Mánudagur 23.11.2009 - 08:31 - 10 ummæli

Ný flugstöð!

Nú hafa jafnvel ráðherrar og borgarfulltrúar komið auga á að hin fræga samgöngumiðstöð neðan við Hringbraut er peningasóun à la 2007 – og þá kemur önnur hugmynd næstum alveg eins snjöll: Ný flugstöð á rústum hinnar gömlu!

Fréttablaðið segir í dag að lífeyrissjóðirnir ætli að vera svo vinsamlegir að fjármagna dæmið með peningunum okkar og leigja svo ríkinu í 20–30 ár. Þrjátíu ár væri til 2039. Þá gæti ríkið farið að hagnast á fjárfestingunni ásamt viðbyggingum og ýmissi nýsmíði – svosem í önnur 30 ár. Þá er komið árið 2069.

Samt er ekkert ákveðið um Reykjavíkurflugvöll, og hann hefur eingöngu verið settur á vetur til ársins 2024, og bara að hluta frá 2016. Hrun og kreppa kunna að hafa áhrif á þetta einsog aðrar framkvæmdir – en vel mætti þó ímynda sér að einmitt flutningur flugvallarins eða stórframkvæmdir við samgöngubætur suður í Keflavík væri eftir nokkur ár eitt af hinum opinberu endurreisnarverkum ásamt nýbyggð í Vatnsmýrinni.

Ný flugstöð passar auðvitað ekki við það – og til þess hefur leikurinn verið gerður allan tímann, hvort sem samgönguráðherrann heitir Sturla Böðvarsson eða Kristján Möller, að festa flugvöllinn í sessi sem verða má.

Fulltrúar borgarbúa bregðast skörulega við þessari nýju hugmynd. Fjórir flokkar af fimm hafa lýst fylgi við að flugvöllurinn hverfi úr Vatnsmýri, en Júlíus Vífill Ingvarsson formaður skipulagsnefndar Reykjavíkurborgar segir í Fréttablaðinu  að þetta passi alveg við nýja flugstöð:

„Byggingin yrði létt og megi fjarlægja auðveldlega.“

Hann ætlar líklega að bera hana burt á bakinu.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (10)

  • Sigurður #1

    Kristján Möller, samflokksmaður þinn tekur vel í hugmyndina, en kallar hana áfram samgöngumiðstöð.

    Stjórnmálamönnum, alveg sama úr hvaða flokki þeir koma eru engin takmörk sett þegar kemur að því að bruðla úr sameiginlegum sjóðum okkar.

    Eigum við að ræða helv…..tónlistarhúsið????

    Nei karlinn minn, þinn flokkur er ekkert skárri en aðrir, og ekkert hefur breyst við gjaldþrot þjóðarinnar.

    Ekki neitt!!

  • Jóhannes Laxdal

    Færanlegt einingahús kæmi alveg til greina, er það ekki?

  • Besserwisser

    Einingahús á milljarð?

  • Grímur Atlason

    Mörður, hvar er frumvarpið um landið eitt kjördæmi?

  • Skítlegt eðli

    Flugvöllinn kjurt

  • Jon B G Jonsson

    Ef menn meina eitthvað með að spara þurfi í ríkiskerfinu þá á auðvitað að flytja allt flug til Keflavíkur og byggja hraðlest milli Reykjavíkur og Keflavíkur. Það er framtíðarsýn. Það er einhvern veginn svo sjálfsagt að nota Vatnsmýrina undir byggð að það er mesta furða að borgarfulltrúar skuli ekki taka af skarið og leggja flugvöllinn niður starx. Borginni verður ekki haldið í þessari gíslingu öllu lengur. Er ekki nokkur leið að lyfta stjórnmálaumræðunni á örlítið hærra plan og fara nú að láta skynsemina ráða.

  • Jón H. Eiríksson

    Ruglið og endaleysan heldur áfram í kringum þennan flugvöll.

    Er ekki nóg að KM sé í sínu samgöngupoti í sínu eigin kjördæmi svo hann sé ekki að skipta sér af Vatnsmýrinni?? Sveiattan.

    Burt með flugvöllinn úr Vatnsmýrinni.

    Það sér það hver heilvita maður sem pælir eitthvað í skipulagsmálum Reykjavíkur að flugvöllurinn á þessum stað er þvæla.

  • Gagarýnir

    Er ég einn um þá skoðun að umferð um flugvöllinn sé sáralítil? Ef ekki er þetta sjálfsagt mál.

  • Ef á að spara þá á flugvöllurinn að fara til Keflavíkur.

  • Það hlýtur nú hver heilvita maður að sjá hversu arfavitlaust það er að byggja meira í Vatnsmýrinni. Hvaða heilvita maður sem hefur upplifað hrunið ætlar svo að byrja endurreisnina á að byggja innan borgarmarka Reykjavíkur þar sem dýrustu lóðir landsins eru og í ofanálag að byggja í Vatnsmýrinni af öllum stöðum innan borgarmarkanna þar sem dýrustu lóðirnar í borginni eru. Eru menn algerir? Allsstaðar út um land er bæði hægt að fá mjög ódýrar lóðir og einnig er mikil nauðsyn að létta á farganinu innan borgarinnar. Það er auðvitað ekki heilbrigt hvernig öllu er hrúgað hverju ofan á annað í þessari þá líka Krísuvíkinni.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og fjórum? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur