Föstudagur 18.12.2009 - 20:15 - 12 ummæli

Beðið í Bellasentri

Stjórnmàlamenn tala, leiðtogar gera – stóð à borðanum sem veisluklæddir Greenpeacemenn breiddu út þegar þeir höfðu komist inn í kvöldmatinn hjà Danadrottningu í gær — og hér í Bella Center, Hopenhagen, er enn beðið eftir öðru frà aðalleikurunum en misfögrum flaumi orða. Ekkert hefur frést af Obama síðan fundur hans og kínverska forsætisràðherrans Jiabao hófst um sjöleytið, og vonleysisblær farinn að færast yfir mannfjöldann hér í sölunum – en ràðstefnuninni àtti samkvæmt dagskrà að ljúka klukkan sex.

Obama var flottur í ræðustól eftir hàdegið og sagðist mundu reyna allt til að nà samkomulagi í dag. Gaf þó ekkert eftir efnislega. Öfugt við Lulu frà Brasilíu sem hélt glæsilega ræðu à undan Obama og sagði meðal annars að Brasilíumenn væntu þess engan veginn að fà fé úr lofstlagssjóðinum sem er eitt helsta deiluefnið – heldur væru reiðubúnir að borga í hann! Það er til tíðinda að í blaðamannasalnum var klappað eftir ræðu Lúlús, en sú stétt er annars ekki afar uppnæm fyrir màlrófi stjórnmàlamanna.

Enginn veit enn hvað verður, en meðan leiðtogarnir eru à staðnum lifir vonin um niðurstöðu – og það eru þeir nokkurnveginn allir nema Medvédév sem er farinn heim en mun hafa falið næstu mönnum umboð til að semja ef færi gæfist à.

Til marks um breytingarnar í heimspólitíkinni er auðvitað að sà öxull sem öllu skiptir núna í Kaupmannahöfn liggur milli Kana og Kínverja – sem hér koma fram sem forystumenn þróunarríkjanna. Hópur þeirra heitir à ràðstefnsku $G-77% sem upphófst sem stuttnefni óhàðra ríkja à kaldastríðstímum og rúmar nú 134 ríki alls. Ríki nuumer 135 er svo Kína, og heiti hópsins hér er $G-77 and China%.

Evrópusambandið kemur fram sem einskonar sàttasemjari milli Peking og Washington, en hlutverk og staða Rússa er à hinn bóginn fekar óljóst.

Það fer svo ekki à milli màla að ríkin Indland, Brasilía og Suður-Afríku eru komin í fremstu röð í alþjóðastjórnmàlum, en Íran aðeins fjær sviðsmiðju.

Athygli hér í dag vöktu annars félagarnir Chávez og Morales, suðuramerísku vinstriforingjarnir sem margir evrópskir róttæklingar hafa fest við vonir sínar. Og vonandi eru þeir að gera merkilega hluti í löndum sínum en sà bernski popúlismi sem þeir stunduðu à leiðtogafundinum bendir ekki til þess að þeir séu í mikilli alvöru. Það var samt ekki annað hægt en að brosa þegar Chávez gerði stólpagrín að Obama — fyrir að sitja ekki í sæti sínu einsog aðrir heldur læðast inn um svolitlar hliðardyr í púltið og skjótast svo þangað aftur eftir ræðuna. — Þetta verða líka lokin à valdastefnu gringóanna, sagði Chávez: Hún hverfur út um litlar hliðardyr í mannkynssögunni.

Ha, ha — gaman, gaman. En hvernig var þetta aftur með loftslagsvàna, àgæti herra Hugo Rafael Chávez?

Og enn er beðið í Bellasentri. Eftir foringjum sem gera annað en að tala.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (12)

  • Vinur alþýðunnar

    Og hvar er Jóhanna?

  • Hvað er mörður árnason að vilja upp á dekk þarna í bellasetrinu? Er hann umhverfissinni eða virkjanasinni?

  • Hver borgaði undir þig?

  • Mörður, GET A LIVE.

  • Óþekkur

    Maður á ekki orð til. Það var viðtal við Svandísi í kvöld þar sem hún sagðist vera að bíða eftir því hvað hinir háu herrar, sem sátu á fundi sem hún mátti ekki vera á, kæmu sér saman um. Þegar það væri komið ætlaði hún að skrifa undir. (Flokkast það ekki undir það að vera undirlægja?) Kommon hvað eruð þið að gera þarna. Og Jóhanna sem ekki gat hugsað sér að fara til útlanda útaf „þið vitið hverju“ hún gat farið á þessa samkomu. Þessi stjórn og þingmenn hennar er hryllilegri en nokkurn gat eða getur yfirleitt órað fyrir. Fyrir hvern/hverja eruð þið að vinna?????

  • Óþekkur

    Ef kvenmaður leggst undir hljómsveit sem spilar uppáhaldslögin hennar á balli, er hún kölluð hóra, af því að ekki allir kvenmenn á ballinu eru til í það sama. Ef ráðherra í ríkisstjórn Íslands samþykkir fyrir hönd þjóðarinnar eitthvað sem minnihluti þjóðarinnar er sammála, en meirihlutinn á móti, hvað myndi það nefnast????

  • Jón Erlingur Jónsson

    Mörður, takk fyrir góða pistla frá Hopenhagen.

  • fridrik indriðason

    ég skil ekki þennan mikla áhuga á COP. öllum mátti vera ljóst að þessi ráðstefna var andvana fædd. einhverjir vonuðu þó að hægt væri að blása lífi í líkið á síðustu metrunum. en nú er jafnvel lökke búinn að gefast upp. er farinn heim að sofa og hefur falið einhverjum undirmanni að loka sjoppunni. á borðið er komið eitthvað plagg, opið í alla enda og án nokkurs raunverulegs innihalds. allir sem hafa geð til geta skrifað nafn þjóðar sinnar á það.
    res ipsa logitur

  • Versta samkomulag sögunnar segir fulltrúi Súdan!

  • Nú getur þú pakkað niður fiðlunni og komið þér heim. Þessi ráðstefna var því miður flopp.

  • Mörður Árnason

    Takk fyrir athugasemdirnar. Þær lýsa einlægum áhuga og skilningi á loftslagsvánni og afleiðingum sem breytingarnar geta haft fyir mannkyn og náttúru — líka á litla sæta Íslandi.

    Emil til fróðleiks: Sá sem borgar undir mig heitir Mörður Árnason, en íslensk stjórnvöld eru svo elskuleg að leyfa þingmönnum og fulltrúum umhverfissamtaka að vera formlega með í opinberu sendinefndinni (ég er varaþingmaður og formaður umhverfissamtakanna Græna netsins). Það skipti miklu máli núna af því það var þjösnast fram og aftur á ,,NGO“-fulltrúunum í Bella Center.

    Þá er það frá — en síðasti Hafnarpistillinn á leiðinni, góðir félagar!

  • Ja Obama var flottur, en thad er bara ekki nog ad vera flottur i rædum. Hann kann thad ødrum betur. Lula summeradi thetta fannst mer ødrum betur upp. Thvi midur vard hans sjonarmid undir.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og sex? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur