Miðvikudagur 17.06.2009 - 23:07 - 32 ummæli

„Ekki gefið upp“

Einn algengasta setningin í vonglöðum viðskiptafréttum hins gengna góðæris var sú að upphæðin – fyrir vænan skammt af hlutabréfum, söluhagnaður fyrir meirihluta í fyrirtæki, verð á nýjum banka, flugfélagi, tuskubúðakeðju í útlöndum, ensku knattspyrnufélagi, greiðslan fyrir kvöld með Elton John, þjónustu fylgikvenna á snekkjum, þóknun fyrir setu í bankaráðum eða ábatasöm nefndarstörf hjá ríkinu, að ekki sé minnst á peninginn í orkusamningum við álfyrirtæki – væri – „ekki gefin upp“.

Þegar hinn jakkaklæddi hafði látið þetta út úr sér hætti fréttamaður að spyrja heldur þagnaði svo sem væri verið að þylja faðirvorið og svo fylgdu nokkrar sekúndur af mikilvægri þögn: Þá átti maður einsog að spenna greipar og hugsa með andakt til launhelga viðskiptalífsins þar sem upp sprettur afl þeirra hluta sem gera skal.

Þetta gilti bæði um einkabransann (sem reyndist með orðum Einars Más hafa sett þjóðskrána að veði) og um opinber fyrirtæki og stofnanir nema þær sem þurfti beinlínis að upplýsa um samkvæmt leiðinlegum lögum. Muniði eftir heilagri vandlætingu útvarpsstjóra og félaga á ohf. þegar fyrst var spurt um launa- og bifreiðakjör yfirmanna?

Nú á þetta að vera liðið. Blaðamenn eru hættir að sætta sig við ekki-gefið-upp-svarið frá þeim sem enn hjara af athafnamönnum, og stjórnvöld verða að fara að venja sig á hina nýju siði. Stjórnmálamenn og embættismenn.

Í samningaviðræðum hérlendis og erlendis verða fulltrúar íslenska lýðveldisins einfaldlega að gera grein fyrir því í upphafi að eftir hrunið þurfi þeir að leggja fram fyrir íslenskan almenning alla þætti hugsanlegs samkomulags. Sama hver „venjan“ er hingað og þangað.

Og þegar samningum er lokið á að leggja þetta fram alltsaman undireins og ekki bara þegar búið er að þráspyrja eftir upplýsingunum og farnar af stað tröllasögur um fé og skilmála og byrjað að leka í miðlana því sem einhverjum finnst henta.

IceSave-samningana strax á netið, öll hliðarskjöl, allar forsendur, alla útreikninga. Strax.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (32)

  • Heyr, heyr! Það er ábyrgðarhluti að samþykkja leynisamninga í því ástandi sem nú er í samfélaginu. Gröfukarlinn á Álftarnesinu er dæmigerðari en ykkur grunar.
    http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/06/17/bankinn_fekk_ekki_lyklana/

  • Nú er ég alveg sammála þér Mörður.

  • Já, fyrir okkur hin væri ágætt að fá þessi gögn – en þín hjörð hlýðir jú forystu flokksins Mörður og þarf engar frekari upplýsingar. Finnst þér það ásættanlegt?

  • Björn Jónasson

    Hér er íslenska þjóðin að gefa eftir þjóðarréttarlega stöðu sína:

    16.3. Waiver of Sovereign Immunity

    Each of the Guarantee Fund and Iceland consents generally to the issue of any process in connection with Dispute and to the giving of any type of relief or remedy against it, including the making, enforcement or execution against any of its property or assets (regardless of its or their use of intended use) of any order or judgment. If either the Guarantee Fund or Iceland or any of their respective property or assets is or are entitled in any jurisdiction to any immunity from service of process or of other documents relating to any Dispute, or to any immunity from jurisdiction, suit, judgment, execution, attachment (whether before judgment, in aid of execution or otherwise) or other legal process, this is irrevocably waived to the fullest extent permitted by the law of that jurisdiction. Each of the Guarantee Fund and Iceland also irrevocably agree not to claim any such immunity for themselves or their respective property to assets.

    Ekki hefði ég haldið að við yrðum þvílíkar gungur og svikarar, okkar kynslóð að við myndum ekki berjast til þrautar. Þessi samningur snýst ekki aðeins um peninga. Hann snýst um dug, þor og stolt. Að standa í fæturnar og láta ekki hótanir beygja sig. Ég á eftir að sjá það að við munum ekki fá stuðning almennings víða um heim, ef við krefjumst þess að láta mál okkar í alþjóðlegan dóm að hætti siðaðra manna.

    Klausan hér að ofan er hrein landráð. Ekkert minna.

  • Gústaf Hannibal

    ég meina…væ nott?

  • Þú hefur lög að mæla Mörður. Íslendingar ættu að hafa frumkvæði að því að hafna þessu leynimakki sem gjarnan er í kringum samninga af þessu tagi.

    Fólk í öðrum löndum myndi þakka okkur fyrir og krefjast þess sama af sínum stjórnvöldum.

    Tækifærið sem okkur er að bjóðast til að gera stórkostlegar breytingar á öllu heila kerfinu hefur sjaldan verið jafn gott og núna. Grípum það og byggjum upp lýðræðislegt samfélag fyrir alla.

  • Guðmundur Gunnarsson

    Flott Mörður.

  • Kjarni málsins að þessi samningur er marklaust plagg – ef á reynir.

    Viðbrögðin og umræðan, ein sér, staðfestir það ef svo má segja.
    Svo ekki sé nú talað um að „viðsemjendur“ neituðuð aðkomu utanaðkomandi dómsstóla og svo nú vilja þeir að menn skrifi undir með lokuð augu.

    Það er aðeins ein leið og hún er sú að fara á byrjunarreit og fara með þessar kröfur Breta og Hollendinga undir hlutlausan alþjóðlegan dómsstól og láta hann skera úr um ábyrgð, greiðslur og þ.h.

  • Dóra Ísleifsdóttir

    Takk Mörður.
    Láttu nú fólkið í þínum flokki heyra það!

    Fólk sem treysti flokknum fyrir atkvæði sínu nötrar í skónum sínum. Hverju er verið að lofa? Er rétt að nú skuli rétta viðsemjendum í stóra Icesave málinu auðlindir landsins og þar með landið og okkar vinnuframlag langt fram í tímann á silfurfati?

    Ég vil fá að lesa þessa samninga. Sjálf.

    Ég vil fá þjóðaratkvæðisgreiðslur sem gilda sem kosning – ekki skoðanakönnun – eins og þið lofuðuð! Og ég vil líka að atkvæðið mitt hafi sama vægi og allra annarra borgara í þessu landi.

    Og ég vil að þingmennirnir sem ég kaus standi við gefin loforð. Gagnsæi. Bætt siðferði og rannsókn. HEIÐARLEIKI!

    Snemma í vetur stóð ég á Austurvelli og sagði orðið landráð í ræðu. Ég engdist yfir því í marga daga hvort það væri réttlætanlegt orðalag. Nú er ég hrædd um að það eigi við.

    Og já – gröfumaðurinn gerði það sem margir hugsa um að gera er ég líka hrædd um.

    Ekki samþykkja neitt fyrr en ég og við öll höfum lesið það og getum haft á því upplýsta skoðun.

    Takk.

  • Elías Pétursson

    Mikið er ég sammála þér samningurinn og fylgigögn þurfa að verða opinber, aðeins finnst mér þó hljóðið hafa breyst hjá þér…….en það er gott ;-).

    Nú þarftu bara að tala við alla félaga þína í samfylkingunni og sannfæra þá.

    En var það ekki í gær daginn eftir að bretar afléttu hryðjuverkalögunum sem Steingrímur og Jóhanna sögðust ætla að gá hvort þau mætti kannski sýna einhverjum þingmönnum samninginn í trúnaði, já og jafn vel öllum ef vel gengi að semja.

    Samninginn sem þið voruð búin að gera um miðjan apríl að mestu, og skrifað undir 5 júní, samninginn og mörghundruð milljarða ábyrgðina sem þið ætluðuð þinginu að samþykkja allt óséð og í myrkri.

    Þetta klúður eigið þið suldlaust………nýja ísland hvað.

  • Nú getur þú farið að syngja ljóðið í Atómstöðinni, eftir Halldór Laxness,
    sem hann lagði í munn atómsskáldsins.

    Fjandin sjálfur í Alþýðubandalaginu
    land vildi hann selja….

  • Síðasta hrun á Íslandi var á tímabilinu 1220 til 1262 – þegar hér ríkti borgarastyrjöld – sem endaði með yfirtöku Hákons gamla Noregskonungs.

    Alla tíð hafa sagnfræðingar velt fyrir sér hverjir báru ábyrgð á þeirri smán. Var það Sturla Sighvatsson, sem ýtti undir ofsa aldarinnar með grimmd og valdafíkn, eða var það Gissur Jarl – sem að lokum nuddaði þjóðina undir Hákon, eða var það Snorri karlinn, sem þótti gott að láta dekra við sig í Noregi af kongi og jarli, eða var það Kakalinn – sem heyktist á því að bjóða Hákoni birginn – og neita utanferð þegar kóngur kallaði á hann…

    Einn höfðingi sýndi aldrei neina þjónkun við norska kónginn. Það var Ásbirningurinn, Kolbeinn ungi. Sagan hefur metið það mikils. Hann dó ungur – því miður.

    Líklega var Sturla Sighvatsson sekastur þeirra. Ofsinn og græðgin of mikil – en falin í glæsimennsku.

    Nú eru uppi sömu tímar á Íslandi. Erlend ríki sækja á – beita klækjum, líkt og Hákon gamli gerði. Blíðmælgi og hótanir í jöfnum hlutföllum.

    Hverja mun sagan dæma harðast – þá sem reyndu að spyrna við fótum og verja sjálfstæði þessarar þjóðar, eða hina sem lyppast niður, skjálfa á beinunum og halda að framtíðin búi í þjónkun við hyski Gordons Brown og ESB.

    Sjálfstæðisflokkur, Framsókn, Borgarahreyfing, Atli, Ögmundur og Liljurnar báðar – sláið nú raunverulega skjaldborg um heimilin í landinu!

  • skattmann

    Mörður:

    Ég þakka þér fyrir að setja IceSlave handrukkunina á sama bát og þær gjörðir sem þú nefnir s.s. þjónustu fylgikvenna í snekkjum.

    Það er alveg ljóst að öll þjóðin stendur saman sem einn maður og hafnar IceSlave.

    Nú ríður á að Samfylkingarþingmenn missi ekki allt samband við sína kjósendur um ókomna framtíð, sjái að sér og greiði atkvæði gegn IceSlave. Batnandi mönnum er best að lifa!

    Það er stutt á milli hláturs og gráturs. Eins er öruggt að stærsta sigur Samfylkingarinnar mun fylgja stærsta tap fyrr og síðar í næstu kosningum ef að þingmenn greiða atkvæði með IceSlave. Þeir þingmenn sem það gera munu ekki þurfa að láta sjá sig í prófkjörsframboði í framtíðinni!

    18. júní 2009 kl 0:13

    Hákon Jóhannesson

    „Kjarni málsins að þessi samningur er marklaust plagg – ef á reynir.“

    Ekki aldeilis.
    Samkvæmt breskum dómstólum, þá telst það að hafa samið gríðarlega af sér eða gert stórfelld mistök þegar samningar voru gerðir ekki sem neinar málsbætur.
    Þá er skýrt tekið fram að öllum réttindum Íslands skv. þjóðrétti er afsalað. Herdeild breskra lagasérfræðinga hefur eytt miklum tíma í að telja upp öll möguleg lagaleg réttindi sem að Ísland afsalar sér ef við samþykkjum handrukkunina.
    Ef að IceSlave verður samþykkt af Alþingi þá get ég fullvissað þig um að breskur dómstóll mun líta á IceSlave sem allt annað en marklaust plagg.

    Þá er ekki um að ræða neina greiðsluaðlögun eftir 7 ár þegar við getum ekki borgað þessa 1200 milljarða í gjaldeyri. Bretar munu því taka orkuna okkar með sæstreng til Skotlands og fiskinn líka. Við munum ekki geta gert nokkurn einasta hlut, nema að fá staðfestingu á því að Bretar geti gert það sem þeir vilja fyrir breskum dómstólum!

  • skattmann

    þá má benda á að stjórnarskráin beinlínis kemur í veg fyrir að Alþingi geti samþykkt leynisamninga.
    Einnig koma lög um ríkisábyrgð í raun í veg fyrir að löglegt sé að samþykkja IceSlave.

    Það er skylda þingmanna að fara ekki á svig við heilbrigða skynsemi. Einnig er ekki vænlegt til árangurs að ætla að sigla á móti öllum sínum kjósendum.

  • Þorvaldur

    Jæja, minn maður að koma í leitirnar aftur.
    Ég var farinn að halda að Samfylkingin væri endanlega og
    heiglum horfin og orðinn afar einlit hjörð já- manna

    Velkominn til byggða Mörður – Lifi byltingin!

  • skattmann

    Hvernig er það, mig rámar í að einhver hafi sagt að hægt væri að nota eignir útibús Landsbankans í Bretlandi til að greiða IceSlave:

    http://pressan.is/pressupennar/LesaOlafArnarson/samningur_sem_vid_getum_ekki_hafnad

    Lengi getur vont versnað!

  • Hlynur Þór Magnússon

    Undir þennan pistil Marðar tek ég heils hugar. Hér í athugasemdunum er minnst á Gamla sáttmála. Hann var ekki „trúnaðarmál“ ef ég man rétt …

  • Ómar Kristjánsson

    Gamli Sáttmáli er sennilega frá 15.öld.

    En með birtingu samninga – jú jú það væri réttast.

    En það er oft með samninga að það þarf að túlka þá fyrir óinnvígða.

    Eins og með atriðið sem alir voru að missa sig yfir í gærkvöldi: OMG ! Ísland að veði, hó og hú o.s.frv.

    Nú segja menn í morgun sumir að þetta sé í rauninni ósköp eðlilegt. Staðlað form etc.

    Þ.e. að þó samningur eins og icesavesamningurinn sé birtur komplett – þá þarfnast hann alltaf vissrar túlkunar og matreiðslu. Fólki mun öugglega endast árið í að býsnast yfir umræddum samningi er opinber verður.

    Allt orkar tvímælis þá gert er.

  • Björn Jónasson

    Gamli Sáttmáli var gerður 1262 og olli óbætanlegu tjóni. Nú stendur til að gera samning sem er ævintýralega vitlaus og örugglega ólöglegur.

  • Guðmundur Gunnarsson

    Mörður. Viltu vera svo vænn að skila eftirfarandi til þingsheims frá 75% þjóðarinnar:

    ÖRLÍTIÐ MINNA LANDRÁÐ – TAKK!

  • Sammála þér Mörður sem oft áður.

  • Þakka þér fyrir þetta Mörður
    við lestur þessa pistils frá þér kviknaði innra með mér smá vonarglæta að kannski myndu ekki allir þingmenn Samfylkingar fylgja hjörðinni í blindni.
    Flott væri að fá að sjá allan samninginn en það sem þegar hefur komið í ljós er ekki vænlegt fyrir okkur Íslendinga og ég vona að þú haldir þessum snúningi sem þú ert kominn á í þessum pistli og kjósir gegn þessum „samningi“. Við verðum bara að reyna við málið upp á nýtt. Það er alltof mikið í húfi.

  • Ómar Kristjánsson

    Þeir ákváðu að hafa formlega norskan kóng um 1260 en það var meir og minna bara formsatriði því þeir litu á sig sem hérað í noregi og ósköp eðlilegt skref þegar Nojararíkið efldist og varð fastmótað að hafa norskan kóng og öllum fannst það hið besta mál og Guði þóknanlegt.

    Þessi þjóðrembusagnfræði sem varð til í sjálftæðisbaráttunni er vúdúsagnfræði sem enginn alvöru fræðimaður tekur alvarlega í dag og er mest til gamans og ágæt með sona.

    Hinsvegar var líklega aldrei gerður neinn samningur fyrr en löngu seinna að innbyggjurum datt í hug eftir tilkomu Kalmarríkisins að sniðugt væri að hafa skriflegan samning og þá bara einfaldlega bjuggu þeir hann til.

    Enda eru engin handrit eldri en frá 15.öld. Á 15.öld sprettur allt í einu upp þessi blessaði samningur. Já, afar líklegt að þeir hafi bara skáldað hann upp gömlu mennirnir.

    Menn tóku uppá ýmsu í gamla daga.

  • Björn Jónasson

    Mikil er trú þín Ómar, að þú takir trúanlega brasilíska fræðikonu, sem telur að þar sem skjal sé týnt, sé það óyggjandi sönnun þess að það hafi aldrei verið til.

    Samfylkingarsagnfræðin er ennþá verri en Samfylkingarlögfræðin, sem þó er vond.

  • Miklar efasemdir eru uppi um Icesave samninginn ekki síst þar sem mikil leynd hefur verið um innihald hans. Það er fyrst í dag sem á að aflétta leyndinni og þá fyrst fá alþingismenn að sjá herlegheitin.
    Samt sem áður hafa þingmenn Samfylkingar og fyrir all nokkru tekið afstöðu með samningnum og komið fram sem órofa heild. Engar efasemdir þótt um sé að tefla eitt mikilvægasta og ef til vill afdrifaríkasta mál í sögu þjóðarinnar á seinni tímum.
    Sigmundur Ernir sagði á Hrafnaþingi að Íslendingar ættu ekki annan kost en að samþykkja samninginn. Það var hans niðurstaða þrátt fyrir að hafa ekki séð samninginn og hefði þar af leiðandi ekki hugmynd um innihald hans og hvað hann hugsanlega hefði í för með sér fyrir íslensku þjóðina. Þannig er því miður um fleiri þingmenn Samfylkingar.
    Þeir koma fram eins og ómálga hjörð eða þægir rakkar sem láta auðveldlega að stjórn í stað þess að meta málið gaumgæfilega út frá eigin forsendum, með allar upplýsingar á borðinu og taka síðan upplýsta ákvörðun með þjóðarhagsmuni í huga. Snýst ekki drengskaparheitið um það?
    Það er ekki traustvekjandi fyrir þjóðina og hið nýja Ísland, að nýliðar Samfylkingar á þingi skuli vera jafn leiðitamir og ósjálfstæðir eins og því miður hefur berlega komið í ljós.

  • Stundar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hryðjuverk?

    [9. juní 2009] Bretar frömdu glæp þegar þeir beittu hryðjuverkalögum gegn Íslandi. Til þess að koma í veg fyrir að þeir þyrftu að svara til saka fyrir þennan glæp og hugsanlega borga fyrir hann með hárri skaðabótagreiðslu, þá tóku þeir höndum saman við nokkra aðila og neyddu Ísland að samningaborðinu. Þetta tókst með því að koma í veg fyrir allar fyrirgreiðslur til landsins. Bretar, Hollendingar, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og líklega yfirstjórn Evrópusambandsins stilltu landinu þannig upp við vegg.

    Við eðlilegar aðstæður hefðu íslenskir skattgreiðendur farið í mál við Breta og líka látið á það reyna fyrir rétti hvort þeir yfirleitt væru ábyrgir fyrir glöpum eða glæpum íslenskra banka úti í Evrópu. Enginn getur giskað á hvernig slíkt má hefði farið, en það var mjög mikilvægt fyrir Evrópusambandið að ekki yrði látið reyna á lögin með þessum hætti. Hugsanlegur sigur Íslands hefði þýtt töluverða röskun á evrópskri bankastarfsemi.

    Það er auðvelt að kúga fólk sem þegar er á hnjánum. Erlend lán voru lífsnauðsyn fyrir landið og nokkra mánaða gjaldeyrissvelti hefði jafnvel getað leitt til eldsneytisskorts. Þetta vissu “vinir” okkar í Evrópu og þeir notuðu fjárkúgaraaðferðir til að koma þrem markmiðum sínum í höfn:

    1. Koma í veg fyrir málshöfðun gegn Bretum
    2. Koma í veg fyrir að Ísland léti reyna á lög um tryggingu bankainnistæðna.
    3. Láta íslenska ríkið borga ofurupphæðir á háum vöxtum (miðað við stýrivexti í Evrópu).
    http://vald.org/greinar/090609.html

  • skattmann

    Manni verður hreinlega óglatt á því að lesa þessa handrukkun.
    Er það fólk sem að samdi um þetta ekki með öllum mjalla?

    Hvaða þingmaður ætlar að svíkja föðurland sitt með þvi að greiða þessum ósköpum atkvæði sitt?

    2.1 The Facility
    2.1.1 Subject to the terms of this Agreement, the Lender makes available to the Guarantee Fund a
    Sterling term loan facility in a maximum principal amount of Ê2,350,000,000, or such other
    amount as the Lender and the Guarantee Fund may agree in writing from time to time.

    (b) the settlement by the FSCS (on behalf of the Guarantee Fund) of the claims of
    Landsbanki London Depositors under Act No. 98/1999 for up to Ê16,872.99 per
    depositor (or, where applicable, per joint-account holder); and

    joint-account holder!!

    2.2 Operation of the Facility
    2’2.1 Without prejudice to the liability of lceland, the Guarantee Fund shall be the sole borrower
    under the Facility, shall be the debtor in respect of all Disbursements made under the Facility
    and shall be primarily liable for all sums (including, without limitation, the Reimbursement and
    any interest, costs and expenses arising in connection therewith) which are or may become
    due to the Lender under this Agreement.

    including, without limitation, the Reimbursement and
    any interest, costs and expenses arising in connection therewith) which are or may become

    2.4.2 Any failure to comply with subparagraph2.4.l shall not in any way limit the duties or liabilifies
    of the Guarantee Fund and lceland under this Agreement.

    Hægt að semja aftur??

    4.2 Repayment out of amounts received from Landsbanki
    4.2.1 lf the Guarantee Fund receives any amount in respect of the claims of (or formerly of)
    Landsbanki Depositors or otherwise in respect of the insolvency of Landsbanki, it will within
    five Business Days pay that amount to the Lender and to The State of the Netherlands (as
    lender under the Dutch Loan Agreement)

    lf

    5.3 lnterest on arrears
    lf the Guarantee Fund fails to pay any amount payable by it under this Agreement on its due
    date, interest will accrue on the overdue amount from the due date up to the date of actual
    payment at the rate specified in paragraph 5.1 plus 0.3 per cent. per annum. Such interest
    shall be compounded or payable (as the case may be) on the dates specified in paragraph
    5.2 and on the date of actual payment of the overdue amount.

    Dráttarvextir

    Hvernig er það var umboðið fyrir samningaviðræðunum ekki þannig að taka átti tillit til stöðu okkar?

    Afhverju 5,5% vextir á samningi sem er með belti, axlabönd og fallhlíf þ.e. dráttarvextir og hægt að ganga að auðlyndum þjóðarinnar ef að eitt einasta greiðslufall verður?

    Þetta normal??

    6.5 Waiver of defences
    The obligations of lceland underthis paragraph 6 shall not be affected by an act, omission,
    matter or thing which, but for this paragraph 6.5, would reduce, release or prejudice any of its
    obligations under this paragraph 6, including (without limitation and whether or not known to it
    or any other Party):
    (a) any time, waiver or consent granted to, or composition with, the Guarantee Fund,
    lceland or any other person;
    (b) the release of the Guarantee Fund, lceland or any other person under the terms of
    any composition or arrangement with any creditor of any of them;
    (c) the taking, variation, compromise, exchange, renewal or release of, or refusal or
    neglect to perfect, take up or enforce, any rights against, or security over assets of,
    the Guarantee Fund, lceland or any other person or any non-observance of any
    formality or other requirement in respect of any instrument or any failure to realise
    the full value of any security;
    (d) any incapacity or lack of power, authority or legal personality of or dissolution or
    change in the status of the Guarantee Fund, lceland or any other person;
    (e) any amendment, novation, supplement, extension, restatement (however
    fundamental and whether or not more onerous) or replacement of any Finance
    Document including (without limitation) any change in the purpose of, any extension
    of or any increase in the Facility or the addition of any Finance Document;
    (f) any unenforceability, illegality or invalidity of any obligation of any person under any
    Finance Document or any other document; or
    (g) any insolvency, reorganisation or similar proceedings in respect of Landsbanki, the
    Guarantee Fund or any other person.

    (d) any incapacity or lack of power, authority or legal personality of or dissolution or
    change in the status of the Guarantee Fund, lceland or any other person;

    sem sé Bretar geta gengið að nákvæmlega öllu, líka eigum sem eru verndaðar af stjórnarskránni. Geta í raun ákveðið skipað okkur að breyta lögum okkar eins og þeir vilja ef að greiðslufall verður!

    (g) any insolvency, reorganisation or similar proceedings in respect of Landsbanki, the
    Guarantee Fund or any other person.

    Ef við fáum ekki einn einasta aur úr þrotabúi útibús Landsbankans í Bretlandi þá hefur það nákvæmlega engin áhrif á samninginn. Við þurfum að borga allt uppí topp!

    6.6 lmmediate recourse
    lceland hereby irrevocably waives any right it may have of first requiring the Lender to
    proceed against or enforce any other rights or security or claim payment from any person
    before claiming from lceland under this paragraph 6. This waiver applies irrespective of any
    law or any provision of a Finance Document to the contrary.

    Þetta fer að verða gott!

    6.8 Additional security
    The guarantee and indemnity set out in this paragraph 6 is in addition to and is not in any way
    prejudiced by any other guarantee, indemnity or security now or subsequently held by the
    Lender or any other person.

    7.1 Gomparability of treatment
    lf the Guarantee Fund or lceland enters into any financing arrangement or treaty (other than
    the Dutch Loan Agreement) with any financier (including, without limitation, any state,
    international organisation or private entity) for the purpose of financing claims of any
    depositors of an lcelandic bank, and, under the relevant financing arrangement or treaty
    (taken as a whole), that financier enjoys an overall more favourable treatment than the
    Lender under this Agreement or the benefit of any security, then the Guarantee Fund and
    lceland shall grant the Lender the same favourable treatment or the benefit of similar security
    (and the Guarantee Fund and lceland shall execute any documentation necessary or
    desirable in order to do so).

    Þetta hlýtur að vera grín!

    7.2.2 tf:
    (a) the Guarantee Fund, any Other Guarantee Fund or lceland makes any Excess
    Payment; or
    (b) the Guarantee Fund or any Other Guarantee Fund has sufficient funds available to
    make any Excess Payment;
    then the Guarantee Fund will pay (or will ensure that each other relevant Guarantee Fund
    pays) an amount equal to the Excess Payment to each Landsbanki London Depositor,
    provided that, to the extent that the Lender or the FSCS has made any payment to a
    Landsbanki London Depositor in respect of a claim of that Landsbanki London Depositor
    underAct No.98/1999 in excess of EUR 20,887, the payment underthis paragraph 7.2will
    be made to the Lender or the FSCS, as the case may be.

    Þannig að ef að hollensku innistæðueigendurnir sem að voru með yfir rúmlega 20.000 evrur inni á IceSave í Hollandi vinna mál á hendur ríkinu, þá mun íslenska ríkið líka þurfa að borga öllum breskum innistæðueigendum uppí topp!

    Mér líður eins og ég sé að lesa eitthvað brandarablað.

    8.
    RESPONSIBILITY OF THE LENDER AND THE FSCS
    Neither the Lender nor the FSCS will be responsible for any cost, loss or liability suffered by
    the Guarantee Fund or lceland in connection with this Agreement or the Settlement
    Agreement or otherwise in connection with Landsbanki prior to the date of this Agreement.

    Sem sé við eigum að borga þessum her breskra lögfræðinga sem að dundaði sér augljóslega lengi við að finna út hvernig hægt er að semja samnings sem er eins óhagstæður fyrir okkur og einhvern vegin er hægt að gera fyrir þeirra vinnu!
    Við eigum sem sé að borga böðlunum fyrir að murka úr okkur líftóruna!

    Við eigum líka að borga allan kostnað sem Bretar munu hafa í framtíðinni. Sem sé Bretar geti verið með her manns á launum við að gera þetta eins óhagstætt fyrir okkur og nokkur kostur er og við verðum meira að segja að borga þeim öllum laun!

    9.2 Gurrency
    Each of the Guarantee Fund and lceland will make each payment to be made by it under this
    Agreement in Sterling and in freely available and transferable funds.

    Þetta þýðir að við værum orðin 3. heims lands ef þessi handrukkun tekur einhvern tíman gildi.

    9.3 Partial payments
    lf the Guarantee Fund or lceland makes a payment to the Lender that is insufficient to
    discharge all matured payments then due under this Agreement from the Guarantee Fund or
    lceland, as the case may be, to the Lender, that payment will be applied:
    (a) first, towards discharging any costs and expenses of the Lender incurred under this
    Agreement;

    Sem sé þeir passa uppá að það sem er vaxtaberandi sé borgað síðast af öllu. Það er ekkert þak á því hvað Bretar mega telja fram mikinn kostnað!

    9.4 Set-off and deductions
    9.4.1 All payments to be made by the Guarantee Fund or lceland under this Agreement will be
    calculated and be made:
    (a) without, and clear of any deduction for, any suspension, counterclaim or set-off; and

    Sem sé hryðjuverkalög í boði íslensks almennings!

    Hvaða erlendur banki vill koma inná íslenskan markað t.d. með því að eignast hlut í einhverjum bankanna ef að samningur sem þessi vofir yfir Íslandi?

    Þetta eru sem sagt algerar forgangskröfur þ.e. þegar við förum á hausinn eftir 7 ár þá eru Bretar og Hollendingar fyrstir í röðinni. Gott fyrir þá sem við leitum til með lán og lánshæfismatið að vita það!

    12.1.8 Claims pari passu: The payment obligations of the Guarantee Fund underthe Finance
    Documents cease to rank at least pari passu with the present and future claims of all of its
    other creditors or the payment obligations of lceland under the Finance Documents cease to
    rank at least pari passu with its present and future External lndebtedness, in both cases other
    than claims which are mandatorily preferred by law in force on the date of this Agreement.

    Sem sagt algerar forgangskröfur. Þegar við verðum gjaldþrota eftir 7 ár þá fá Bretar og Hollendingar fyrst orkuna í gegnum sæstreng til Skotlands og fiskinn og síðan verða hinir að bítast um afganginn af þá hræinu Íslandi.

    12.1 .9 lnvalidity or repudiation: Any provision of any of the Finance Documents is not or ceases to
    be legal, valid, binding and enforceable or is repudiated in any way by either the Guarantee
    Fund or lceland.

    Greinilegt að Bretar hafa lagt í mikla vinnu í að láta sér detta í hug virkilega öll möguleg réttindi sem við eigum að afsala okkur.

    12.1 .1 1 Ghange of lcelandic Law: A Change of lcelandic Law occurs which has or would have a
    material adverse effect on the ability of the Guarantee Fund or lceland to perform their
    respective payment or other obligations under the Finance Documents to which they are
    party.

    Við megum sem sé ekki breyta stjórnarskránni nema að það tryggi það að Bretar og Hollendingar geti gengið að því sem þeir vilja eftir 7 ár.

    12.3 Consequences of a Termination Event
    On and at any time after the occurrence of a Termination Event, the Lender may, by notice to
    the Guarantee Fund, with a copy to lceland and the FSCS:
    (a) cancel the Facility, whereupon it shall immediately be cancelled; and/or
    (b) declare that all or part of the Reimbursement, together with any accrued interest
    thereon, and all other amounts accrued or outstanding under the Finance
    Documents, shall be immediately due and payable, whereupon they shall become
    immediately due and payable.

    „Termination Event“ means any event or circumstance specified as such in paragraph 12.

    12.1 TerminationEvents
    Each of the following is a Termination Event:
    12.1.1 Non-payment: The Guarantee Fund or lceland fails to pay on the due date any amount
    payable under the Finance Documents at the place and in the currency in which it is
    expressed to be payable unless such failure is due solely to administrative or technical error
    and such amount is paid within five Business Days of the due date for payment.
    12.1.2 Other defaults: The Guarantee Fund or lceland fails to perform any of their respective
    obligations under the Finance Documents and, if capable of remedy, such failure is not
    remedied to the satisfaction of the Lender within ten Business Days of such failure.
    12.1 .3 Avoidance of payments: Any payment previously made by the Guarantee Fund or lceland
    in respect of amounts due under the Finance Documents is avoided, set aside, invalidated or
    reduced.
    12.1.4 Untrue representations: Any statement made, or deemed to be made, in any Finance
    Document or in any document delivered by the Guarantee Fund or lceland in connection with
    any Finance Document is, or proves to have been, incorrect or misleading in any material
    respect when made or deemed to be made.
    12.1.5 Cross default of lceland: lceland (or any governmental or ministerial authority of lceland)
    fails to make any payment in respect of any of its External lndebtedness on its due date (or
    within any originally applicable grace period set out in the agreement constituting such
    External lndebtedness) or any such External lndebtedness becomes due earlier than its
    stated date of payment by reason of an event of default (however described); provided that
    no Termination Event shall occur under this subparagraph 12.1.5 unless the aggregate
    amount of External lndebtedness in respect of which any amount has not been paid when
    due or which has become due early exceeds Ê10,000,000 or its equivalent in other
    currencies.
    12.1.6 lnability to pay debts: The Guarantee Fund is unable (taking into account any support
    available to it) or admits its inability to pay any of its debts as they fall due, suspends
    (whether voluntarily or involuntarily) making payments on any of its debts or, by reason of
    actual or anticipated financial difficulties, commences negotiations with one or more of its
    creditors with a view to restructuring or rescheduling any of its indebtedness.
    12.1.7 Gompliance with laws: The Guarantee Fund or lceland:
    (a) fails to comply with the requirements of the Directive 94l19lEC in respect of any
    Landsbanki Depositor in any material way; or
    (b) fails to comply with any law to which it is subject, in circumstances where such
    t3/19
    failure might materially impair its ability to perform its obligations under the Finance
    Documents.
    12.1.8 Claims pari passu: The payment obligations of the Guarantee Fund underthe Finance
    Documents cease to rank at least pari passu with the present and future claims of all of its
    other creditors or the payment obligations of lceland under the Finance Documents cease to
    rank at least pari passu with its present and future External lndebtedness, in both cases other
    than claims which are mandatorily preferred by law in force on the date of this Agreement.
    12.1 .9 lnvalidity or repudiation: Any provision of any of the Finance Documents is not or ceases to
    be legal, valid, binding and enforceable or is repudiated in any way by either the Guarantee
    Fund or lceland.
    12.1 .10 Gompensation fund: The Guarantee Fund is dissolved or ceases to be, or any Change of
    lcelandic Law occurs which has or will have the effect that the Guarantee Fund ceases to be,
    the sole deposilguarantee scheme in respect of the Landsbanki Depositors officially
    recognised in lceland for the purpose of Directive 94l19lEC (including any modification or reenactment
    thereof or any substitution therefor).
    12.1 .1 1 Ghange of lcelandic Law: A Change of lcelandic Law occurs which has or would have a
    material adverse effect on the ability of the Guarantee Fund or lceland to perform their
    respective payment or other obligations under the Finance Documents to which they are
    party.

    12.3 Consequences of a Termination Event
    On and at any time after the occurrence of a Termination Event, the Lender may, by notice to
    the Guarantee Fund, with a copy to lceland and the FSCS:
    (a) cancel the Facility, whereupon it shall immediately be cancelled; and/or
    (b) declare that all or part of the Reimbursement, together with any accrued interest
    thereon, and all other amounts accrued or outstanding under the Finance
    Documents, shall be immediately due and payable, whereupon they shall become
    immediately due and payable.

    Sem sé það er hrein lýgi að við séum varin í 7 ár.
    12.1.4 Untrue representations: Any statement made, or deemed to be made, in any Finance
    Document or in any document delivered by the Guarantee Fund or lceland in connection with
    any Finance Document is, or proves to have been, incorrect or misleading in any material
    respect when made or deemed to be made.

    Við höfum ekki málfresli.
    Ef að Bretar einhliða sýnist svo að við t.d. Alþingi hefur sagt eitthvað sem þeim líkar ekki, þá geta þeir gjaldfellt IceSlave samstundis og krafist greiðslu heildarupphæðarinnar strax. Ef að við borgum ekki, þá taka þeir fiskinn og orkuna.

    Er löglegt að koma að samningu svona handrukkunar? Er hægt að fá Svavar Gestsson dæmdan fyrir landráð? Er hægt að fá hvern einn og einasta þingmann sem að svíkur þjóð sína með því að gerast böðull handrukkaranna bresku dæmdan fyrir landráð?

    Er löglegt af forsætisráðherra að ljúga að þjóð sinni?

    13.2 Changes to Parties
    No Party may assign, transfer or encumber any of its rights or obligations under this
    Agreement.

    Við getum ekki einu sinni fórnað sjálfsstæðinu og gengist þjóð á vald sem að getur varið þegna sína. Fiskurinn og orkan mun samt fara. Bresku lögfræðingarnir sem að við eigum að greiða launin hjá hafa virkilega vandað sig og hugsað fyrir því að loka öllum undankomuleiðum frá öruggu gjaldþroti og öruggum missi fisksins og orkunnar.

    15.1 Severability
    lf any provision of this Agreement becomes illegal, invalid, not binding or unenforceable in
    any respect under any law, the legality, validity, binding effect and enforceability of the
    remaining provisions shall not in any way be affected or impaired.

    Þeir virðast ekki vera alveg vissir um að það megi búa til svona óhagstæðan samning.

    15.2 Remedies
    15119
    No failure or delay by the Lender in exercising any right or remedy provided by law or under
    or pursuant to this Agreement shall impair that right or remedy or operate or be construed as
    a waiver or variation of it or preclude its exercise at any subsequent time and no single or
    partial exercise of that right or remedy shall preclude any other or further exercise of it or the
    exercise of any other right or remedy. Any liberty or power which may be exercised or any
    determination which may be made under this Agreement by the Lender (including, without
    limitation, any act, matter or thing as agreed, specified, determined, decided or notified by the
    Lender to the Guarantee Fund and/or lceland) may be exercised or made in the absolute and
    unfettered discretion of the Lender from time to time, which shall not be under any obligation
    to give reasons therefor.

    Bretarnir eru mjög duglegir að endurtaka í mismunandi formi og með mismunandi blæbrigðum að við afsölum okkur virkilega öllum hugsanlegum réttindum.

    16.1 Occurrence of a change in circumstances
    This paragraph ’16 applies if at any time the then most recently published Article lV review by
    the IMF in relation to lceland states that a significant deterioration has occurred in the
    sustainability of the debt of lceland, relative to the assessment of such sustainability by the
    IMF as of 19 November 2008.

    Sem sé IMF þar sem Bretar eru einn örfárra fastafulltrúa og skv. Gordon Brown de facto ráða yfir á að fá að ráða því hvort að þessi klásúla gildir.
    Alþjóðadómstóllinn í Haag er greinilega allt of hlutlaus fyrir þá handrukkun sem Bretar eru að gera.

    16.2 Meeting to consider change in circumstances
    The Lender agrees that, if this paragraph 16 applies and lceland so requests, it will meet with
    lceland to discuss the situation and consider whether, and, if so, how, this Agreement should
    be amended to reflect the relevant change in circumstances.

    Ekki nóg með að IMF sem er undir stjórn Breta verði að fallast á að þessi skilyrði gilda, Bretar verða líka sjálfir að fallast á það. Þeir þurfa þá að tala við okkur. Á meðan tikka dráttarvextir og Bretar hafa 100% skýran rétt samkvæmt þessari handrukkun til að hirða hvað sem þeir vilja af okkur, fiskur og orka meðtalin. Þá hafa þeir samkvæmt þessari handrukkun rétt til að segja okkur hvernig við eigum að breyta l0gum okkar þar með talið Stjórnarskránni til að þeir geti fengið aðgang að auðlyndunum.

    17.2 Jurisdiction
    17’2.1 Any matter, claim or dispute arising out of or in connection with this Agreement, whether
    contractual or non-contractual, including a matter, claim or dispute regarding the existence,
    validity or termination of this Agreement (a „Dispute“), shall be subject to the exclusive
    jurisdiction of the English courts.

    SKv. enskum rétti eru það ekki neinar málsbætur að hafa samið af sér eða gert eins óhagstæðan samning og nokkur möguleiki var á. Það er því í raun hægt að sleppa þessu ákvæði að fara megi með IceSlave fyrir enska dómstóla þar sem að það hefur enga þýðingu.

    17.2’3 ThisparagraphlT.2isforthebenefitoftheLenderonly. Asaresult,theLendershallnotbe
    prevented from taking proceedings relating to a Dispute in any other courts wlth jurisdiction.
    To the extent allowed by law, the Lender may take concurrent proceedings in any number of
    jurisdictions.

    Af hverju skrifa Bretar ekki líka „this contract is for the benefit of the Lender (Breta sjáfa) only“?
    Bretar geta ef þeir vilja valdið einhvern annan dómstól en enska dómstóla. Ísland mun ekki hafa neitt um það að segja frekar en annað s.s. eigin lagasetningu.

    I8 WAIVER OF SOVEREIGN ¡MMUNITY
    Each of the Guarantee Fund and lceland consents generally to the issue of any process in
    connection with any Dispute and to the giving of any type of relief or remedy against it,
    including the making, enforcement or execution against any of its property or assets
    (regardless of its or their use or intended use) of any order or judgment. lf either the
    Guarantee Fund or lceland or any of their respective property or assets is or are entitled in
    any jurisdiction to any immunity from service of process or of other documents relating to any
    Dispute, or to any immunity from jurisdiction, suit, judgment, execution, attachment (whether
    before judgment, in aid of execution or othen¡vise) or other legal process, this is irrevocably
    waived to the fullest extent permitted by the law of that jurisdiction. Each of the Guarantee
    Fund and lceland also irrevocably agree not to claim any such immunity for themselves or
    their respective property or assets.

    Bretar telja upp öll hugsanleg lagaréttindi Íslands og samviskusamlega bæta því við samninginn að þeim sé afsalað.

    Ég er alveg orðlaus yfir þessu.
    Hvar finnur Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur Sigfússon í þessum lagatexta að tekið verði tillit til þess ef að Íslendingar geta ekki borgað? Að sé endursamið? Það stendur skýrum stöfum í samningnum að þá fáum við dráttarvexti og Bretar og Hollendingar geta skipað okkur að breyta öllum okkar lögin svo að þeir geti tekið af okkur það sem þá girnist.

    Þá er öll túlkun á öllum atriðum þar á meðal hversu mikinn kostnað Bretar mega halda því fram að þeir haft haft af IceSave og látið okkur samkvæmt þessari handrukkun borga einhliða á valdi Breta.

    Við höfum sterka lagalega stöðu.
    Þá er það 100% ljóst að jafnvel fullkominn ósigur fyrir alþjóðlegum dómstól myndi enda með dómi sem væri í versta mörgum sinnum hagstæðari fyrir okkur en þessi handrukkun. Alþjóðadómstólar eins og Alþjóðadómstóllinn í Haag verður að dæma eftir þjóðarrétti. Þar má ekki dæma ríki í gjaldþrot eða stofna fullveldi þess í hættu. Hvað sem Jóhanna segir þá er ekki hægt að segja það sama um IceSlave. Lagatextinn talar algerlega skýrt og óvéfengjanlega sínu máli.

  • skattmann

    Hver sá sem heldur því fram að ekki sé hægt að gera aðför að eigum ríkisins er einfaldlega að setja ósatt.

    Ef að einhver samningur kveðjur skýrt á um það að ef að íslenskur þingmaður dirfist svo mikið sem hallmæla IceSlave, þá hafa Bretar lagalegan rétt samkvæmt handrukkuninni að gjaldfella IceSlave lánið samstundis. Þá koma dráttarvextir og Bretar hafa lagalegan rétt til þess að krefjast þess sem þeir vilja uppí greiðslu. Við getum nákvæmlega ekkert gert. Stjórnarskráin er engin vörn, Bretar geta skipað okkur að breyta henni þannig að þeir fái óhindraðan aðgang að því sem þeir vilja taka af okkur.

    Þetta er ekki djók!

  • skattmann

    http://www.island.is/media/frettir/Icesave_samningurinn_innistaedutryggingar_bretland.pdf

    Er maðurinn með öllum mjalla?

    „Það skapar því ekki á nokkurn hátt grundvöll fyrir aðför að eigum íslenska ríkisins hér á landi“

    Þetta er einfaldlega rangt.

    „Það er auðvitað enn langsóttara og fráleitara að tala um mögulega aðför að íslenskum náttúruauðlindum í þessu sambandi.“

    Þetta er líka alrangt.
    Nefna má í þessu sambandi breska skýrslu um sæstreng sem flytur rafmagn frá Íslandi til Skotlands uppí skuld og orð Gordon Brown í bréfi til Jóhönnu Sigurðardóttur:

    „I agree that there is a real potential for joint work in helping to develop the global low carbon economy“

    „að eignir Landsbankans eiga að stærstum hluta að standa undir skuldinni“

    Í samningnum stendur ítrekað að EF að íslenska ríkið fær að eitthvað af eignum Landsbankans í Bretlandi, þá skuldi það ganga beint uppí IceSlave. Það eru nákvæmlega engir fyrirvarar á því. Ef að íslenska ríkið fær ekki eina einustu krónu af eignum útibús Landsbankans í Bretlandi þá hefur það nákvæmlega engin áhrif á það að Bretar rukka allt uppí topp.

    „ábyrgð ríkissjóðs er eftirstæð í þessu máli.“

    Það er einfaldlega rangt að fullyrða það.

    „eigum við rétt í samningnum til þess að óska eftir viðræðum um endurupptöku hans“

    Þetta er líka rangt. Ef að AGS, þar sem að Bretar eru hafa einn örfárra fastafulltrúa og ráða de facto yfir metur það svo að við getum ekki borgað (eftir 50% launalækkun o.fl.) og Bretar sjálfir meta það svo, þá eigum við „rétt“ á því að tala við Breta!

    Það er nú aldreilis rétturinn!

    viðmið „þess eðlis að gera ætti Íslandi kleift að endurreisa fjármálastofnanir sínar og efnahag.“

    Það stendur ekki orð um þetta í samningnum. Ekki orð um t.d. að afborganir eftir 7 ár eigi að vera ákveðið hlutfall sem við ráðum við af þjóðarframleiðslu. Þvert á móti. Verði greiðslufall eftir 7 ár eða bara einhver á Alþingi tjáir sig um IceSlave hvenær sem er, líka 1 mánuð eftir að handrukkunin tekur gildi, á þann hátt sem að Bretar hafa ekki velþóknun á þá eru Bretar skv. handrukkuninni í fullum rétti með að gjaldfella IceSlave. Eftir það geta þeir gengið að þeim auðlyndum sem þeir hafa áhuga á. Ef að stjórnarskrá og annað er að flækjast fyrir því eiga þér rétt á því að stjórnarskránni sé breytt þannig að aðgangur þeirra að þeim auðlyndum sem þeir kjósa sé óhindraður.

    „frumvarp sem hér mun koma til laga um ríkisábyrgð verður með fyrirvörum um greiðsluþol ríkisins að þessu leyti og gagnvart fullveldi ríkisins.“

    Það er hvergi stafur í samningnum að eitthvað tillit eigi að taka til greiðsluþols ríkisins. Þá eru öll hugsanleg réttindi sem að ríki hefur í krafti fullveldis síns afnumin í samningnum.

    „stofni á nokkurn hátt hættur hvað varðar stöðu íslenska ríkisins og eignir þess og auðlindir hér á landi.“

    Er þessi maður að tala um einhvern annan samning?

    „Færi einhvern tímann svo að að undangengnum árangurslausum tilraunum til að endurskoða samninginn að ágreiningur lenti fyrir dómstóla yrði málsvörn Íslands væntanlega sú að um forsendubrest væri orðið að ræða og málið færi þá allt til umfjöllunar í því samhengi.“

    Á þetta að vera fyndið? Ísland hefði nákvæmlega enga málsvörn. Samkvæmt breskum dómstólum þá er það að semja stórlega af sér og gera stórfelld mistök í samningagerð engin málsvörn. Það er ekkert tillit tekið til slíks. Hvar stendur í handrukkuninni að málið fái einhverja umfjöllun í samhengi forsendubrests?

  • skattmann

    það er auljóst að sá sem lét þessi orð falla í ræðustól í Alþingi í dag bjóst ekki við því að samningurinn yrði birtur á netinu skömmu síðar.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og sjö? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur