Viðbrögð stjórnarandstöðunnar á þingi og nú síðast í Kastljósi við væntanlegum IceSave-samningum eru hysterísk – og hættuleg.
Löngu var ljóst að við áttum engan annan kost en að semja um þessar skuldir. Hinn kosturinn var að segja sig úr lögum við umheiminn og útiloka samfélagið um leið frá erlendu lánsfé, hefðbundnum viðskiptum og almennum áhrifum í áratugi. Sennilega hefði EES-aðild okkar meðal annars verið í hættu – og það er kannski sú fjöður sem er orðin að fimm hænum í þeirri frábæru kenningu að hér sé ríkisstjórnin að greiða einhverskonar aðgöngu-„gjald“ inn í ESB. Sem er að öðru leyti einhver hin lágkúrulegasta í langri og leiðinlegri sögu landráðabrigsla í íslenskri pólitík.
Samningurinn virðist vera skárri en við mátti búast. Vextirnir eru erfiðir en plúsinn er auðvitað sjö ára greiðslufrestur, og á meðan eru líkur á að miklu meira náist af Landsbankaeignum uppí skuldina en flestir héldu.
Hinsvegar er þetta sannarlega svakalegt og hrikalegt og óskaplegt – og hefur verið alveg síðan í október í fyrra.
Magnandi svörun
Forvígismenn stjórnarandstöðuflokkanna – líka Borgarahreyfingarinnar því miður – virðast hafa lokast inn í stemmingu sem stundum kemur upp í alþingishúsinu og minnir á hávaðann á börum borgarinnar að kvöldi til: Tónlistin er hávær í hátölurunum, fruss í kaffivélinni og umferðarniður fyrir utan – gestirnir verða að tala hærra til að yfirgnæfa hávaðann sem aftur þýðir að á næstu borðum þurfa menn líka að hækka róminn og fyrstu gestirnir brýna röddina og á þarnæsta borði er byrjað að æpa. Svona ferli heitir einmitt „magnandi svörun“ í loftslagsbreytingafræðum.
Hystería stjórnarandstöðunnar stafar meðal annars af magnandi hávaðasvörun – en sprettur líka af pólitískri spekúlasjón, sem er það hættulega – nú þegar einmitt þarf að hefja sig upp fyrir flokkshagsmuni.
Einar Ben: Þegar býður þjóðarsómi / þá Bretland eina sál.
Hvernig stendur á því að íslenskir skattgreiðendur eiga að taka á sig alla áhættu er varðar endursöluverð eigna Landsbankans?
Það væri nær að samþykkja ríkisábyrgð og lán fyrir 5% – lánardrottnar geta hirt afganginn á genginu 0,95.
Þið eruð að eyðileggja landið!
viðbrögð stjórnarandstöðunar endurspegla skoðun meirihluta þjóðarinnar í þessu máli! ef ég ætti að giska þá myndi ég segja 80-90% af þjóðinni er mótfallinn þessari skuldbindingu. Reyndu að skilja það Mörður minn. Þetta eru landráð og ekkert annað. ÞIÐ MEGIÐ EKKI SKRIFA UNDIR ÞETTA !!!
Vanhæf ríkisstjórn – ef mótmæli væru í gangi núna myndi ég mæta niður á Austurvöll og hafa með mér pott og lemja á hann. Ég er alveg í sjokki yfir þessum skammarlega samningi sem á að neyða okkur til að skrifa undir. Hvernig datt nokkrum heilvita manni í hug að ráða Svavar Gestsson af öllum mönnum til þess að fara með samningsumboð fyrir okkur.
Sé aldrei eins eftir neinu eins og því að hafa kosið þessa vanhæfu ríkisstjórn.
Hvernig stendur á því að á Alþingi virðast safnast óhæfir einstaklingar. Enginn virðist hafa bein í nefinu til að taka á málum.
Eftir situr þessi hnípna þjóð. Hvers eigum við að gjalda?
Það vantar rökin hjá þér. Þetta með að maður eigi að greiði skuld, ekki vegna þess að maður sé skuldbundinn til þess, heldur til að heimurinn kúgi mann ekki, er þér ekki sæmandi röksemdafærsla.
Þessi samningur er algjörlega bilaður. Hvaða heilvita manni dettur í hug að semja um 5,55% vexti. Ef þessi skandall nær fram að ganga að þá verður að koma þessari stjórn frá hið snarasta. Reyndar má ekki bíða með það. Það verður að stoppa þennan gjörning.
Vanhæf samspillingarstjórn……sem ber fulla ábyrgð á ástandinu,
þýðir ekkert fyrir gjammara eins og þig Mörður að þeyta smjörklípum
um jafn alvarlegt mál og þetta Icesave er……
Talaðu við kollega þinn, gunguna Björgvin Sigurðsson og spyrðu hann
af hverju samspillingin greip ekki inní atburðarrásina… ???
og í leiðinni hvað hann var eiginlega að gera sem bankamálaráðherra…
Burtu með þessa jólasveina á þingi…. allir vanhæfir og máttlausir.
Ég verð að segja að ef þetta verður niðurstaðan þá er hún ótrúlega góð. Í fyrsta lagi var engin skilda hjá Bretum yfirhöfuð að lána okkur fyrir þeirri skuldbindingu sem var fyrirliggjandi. Í öðru lagi er það mjög vinveitt af Bretum að gera lánið afborgunarlaust fyrstu árin.
Á endanum munu nefninlega þessar eignir standa undir allri skuldbindingunni og rúmlega það.
Það er eins og stjórnarandstaðan sé að heimta að Íslendingar standi ekki við þær skuldbindingar sem felast í EES samningnum og þar afl leiðandi virðist hún vilja taka einangrunarstefnu.
Málið er að það eru bara tvær leiðir í boði. Önnur er sú að afneita þessum skuldbindingum og þar af leiðandi að kalla yfir landið einangrun á við Norður Kóreu. Hin er sú að hafa þolinmæði til þess að vinna úr eignunum og gera upp það sem okkur sæmir. Mitt þjóðarstolt segir mér að fyrri leiðin sé rétta leiðin. Hin leiðin er er ekki fólki sæmandi.
Mörður: Umræðan hefur ekkert með hysteríu að gera.
http://en.wikipedia.org/wiki/Hysteria
Málið varðar fullkomið vanhæfi núverandi ríkisstjórnar – eins og þeirrar fyrri – að eiga við þetta mál vegna tengsla við einstaklinga og félög sem stofnuðu til þessara fjárskuldbindinga upphaflega.
Sæll Mörður
Ég skil bara ekki af hverju ég og mínir eigum að borga skuldir Björólfsfeðga?
Ég skil ekki af hverju ég og mínir eigum að borga skuldir Baugsfeðga?
Ég skil ekki af hverju ég og mínir eigum að borga skuldir „útrásarglæpamannanna“ ?
Síðan eru sumir af þeim komnir í vinnu hjá ríkinu að sýsla við fyrirtæki sem þeir komu í þort.
Hvers vegna?
Ég tel mig ekki hafa borið neina ábyrgð á þessum gjörning og hvers vegna á ég þá að greiða. ÉG HAFNA ÞESSU ALGÖRLEGA. ÞIÐ HAFIÐ EKKI RÉTT Á AÐ SKULDSETJA OKKUR FYRIR ÞESSU.
Ég er hjartanlega sammála þér að við skulum varast „hysteríu“, slíkt getur verið mjög hættulegt. Ég er líka sammála að „Löngu var ljóst að við áttum engan annan kost en að semja um þessar skuldir“. Hins vegar finnst mér hafa mjög skort á að við (almenningur) séum nægjanlega vel upplýst um hvað er nákvæmlega verið að semja um. Ég myndi vilja sjá útreikningana sem hér liggja að baki þ.a. geti áttað mig á hvort vel eða illa samið að okkar hálfu.
Því, ótrúlegt en satt, þá er enn fullt af hlutum sem óljós fyrir mér, og örugglega fleirum. T.d……
Er verið að samþykkja að við greiðum hámark EUR 20.000 per innistæðueiganda? Þá að tala um að lágmark yfir 180.000 innistæðueigendur sem allir með hámarks innistæðu uppá EUR 20.000. Hljómar raunhæft?
A Ábyrgð stjórnvalda 630,000,000,000 ISK
B Hámark pr. innistæðueiganda 20,000 EUR
C Hámark pr. innistæðueiganda 3,460,000 ISK
D Fjöldi innistæðueigenda (A/C) 182,081 Innistæðueigendur
Eða er verið að samþykkja að greiðum allar innistæður allra innistæðueigenda?
Er þetta ekki örugglega fyrir öll lönd sem Icesave var í boði, ekki bara Bretland?
Er öruggt að söluverð eigna gamla Landsbankans fari fyrst á móti þessum kröfum, m.ö.o. eru innistæðurnar forgangskröfur í búið?
O.s.frv.frv.frv.
Mér finnst með ólíkindum að vér Íslendingar allir semm einn vitum ekki allt sem hægt er að vita um Icesave by now. Hér finnst mér stjórnvöld og fjölmiðlar hafa brugðist að upplýsa okkur? Geri mér grein fyrir að ekki einfalt reikningsdæmi og margar breytur í dæminu, en svo framarlega sem menn setja fram skýrar forsendur þá slíkt vel gerlegt. Við erum vissulega „vitlaus“ en ekki „vitlausari en það“ 🙂 Vinsamlegast sýnið okkur þá virðingu að uppfræða okkur þ.a. við getum tekið rétta afstöðu með eða á móti hlutunum. Því annars er verið að bjóða „hysteríu“ heim, og eins og þú réttilega bendir á þá getur „hystería“ verið stórhættuleg.
“Taki tryggingarsjóður hinsvegar við skuldunum er ljóst að þá verður ekki aftur snúið. Þá hefur þjóðin endanlega verið skuldsett á grundvelli pólitískra þvingunarskilmála”
Sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra í Morgunblaðsgrein 24 janúar síðastliðinn.
Dude er greinilega eins og rest af samfylkingarfólki, að lesa sýnar upplýsingar úr fjölmiðlum vinveittum flokknum, og flokkurinn vinveittur eigendum þessara fjölmiðla. Bretar eru ekkert að lána okkur afborgunarlaust, eða gefa neitt eftir. Þeir eru að fresta greiðslum um sjö ár. Það er auðvitað það besta sem þeir gætu hugsað sér. Að fá lán upp á 5,5% vexti með íslenskri ríkisábyrgð, þegar vextir í bretlandi eru að komast niður fyrir 1,0%. Þetta er ekki slæmt lán, þetta er RÁN.
Það eina hættulega við þetta mál í dag Mörður er framkoma ríkisstjórnarinnar. Það eru miklar líkur á að ef og þegar spilin verða lögð á borðið, þá verði þetta einfaldlega fellt. Ekki ætlar ríkisstjórnin að skrifa undir svona samning, sem hljóðar upp á þessar upphæðir, án þess að kynna forsendur fyrir þjóðinni, og láta svo þingið samþykkja þetta? Amk gefa skinkunni á bessastöðum tækifæri til að setja fangamarkið sitt á þetta plagg? Hann hefur nú fengið að vera álitsgjafi á minni málum en þetta, og reyndar klúðrað þeim líka!
Gengi er valt, þar fé er falt
fagna skaltu í hljóði.
Einar Ben. aftur þarna neðst.
Sögðu Nazistarnir ekki gyðingunum að þeir væru aðeins að fara í bað?
Kann ekki við þessa orðanotkun að ´´við séum að semja um þessar skuldir´´.
Skv. lausnarsamningnum er gengið að öllum kröfum sem Darling gerði í símtali við Mr. Mathiesen í september 2008. Þessi ´´samninganefnd´´ var því óþörf. Betra
hefði verið að leita sér aðstoðar og hjálpar frá vönu fólki enda endalaust verið að semja ( þá meina jeg SEMJA ) um kröfur og skuldaskil í veröldinni.Að senda
fólk sem varla talar ensku, heldur að þjóðartekjurnar verði til með skatttekjum ríkissjóðs og þjáist af minnimáttarkennd , til að tala máli ´´Íslands´´ kann ekki
góðri lukku að stýra.Þetta er för að feigðarósi.Upphafið er auðvitað að leyfa ekki bönkunum að fara í þrot de jury og að mismuna kröfuhöfum við þrot.
Þessi niðurstaða gerir Ísland að fátækasta landi Norður Afríku.
Þetta er skandall ef þetta reynist rétt að ég þurfi að greiða fyrir óráðsíu Bjöggana, Baugs og annarra á erlendri grundu! Ef þetta blessaða lánasafn Landsbankans er svona gott af hveju meiga þeir þá ekki bara taka það upp í skuld? Af hvejru þarf sérstaka ríkisábyrð?
Eða eruð þið að selja maðkað mjöl?
Það eru ótrúleg umskipti að verða á Íslandi, stjórnin sem lofaði gagnsæi, heiðarlegum og trúverðugum vinnubrögðum, sem og að láta ekki stórþjóðir kúga okkur, er einmitt færast í þessum helvítis blekkingarleik.
Þetta er ótrúlegt en virkilega satt.
Svo er þessi leikþáttur um kvöldfund og að búist verði við að skrifað verði undir samninginn í nótt.. Eins og menn sitji sveittir við þegar allir sem þekkja handritið vita að þetta ólæsa fólk setti bara x ið sitt undir hvítt a-4 blað og bretarnir fylltu svo út.
Já Mörður:
Ég skulda hellings pening og á gott hús í Kópavogi a móti, sem mun hækka í verði þegar betur árar í þjóðfélaginu.
Á húsinu hvílir erlent lán og innlent. Það er spurning hvort ég fái þá skuldbreytingu eins og hinir þegnarnir sem þið ætlið að ábyrgjast, þar sem ég er með afborgunar og vaxtalaust næstu 7 árin eða svo og þá er örugglega komin betri tíð með blóm í haga eins og þið hafið ráðgert.
Sendu mér lánabreytingapappírana á netfangið sem er við innleggið mitt, enda er bankinn minn núna bankinn okkar allra.
Þú ert líka verðugur fulltrúi Samfylkingarinnar – jafnarðarmanna flokks Íslands ekki satt?
Mörður, að þú skulir mæla þessu bót og tala um að þetta sé skárra en í boði var fram að þessu, ber vott um afspyrnulélega samningatækni af ykkar hálfu.
5,5% vextir eru okurvextir, við getum alveg eins afhent bretum landið og miðin. Bretar beittu okkur hriðjuverkalögum og eiga stóran þátt í hvernig komið er. Þessa Icesave vitleysu eiga bretar ekki síður að bera en við og það er lágmarkskrafa til samninganefndarinnar að hér sé talað um hlutina án vaxta og fyrsta afborgun 2020.
Svo er það lítilsvirðing við þjóðina ef skrifa á undir einhvern samning, án þess að upplýsa okkur, sem eigum að borga brúsann, um innihald hans.
Þetta hefðir þú einhverntíma kallað landráð af verstu gerð.
„Löngu var ljóst að við áttum engan annan kost en að semja um þessar skuldir. Hinn kosturinn var að segja sig úr lögum við umheiminn og útiloka samfélagið um leið frá erlendu lánsfé, hefðbundnum viðskiptum og almennum áhrifum í áratugi. Sennilega hefði EES-aðild okkar meðal annars verið í hættu“
„Það er eins og stjórnarandstaðan sé að heimta að Íslendingar standi ekki við þær skuldbindingar sem felast í EES samningnum og þar afl leiðandi virðist hún vilja taka einangrunarstefnu.“
Kjarni málsins er sá að menn greinir á um það hvort allar þessar skuldbindingar felist í EES samningnum. Hvernig getur það verið rangt að óska eftir því að dómstóll leysi úr þeim ágreiningi? Það er einn af grundvallarþáttum réttarríkisins og brjóstvörn lítilmagnans að geta skotið ágreiningi til sjálfstæðra og óvilhallra dómstóla. Mörður! Lítur þú virkilega svo á að við séum að segja okkur úr lögum við umheiminn og stefna EES-samningnum í hættu ef við vefengjum lagatúlkun ESB og óskum eftir því að leyst sé úr málinu fyrir dómstólum? Ef ESB er slíkt tuddabandalag að hafna dómstólaleiðinni þá er best að eiga sem minnst saman við það að sælda.
(( Í grein sem Steingrímur J. Sigfússon skrifaði í Morgunblaðið 24. janúar síðastliðinn var hann harðorður og sagði meðal annars: ))
„Framan af höfðu ýmsir ráðherrar ríkisstjórnarinnar uppi stór orð um að ekki kæmi til greina að Íslendingar létu kúga sig til uppgjafar í deilunni um hina lagalegu og þjóðréttarlegu ábyrgð landsins gagnvart Icesave-reikningunum. Eins og lögfræðingar hafa bent á var hlutverk innlánatryggingarkerfa samkvæmt reglum ESB/EES-svæðisins aldrei að takast á við allsherjar bankahrun, heldur aðeins fall einstakra banka. Sama sjónarmið kemur fram í skýrslum og yfirlýsingum frá Seðlabanka Evrópu og framkvæmdastjórn ESB. Veigamikil rök hnigu því strax frá upphafi að því að íslenska ríkið bæri ekki ábyrgð á skuldum vegna Icesave-reikninganna umfram þá upphæð sem var til staðar í Tryggingarsjóði innstæðueigenda.
Hinn 16. nóvember gafst ríkisstjórnin í reynd upp í Icesave-málinu þegar skrifað var undir yfirlýsingu um svokölluð „sameiginleg viðmið“ til lausnar deilunni. Með því var í reynd fallist á að Ísland væri ábyrgt fyrir allt að 700 milljarða króna reikningi. Á þessari stundu er með öllu óvíst hvaða eignir koma á móti þessari skuld og hvenær salan á þeim eignum gæti átt sér stað. Vaxtakostnaðurinn einn og sér af 700 milljarða króna skuld næmi líklega á bilinu 35-50 milljörðum króna á ári (miðað við 5-7% vextir). Það er svipuð upphæð og kostar að reka Landspítalann allan eða þrefaldan Háskóla Íslands. Almennt er nú talið að það sé fyrst raunhæft að hefja sölu á einhverjum eignum, þeim sem þá verða eftir, að 3-5 árum liðnum.“
(( Ekki verður betur séð af þeim upplýsingum sem nú liggja fyrir en að drög að samkomulagi um Icesave-deiluna við bresk stjórnvöld sé á svipuðum nótum og Steingrímur J. Sigfússon gagnrýndi svo harðlega. Hann taldi einnig að óvíst væri að Íslendingar ættu að bera ábyrgð á reikningunum: ))
„Með því að falla fyrst frá því að fá úr því skorið hver raunveruleg ábyrgð Íslands er og nú síðast með því að heykjast á því að annaðhvort ríkið eða Landsbankinn, eða báðir aðilar, höfði mál vegna ákvörðunar breska fjármálaráðuneytisins að beita hryðjuverkalögum á Íslendinga, hefur ríkisstjórnin í reynd afsalað Íslendingum öllum lagalegum og réttarfarslegum möguleikum í málinu. Það eina sem enn er óútkljáð í Icesave-málinu er hvaða vaxtakjör íslenska ríkinu bjóðast, þ.e.a.s. hvar vaxtakostnaðurinn mun liggja á bilinu 35-50 milljarðar árlega. Um málið sjálft, þ.e.a.s. hvort Íslendingar þurfi raunverulega að taka á sig skuldirnar af Icesave-reikningunum, er ríkisstjórnin hins vegar hætt að deila.“
(( Í lok greinarinnar segir Steingrímur J. Sigfússon einnig: ))
„Enn er hægt að afstýra stórslysi fyrir íslenska þjóð. Taki Tryggingarsjóðurinn hins vegar við skuldunum er ljóst að þá verður ekki aftur snúið: Þá hefur þjóðin endanlega verið skuldsett á grundvelli pólitískra þvingunarskilmála sem ríkisstjórnin hafði ekki dug í sér til að standa gegn. Stjórnarseta Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar er því að reynast þjóðinni dýrkeypt, í þessu sem öðru. En þessari vöru fæst ekki skilað, eins og sagt er, heldur virðist ríkisstjórnin ætla að sitja áfram, án þess að boða til kosninga, þar til það er orðið endanlegt og óafturkræft að skuldir vegna þessarar fjárglæfrastarfsemi lendi á þjóðinni og komandi kynslóðum.“
Kastljósið í kvöld var mjög gott, Þór Saari byrjaði vel en svo sló út í fyrir honum, Álfheiður byrjaði róle en lét sigmund setja sig úr jafnvægi sem sennilega stafaði af því að maður skynjaði strax að hún var að tala fyrir máli sem hún hafði ekki sannfæringu fyrir. Sigmundur Davið er augsjáanlega efni í þungaviktarmann í pólitík, sat grafkyrr meðan Saari og Álfheiður töluðu, blikkaði ekki auga en svo kom hann inn í umræðuna af miklum þunga. Álfheiður létt Sigmund setja sig alveg úr jafnvægi það var augljóst. Ég held að VG og Álfheiður séu í reynd sammála Sigmundi og Þór Saari, þau ættu ekki að selja pólitíska sannfæringu í málinu fyrir ríkisstjórnarsamstarfið.
Sæll Mörður, endilega sleppum allri hysteríu. Hana þarf ekki til, nægilega er staðan slæm eins og hún er. Best væri að jarða allar pólitískaar stríðsaxir og snúa bökum saman um að reyna að leysa stöðuna sem er á mörkum hins mögulega.
Ríkisstjórnin mun brátt komast að því – sem hún líklegast veit nú þegar – að fjárlagahalla ríkisins er nær vonlaust að vinda niður við núverandi aðstæður. Niðurskurður skilar sér að það miklu leyti í töpuðum tekjum á móti og jafnvel auknum kostnaði hér og þar í kerfinu. Með hagkerfið í kreppu og ytri aðstæður eins og þær eru er þetta reikningsdæmi ein hrollvekja.
Ekki þarf að lesa lengi nýjasta hefti peningamála seðlabankans til að sjá hvernig staðan er. Náist ekki efnahagsbati hér innan skammst virðist skuldastaðan verða óviðráðanlegur spírall hækkandi vaxta, minnkandi lánstrausts ríkisins og gjaldþrot þegar fram í sækir. Og það eru engin merki um að efnahagsbati sé væntanlegur, staðan í heimshagkerfinu er þannig.
Það er engin leið að meta eignir Landsbankans við núverandi aðstæður, þó að reynt sé að klæða mat á þeim í faglegan eða fræðilegan búning er óvissan út yfir öll strik í þeim efnum. Höfum í huga hversu auðvelt var að leysa kreppuna 1929, og höfum í huga hversu vel gekk hjá Japan að laga sína stöðu eftir hrunið hjá þeim 1990. Japan, er n.b mesta tækni- og framleiðslumaskína sögunnar. Núna eru bandaríkin í uppnámi, austur evrópa á hausnum, evópska bankakerfið de-facto gjaldþrota, spánn, írland, bretland. Við erum að sigla inn í langa og erfiða kreppu sem mun vara um árabil. Það þarf ekki kristalkúlu til að sjá það.
Við þessar aðstæður er alveg stórhættulegt að vera bjartsýnn og ætla að takast á skuldbindingar. Lítið stoðar að vísa til hverjir það voru sem komu okkur í þessa stöðu, við vitum það. Nú er bara staðan þannig að við þurfum að ákveða hvort að við ætlum að viðhalda hér áfram boðlegu samfélagi, eða hvort að við ætlum að gerast Argentína II sjálfviljug. Leiðin til þess er að safna lánum frá IMF, samþykkja IceSave skuldbindingar, borga jöklabréfaeigendum, og taka lán frá nágrannaþjóðum. Um þetta stendur valið í dag.
Nú er risin ögurstund okkar tíma hér á Íslandi og eins fallegt að menn láti stjórnast af raunsæi og skynsemi. Það kann að hljóma bæði raunsætt og skynsamlegt að sýnast ábyrg þjóð meðal þjóða en það er munaður sem við höfum ekki efni á lengur.
Eitt hint gefur þetta fólki þó a.m.k. Loforð Össurar og co. að Ísland sé á leið inn í ESB og lægri vexti er bara blöff. Við erum að sjá íslenska ríkið taka vexti á 5,5 eða 5,75% vöxtum hjá ESB löndunum Hollandi og Englandi. Það er svipað og maður var að fá í íbúðalán.
Fólk skyldi því vara sig þegar Össur fer aftur af stað með ESB fagurgalann nú þegar þetta er yfirstaðið (hit and run maðurinn lætur ekki að sér hæða, hverfur alltaf í skjól þegar gefur á bátinn). Það er greinilega ekkert á bakvið öll þau fögru loforð.
Það var eftirvill ástæða að semja en að semja afsér það er er nú algert glapræið. Sem okkar blessaða vilstri tjalborgar stjórn er nú að fara skrifa undir Tjekkan eða dánarvottorð þjóðarinar. Það á að segja NEI við getum ekki borgað og þá fer skjálfti um allt bankakerfi Evrópusambandsins og í þeirri stöðu eigum við að láta Bretaskrattana gleyma þessu og eða Evrópuþjóðirnar Borga fyrir okkur. Það er eins og vinstrimenn geri sér enga grein fyrir að þeir eru með fullt af trompum í hendinni. Því það eru ekki mörg á í það að þeir þurfa okkur mikið meira en við þá.
Svo var það frábært í kastljósinnu í kvöld að sjá einn mesta komma landsins hana Álfheiði. Hún talað eins og hún væri í stjórnarandstöðu nánast allan tíman og það er nánast hægt að segja að hún bullaði og þvældi megnið af viðtalinu.
Ef þið eruð ekki að svíkja þjóð fyrir auðveldari ESB aðild er hinn kosturinn verri. Þá er um að ræða heybrókarpólítík og þjóðræfilshátt, sem er til þess gerður að gera þjóðina gjaldþrota og stuðla að stórfeldum þjóðflutningum til Norðurlanda og Kanada. Ef þessi djöfulssamningur verður undirritaður í kvöld, er nánast öruggt að íslenskt efnahagskerfi verði holdsveikt og krónan hrynji frá því sem komið er, óháð vaxtagreiðslum. Til er í dæminu að krónan veikist um helming frá því sem komið er, og að verðbólgan margfaldist, óháð fyrirsjáanlegri hnattrænni óðaverðbólgu sem er í kortunum. Samfylkingin er að brennimerkja sig sem landráðaflokkur, og mun vera minnst sem skítakleprar í íslandssögunni, ef þá Ísland verður sjálfsstætt lýðveldi eftir þessa kreppu.
Takk Mörður fyrir yfirvegað innlegg. Kastljósið í kvöld var það ömurlegasta síðan ónefndur Seðlabankastjóri lét gammin geisa. Þór féll niður í kjallara í áliti hjá mér. Hann var í ruglinu.
Er ekki löngu búið að afgreiða það að það er engin önnur leið en að semja um þessar skuldbindingar? Það er svo ábyrgðarlaust að gapa eitthvað út í loftið um að ekki borga.
Álfheiður var aumkunarverð í sínum málflutningi. Hún veit fullvel að það hefur aldrei verið neinn annar möguleiki í stöðunni en að semja við Breta og Hollendinga. Hinn kosturinn er að gefa skít í umheiminn er bara ekki upp á borðinu. Enginn…. Enginn stjórnarandstöðuþingmaður sem situr á þingi núna myndi taka þá stefnu ef hann væri í ríkisstjórn. Hörmungas kjaftæði sem þetta er allt orðið. Skítugt að vera slá pólitískar flugur í þessu máli. Alveg sama hver á í hlut.
Ég er einn af þessum öskrandi reiðu borgurum og skrifaði minn pistil fyrr í kvöld.
Sjá: http://www.larahanna.blog.is
Hystería? Það eru þín orð, Mörður.
650 milljarðar – 35 milljarðar í vexti á ári… hystería?
Mörður:
er norður Kórea eins og þú kallar það örugglega verri valkostur en að vera de facto gjaldþrota?
Fólk verður að átta sig á því að það er heimskreppa þar sem að neytendur um allan heim halda að sér höndum og að fyrirtæki t.d. í Bretlandi standa ekki vel frekar en á Íslandi. Því er það algjörlega galið fyrir ríkissjóð að taka einhver mjög svo ótrygg lán til fyrirtækja í Bretlandi og skrifa í staðinn uppá skuldaviðurkenningu sem greidd á að vera með beinhörðum peningum. Kemur ekki á óvart að Bretar séu æstir í slíkt.
Björg Thorarensen, forseti lagadeildar HÍ, sagði á ráðstefnu í Háskóla Íslands að tilskipunin um innistæðurnar gæti ekki gert aðildarríki, ríkisstjórnir ábyrgar fyrir innistæðum. Orðrétt sagði hún: „ESB-ríkin eru ófáanleg til að fallast á að úr þessum ágreiningi yrði skorið eftir löglegum leiðum. Augljóslega hefði málið valdið óróa innan Evrópusambandsríkjanna og vakið athygli allra á því að engar Evrópureglur eru til sem mæla fyrir ríkisábyrgð á bankainnstæðum.“ Síðar heldur hún því fram að það hafi engin lagaleg skylda borið til að taka þessa ábyrgð: „Hvorki eftir Evróputilskipun né öðrum þjóðréttarlegum reglum… Samningar af þessum toga eru á lögfræðimáli kallaðir nauðungarsamningar. Ekki aðeins í okkar lögum heldur einnig í þjóðaréttinum. Og slíkir samningar eru raunar ógildanlegir.“
Það eru engin lög sem að segja að börn og barnabörn okkar eigi að borga þetta. Það er bara verið að bullya okkur með alþjóðapólitískum þrýstingi til að borga eitthvað sem okkur ber ekki að greiða.
Verðum frekar norður Kórea um stund. Ég hef enga trú á því að það verði lengi, til þess erum við of hæf, vel menntuð og samkeppnisfær á öllum sviðum bæði sem vinnuafl og einnig með mjög gott ferðamannaland. Það er mikill munur á okkur og þriðja heims ríki sem að hefur fátt að bjóða á vörutorgi alþjóðamarkaðsaflanna. ESB er fyrst og fremst viðskiptabandalag og slík bandalög hafa ekki efni á því að slá hendinni til lengri tíma á móti viðskiptum við hæfan meðspilara. Meira að segja Kúba er að komast aftur í samfélag þjóðanna núna. Það er enginn stemming fyrir því á alþjóða vísu að standa í einhverju bullying á smáþjóðum núna þó að ESB sé til í að fara illa með okkur í augnablikinu.
Áhugverð ummæli manneskju sem að þekkir til og sem að staðfesta að þessir ca. 1000 milljarðar eftir vextina í 7 ár snúast ekki um lög og rétt, heldur ESB pólitískan styrk:
Sæll Björn.
Fullyrðingin um utanríkisráðherra Samfylkingarinnar er röng. Eins og við vitum bæði samþykkti fjármálaráðherra án samráðs við aðra ráðherra og undir miklum þrýstingi á fundi með starfssystkinum í Brussel að innistæðuábyrgðin yrði útkljáð í eins konar sui generis gerðardómi sem augljóslega var hlutdrægur og Ísland gat ekki fallist á. Þeim skilaboðum var komið til Brussel að Ísland samþykkti þetta ekki og átti þáv. utanríkisráðherra mikinn þátt í því. Í þess stað fór Ísland fram á aðrar hefðbundnar alþjóðlegar gerðardóms- og dómstólaleiðir en því var hafnað með öllu og stafaði stífnin án efa af almennum ótta við bankaáhlaup í álfunni – að fólk missti traust á innistæðutryggingakerfinu í heild. Tímasetningin var auðvitað skelfilega óhagstæð.
Það er því miður ekki fyrir hendi óhlutdrægur alþjóðlegur dómstóll sem deiluaðilar um EES-innistæðutryggingar eru bundnir af að virða. Til þess er EES ekki nógu yfirþjóðlegt. Það var og er vandi Íslands í þessu tiltekna máli.
Afgreiðsla AGS á efnahagsáætlun Íslands dróst í 5 vikur vegna þessarar hörðustu milliríkjadeilu sem Ísland hefur lent í. Umsömdu viðmiðin sem náðust milli Íslands, Þýskalands, Bretlands og Hollands með forsætisríkið Frakkland sem eins konar fundarstjóra höfðu engin réttaráhrif. Þau fólu ekki í sér viðurkenningu á öðru en því að EES-reglurnar um innistæðutryggingar hefðu verið innleiddar á Íslandi. Þau urðu hins vegar til þess að áætlunin var samþykkt í stjórn AGS í Washington. Í mínum huga voru viðmiðin diplómatískt afrek öflugra embættismanna í utanríkisþjónustunni vegna þess að engu var afsalað en stíflan í AGS samt rofin.
Utanríkisráðherra Samfylkingarinnar fylgdi af fyllstu hörku eftir öllum möguleikum á “lögfræðilegri leið” og beitti sér jafnframt að alefli fyrir því að áætlun AGS kæmist alla leið eftir að hún var afgreidd í ríkisstjórn því annað var óhugsandi fyrir landið.
Sumir hafa blandað ábyrgð á innistæðutryggingum saman við spurninguna um hvort beitingu breskra stjórnvalda á hryðjuverkalögum væri hægt að hnekkja fyrir breskum dómstólum. Þetta eru tvö aðskilin mál og fresturinn sem rann út 7. janúar varðaði ekkert ábyrgðina á Icesave innstæðum.
Staðreyndin er líka sú að ný ríkisstjórn sem við tók var gat hæglega snúið ákvörðunum fyrri ríkisstjórnarinnar um Icesave-samninga, hefði verið pólitískur vilji fyrir því. Forræði á Icesave-samningum hefur verið fjármálaráðherra í öllum ríkisstjórnum sem starfað hafa á þessum erfiða vetri og núverandi ráðherra og flokkur hans hefur sama frjálsa svigrúm til ákvarðana og aðrir höfðu á undan.
Svo er það alveg önnur umræða hversu góðir þeir samningar eru sem nú verða gerðir.
Kristrún Heimisdóttir – Skrifað 5.6.2009 kl. 23:44
Seint væri hægt að telja mig til stjórnarandstöðumanns en ÉG HARÐNEITA að borga þetta.
Þeim mönnum sem stofnuðu til þessarar skuldar hefur ekki einu sinni verið veitt tiltal – hvað þá gerð tilraun til að gera eigur þeirra upptækar.
Bara vextirnir af láninu, miðað við að gengið hrynji ekki, eru rúmlega 100 þúsund á hvert mannsbarn í landinu.
Nú koma væntanlega ALLIR AÐRIR SKULDAEIGENDUR ALLRA BANKANNA og krefjast sömu afgreiðslu því skv.lögum ER BANNAÐ AÐ GERA UPP Á MILLI KRÖFUHAFA!
Hvað gerum við þá – getur einhver ykkar svarað því?
Og annað til – krafist ríkisstjórnin ekki við undirritun samningsins að Ísland yrði nú þegar tekið af helv… hryðjuverkalistanum í Bretlandi?
Ef ekki þá segi ég mig úr flokknum og mun berjast gegn honum það sem ég á eftir ólifað!
F**K YOU hélv**is glæpamaður!!!!
Það má kannski bæta því við að þetta mál er búið að kljúfa þjóðina í tvennt.
Ekki alveg það sem á þarf að halda.
Ekki miklir „leiðtogar“ sem ná slíkum árangri.
Mörður hvort ertu samfylkingar maður eða vinstri grænn?
Mér finnst alveg burt séð frá stjórnarandstöðunni og þeirra framgöngu með ólíkindum að lesa aðra eins þvælu. Hefði gaman af því að þú gætir haft hlutverkaskipti og verið í stjórnarandstöðu þó ekki væri nema í klukkutíma. Ég er viss um að það hefðu ekki verið fögur orð sem þú hefðir valið í umfjöllun um þennan gjörning. Allir sjá að þetta er vonlaust. Hvers vegna
þarf alltaf að reyna að telja fólki trú um að svart sé hvítt og hvítt svart.
Auðvita er þetta mesti undirlægju og aumingjaskapur sem þekkst hefur á
byggðu bóli.
Við borgum ekki þessar upphæðir. Það er á hreinu
Hvernig væri, „joi“, að anda aðeins með nefinu?
Er það ekki nokkuð ljóst að við „borgum ekki þessar upphæðir“, heldur aðeins svona 10-20%?
Vissulega er ekkert gefið með þessar eignir Landsbankans, en mér sýnist flestir hér svo pikkfastir í svartsýnisþunglyndinu að þeir VILJI hreinlega ekki trúa neinu öðru en versta hugsanlega möguleikanum.
Mörður á samúð mína alla að það sé „hraunað“ svona yfir hann eins og raun ber vitni fyrir hans málefnalegu og skynsamlegu skrif.
En kannski ætti að líta á þá svartsýni og örvæntingu sem birtist í upphrópunum á netinu, sem lið í heilun og „kaþarsis“ þjóðarinnar vegna hrunsins. Kannski hindrar það jafnvel að ráðherrar og þingmenn verði rifnir út úr stjórnarráði og Eiríkur Stefánsson og Stulra Jónsson settir þar í staðinn…
Ef þið skrifið undir þetta er það stríðsyfirlýsing við eigin kjósendur og við munum svara henni af jafn mikilli alvöru og efni standa til!
Að þið skulið vera meira í mun að ná friði við Breta en Íslendinga virðist segja manni talsvert um hverja þið teljið ykkur vera að vinna fyrir.
Friður er rofinn á Íslandi og það gerðist með þínu samþykki og er óafturkræft. Skammastu þín!
Samfylkingin er að leggja dauða hönd á íslenskt samfélag næstu 15 árin.
Hysteria hvað, Mörður.
Nú er nóg komið. Það styttist í nótt hinna löngu hnífa.
SVIKARAR!!!!!!
Ég var einu sinni Íslendingur…
Athyglisverð mynd hjá þér. Einhver bygging í Íran. Eins slæmt orð og það fer af því landi þar sem samkynhneigðir eru teknir af lífi í beinni utsendingu og meira að segja háskælandi í viðtölum fyrir framan sjónvarpið. Varst þú ekki sjálfur í sjónvarpsnefnd og getur því áhrif á hvaða sjónvarpsefni er valið?
Írani sem er orðinn íslenskur ríkisborgari sagði við mig að íslenskar konur væru upp til hópa „djöfulsins frekjur“ og með „svo stóran rass að ef hann hann ætlaði að skjóta þær í rassinn þá þyfti hann ekki að miða“
Finnst þér þetta viðeigandi á Íslandi nú á tímum virðingar og jafnréttis?
Af hverju á ég að borga eitthvað fyrir Björgólf ? Einföld spurning!!
Það sem blogghöfundur flaskar fullkomleg á að þetta mál er ekki pólitískt heldur lögfræðilegs eðlis og á auðvitað að leysa sem slíkt. Engin þjóð myndi láta troða svona á rétti sínum og jafnvel með lögleysu, og örugglega ekki sú sem hér er fanturinn. Rétt skal vera rétt, og líka þegar við eigum í hlut. Þetta er afleiðing ESB hórirís Samfylkingarinnar, undirlægjuháttur, minnimáttarkend og útlendingasleikjuhátt foráðamanna flokksins sem kostar okkur þetta og örugglega mun meira þegar uppi er staðið.
Dýr verða Samfylkingin og ESB öll.
Hvað hefur þú gert á meðan þegar allt ævintýrið átti sér stað? Ég veit ekki betur en að samfylkingarmaðurinn Sigmundur Ernir hafi verið jafndrukkinn og þú í Þjóðleikhúskjallararnum hafi kvartað eftir Kryddsíldarþáttinn að íslendingar væru skríll oog skemmdarverkarmenn. Samt var hann kosinn eða „rekinn“ á þing. Rekinn á þing til þess að gera hvað? Aldrei man ég eftir því að sá maður hafi verið krítiskur spyrill via Frost vs Nixon. Sigmundur Ernir var bara í vinnu hjá Stöð 2 og spurði bara það sem útrásarvíkinum líkaði og stundaði sjálfur aldrei rannsóknablaðamennsku til þess að kryfja einhver mál er varðaði bankamálin. Eina sem hann hafði áhuga var að eltast við barnaperra eins og Ágúst Magnússon. Það var alltaf í janúar mánuði þegar gúrkutíð var hjá fjölmiðlafólki.
Það tók þrjá mánuði bara að koma upp þessu embætti sérstaks saksóknara og ekkert fór að gerast fyrren Eva Jolie kom hingað að skoða Gullfoss, Geysi og Björk.
B.t.w. hvað varst þú að skoða á meðan þegar þú varst á þingi? Drykki?
Mörður í hvaða veruleika lifir þú.? Of seint að vera svartsýnn? hvað meinar þú?
og ´hystería segir þú? Hvenær væri nú tilefni til þess ef ekki núna?