Laugardagur 06.11.2010 - 18:29 - 12 ummæli

2% leiðin

Nýjasta útspil ríkisstjórnarinnar  er að lækka vexti á íbúðarlánum úr 5% niður í 3%.  Reiknimeistarar stjórnvalda reikna og reikna og þjóðin bíður í ofvæni.

En hvað mun 2% leiðin þýða fyrir almenning.  Kíkjum á 5 mín. servíettureikning og notum tölur Íbúðarlánasjóðs.

Lán til einstaklinga hjá ÍLS eru um 600 ma kr.  Vextir eru 5%, vaxtaálag 1.4% og síðasta ávöxtunarkrafa íbúðarbréfa 3.6%.  Íbúðarlánasjóður var rekinn með 3 ma kr tapi á síðasta ári og miðað við vaxtaálag og ávöxtunarkröfu er lítið svigrúm til að lækka vexti.  Ríkið verður því að koma til hjálpar sem nemur um 12 ma kr á ári ef vextir eiga að lækka um 2%.  Hvernig ríkið ætlar að fjármagna upphæð sem nemur um 0.8% af landsframleiðslu er ráðgáta?  Fyrir þessa upphæð gæti ríkið tekið kúlulán upp á 200 ma kr á 6% föstum vöxtum.  Svo þarf líklega að auka eigið fé ÍLS úr 3% í yfir 5% ef þessi leið er farin, sem kallar á 7 ma kr.  Þetta er því ekki ódýr leið og þessi reikningur er aðeins fyrir ÍLS.  Til að fá heildaráhrif þarf að bæta bönkunum og lífeyrissjóðunum inn í dæmið.

Hver er þá munurinn á þessari leið og niðurfellingu?  Það fer eftir því hvað gerist í framtíðinni.

Með fallandi verðbólgu virðist þessi aðferð betri fyrir skuldug heimili, hún lækkar greiðslubyrðina meir en 20% niðurfelling myndi gera, alla vega, til að byrja með.  (Hún er líklega á við 25% niðurfellingu).  Því er auðvelt að selja hana.  En bíðum aðeins.

Kosturinn (eða ókostur) við þessa aðferð er að höfuðstólinn er óskertur.  Þegar hagkerfið tekur við sér er hægt að hækka vexti smátt og smátt og á síðustu metrunum eftir 5-10 ár, segjum, er hægt að setja inn vaxtaálag til að reyna að dekka mismuninn.  Þannig að yfir líftíma lánsins verða heildargreiðslur á núvirði sem næstar upprunalegum útreikningi.  Þannig er hægt að halda fjárfestum þægum.

Mikið veltur á forsendum og hagvexti í framtíðinni hvernig þetta reiknast.  Þetta er leið sem fjárfestar munu velja framyfir almenna niðurfellingu og því verður athyglisvert að sjá hvernig samtök heimilanna og VG taka svona útspili.

PS.  Ég hef hér gert ráð fyrir að 2% vaxtalækkun gildi aðeins fyrir einstaklinga, ef vextir á öllum útlánum ÍLS lækka, þarf að fjármagna gat upp á 15 ma kr í stað 12 ma kr.  Svo er spurning hvort fjármögnunarhjálp frá ríkinu verði túlkuð sem „ólöglegur“ ríkisstyrkur?  Eitt er víst, að það verður erfitt að fjármagna ný lán hjá ÍLS eftir svona aðgerð.  Ef lánstraust lækkar og ávöxtunarkrafan hækkar er erfitt að sjá að ÍLS hafi nokkra framtíð í núverandi formi.  Þegar ávöxtunarkrafa fjárfesta er um 3.5% er ekki hægt að lána á 3%, nema með niðurgreiðslum frá skattgreiðendum og lífeyrisþegum.  En eru þeir aflögufærir?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (12)

  • Hvað sagði Jóhannes Björn í Silfri Egils sl. sunnudag?
    Leiðréttið fyrst lánin og reiknið svo?
    Er það ekki það sem hefur hingað til verið gert í öllum tilvikum fyrir og eftir hrun?
    Varla hefur Seðlabankinn reiknað mikið þegar hann afhenti bönkunum hundruði milljarða gegn gagnslausum veðum?
    Varla hefur Haarde reiknað mikið þegar hann gaf út tilskipun um að hámarks bankatrygging á innlánum skyldi afnumin og allar innlendar innistæður tryggðar?
    Varla hefur Haarde reiknað mikið þegar hann mokaði almannafé í tóma sjóði bankanna?
    Varla hafa Haarde og Árni dýralæknir reiknað mikið þegar þeir samþykktu að borga icesave haustið 2008?
    Ég trúi því ekki að dæmin hafi verið reiknuð til enda þegar Svavar samdi um icesave fyrir Steingrím?
    Ég trúi því ekki að Steingrímur hafi reiknað dæmið til enda þegar hann mokaði peningum í Askar, VBS, Sjóvá og önnur illa rekin fyrirtæki sem voru komin á hausinn?
    Í öllum þessum tilfellum var verið að ráðstafa almannafé til ákveðinna sérhópa eða fyrirtækja.
    Af hverju þarf þá að fara að reikna dæmið til enda þegar leiðrétta á stökkbreytt lán til almennings?
    Er það ekki bara vegna þess að almenningur hefur alltaf verið látinn borga allt ruglið í stjórnvöldum og þannig vilja menn hafa það áfram?
    Það passar ekki inn í forskriftina að létta almenningi róðurinn með því að hann fái eitthvað af því sem hann þarf svo sjálfur að borga aftur seinna.

  • Heyr heyr bæði Andri og HR.

  • Haussmann

    En gáðu að því, Andri Geir, að með þetta miklli vaxtalækkun, þá gengur MUN ÖRAR á höfuðstólinn þegar um annúítetslán (jafngreiðslulán) er að ræða,þannig að eignamyndun verður talsvert hraðari.Eftir fyrstu 10 árin er höfuðstóllinn þannig um strax um 6% lægri með 3% vöxtum en með 5% vöxtum.

  • Þórhallur Kristjánsson

    Íbúðarlánasjóður er ekki að tapa miklum peningum vegna íbúðarlána sem hann hefur veitt. Hann er að tapa vegna útlána til fjármagnsstofnanna sem fóru á hausinn, hægt að kalla það brask.

    Á nú að nota þetta brask íbúðarlánasjóðs til þess að útiloka það að vextir geti lækkað á lánunum. Vextir á verðtryggðum íbúðarlánum hafa verið fáránlega háir undanfarna áratugi.

    http://www.ibudalanasjodur.is/Uploads/document/%C3%81rsreikningar/%C3%A1rsreikningur%202009%20undirr..pdf

    Kreppansemríkthefuráfjármálamörkuðumfráhaustmánuðum2008hefurhaftverulegáhrifáÍbúðalánasjóð.Sjóðurinnátti16.620millj.kr.kröfuáviðskiptabankanavegnaskuldabréfaogafleiðusamningaviðfallþeirraíoktóber2008.Ásamatímaskuldaðihannþeim5.342millj.kr.vegnaafleiðusamningaogíbúðabréfa.Áárinu2009vékFjármálaeftirlitið(FME)stjórnumSPRONogStraums-Burðarássfjárfestingarbankahf.fráogskipaðiskilanefndiryfirbankana.SamkvæmtákvörðunskilanefndavarinnlánumÍbúðalánasjóðsaðfjárhæðkr.5.254millj.kr.haldiðeftirálokuðumreikningum.Áárinu2009varniðurfærslaaðfjárhæð2.914millj.kr.gjaldfærðírekstrarreikningivegnafyrrgreindrakrafnaSúniðurfærslakemurtilviðbótarniðurfærsluaðfjárhæð7.875millj.kr.semfærðvarírekstrarreikningiársins2008tilaðmætaáætluðutapisjóðsins.Íheildhefurþvíveriðfærðniðurfærslaaðfjárhæð10.789millj.kr.vegnaþessarakrafna.Ámeðalkrafnaálánastofnanirerueignfærðar2.352millj.kr.(sjáskýr.5).Íuppgjörisjóðsinsergengiðútfráaðhanneigiréttáskuldajöfnun.Óvissaerumuppgjörkrafnaogafleiðusamningaásamtheimildsjóðsinstilskuldajöfnunar.Áárinu2010hefursjóðurinnnáðsamningumviðSPRON,enennerágreininguruminnstæðurstjóðsinshjáStraumi-Burðarássfjárfestingarbankahf.Tapsjóðsinsgeturþvíorðiðannaðþegar endanleg uppgjör fara fram.

  • The botton line hér er að þetta verður fjármagnað úr ríkissjóði af skattborgum þessa lands og kemur til viðbótar öðrum sparnaði ríkissjóðs 12-15 miljarðar árlega er stór biti það er verið að kremjast með núna í ár er tæplega 40 miljarða sparnaður minna en 1/3 af því sem koma skal á næstu árum og ná honum varla enda er það ekki til vinsælda fallið. Þetta hér kemur til viðbótar því ef ekki á að ná því inn með skattatekjum enda er varla er hægt að fá lánað fyrir þessu.
    Stóra spurningin er hvort eitthvað á að gera fyrir þá sem eru með lánin í bönkunum og það verður væntanlega ríkissjóður sem greiðir fyrir í viðbót það það er væntanlega flestum augljóst. Það er ekki hægt að fjármagna þetta með eftirlaunagreiðslum 40% landsmanna sem sumum finnst réttlátt.
    15 miljarðar á ári er meira en það sem er varið til utanríkisráðuneytis í heild (10 miljarðar á ári+) til æstu stjórnar ríkisins og forsætisráðuneytis sameiginlega.

  • Andri Geir Arinbjarnarson

    Þetta er bara enn eitt dæmið um hvernig krónan og verðtryggða krónan heldur almenningi í gíslingu.

    Eina leiðin til að ná niður vöxtum og lækka greiðslubyrði á varanlegan hátt er að skipta um gjalmiðil.

    Allar leiðir í dag til að hjálpa núverandi kynslóð verða á kostnað foreldra og barna þeirra.

  • Þetta er hárrétt hjá þér Andri Geir
    Eins og margoft hefur verið bent á, þá eru 2 gjaldmiðlar á Íslandi en því miður eru efnahagsvændræði íslensku þjóðarinnar svo gríðarleg með skuldsetningu að það leysir í raun ekki nema hluta vandans vandans.
    Vandamálið er að gengi íslensku krónunnar (þeirrar óverðtrygðu) er í raun miklu mikilvægara fyrir skuldara en vaxtastigið og stýrivextirnir munu hafa áhrif á gengi krónunnar þegar gengishömlunum verður aflétt og eðlilegra ástand kemst á og merkilegt að stjórnmálamenn og almenningur virðist í raun ekki gera sér grein fyrir þessu.

  • Andri Geir Arinbjarnarson

    Gunnr,
    Takk fyrir góðar athugasemdir. Nýr gjaldmiðill reddar ekki núverandi kynslóð nema að takmörkuðu leyti, hins vegar er hann nauðsynlegur ef næsta kynslóð á að geta eignast viðunandi húsnæði og geta sparað til elliáranna. Við verðum að fara að hugsa 20 ár fram í tímann en ekki aðeins nokkrar vikur í senn.

  • Ég er búinn að reikna það út að niðurfelling um 15,5% kostar ekki krónu, hvorki fyrir ríkið, Íbúðalánasjóð, skattgreiðendur, þig eða mig, ekki einu sinni bankanna þó þeir ættu tvímælalaust að taka á sig tap ef einhver á að gera það. Og það eru sko alls engir 5mín servíettuútreikningar heldur setti ég þetta upp í alvöru reiknilíkan og niðurstaðan úr því er allt önnur en bullið og heimskan sem kemur frá stjórnvöldum.

    Þeir sem reyna að hræða okkur til andstöðu við niðurfellinguna með því að tala um meintan kostnað skattgreiðenda af því eru einfaldlega að LJÚGA, alveg eins og Árni Páll viðskiptaráðherra gerði í fréttum í dag. Það er eitt að kunna ekki reikna, því heimska er fyrirgefanleg. En að ljúga vísvitandi að fólki að það sé of dýrt að fá þýfið endurheimt þegar það kostar í raun ekki neitt, er beinlínis lágkúruleg og sviksamleg þjónkun við glæpasamtök sem framið hafa níðingsverk gegn almenningi í landinu!

  • @Guðmundur Ásgeirsson
    Þú verður endilega að deila þessari snilld þinni. Raunar er það ekki skuldir landsmanna, fyrirtækja stórra sem smárra, ríki og sveitarfélaga sem hafa hækkað heldur er það gengi óverðtryggðu krónunnar sem hefur lækkað og þar með laun flestra landsmanna, tekjur sveitarfélaga og ríkis og flestra þeirra fyrirtækja sem ekki er í útflutningi.
    Þú vilt kanski að 40% lífeyrisþega greiði þetta niður með lífeyri sínum eða allir sem eru dökkhærðir og rauðhærðir og búa í Hafnarfirði og Reykjavík?

  • Andri Haraldsson

    Eins og svo oft áður þá er ég skilningslausari en mér finnst ástæða til. Ég hef ekki aðgang að gögnum sem skýra þessa leið.

    1. Ef vextir eru lækkaðir úr 5% í 3%, þá er það 40% lækkun á lánskostnaði. En hvar kemur svo verðtrygging inn í málið?
    2. Fá allir þessa aðlögun, eða bara einhver hluti veðlánstaka?
    3. Á að breyta lánaskilmálunum, eða er þetta frjáls eftirgjöf sem gæti breyst?
    4. Er þetta fyrir líftíma lánsins, eða í ákveðinn tíma?
    5. Er hægt að færa lán með þessum breytingum frá einum lántaka yfir á annan?
    6. Eru ný lán með sömu skilmálum?

    Varðandi skynsemina í þessu. Öll úrræði á Íslandi í dag eru eignatilfæringar innanlands. Þeas. sama hvað ríkið gerir í málefnum einstaklinga og fyrirtækja þá er verið að ræna Pál til að borga Pétri. Það er almennt ekki siðlegt að gera slíkt, en það gæti þó verið að bæði Pétur og Páll standi betur eftir, ef þessi ráðstöfun kemur hagkerfinu aftur af stað. Eins þá kann að vera að eina ástæðan fyrir því að Páll hafi nóg milli handanna til að hægt sé að ræna hann sé vegna fyrri inngripa ríkisins.

    En alveg óháð því hvað verður gert, þá verður að fara að ljúka þessum sértæku ráðstöfunum. Ef það er ekki nógu slæmt að Icesave er óleyst, og að krónan er í gjörgæslu gjaldeyrishafta, þá er það síðasta sem dregur orkuna úr athafnalífinu að enginn treystir framtíðinni. Á meðan allir halda að ríkið ætli að(eða sé jafnvel að undirbúa slíkt) gjörbreyta reglunum, þá munu allir skynsamir halda að sér höndunum og bíða. Sú bið er dýr og dýpkar bara og lengir efnahagskreppuna.

  • Gömlu bankarnir stunduðu fjárhættuspil. Það á að gera eignir þeirra upptækar, þar sem þeir voru skipulögð glæpastarfssemi, og nota eignir þeirra til að bæra Íslendingum og íslenskum lögaðilum, sjóðum og ríkinu þann skaða sem þeir hafa valdið.

    Erlendir kröfuhafa verða fúlir en það er lítið sem þeir geta gert, þeir lánuðu jú til glæpamanna. Og það þíðir lítið að segja að FME og SÍ hafi klikkað – þeir eru jú löggan og löggan er ekki ábyrg fyrir gjörðum glæpamanna. Og ef þeir verða fúlir (kröfuhafarnir) er ekki um annaða að gera en hringja í Bjögga, Bjarna og Sigga og rukka þá beint.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og þremur? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur