Mánudagur 16.11.2009 - 08:01 - 14 ummæli

Sé ekki, heyri ekki, segi ekki

Menn þekkja apana þrjá sem einn heldur fyrir eyrun, annar fyrir augun, þriðji fyrir munninn – þeir eru víst japanskir, segir á Vísindavefnum. Speki apanna þriggja felst í því að ef maður lokar skilningarvitunum fyrir hinu illa, þá er það þarmeð ekki til.

Nú heldur íslenskur Sjálfstæðismaður fyrir eyru, munn og augu, og heitir Gísli Marteinn Baldursson:

„Þetta var í höndum fjármálaráðs og aðrir sáu um fjáröflunina í mínu tilviki þannig að ég vissi ekki hvaðan framlögin komu. Mér eins og fleirum þótti eðlilegra að hafa þann háttinn á að skilja á milli okkar frambjóðendanna og fjáröflunarinnar.“

Milljónin frá Baugi hefur nefnilega aldrei verið til.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (14)

  • Sigmundur Guðmundsson stærðfræðingur

    Þessar síðustu fréttir af GMB taglhnýtingi prófessors HHG er það fyndnasta sem ég hef heyrt lengi !!!

  • Petur Henry Petersen

    Tja…. uppruni hennar var ekki til fyrir honum og thvi aetti hann ekki ad lita gerdir og stefnu. En tilhvers eru storfyrirtaeki ad styrkja menn ef ad enginn veit af thvi. Hver er theirra tha theirra akkur … eitthvad ekki passar.

  • Elías Pétursson

    Glerhúsagrjótkast

  • Þarf að taka ALLA stjórnmálamenn og athuga hvernig peningarnir sem þeir notuðu til að koma sér á framfæri eru til komnir.

    Það þyrfti líka að gera þá lágmarkskröfu að fólk sem fer í stjórnmál og sýslar með háar fjárhæðir sé með lágmarksþekkingu á því sviðinu. Geti amk stýrt heimilisbókhaldinu án þess að allt sé þar í rjúkandi rúst.

  • Nafni er með þetta. Sérstaklega þarf að skoða hirslur samfylkingarmanna.

    Svo þurfum við að fá Davíð aftur.

  • Höskuldur

    Hér er ekki hægt að sjá að GMB haldi fyrir munn, heldur þvert á móti. Hann hefði kannski betur gert það…

  • bíddu við, nokkuð er ég vissu um að þeir frambjóð-endur sjalla og samspillingar eða hinnar margrómuðu framsóknar hafi haldið
    fyrir munn nef eða eyru þegar þeir fengu mútur-féð greitt frá
    baugsmafíunni……
    Það er skítalykt af þessum fréttaflutningi.

  • Hilmar Ólafsson

    Alveg hreint magnaður þessi hvimleiði misskilningur hjá Samfylkingunni að „svo-skal-böl-bæta-að-benda-á-eitthvað-annað“ komi í staðinn fyrir vitræna stjórnmálaumræðu.

    OK – Gísli fékk eina milljón frá Baugi, blessaður anginn. Eigum við ekki bara að rifja upp að litla skvettan hún Steinunn Valdís fékk *tvær* milljónir frá Baugi og hlýtur þar af leiðandi að vera helmingi gráðugri | spilltari | óheiðarlegri en Gísli (svo notuð séu nokkur lýsingarorð sem notuð hafa verið um hann í dag) …

    … er það ekki annars?

  • Guðmundur 2. Gunnarsson

    DV er nú einfaldlega að benda á hversu tortryggilegt og aumt það er að þyggja styrki frá Baugi og fyrirtækjum þeim tengdum, sem er auðvitað rétt.

    Sennilega hafa þeir verið full fljótfærir og skjóta helst undan eiganda sínum og Samfylkingunni. Fremstur í flokki Baugsstyrktra þingmanna er formaður Samfylkingarinnar, forsætisráðherrann og hrunráðherrann Jóhanna Sigurðardóttir, Björgvin G. Sigurðsson banka – og viðskiptahrunráðherrann og núverandi formaður þingflokks Samfylkingarinnar. Einnig fengu „styrki“ Samfylkingarþingmennirnir Helgi Hjörvar, Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra, Róbert Marshall og Steinun Valdís Óskarsdóttir.

    Gert eftir minni og hugsanlega eru þeir eitthvað fleiri Samfylkingarþingmennirnir sem hafað notið góðs af Baugsmönnum og svo sannarlega full ástæða til að tortryggja alla þingmenn á „styrkjum“ illa þokkaðra aðila eins og þeir eru.

  • Og er Gísli Marteinn þekktur fyrir að vera taglhnýtingur Baugs veldisins?
    Erum við að sjá ástæðuna fyrir þvi að samfylkingin þorir ekki í Jón Ásgeir..búið að kaupa hana eins og hun leggur sig.
    Annars er það merkilegt með þig Mörður hvað þú ert alltaf naskur að þefa upp skítalykt ef það kemur sér vel fyrir þitt pólitíska lýðskrum.

  • Nefnum ekki snöru í hengds manns húsi

  • Mörður er nú með gott minni, hann ætti að geta upplýst lesendur um hverjir það voru af þingmönnum Samfylkingar sem opinberlega þáðu styrki frá Baugi, og hvað Samfylking hefur þáð í styrki frá Baugi gegnum tíðina?

  • Mörður Árnason

    Margt ágætlega sagt hér, og svo nokkru miður, góðir athugasemdamenn. Mér finnst meginmálið samt vera þetta: Maður sem býður sig fram til trúnaðarstarfa á vegum almennings getur illa afneitað ábyrgð á eigin fjármálum.

  • Sigmundur Guðmundsson stærðfræðingur

    Hjá gjörspilltum Sjálfstæðisflokknum er EKKERT ómögulegt. Ég spái því að þessi skólastrákur verði orðinn fjármálaráðherra innan fárra ára.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og sjö? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur