Mánudagur 30.11.2009 - 20:10 - 10 ummæli

Brandarar á vef Ríkisendurskoðunar

Ríkisendurskoðun hefur birt niðurstöðurnar úr prófkjörsuppgjörunum sem frambjóðendur sendu henni í haust. Allir sem þekkja til sjá að þær eru samsafn af bröndurum.

Það er ekki þeim á Ríkisendurskoðun að kenna, þeir hafa ekki heimildir til annars en að birta reikningana sem þeir fá í bréfunum.

Og samt fannst mér fyndið þegar í mig hringdi Ríkisendurskoðun í tilefni af mínum parti af þessu. Það var alvarleg athugasemd við uppgjörið sem ég bað Jóhannes lögfræðing að setja upp og senda á leiðarenda. Ég hafði víst gleymt að skrifa undir.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (10)

  • Hjörtur Hjartarson

    Auðvitað er þetta brandari. En flokkunum þykir hann harla góður. Nógu góður í kjósendur. Ef til vill kunna þeir engan betri.

  • Bara þrennt sem vekur athygli þarna fyrir utan auðvitað afar lág framlög og mikið eigið framlag svona yfirleitt:

    1. Munur á upphæðum í prófkjörum Sjálfstæðisflokksins og hinna flokkanna.

    2. Fjöldi frambjóðenda Sjálfstæðisflokks sem fær styrki frá BNT ehf. en það er eignarhaldsfélag N1.

    3. Mikil fjárfesting útgerðarfyrirtækja í nokkrum frambjóðendum Sjálfstæðisflokks.

  • Thrainn Kristinsson

    Hvað er svona fyndið?

  • Hver er brandarinn ?

    Er það að einhver vilji yfirhöfuð borga ykkur flokksfíflunum fyrir að fara í framboð ?

  • Þetta var um það bil tilganslausasta færsla ever. Ef þetta var brandari þá virðast fáir hafa skilið hann.

  • Hjörtur Hjartarson

    Mörður. Svo virðist vera sem þú verðir að útskýra brandarann. Viltu ekki vinsamlega gera það?

    Meðan þú hugsar málið, er hér ein örstutt saga. Stjórnmálamaður var í viðtali á útvarpsstöð fyrir látumeinsogekkerthafigerst-kosningarnar síðustu. Sá hafði auglýst ágæti sitt á stöðinni. Að loknu viðtalinu galaði hann yfir til stjóra stöðvarinnar: „Þú sendir svo reikninginn til Bjögga.“

    Sagan er óstaðfest og því ekki hægt að greina frá nafni. Hins vegar varpar hún ljósi á þá staðreynd að stjórnmálamenn kosta ýmsu til í prófkjörum og kosningum sem hvergi kemur fram í þeirra eigin bókhaldi. Með öðrum orðum, íslenskir stjórnmálamenn svindla. Getur það verið?

  • Mörður Árnason

    Besti brandarinn er auðvitað að enginn skuli skilja brandarana — og halda áfram að taka mark á fallegum reikningum sem enginn sannreynir.

  • Thrainn Kristinsson

    Er brandarinn sem sagt að það sé ekkert að marka þessa reikninga frá stjórnmálamönnunum?

    Þarf að fara fram lögreglurannsókn til að fá réttar upplýsingar?

  • Já, Mörður. Þingmenn eru gamansamir. En skv. skattalögum ber þeim einnig að gefa upp öll kúlulán og ekki bara þau, sem eru yfir 100 milljónum. Hvernig væri að þú grennslaðist eftir þeim, þau komu frá öllum bönkunum. Þorvaldur Gylfason krafðist þess að upplýsingar yrðu gefnar um kúlulán undir 100 milljónum til stjórnmálamanna.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og sjö? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur