Miðvikudagur 10.06.2009 - 20:33 - 19 ummæli

Hlýðum Evu strax

Það kann að vera kostnaðarsamt að fjölga sérstökum saksóknurum og öðru starfsliði við rannsókn bankaglæpa. Og það kann að vera óþægilegt í litla kunningjasamfélaginu að koma frá ríkissaksóknara í nánum tengslum við einn þeirra sem rannsaka þarf.

Íslendingar hafa hinsvegar ekki efni á öðru en að klára þessa rannsókn eins vel og hægt er. Meðal annars vegna þess að út úr henni gætu fengist peningar! – en fyrst og fremst til þess að fullnægja réttlætinu einsog kostur er. Ráðamönnum nú og áður verður heldur ekki fyrirgefið að hafa ekki gert allt sem í þeirra valdi stóð til að upplýsa málin.

Eva Joly hefur nú lagt til að ríkissaksóknarinn verði settur af – eða verði að minnsta kosti ekki yfirmaður þeirra sem annast rannsóknina, og stungið uppá ákveðnu skipulagi við rannsóknarstörfin. Þar á meðal að sýslumanninum af Skaga verði sparkað upp á við en fengnir alvörumenn í saksóknarastörfin.

Einhverjum finnst þetta sjálfsagt bölvuð frekja í Evu Joly. Þá er rétt að minna á að hún er einmitt að gera það sem henni er borgað fyrir: Að gefa ráð.

Við eigum strax að hlýða Evu Joly. 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (19)

  • KRistín anna

    Hjartanlega sammála. NÚ skiptir öllu að gera það sem hún leggur til og fá hér einhvert traust og trúverðugleika.
    Það er greinilegt að mafían er farin að ókyrrast og við getum átt von á hörðum viðbrögðum frá þeim á næstunni.

  • Smoking barrel

    Er ekki of seint að vera hræddur?

    Er þetta ekki tóm hystería?

  • Mörður er þér almennt gjarnt að tala um hlýðni ? Hvernig væri Mörður hinn auðmjúki og hlýðni að þú tækir þig til og segðir okkur af samflokksmanni Evu honum Rauða Danný og þí sem hann gekkst við varðandi undarlega hegðun gagnvart börnum. Þó Eva sé ekki Rauðoi Danný þá er hún að velja sér afar hæpna félaga til að vera í pólitík með.
    Hvernig er annars með Samfylkinguna getur hún ekki skilað einhverju af þessum milljónatugum sem Baugur og Jón Ásgeir létu Samfylkinguna hafa ? Ein leiðin væri að gefa peningana sem þið fenguð og þá kæmi Eva Jolý og rannsóknarvinna hennar til greina sem styrkþegi hjá ykkur. Eða má e.t.v. ekki nota peninga sem Samfylkingin fékk frá baugi og Jóni Ásgeiri til að rannsaka sukkið sem gefendiur hafa staðið að.

  • Strax í fyrramálið ætti að vera komin viljayfirlýsing frá stjórnvöldum um að taka á þessu og gera það sem þarf strax.

    Á föstudaginn á Valtýr Sigurðsson að víkja úr embætti ríkissaksóknara og hæfur einskaklingur tekur við.

    Ekki seinna en á mánudagsmorgun á að auglýsa eftir saksóknurum og hæfu fólki til að framkvæma trúverðuga rannsókn.

    Við erum á síðasta séns með að halda hér friðinn. Það er verið að leika sér að eldinum með því að reka þessa rannsókn með þessum hætti.

  • Ekki seinna en strax!

  • Einkennilegt að maður skuli þurfa að fá merka útlendinga til að segja sjálfsagða hluti. Hefur ekki allt blasað við sem Eva segir?

    Annað: Hvernig stendur á því að nafnlaus fyrirbæri á borð við NP skuli einlægt vera á sveimi í athugasemdadálkum fólks, ýmist með athugasemdir á persónulegum nótum eða gersamlega á skjön við umræðuefnið nema hvort tveggja sé? Sjálfur hef ég sannarlega ekki farið varhluta af þessu á mínu bloggi – og ég viðurkenni að það pirrar mig …

  • Andrés Ingi

    Styðjum Evu, núna!

    En förum með gát munum Valtý á grænni treyju.

  • Mörður Árnason

    Og mig líka, með fullri virðingu fyrir málfrelsinu. Að Daniel Cohn-Bendit sé barnaníðingur? Því hafa þá Frakkar ekki tekið eftir. Hinn græni listi Evu okkar og Rauða Danna var helsti sigurvegari Evrópuþingskosninganna þar um helgina!

  • Elísabet

    Jú sammála þér Hlynur Þór en stundum þarf útlendinga til að segja hluti sem blasa við – glöggt er gests augað – og kannski gat bara útlendingur algerlega öllum óháður nema kannski réttlætinu sagt þetta. Þannig verður þetta ekki persónulegt.

    Varðandi NP þá verðum við bara að koma fram við hann eins og Dalai Lama ráðleggur- annars dæmir hann sig sjálfur

  • Ég held þú verðir að hrista upp í samflokksmönnum þínum Mörður … það eru þeir sem eru að stíga á bremsuna varðandi Joly!

  • Tek fullkomlega undir með þér, og það gerir held ég nær allur meirihluti þjóðarinnar. Vinsamlegast sjáðu til þess að allir þínir flokksmenn geri sér grein fyrir því, það er mín einlæg ósk sem atvinnurekandi þinn.

    Ég held að margir/flestir séu sammála mér þegar tel að við borgum reikninginn af rannsókninni með GLÖÐU GEÐI, munar sko ekkert mikið um það á þessum síðustu og verstu.

    En ef einhver vafi leikur á að verið sé að rannsaka þessi mál af heilindum þá býð ég ekki í hvað gerist. Tek undir með Andrési (http://andres.eyjan.is), „Þá gæti jafnvel alræmdur megapopúlisti eins og Sigmundur Davíð komist til valda“, eða einhver nýr „öfgahópur“. Þjóðfélagið er hratt að breytast í gróðrarstíu fyrir slík öfl.

  • Það er löngu tímabært að ráðamenn þjóðarinnar hegði sér eins gengur og gerist í siðmenntuðum þjóðfélögum, víki vanhæfum embættismönnum og starfi af heilindum.
    Er verið að draga þjóðina á asnaeyrunum?
    Var Eva Joly ráðin til að þagga niður í þjóðinni og fyrirfram ákveðið að fara ekki að ráðum hennar?
    Er verið að fela spillingu innan embættiskerfisins?
    Það mun örugglega verða dýrkeypt fyrir þjóðina ef ekki er farið eftir ráðum Evu Joly í einu og öllu

  • Núverandi dómsmálaráðherra hefur ekkert gert sem Eva Joly bað um ! Hvers vegna ætli það sé ? Jú, núverandi dómsmálaráðherra er ein af ónýta embættismannakerfinu . Hún er að verja þetta kerfi ! Þess vegna á að senda hana í sitt fyrra starf og fá annan dómsmálaráðherra .

  • Mörður, ert þú þessi mjúki maður ??
    af hverju fóruð þið ekki að ráðum hennar frá byrjun ??
    Hvaða samflokksmenn þínir voru á bremsunni ??
    Er að renna upp fyrir flokki þínum að allt er að springa í loft
    upp af reiði, og þessi reiði beinist að miklu leiti að YKKUR ?
    Nú væri gott að hafa einhvern Davíð til að benda á …..
    Tækifærissinnar !!!!

  • Snæbjörn

    Ríkisstjórninn minnir mann sífellt meira á gamla búrtík sem liggur heima í skoti sínu, vaknar einstaka sinnum til að fara að dalli sínum og geltir með miklum látum ef stuggað er við henni – hún stendur þá í bæjardyrum og þykist vera að reka úr túninu.

  • Þú ætlar ekkert að tala um styrkina til Samfylkingarinnar

  • Ef einhver hefur áhyggjur af því að þetta sé ekki í samhengi við upprunalegu færsluna þá eru augljósu tengslin hversu mikil tregða er við að rannsaka hrunið og þeir sem væru til rannsóknar eru sömu mennirnir og dældu peningum í alla flokka.

  • Ég hef áhyggjur af því hvernig þetta hefur þróast frá því á miðvikudagskvöld.

    Hálfvelgja stjórnvalda og tilraunir „mektarmanna“ samfélagsins við að draga úr trúverðugleika Evu Joly og Sigríði Benediktsdóttur eru farin að taka á sig mynd samsæris.

    Hvað er drullupitturinn djúpur sem við erum föst í?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og fjórum? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur