Fimmtudagur 23.04.2009 - 10:27 - 19 ummæli

Kasper, Jesper og Jónatan í Laugardalnum

Sjálfstæðisflokkurinn á höfuðborgarsvæðinu – eða það sem eftir er af honum – hefur leigt Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í dag og býður stuðningsmönnum að skoða dýrin og fara í tækin. Ekkert að því – við hjá Samfylkingunni bjóðum fólki einmitt niður á Austurvöll í svipaða fjölskyldudagskrá.

Skemmtilegt samt að í heilsíðuauglýsingu Flokksins ber mest á heiðursgestunum – sem eru engir aðrir en ræningjarnir þrír úr Kardimommubænum. Einhvernveginn alveg viðeigandi eftir hrunið:

 

Þó fyllt við höfum fötu og sekk 

af fæðu, drykk og klæðum, 

er aumt að vera auralaus, 

en um það fátt við ræðum. 

Því bankinn okkur blasir við 

og brátt til starfa tökum við. 

Þó tökum við aldregi of eða van, 

hvorki Kasper né Jesper né Jónatan.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (19)

  • Hver borgaði fyrir höfuðstöðvar Samfylkingarinnar?
    Það e rkannski ekki afst á BAUGI, en væri gott að vita.
    Er hægt að fá það uppgefið, fyrir kosningar?
    XF

  • Vondur: Var það ekki Soffía frænka sem borgaði fyrir það? Nema það hafi verið mannvitsþverhnípið Sturla Jónsson sem borgaði með dollurum.

  • Pétur. Ég held að þú sért ekki nógu innvígður.
    XF fyrir íslenska þjóð!

  • Í hvaða hlutverki var Samfylkingin í leikritinu
    sem þið fluttuð á fjölum Alþingis í ríkistjórn
    GHH.

  • Mér finnst þú kasta úr glerhúsi, Mörður. Ekki að ég telji þig með þeim sem tóku um of, heldur eru sum flokkssystkina ekki beint laus við fnykinn af óhóflegum peningagjöfum. Ég lít svo á að við þurfum að horfa í spegilinn, flestöll.

    Sjá einnig:

    http://carlos.annall.is/2009-04-23/obama-mordingi-frettamenn-i-vandraedum/

  • Jafnaðarmaður

    Ég spyr þig Mörður

    Ég er kjósandi í Reykjavík suður.

    Af hverju á ég að kjósa Össur, senfiherra útrásarvíkinganna og margfaldann fararstjóra til Katar og feiri staða?

    Og ef ég kýs Össur þá kýs ég líka Björgvin bankamálaráðherra í hruninu mikla.

    HVaða skilaboð gef ég alþingi með því að kjósa slíka menn til áframhaldandi starfa?

    Svaraðu þessum spurningum í stuttu máli af heilindum og einlægni.

    Þú ert annars ágætur.

  • Mörður Árnason

    Beint í spegilinn, Karl, og við það er ég óhræddur þótt ýmsir félaga minna hafi látið glepjast. En leggja menn virkilega að jöfnu annarsvegar Steinunni Valdísi og hinsvegar frammistöðu og hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins á tímum nýfrjálshyggjunnar og græðginnar í átján ár? — Það sem nú skiptir máli er tvennt: 1. Leið úr vandanum: Vinna, velferð, Jóhanna, Evrópa. 2. Arfur búsáhaldabyltingarinnar: Beint lýðræði, breytt gildismat. Hvað þetta merkir í kosningunum hef ég áður skrifað um (2+2=4).

  • Takk fyrir að auglýsa frábæra fjölskyldusamkomu sjálfstæðisflokkin í fjölskyldu og húsdýragarðinum.

    Endilega láttu sjá þig og kynntu þér stefnumál flokksins betur.. Virðist ekki veita af…

  • Eigum við ekki að segja að ræningjarnir þrír séu Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og Samfylking. Þetta flokkarnir sem bera ábyrgð á því að lagaumhverfi í kringum útrásarvíkinga var ekki nógu gott. Þessir þrír flokkar eiga ekki skilið atkvæði.

  • Ég hló mig máttlausan þegar ég sá auglýsinguna:-)
    „Því bankinn okkur blasir við
    og brátt til starfa tökum við.“ (= „Látum hann aftur í hendur einkavina við fyrsta tækifæri?“)
    Þarf frekari vitnanna við?

  • Jóhanna er auðvitað Soffía frænka

  • ,, … þá tökum við aldregi of eða van …“

    Það er munur en sumir.

  • Fáið þið ekki húsnæði lánað hjá Landic Property? Flokkurinn er jú í boði þeirra sem eiga, eða áttu það batterý?

  • Komið í Húsdýragarðinn þar sem Sjálfstæðismenn eiga heima. Auglýst hefur verið eftir furðufuglum í eitt búrið og hefur verið vænst þess að Davíð og Geir gefi sig fram. Ræningjarnir þrír verða á svæðinu, Kúlgerður Katrín, Spillugi Gunnarsson og Guflaugur Þór í gervi Kasbers, Jesbers og Jónatans. Kúlgerðu katrín með kúlulán eignimannsins upp á 500 miljónir, Spillugi Gunnarsson með sjóð 9 og Guflaugur með væna styrki frá BAUGI af öllum fyrirtækjum í pokanum. Kannski að Björn Bjarna hætti svo að uppnefna fjölmiðla sem Baugstíðindi, því réttnefni á flokknum sem hann er í er ,,Baugsflokkur”.

  • Jafnaðarmaður

    Ég árétta spurningu mína til þín Mörður, frá því um hádegið í dag og bæti einni við.

    Hvort finnst þér, Mörður, verra að taka við 30 milljónum til þess að boða út stefnumál heils stjórnmálaflokks eða að taka við 2 miljónum til þess að stinga í vasa einstaklings til koma sjálfum sér á framfæri?

    Ég er ekki í vafa hvort er verra.

    En hvað finnst þér?

    Bíð spenntur eftir svörunum. Þú ert vanur að vera skeleggur og sanngjarn.

  • Kæri jafnaðarmaður — Þú átt að kjósa Samfylkinguna útaf: Vinnu, velferð, Evrópu og Jóhönnu. Ég er ekki alltaf sammála félaga Össuri — en fylgi honum gjarna til Katar og svo framvegis — það er alvöru-útrás íslenskrar þekkingar og hugvits — og ég er hreykinn af því sem hann hefur unnið i ýmsum atvinnmálum, sprotum og ferðamálum. — Fjáröflun einstaklinga í prófkjörum, það er ekki skemmtilegt, og fyrir það verða þeir sjálfir að svara. 30 plús 30 milljónir frá FL og Landsbankanum til ríkisstjórnarflokks i nánum viðskiptatengslum við viðkomandi fyrirtæki — ja hva finnst þér?

  • haha Þarna sýnir munurinn sig á Sjálfffspyllingarflokknum og hinum flokkunum.
    Sjálfspyllingarsjallarnir fara þó og tralla, syngja og skemmta börnum sínum með ljúfu æfintýri Egners. Nota ævintýrin og skemmta sér meðan hin bíða með kúkinn í buxunum eftir því að geta gert grín.
    Þetta sýnir þó að Sjálfspyllingarflokkurinn hefur hugað fólk í sínum röðum ólíkt hinum sem helst vega úr launsátri með háðsglósum.
    Sjáum t.d skemmtikrafta Spamfylkingarinnar þá mörð og dofra. Eftirleiðis verða þeir að leita í flökkusögur frá Íran til að ekki verði hægt að stríða þeim.
    Tómir hænuhausar og hugleysingjar þessir vinstri menn.

  • Jafnaðarmaður

    Þakka þér svarið Mörður.

    Þetta var ekki gott svar fyrir minn hlut og mína sannfæringu.

    Mér finnst 2 milljónir til einstaklings verra en 30 til flokks.

    ‘Eg mæti með reglustriku á kjörstað eða kýs VG.

    Og annað sem er umhugsunarvert er að mér finnst Samfylkingin vera hægriflokkur og nægir þar að nefna gælur fylkingarinnar við auðmenn annarsvegar og þessi Evrópuárátta hinsvegar.

    Þú og ég vitum báðir að Evrópusambandið þjónar einkum stórkapitalismanum og er grundvallaratriði fyrir stórfyritækin.

    Fyrir kaupmanninn á horninu eða tryllukarlinn í Suðavík, skiftir aðild að sambandinu litlu.

    Svo er EU að þróast ut í að verða valdablokk sem er allt annað en viskifta og menningarsamband. Nú stefnir EU í samræmda utanríkispólitik og hernaðarbandalag.

    Það er ömurleg, en fyrirsjáanleg þróun.

    Eg hef aldrei vitað að eitthvað verði betra við það eitt að verða stærra.

    Ég vil ekki láta stjórnast af stórfyritækjum og skriffinnum í Brussel með heimsyfirráð að markmiði.

    Ég vil ekki í EU.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og einum? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur