Mánudagur 04.10.2010 - 13:50 - 7 ummæli

Skuldavinna tefur uppbyggingu

„Steingrímur telur mikilvægast nú að vinna að skuldavanda heimila og fyrirtækja, því verkefni sé ekki lokið“, segir á Eyjunni í dag.

En menn verða að muna að hver mínúta sem fer í skuldavinnu fortíðarinnar er töpuð mínúta í atvinnuuppbyggingu framtíðarinnar.  Eftir 2 ár sér varla högg á vatni á skuldavanda þjóðarinnar.  Þúsundir manna og sérfræðinga hefur það nú að aðalvinnu að leysa úr skuldavanda á einn eða annan hátt.  Þetta er að verða ein stærsta atvinnugrein á Íslandi og sogar allt athafnafólk til sín.

Á meðan okkar nágrannar eru að huga að uppbyggingu fyrir næstu kynslóð erum við enn að reyna að leysa klúður fortíðarinnar.  Það er lítill hagvöxtur í skuldavinnu enda tala hagvaxtatölur sínu máli og útlitið fyrir 2011 er varla bjart í því efni.

Til að reikna út hið „raunverulega“ atvinnuleysi á Íslandi þyrfti að bæta við tölu atvinnulausra, öllum þeim sem eru að fást við skuldavanda hrunsins.  Þetta má kalla hrunatvinnuleysi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (7)

  • Og samt hækka skuldir heimilanna. Lán í vanskilum í 6-8 mánuði allt að tvöfaldast vegna dráttarvaxta og innheimtuaðgerða. Klukkan tikkar á hvert lán meðan stjórnvöld þykjast þurfa að greina vandan til að geta búið til ný úrræði. Vandinn eykst um helming á 8 mánaða fresti og síðan á 4 mánaða fresti og á næsta ári verður það aðeins á 1-2 mánaða fresti.

    Stjórnvöld hafa verið rúmu ári of sein með allt sem þau hafa komið með.

  • Andi Geir,
    Ég er þér algerlega ósammála núna, þá á ég sérstaklega við setninguna:
    „… hver mínúta sem fer í skuldavinnu fortíðarinnar er töpuð mínúta í atvinnuuppbyggingu framtíðarinnar …“

    Ég þori að fullyrða fyrir hönd „yngri kynslóðarinnar“ að ef skuldamál verða ekki gerð upp, þá verða ansi fáir undir fertugu eftir á skerinu til að sinna „atvinnu framtíðarinnar“.

    Ég vil líta svo einfeldnislega á málið að það þarf eina snögga aðgerð í skuldamálum, þannig að við getum farið að fókusera á annað. Þetta sem hefur tíðkast frá hruni, þ.e. að fara í kring um málin og koma með „ekki-lausnir“ tefur alla uppbyggingu. Því tel ég virkilega mikilvægt að klára skuldamálin svo við getum einbeitt okkur að öðru, t.d. atvinnuuppbyggingu framtíðarinnar. Fyrr gerist ekki neitt.

  • Ef farið hefði verið í að leysa málið pólitísk hefði þetta ekki tekið svona mikið vinnuafl eða tíma. Leið Gísla Tryggvasonar hefði til dæmis leitt til niðurstöðu í málunum sem væri endanleg og afgreidd. Sama á við um tillögur Hagsmunasamtaka Heimilanna. En þessi silalega smáskamtaleið sem var valin, heldur öllu í frosti og bíður ekki upp á að þessi mál verði nokkurn tíman afgreitt endanlega.

  • Andri Geir Arinbjarnarson

    Gunnar,
    Ég er ekki að segja að það þurfi ekki að leysa þessi mál, hins vegar verður ekki bæði haldið og sleppt. Ef bankarnir hefðu verið reknir á skynsamlegan og íhaldsaman hátt hefði þetta skuldavandamál aldrei risið og við gætum núna verið með alla í uppbygginarfasa alveg eins og Finnland og Svíþjóð t.d.

    Það ætti að setja viðvarnir á lán eins og á sígarettur. Skuldir geta nefnilega haft gríðarlegan vanda í för með sér langt fyrir utan vexti og afborganir, eins og Ísland er að upplifa og verður víti annarra um aldir.

  • Bankarnir ráða ekki við verkefnið það er orðið ljóst.

    Mér er það óskiljanlegt að samtök atvinnurekenda (stórra og smárra) skuli ekki vinna markvisst með sínum aðilum í að leysa þessi skuldamál með fyrirtækjum á móti bönkunum. Í stað þess er hvert fyrirtæki um sig að vinna að sínum málum með sínum lögfræðingi o.s.frv…

  • „ef bankarnir hefðu verið reknir á skynsamlegan og íhaldsaman hátt“

    En það er bara ekki raunveruleikinn sem við búum við. Og hversu mikið getur fólk byggt upp sem er að burðast með gríðarþungar klyfjar?

  • Eruð þið ekki að gleyma því að niðurfellingar skulda eru skattskyldar? Hvernig væri nú að ríkisstjórnin breytti því áður en hún fer að jarma um að bankarnir standi sig ekki? Það er stór hluti ákvörðunar banka í hverju máli f sig að viðkomandi fyrirtæki þoli ekki niðurfellingu þar sem að þá komi tekjuskattur í hausinn á viðkomandi sem þarf að greiða á 3 árum.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og átta? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur