði nei við öllum kærum. Hinir 9 skiptust: 2 aðeins Geir, 3 allir nema Björgvin, 2 allir nema Ingibjörg og 2 allir fjórir (Mörður sat þó hjá yfir Björgvini þar sem hann spyrti hann saman við Ingibjörgu).

  Til að geta kosið taktískt til að fá fyrirframgefna niðurstöðu þarf að vita hvernig atkvæði annarra falla. Afstaða Samfylkingarmannanna 9 kom fram í ræðum, þ.e. löngu áður en atkvæði voru greidd. Þá var ekki ljóst að meirihluti Framsóknar (5 af 8) myndu segja já við öllum ákærum). Það er því ólíklegt að hér hafi verið pöntuð niðurstaða, nema samráð hafi verið haft við Framsókn.

 • Ómar Harðarson

  Broskallinn hjá mér er í fúlustu alvöru, á að vera „átta og svigi lokast“ 😉

 • Georg Georgsson (gosi)

  Hvað er málið? þetta er maðurinn sem keyrði þá stefnu, sem fleygði okkur fram af brúninni. Þetta er maðurinn sem hundsaði allar viðvaranir innlendra sem erlendra. Við skulum spyrja þær 12 þúsund fjölskyldur sem nú eru búin að missa heimil sín séu til í að líta á hann sem einhvern píslavott:

 • Gottskálk

  Sjöllum var í lófa lagið að sitja hjá í atkvæðagreiðslum um ISG og Björgvin. Því má fullyrða að þeir hafi verið hinir einu sem EKKI kusu pólitískt.

 • stefán benediktsson

  Ég ætla bara rétt að vona að þingmenn séu enn að hugsa pólitískt annars hafa þeir ekkert að gera á þing,því viðkusum þá vegna pólitískra skoðana þeirra. Þingmannanefndin komst að niðurstöðu og nefndarmenn skiluðu álitum eins og gerist í þingstörfum. Niðurstöður ráðgjafa þeirra mæltu með ákæru á alla. Álitin bentu síðan mjög afdráttarlaust til þess hvert stefndi, í aðalatriðum. Ef Bjarni leiddi Sf í gildru í atkvæðagreiðslunni, er hann meiri stjórnmálamaður en ég hélt. Ég held að Sf hafi smíðað sína gildru sjálft. Menn horfa, í dag, greinilega mikið til villikattanna í Sf í þessu máli en gleyma að Framsóknarmenn kusu líka í kross þannig að það er mjög erfitt að hengja bjölluna á köttinn eða kettina í þessari atburðarás.

 • Andri Geir Arinbjarnarson

  Magnús,
  Takk fyrir að leiðrétta málfarið. Ég get verið sammála þér að innihald færslunnar er „barnalegt“ en viðfangsefnið bíður upp á það og stundum eru einföldustu færslurnar áhrifamestar! Umhugsunarvert.

 • Vegna ummæla hér að ofan að Bjarni Benediktsson hafi ekki stunda pólitískan hráskinnaleik, þá sté hann í pontu fyrir atkvæðagreiðsluna um Björgvin og barði sína menn til hlíðni. „Enga hefnigirni hér“, voru skilaboðin sem hann sendi.

  Varðandi færsluna sjálfa, þá gengur hún út á ef og hefði og skyldi. Hugsanlega stjórnuðu þingmenn Samfylkingarinnar því hverjir voru kærðir. Hugsanlega voru það þingmenn Framsóknar. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins stjórnuðu því líka, þar sem hjáseta þeirra hefði geta leitt til kæru á Ingibjörgu og Björgvin. Spurningin er hvort einhver einn flokkur hafði meiri áhrif en annar og ég er ekki viss um að svarið við því sé „já“.

 • Great blog I love your stuff. You really know how to hit the spot with your posts. Thank you.

 • Hey I just wanted to say that I really like what you have put together on your blog. I have learned a lot.

 • Greatpost. I always like your stuff. You sure do make the point clear.

 • I love your site. It has been a real help for me as I deal with this subject. Thanks a lot.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og sex? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur