Fimmtudagur 23.04.2009 - 16:49 - 2 ummæli

Flokkurinn, ekki fólkið

Hvernig komast vinstri flokkarnir upp með stefnu sína í auðlindamálum? Annar flokkurinn vill ekki nýta auðlindirnar og hinn veita öðrum þjóðum aðgang að þeim.

Eftir Hannes Hólmstein? Frá nafnlausum Heimdellingum í skítadeildinni?

Nei, þetta er eftir Tryggva Þór Herbertssoon hagfræðing og hugsanlegan alþingismann, fyrrverandi efnahagsráðgjafa forsætisráðherra og forstöðumann Hagfræðistofnunar Háskóla slands. Hér á Eyjunni. Örvæntingin hefur gripið hina skástu menn á hægrikantinum slíkum tökum að nú eru öll ráð dýr.

Ég ætla ekki að svara fyrir vinstrigræna, sem væntanlega er átt við í fyrri lið nema því að efasemdir um stórvirkjanir sem selja stórfabrikkum ódýra orku jafngilda því auðvitað ekki að vilja ekki nýta auðlindir. En Tryggvi Þór þekkir greinilega bara eina tegund nýtingar og viðskipta 2007-tegundina: Pening strax, uppgjör síðar.

Í síðari lið reynir efnahagsráðgjafinn að vega að stefnu Samfylkingarunnar um ESB-aðild og evru. Og hvaða auðlindir er hann að tala um? Orkuna? Samkvæmt lögum sem iðanðarráðherra Samfylkingarinnar kom fram eru orkuauðlindirnar í þjóðareigu nema þær sem Sjálfstæðisflokkurinn á Suðurnesjum var búinn að koma einkaeigu, erlenda eða innlenda. Auðlindir sjávar? Sem Sjálfstæðisflokkurinn á alþingi kom i veg fyrir að yfirlýstar væri í þjóðareigu með viðbótum við stjórnarskrá?

Staðreyndin er auðvitað sú að ESB-aðild hefur engin áhrif á eignarhald auðlinda á Íslandi – nema Íslendingar sjálfir séu svo vitlausir að koma þeim í einkaeigu útlendinga, til dæmis með því að íslenskir eigendur selji þær frá sér. Einmitt þessvegna þarf að tryggja þjóðareign sjávarauðlindanna áður en við göngum í ESB, einsog Jóhann Ársælsson á Skaga hefur verið manna duglegastur að benda á.

Tímabundinn nýtingarréttur gegn gjaldi er svo annað mál og yrði öllum heimild, rétt einsog annar atvinnurekstur er nú þegar á EES-svæðinu.

Maður hélt kannski að frambjóðendur einsog Tryggvi Þór Herbertsson mundu bæta málflutning FLokksins, að minnsta kosti um alvörumál og grundvallarrök.

Því miður. Það var nefnilega alltaf flokkurinn, ekki fólkið.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • „VG með efasemdir um stórvirkjanir“?
    Þeir hafa verið með efasemdir jafnt við stórar sem smáar vatnsaflvirkjanir hvort sem er á hálendi eða í byggð sem og gufuvirkjanir og djúpboranir og nú síðast olíu.
    Þeir byggja fastafylgi sitt á efnalitlu fólki og vilja því halda fólki við lítil efni.
    Sennilega trúa þeir ykkar fullyrðingum um betri hag í EU og það er þá nægileg ástæða fyrir þá að vera á móti því líka.
    Enginn munur á Framsókn og ykkar hægri armi.

  • Jóhannes Laxdal

    Þið fullyrðið gjarnan að engin hætta sé á að orkuauðlindirnar lendi í höndum útlendinga en hvað um Landsvirkjun?
    Ríkið er nú þegar búið að afsala Landsvirkjun öllum yfirráðum yfir
    90% af virkjanlegum fallvötnum og allir vita að Landsvirkjun er hættulega skuldsett. Ergo það er hætta á að orkuauðlindir lendi í höndum útlendinga, beint eða óbeint.
    Sorry Mörður, en orðum ykkar er bara ekki treystandi

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og einum? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur