Sunnudagur 26.07.2009 - 21:47 - 21 ummæli

Finnum út hvað hann meinar

Mikið skil ég Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur að spyrja um framhald á ráðherradómi Jóns Bjarnasonar eftir yfirlýsingar hans í dag. Reyndar talaði hann líka þannig um stuðningsmenn ESB-aðildar um daginn að maður skilur ekki hvað hann er yfirhöfuð að gera í ríkisstjórn með slíku fólki.

Að sinni er spurningin sem Jón þarf að svara þó ekki sú hvort hann ætlar að vera ráðherra lengur eða skemur heldur sú

hvort ummæli hans um að fresta ESB-viðræðum, daginn áður en ráðherraráð Evrópusambandsins kemur saman á fund þar sem umsóknin er á dagskrá,

merkja

að Jón Bjarnason ætlar sjálfur að fylgja einhverskonar frestunarstefnu í ráðuneyti sínu

þvert á vikugamla yfirlýsingu Jóns Bjarnasonar um að staðið yrði faglega að undirbúningi aðildarviðræðnanna í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.

Það væri sannarlega skemmdarverk gegn stefnu stjórnar og þings. Ella er rétt að Jón Bjarnason tali bara  eins og honum sýnist.

Annað:

Jón Bjarnason er ekki öflugasti forustumaður VG og margir hafa litið svo á að ráðherradómur hans væri tímabundinn. Þegar „atvinnuráðuneytin“ sameinuðust yrði stokkað upp í ríkisstjórninni, með afar óljósum afleiðingum fyrir núverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Þessi orðrómur er auðvitað ekki þægilegur fyrir Jón Bjarnason.

Nú þegar Steingrímur Jóhann orðinn realó er komin upp ofurlítil leiðtogakreppa fúndó-megin í VG, og menn svipast um eftir mótvægi. Ekki er víst að Jón eigi möguleika á að taka þar forystu, en auðvitað er ljóst að ekki væri hægt að láta hann taka pokann sinn ef það mætti túlka sem einhverskonar undanlátssemi við Samfylkinguna.

Það kynni einmitt að vera einn tilgangurinn með þeim „loftfimleikum til heimabrúks“ sem Þórunn Sveinbjarnardóttir talar um í ágætum pistli hér á Eyjunni.

Í þessari stöðu er örugglega skynsamlegast fyrir Samfylkingarmenn að bíta ekki á agnið, heldur láta VG eftir að ráða fram úr vanda VG.

Ábyrgð flokkanna tveggja er mikil frá í vor. Nú er að sýna að menn séu hennar verðir.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (21)

  • Upphlaup efnilegrar, en reynslulitlar þingkonu í þessu máli var í meira lagi óheppilegt. Það eru sárafá dæmi um það í lýðveldissögunni að óbreyttur stjórnarþingmaður hafi kallað eftir afsögn ráðherra úr samstarfsflokki. Þá sjaldan sem það hefur gerst, hefur verið um að ræða birtingamyndir á alvarlegum krísum og þá helst í ríkisstjórnum sem hafa verið á síðasta snúningi.

    Í þessu tilviki held ég, sem betur fer, að ástandið sé ekki svo slæmt.

    Ég vil trúa því að þetta séu byrjendamistök metnaðarfulls stjórnmálamanns sem vill vekja á sér athygli, en áttar sig ekki á alvarleika orða sinna. Ef menn vilja, þá má þess vegna líkja því við loftfimleika til heimabrúks – þótt ég skilji ekki alveg myndlíkinguna.

    Varðandi það hver sé ábyrgur og hver óábyrgur í þessu ESB-máli, er Jón Bjarnason eini ráðherra ríkisstjórnarinnar sem hefur þorað að benda á hið augljósa: að fjárhæðin sem áætluð er til aðildasamninganna er alltof lág. Þeir sem hafa áhyggjur af því að hagsmunir Íslands verði fyrir borð bornir ættu frekar að hafa áhyggjur af því en að láta 2. þingmann NV-kjördæmis fara í taugarnar á sér.

    Hitt er annað mál, að maður getur svo sem skilið frústrasjón fólks í stjórnarsamstarfi sem situr uppi með ráðherra frá samstarfsflokknum sem ekki eru því að skapi. Samfylkingarmenn mega gjarnan vita að þeirra eigin ráðherralisti liti svo sannarlega öðruvísi út ef við í VG hefðum fengið að ráða.

  • Þú verður að átta þig á því að Jón Bjarnason stendur fyrir grasrót VG og allan flokkinn, að því er virðist, fyrir utan ráðherrana. Ef Samfylking ætlar að beita sér fyrir því að bola Jóni úr ráðherrastóli, reitir hún grasrótina til reiði, og sífellt erfiðara verður fyrir Jóhönnu að halda saman þessari ríkisstjórn, sem reyndar virðist hanga á hjörunum um þessar mundir. Samfylkingin er að einangrast í pólitískri stefnu sinni í tveimur mikilvægustu málum Íslendinga; Icesave málið og ESB. Sífellt verður trúlegra að VG gefist upp á hótunum og þvingunum Samfylkingar og myndi samsteypustjórn með Sjálfsstæðisflokki, Framsóknarflokki og Borgarahreyfingunni. Samfylkingin er að sýna sig sem flokkur sem ekki er hægt að starfa með. Svo virðist að Samfylkingin geti ekki starfað með öðrum flokkum nema með ofbeldi, hótunum og þvingunum.

  • Nýi Dexter

    Meirihluti þjóðarinnar fylgir Jóni…………………..

  • bitvargur

    Hér er kominn fram brandari dagsins, „Meirihluti þjóðarinar fylgir Jóni…“

  • Rómverji

    Eg vara fólk við að hafa loftfimleika til heimabrúks. Það getur endað með skelfingu.

  • Ísak Harðarson

    Þú ættir að hafa nef fyrir makkinu, Mörður. Þrífstu ekki í því og hrærist daginn út og inn?

    Að þú hæðist að því að menn séu trúir sínum „fúndó“-hugsjónum – eins og þú orðar það – frekar en selja sálina í „realó“-melluganginn … tja, ert þú ekki einmitt sérfræðingur í því gagnstæða?

    Til þess gengu Vinstri grænir til samstarfs við Samfylkinguna að hreinsa nauðbeygðir þann skít sem mögulega var hægt að hreinsa af andliti þjóðarinnar eftir samstarf Sjálfstæðisflokksins og hinnar sömu vægast sagt lygamarðarlegu Samfylkingar sem svikið hafði meirihluta kjósenda sinna eftir kosningarnar 2007. Í þeim fagra flokki varstu þá og ert enn.

    Hæðstu ekki að heilindum annarra manna í mín eyru – þótt fáir borgað fyrir óheilindi sem Alþingismaður okkar Íslendinga.

    Takk.

  • Þetta voru viðbrögð CVG við úrsögn 30 manna. Þþ

  • Þetta voru viðbrögð VG við úrsögn 30 manna. ÞÞ

  • Jón Óskarsson

    Þið þurfið ekkert að hafa áhyggjur af Jóni Bjarnasyni. Hann er á förum sem og ríkisstjórnin öll.

    Eftir að hafa lesið pistlana frá Ögmundi þá er ljóst að Icesave ábyrgðin verður felld á Alþingi.
    Ögmundur, Liljurnar báðar og væntanlega Atli munu greiða atkvæði gegn frumvarpinu og þar með er það fallið.

    Í framhaldi af því mun Steingrímur segja af sér sem ráðherra og formaður VG og jafnvel þingmennsku.

    Það verður þá hlutverk Ögmundar og félaga að styðja nýja ríkisstjórn Sjálfstæðis, Framsóknar og Borgara.

    Þeim ber siðferðisleg skylda til þess því þessi nýi meirihluti á Alþingi mun reyna að gera betri samning svona í framhaldi af gagnrýninni á þennan.

    Sum sé: Hafið engar áhyggjur af Jóni Bjarnasyni né ESB.

  • Hef engar áhyggjur af ESB verðum komin þangað inn fyrr enn varir sem betur
    fer, og því síður hefur maður áhyggjur af Jóni Bjarnasyni LÍÚ fan, hvað er hann annars að gera í gjafakvótamálum, annað enn að stofna nefnd, já stofna nefnd og hvað svo Nei þeir ættu bara að líta í eigin barm og standa við sín eigin loforð !
    Satt best að segja er hann ekki að gera
    jack-shit annað enn að verma sætið og vera í stjórnarandstöðu !

  • Jón Óskarsson, hvorki framsóknarflokkurinn eða sjálfstæðisflokkurinn munu lifa af næstu kosningar. Þeir munu tapa miklu fylgi, Borgarahreyfingin mun þurrkast út í næstu kosningum. Hvenar sem þær verða.

    Hvorki sjálfstæðisflokkurinn eða framsóknarflokkurinn munu komast aftur í ríkisstjórn svo að vel sé. Þannig að eftir næstu kosningar, þá verður sú ríkisstjórn annaðhvort Samfylkingin eða VG, eða þá nýr hægri flokkur á Íslandi sem mun þá spretta úr klofningi sjálfstæðismanna.

    Það sem ég óttast að Jón Bjarnason vinni skemmdarverk á aðildarsamningi Íslands við ESB, eða einfaldlega tefji málið eins lengi og hann kemst upp með það. Enda er Jón Bjarnason ekki traustur maður að mínu áliti.

  • Telemakkos

    Því miður er næsta víst, að hvaða aðildarsamningur sem gerður verður við ESB á næstu árum, mun verða felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu. þessu valda deilur Íslendinga við viss ESB-lönd og vaxandi einangrunarhyggja og xenófóbía hér á landi.

    Er þá ekki bara ágætt að fara að óskum Jóns Bjarnasonar og fresta aðildarferlinu sem mest má, í þeirri – að mínu mati veiku – von að tíminn vinni með okkur Evrópusinnum?

  • Það var athyglisverð yfirlýsing Sigmundar Davíðs um að ef Icesave yrði felld myndi stjórnarandstaðan verja ríkisstjórnina. Ég efast um að hvorugur flokkurinn B eða D vilji taka við völdum núna. Þurfa svo að fara sneypurför til Hollendinga og Breta og éta ofaní sig allla fyrri orð og reyna semja um skuldir skíthæla.

    Völd eru nefnilega eitraður kaleikur nú um stundir. Mig grunar að það sama eigi um Jón Bjarna – hann vill VG frá völdum til að bjarga flokknum. Því sú stefna sem VG hefur rekið gengur ekki upp í nú í dag – það er betra að vera í afneitun en að éta það ofaní sig. En það er ekki glæsileg samkunda sem kann ekki að valda kónginn sinn.

  • María Kristjánsdóttir

    Voru þetta ekki viðbrögð Jóns við síðasta útspili landstjórans sem segir einn daginn að Icesavesamningarnir komi láninu frá gjaldeyrissjóðnum ekki við, hinn daginn að þeir geri það. Eðlileg viðbrögð við kúgunartilburðum? Hvers vegna ættum við að vilja í eina sæng með þessum kúgurum? Við því hefur Samfylkingin ekki gefið neitt svar.

  • Nýi Dexter

    Svíkja þjóð um mikið fé
    saurga um leið vor helgu vé
    Alþing fólksins viljum fá
    nú sextíu og þrír lízt þér á?

  • Jóhannes Laxdal

    Miðað við úrslit atkvæðagreiðslunnar um aðildarumsóknina þá skipta orð Jóns engu máli. Hann situr þarna en enginn tekur mark á honum.
    Staðreyndin er sú að örlög okkar eru ráðin. Við undirgengumst prógram AGS og það prógram byggir á því að við ábyrgjumst Icesave skuldbindingarnar og göngum í ESB. Þetta veit Jón Bjarnason fullvel og þarf ekkert að blekkja sjálfan sig eða aðra. Hvort stjórnin lafir fer eingöngu eftir því hvort Steingrími tekst að framlengja umboði VG en á því er vafi sýnist mér.
    Óróann í þjóðfélaginu er einfalt að lægja með því að ákæra þessa fjársvikara sem ollu hruninu ásamt með þeim eftirlitsaðilum sem brugðust.
    Við getum ekki beðið eftir niðurstöðu þingnefndarinnar, það kemur ekkert nýtt út úr þeirri rannsókn sem ekki er þegar vitað.

  • Hvað var Samfylkiningin að gera í Haarde stjórninni ?
    Voru allir í strútsleik ?
    Eða voru þetta tómir aulabárðar sem vildu ekkert sjá ?

    Bara nokkra spurningar sem við verðum að fá svör við strax. Annars hleypur flokkurinn mikið.

  • Don Kíkótí Ögmundur og Sansjó Pansa- Jón áhyggjufulli, munu fara ríðandi á VG ofstækinu einu saman og sigra heiminn!

  • Svavar Bjarnason

    Þegar einstakir VG menn eru gerðir að hejum af íhaldsmönnum, eru þeir komnir út á verulega hálan ís!

  • Svavar Bjarnason

    Smá leiðrétting: Átti að vera hetjum!

  • Selurinn Snorri

    Í næstu kosningum fær Samfylkingin hreinan meirihluta á Alþingi og þarf ekki eftir það á öðrum flokkum að halda. Fólk er farið að sjá það núna, að stefna hennar er sú eina rétta. Enda er sósíaldemokratískum stjórnmálaflokkum almenn að vaxa fiskur um hrygg um heimsbyggð alla. Mannúðleg stjórnmálastefna í stað valdstjórnar. Við sjáum nú bara hvernig skoðanakönnunin um afstöðu þjóðarinnar til Evrópusamfélagsins kemur út. Stefna Samfylkingarinnar hefur þar líklega nær 70% fylgi. Þjóðin lætur sem vind um eyru þjóta bullið um fiskimiðin, því almenningur er búinn að átta sig á því að það er skárra að fiskveiðunum sé stjórnað frá Brussell en Tortóla. Enda vill enginn íslendingur vinna í fiski.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og sjö? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur