Ríkissaksóknari dundar sér við að elta uppi þátttakendur í búsáhaldabyltingunni og ætlar nú að setja níu mótmælendur í steininn í heilt ár.
Þetta er sami ríkissaksóknarinn og Eva Joly ráðlagði okkur að láta fara – sem ekki var hægt. Þá kvartaði hann einmitt yfir gríðarlegu álagi við saksókn í venjulegum málum og sá ofsjónum yfir liðsafla og fjárveitingum hins sérstaka saksóknara í hrunmálunum – sem ríkissaksóknarinn var vanhæfur að rannsaka.
Nú skulu ekki afsakaðar hér allar gerðir mótmælenda eða dregin fjöður yfir meiðsl og tjón lögreglumanna. Víða hefði þó komið til greina að veita sakaruppgjöf fyrir brot framin í búsáhaldabyltingunni, nema þá þau sem beinlínis flokkast undir glæpaverk. Einkum meðan enn eru ódæmdir allir helstu hrunverjar úr hópi kaupsýslu-, embættis- og stjórnmálamanna.
Ákærur ríkissaksóknara á hendur mótmælendunum níu líta hinsvegar út einsog ríkissaksóknarinn sé loksins að ná sér niður á pakkinu – fyrir hönd hinnar eilífu íslensku yfirstéttar.
Mér finnst líkara hefnd gegn stjórnvöldum fyrir að hafa sett sig til hliðar.
Reiðin mun beinast að þeim.
Það verður sennilega múgur og margmenni fyrir utan dómshúsið þegar þessi fyrstu rétarhöld vegna hrunsins fara fram. Varla verður friður með mönnum – utandyra. Ég held að óheppilegra mál hafi ekki verið hægt að taka fyrir ,svona í fyrstu atrennu. En þetta er réttlætið á Íslandi í hnotskurn.
Síðan er spurning um hvort þetta séu skilaboð til „dómstóla götunnar“ ekki veit eg það
Það er líkt og verið sé að gefa þjóðinni fingurinn. Eða er hann að sanna sig fyrir Evu og er að segja; Sjáðu hvað ég er duglegur!
Hmmm, var við öðru að búast? Held ekki.
Kveðja að norðan.
EF dómarinn vísar ekki málinu frá STRAX þá vei honum
Sussu suss, eruð þið ekki að fylgjast með? Þessir mótmælendur tengjast fjármálafyrirtækjunum ekkert, í steininn með þá!
Það verður að gefa skrílnum skilaboð áður en skýrslan verður birt..
Ertu ekki líka að gleyma því grafalvarlega máli að ríkislögreglustjóri náinn samvinnumaður ríkissaksóknara – hefur aldrei borist kæra í hendur sem Landsbankinn sendi honum vegna beiðni Jóns Geralds Sullenberger um að Landsbanki þvæði peninga fyrir einhverja baróna ?
Hvað veistu um að það sé ekki einmitt að vera ákæra fyrir „glæpaverk“? Það er nú yfirleitt þannig í okkar réttarkerfi, eða helduru að það sé verið að kæra þá fyrir að mótmæla? Nei, látum hyskið sem kastar gangstéttarhellu á lögregluna sleppa við ákæru – þetta var gert í „hita leiksins“.
Nei, auðvitað ert þú ekki að verja ofbeldið og líkamsmeiðingarnar.
En samt segir þú þetta „hefndarkærur“.
Hvernig geta þetta verið hefndarkærur ef ofbeldið og líkamsmeiðingarnar eru ekki réttlætanlegar?
Eða telur þú ef til vill ofbeldið réttlætanlegt en treystir þér ekki til að lýsa yfir stuðningi við þá sem fyrir því stóðu?
Annaðhvort er það.
Þessi málflutningur kemur úr kunnuglegri átt og vekur því enga furðu.
En þú ættir að hafa í huga Mörður að menn slösuðust í þessum átökum og einhverjir lögreglumenn hlutu í þeim varanlega örorku.
Varanlega örorku.
Auðvitað á að taka á öllum málum á sömu forsemdum, að réttlætinu sé fullnægt.
Og hvers vegna á að láta suma aðila komast upp með að brjóta lög?
Var ekki einmitt slíkt stór ástæða búsáhaldarbyltingunnar?
Þvílíkt eindæmis bull er þetta í þér Mörður….
Þetta er brot á lögum og á að dæmast sem slíkt, ég bara skil ekki að menntaður maður eins og þú talir með slíkum hætti. Bara sækja að þessu fólki með fullum þunga og dæma það hart.
En ég veit alveg hvert þú ert að fara þú villt bara verja þitt fólk og það kemur jú ekkert á óvart, rétt eins og þið eruð að setja allt pakkið í landsbankanum inní ráðuneytin, ráða fólk ólöglega, og hylma yfir allt sukkið…
@Örn & @Karl: Það er smá misskilningur í gangi hérna. 100 grein hegningarlaga byrjar svona:
„Hver, sem ræðst á Alþingi, svo að því eða sjálfræði þess er hætta búin, lætur boð út ganga, sem að því lýtur, eða hlýðir slíku boði, skal sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár, og getur refsingin orðið ævilangt fangelsi, ef sakir eru mjög miklar.
Sömu hegningu skal hver sá sæta, sem á sama hátt misbrýtur við [forsetann]1) eða þann, sem [forsetavald]1) hefur á hendi, ráðuneytin, landsdóminn eða hæstarétt.“
Líkamsárás er glæpur, – og ber að meðhöndla sem slíkt.
Það er hægt að ákæra þá fyrir líkamsárás sem slösuðu lögreglumenn og þingverði. En hér er verið að beita 100. grein hegningarlaganna. Það voru mjög margir sem gerðu aðsúg að alþingi í búsáhaldabyltingunni. Á að senda þá alla í fangelsi?
Mér sýnist að reiðin snúist ekki að því að kært sé fyrir ofbeldi, heldur vegna þess að verið er að beita 100. greininni.
Bíddu, eigum við að veita fólki sakaruppgjöf sem að réðst á fólk sem að var að vinna vinnuna sína og slasaði það? Er þetta í alvöru þín skoðun Mörður? Semsagt afþví að einhverjir brutu lög (eða voru bara rosalega lélegir business menn) þá má slasa lögreglumenn og þingverði ? Ég veit bara ekki alveg hvað mér á að finnast um þetta.
Og svo að ég bæti aðeins við þetta að þá hefur Samfylkingunni ekki verið svo vel við hana Evu Joly hingað til…
100. greinin talar líka um „sjálfræði þess“ (þ.e. Alþingis). Á þá ekki að kæra nokkrar síðustu ríkistjórnir eins og þær leggja sig? Þær hafa ekki beint virt sjálfræði þess heldur notað það sem stimpilstofnun.
Jú klárlega og þá ætti að byrja á því að kæra núverandi ríkisstjórn…
Kærar þakkir HALLDÓR.
Ábending þín er réttmæt og vel þegin.
Á hinn bóginn þykir mér ógeðfellt ef ekki beinlínis óhugnanlegt að stjórnmálamaður í lýðræðisríki leitist við að bera blak af ofbeldismönnum.
Þetta segir sitt um þá tíma sem við nú lifum.
Afar óhugnanlegt ástand.
Sakaruppgjöf fyrir brot framin í búsáhaldabyltingunni ???????’
Á hvaða forsendum eiginlega ?? Það er frábært fordæmi eða hitt þó heldur.
Hvaða fordæmi er svona yfirleytt verið að gefa fólki Loki ?
Hvað með kærur á hendur spilltra stjórnmálamanna, úrásarglæpamanna, og vanhæfra embættismanna ?
Væri ekki alveg gráupplagt og sjálfsagt að setja fram kærur á hendur hverjum og einum ráðherra og alþingismanni í fyrri ríkisstjórn sem gættu ekki hagsmuna okkar eins og þeir þó höfðu lofað hátíðlega að gera þegar þeir voru kosnir ???
Þarf að þinlýsa kosningarloforðum í frammtíð ?( í ljósi sögunar) þar sem mutur hafa dugað best síðustu áratugina , og almenningur á ekki mútu fé/né vilja, til handa vanþróuðu/þroskuðu stjórnsýslu fólki/sálum
Grein höfundar lýsir ekki mikilli þekkingu á lögfræði. Það hlýtur alls staðar í heiminum að vera mjög alvarlegur glæpur að fara með ofbeldi gegn réttkjörinni löggjafarsamkundu. Þeir sem mæla ofbeldislýðnum bót eru að grafa undan lýðræðinu í landinu. Rétt væri að draga forsprakkana óeirðanna fyrir dóm. Ég hygg að það kæmi fáum á óvart að sjá þar ýmis kunn andlit öfgasinnaðra vinstrimanna, sem nú sitja jafnvel í þægilegum embættum
Hvenær eru lögbrot réttlætanlegt?
Mörður, finnst þér að það eigi að dæma þá sem mála hús og bíla útrásarvíkinganna rauð eða væri það yfirstéttin að níðast á pakkinu?
Auðvitað má líta á málin eins og þú gerir Mörður. Ég held að það dyljist fáum að helstu stofnanir samfélagsins sátu undir árásum og það er ekki til eftirbreytni að láta slíkt óátalið. Menn geta skilið að reiði kraumaði undir í samfélaginu og mörgum fannst að sér vegið en það réttlætir ekki skemmdarverk og árásir á helstu stofnanir okkar. Menn eru náttúrulega saklausir þar til annað hefur komið fram. Með lögum skal land byggja en ólögum eyða.
Guðmundur
Ég taldi Samfylkinguna til lýðræðisflokkana á Íslandi, en eftir að hafa lesið þennan pistil fer ég að efast.
Ráð Herra , er kanski, of stórt orð fyrir vanþróaðar/vanþroska, gráðugar, hræddar, kjarklausar sálir , stígur þeim um of til hofuðs (í ljósi sögunar ) kanski betra að tengja þessar framapota sálir við verkefnið er þær bjóðast til og taka ábyrgarlaust á Islandi , svo sem samgöngumála þjónn , utanríkis þjónn , dómsmála þjónn, samgöngumála þjónn , fjármála þjónn , svo dæmi séu tekin og kanski dæmi , sveitarþjónustumaður/kona , ( í ljósi sögunar 5000 ár og framm þroska manneskjunar í stjórnsýslu )
Búsáhaldabyltingin var nauðsynlegur öryggisventill. Þetta var í raun sakleysisleg „bylting“ ef byltingu skyldi kalla og skemmdir og líkamsmeiðingar í algjöru lágmarki miðað við tilefnið.
Ef reiðinni hefði ekki verið sleppt út við þetta tækifæri, þá hefði bara soðið upp úr af enn meiri heift síðar meir – með miklu alvarlegri afleiðingum.
Það er því beinlínis fáránlegt að taka nokkra einstaklinga út úr „byltingarhópnum“ til að kæra þá fyrir að kasta steini lengra en einhverjir aðrir. Ríkissaksóknari sér ekki samhengi hlutanna og þess vegna er hann að eltast við fólk sem í raun bjargaði þessu þjóðfélagi frá enn meiri átökum.
En það var svosem ekki við miklu viti að búast frá þessum ríkissaksóknara, sem hefur ekki gert annað en eltast við smákrimma alla sína embættismannatíð, á meðan hann sat fínu veislunar með alvöru glæpamönnunum á kvöldin. Gott ef sumt af þessum veislum voru ekki fjölskylduboð.
Þessar ábendingar Marðar eiga fullkomlega rétt á sér og það er síður en svo að hann sé að bera blak af „afbrotamönnum.“ En þeir sem geta ekki séð samhengi hlutanna horfa auðvitað bara á lagabókstafinn – eins og hinn afar þröngsýni ríkissaksóknari gerir. Hvers vegna í ósköpunum hefur þessi maður ekki haft vit á að segja af sér embætti áður en hann hljóp út í þetta forað?
Sammála þér Mörður, við hina vil ég segja í þjóðfélaginu voru uppi sérstakar aðstæður sem líkja má við byltingu. Þorri þingsins hafði verið keyptur með mútum og hér var því ekki starfandi Alþingi í skilningi laga heldur hafði þjófagengi komið sér fyrir við landsstjórnina og hafði ekki í heiðri lýðræðislegt hlutverk Alþingis. Þjófagengið neitaði að aðhafast nokkuð og var í rauninni ekki með umboð fyrir sakir geðveiki. Einhver og einhverjir urðu að grípa í taumana líkt og gerist með geðveikt fólk þegar ættingjar þurfa að fá það svipt forræði. Má því segja að mótmælendur hafi reynt að bjarga heilsu Alþingis og heiðri.
Sammála Halldóri Á ….
Það eruð nokkrir hérna að ofan sem ættuð að LESA pistilinn aftur áður en þið commentið hér!
Ég tók persónulega þátt í búsáhaldabyltingunni og var á engan veginn allt sem ég gerði þar í takt við lög og reglur. Það gerði ég meðvitað og var tilbúinn að taka afleiðingunum af því að verða tekinn, þ.e. að verða handtekinn eða barinn í spað af lögreglu. Við fórum í byltingarham af því að við töldum að landið væri ekki fært um lífsnauðsynlegar breytingar innan ramma laganna og ekkert af því sem ég hef upplifað síðan breytir þeirri upplifan minni.
Ekki bíst ég við að réttlæti fyrir húsnæðisskuldara náist innan ramma laganna og ekki bíst ég við að uppgjörið við útrásarvíkingana náist innan þeirra heldur. Þegar lögin eru skrifuð af glæpamönnum fyrir glæpamenn verður ekkert réttlæti innan ramma þeirra og þá verða hinir réttsýnu að velja að sætta sig við óréttlætið eða stíga upp fyrir ramma laganna.
Náðar hr. Ólafur Ragnar Grímsson ekki skrílinn, ef það kann að vera til vinsælda fallið?
Í lýðræðisríkinu Íslandi þykir við hæfi að dæma menn í fangelsi sem mótmæltu vanhæfum stjórnvöldum sem urðu síðan að víkja vegna þess að þau voru svo gersamlega spillt og algerlega vanhæf.
Í dag þykir það ekki við hæfi að handtaka þá glæpamenn sem arðrændu heila þjóð sem situr í sárum. Þeir valsa enn um, hafa það bara ansi gott undir verndarvæng, enn og aftur, nýrra spilltra og vanhæfra stjórnvalda.
Neyðarstjórn óskast og aðstoð erlendra óháðra sérfræðinga strax takk fyrir-!
Heyrðu Mörður !
Hvernig datt þér í hug eina mínútu að þessi skríll fengi að ganga um
óáreyttur og særa fólk í stórum stíl ? Á það fólk engan rétt á að bera hönd yfir höfuð sér og sækja til saka þá sem hafa unnið því líkamlegt tjón. Auðvitað gilda landslög um þetta fólk eins og annað fólk. Á ég að heimsækja þig á morgun, brjóta á þér fingur og ganga svo frjáls út frá þér ? Nei, auðvitað vilt þú það ekki.
Annars var það þér líkt, slíkur maður sem þú ert, að viðra svona skoðun. Skoðun sem gengur gegn velsæmi nær allra hugsandi manna.
Ég vona að þú farir að taka pillurnar þínar reglulega.
Það verður „riot“ þegar þetta fólk verður dæmt verði ekki búið að dæma hrunvalda áður.
Bið svo pistlahöfund að skrifa og upplýsa okkur hvers vegna sambandsleysið var svona algert milli Ingibjargar Sólrúnu og viðskiptaráðherra Björgvins G. Sigurðssonar.
Sniðugt hjá Valtý vanhæfa að minnast 1árs afmæli hrunsins með því að skella einhverju svona rugli á þjóðina frekar en að rannsaka glæpi flokksfélaga sína sem gáfu bankana og spreðuðu öllu fé seðlabankans. osfv…
Sorglegt samt að sjá hversu lítið er búið að breytast síðan eftir 20jan.2009.
Spillinguna burt og frjálst Ísland.
Valtýr núverandi ríkissaksóknari sá um frumrannsókn Geirfinnsmálsins alræmda. Það var lélegt klúður er breyttist í slæman skáldskap sem leiddi til mesta réttarfarshneykslis síðari tíma. Vanhelga alþingi, virðing alþingis? Hahha, þarf ekki að segja meira.
Sömleiðis er smekklegt að ríkissaksóknari og saksóknari lögreglunnar gangi í eina sæng saman. Hvar annarstaðar væri slíkt leyft? Einhverstaðar væri þetta dæmi um vanhæfi.
@Davíð
Hvaða rakalausa bull er þetta um að Samfylkingunni hafi ekki verið svo vel við Evu Joly?
Samfylkingin sem forystuflokkur í ríkisstjórn stóð að ráðningu hennar sem sérstaks ráðgjafa við rannsókn hrunsins og stóreflingu embættis sérstaks saksóknara.
Einkaskoðanir stjórnmálamannsins Evu Joly sem þingmanns græningja á Evrópuþinginu á öðrum málum þurfa ekkert að fara saman við skoðanir íslenskra stjórnmálamanna og fráleitt að það grafi á nokkurn hátt undan trausti á henni sem rannsakanda fjársvikamála þótt einhverjir hafi aðrar skoðanir.
Allir eru jafnir fyrir lögunum. Fyrst það voru ráðnir sérstakir saksóknarar til að eltast við fólk sem gæti hafa brotið af sér þegar það var í skítnum upp fyrir haus að reyna að bjarga íslensku efnahagslífi frá hruni þá á að sjálfsögðu að ákæra fólk sem réðist á lögreglu, framdi skemmdaverk og ýmislegt fleira.
Það sem er reyndar lygilegt er að Geir Haard, Ingibjörg Sólrún og Össur Skarphéðinsson gangi enn laus. Þau bera ábyrgð gagnvart okkur kjósendum og ætti að fangelsa í 10+ ár fyrir vítavert gáleysi gagnvart íslensku þjóðinni.
gremjan, reiðin og vanmátturinn í þessum stórskuldugun smásálunum sem sátu heima og horfðu á búsáhaldabyltinguna í sjónvarpi er mikil.
Þessi hópur hefur mestan áhuga á að snærisþjófarnir sleppi ekki…
Það er skítstormur í uppsiglingu, dagur La Guillotine.
Mig grunar að embætismenn sem eru gagnslausir gagnvart ræningjum en friða samviskuna á „snærisþjófum“ eigi eftir að finna til tevatnins. Þeir munu líka eiga það skilið.
Ég veit ekki alveg hvað mér á að finnast um þessi skrif Marðar.
Aftur á móti verð ég alveg ferlega pirruð á svona athugasemdum eins og frá Thrainn Kristinsson. Sumir þátttakendur í búsáhaldabyltingunni eru farnir að líta aðeins of stórt á sig og iða í skinninu eftir meira „fjöri“.
Segi nú bara: takk fyrir ekkert.
Í ljósi þess réttar okkar að mótmæla friðsamlega eins og við höfum gert hingað til með einhverjum undantekningum þó finnst mér varhugarvert að ætla að hengja bakara fyrir smið. Ég er sammála því sem hér að framan greinir að á meðan hinir raunverulegau glæpamenn ganga lausir sé ekki vogandi að troða þeim í steininn sem misstu sig í hita mótmælanna. Í ljósi þess hvað margir eiga nú um sárt að binda eins og staðan er í dag og misstu algjörlega stjórn á sér, þykir mér við hæfi að dæma þessa einstaklinga í ljósi stundarbrjálæðis.
Með lögum skal land byggja en ólögum eyða. Fallegt ekki satt, en hverjir semja lögin???? Mér verður óglatt þegar ég hugsa um valdið sem þessir vanhæfu einstaklingar hafa tekið sér í nafni lýðræðislegra kosninga. LÖGGJAFARVALD hvorki meira né minna. Fyrir hvern semja þeir svo lögin OKKUR eða SIG ??? Hingað til hef ég verið eins blind á þetta lið eins og flestir aðrir, glaðst yfir því að geta notað atkvæðisrétt minn á fjögurra ára fresti,.þ.e.a.s í normal árferði, hef meira að segja valið Samfylkinguna og bundist henni tryggðarböndum, guð minn góður það veldur mér martröðum í dag, að horfa upp á hrokann og einstrengingsháttinn í sitjandi stjórnvöldum sem telja sig yfir það hafin að þurfa að taka mark á því sem sérfræðingar í alþjóðamálum hafa fram að færa um skuldbindingarlega stöðu okkar gagnvart Icesave, Hroka sem segir ,,einu sinni héldum við að þetta væri rétt hjá okkur svo við stöndum á því sama hv………andsk. gengur á og skítt með það þótt smáborgararnir borgi brúsann. Gleymum ekki að mótmælin snerust um og snúast enn um Icesave og þá gjörninga stjórnvalda að ætla að þvinga okkur til að greiða það sem við höfum aldrei skuldað og það sem verra er þurfum ekki að borga.
Því miður er samfélag okkar enn ofurselt gömlum draugum samfélagsins sem enn reyna að þurrausa frekar samfélagið sér til framdráttar.
Þeir hinir sömu hafa „lög og rétt“ samfélagsins í hendi sinni.
Hefur einhver verið sakfelldur af þeim sem augljóslega hafa komið okkar samfélagi á hnén? Nei því miður – eini dómurinn sem fallið hefur er á tveim börnum sem fóru að skipunum yfirboðara og fengu fangelsisvist fyrir.
RanglætI ekki réttlætI!
Að lesa yfir þessa endalausu þvælu frá örugglega einvörðungu mótmælendum sem gerðu sér það að leik sínum að kasta múrsteinum í lögreglu, raska friði Alþingis og brjóta niður málsstað þeirra sem virkilega voru að mótmæla því sem var i gangi verður að teljast mjög vafasamt.
Mótmæli eru eitt.
Ríkissaksóknari er ekki að ákæra fyrir mótmæli. Á ég að endurtaka það? Ríkissaksóknari er ekki að ákæra fyrir mótmæli. Einu sinni enn?
Ríkissaksóknari er ekki að ákæra fyrir mótmæli.
Skilduð þið þetta?
Hvað er Ríkissaksóknari að gera? Jú, hann er að ákæra, að lokinni rannsókn, fólk sem braut gegn landslögum.
Það er þröngsýni og forheimska að vísa alltaf í það að það sé einhver helvítis yfirstétt að sleppa. Alveg ótrúlega vitlaust.
Að hlusta á málflutninginn ykkar sem hér tjáið ykkur minnir mig á enn meiri sandkassaleik en þessi mótmæli voru komin út í á sínum tíma.
Það er eitt að mótmæla. Það er annað að ráðast á fólk sem sinnir sinni vinnu – í þágu ykkar.
Það verður þá að kæra alla sem réðust gegn alþingi.
Ekki taka bara einhverja útvalda.
Jafnt skal þá ganga yfir alla.
ég er einn af ákærðu og ekki lamdi eg einn eða neinn, við félagarnir vörðum meira að segja lögrugluna fyrir grjotkasti i oeirðunum, það urðu pústrar þarna inni enda fjöldi fólks á litlu svæði, að halda því fram að við séum ofbeldisfull er hreinasta firra og rogburður, við lendum i sjalfheldu inni og lögreglan lofar að eginn verði handtekinn ef við göngum rolega út, en ekki stoðu þeir við það heldur köstuðu sér a´4 öftustu með ofbeldi og ruddaskap, við mættum líka otrulegri fyrirlitningu af höndum þingvarða og lögreglu, höfum horft uppá lögreglu misþyrma fólki meðan fréttamenn sneru sér undan…og svo eigna sér einhverjir bleyjumótmælendur heiðurinn af „búsáhaldabyltingunni“, við erum þau sem má fórna enda eigum við ekkert og erum ekki tengd stjornmálum..semsagt fornarkostnaðurinn svo allir geti nu farið heim að sofa öryggir í réttarrikinu…..hehe alger steypa og aumingjaskapurinn og sérhlifnin við auðmenn og hundana þeirra er mesta skömm sem við sem þjóð látum líðast meðan okkur blæðir út, við beittum ekki ofbeldi en maður hugsar sig tvisvar um að verja lögregluna nokkurn tíma aftur!!!!