Þriðjudagur 09.02.2010 - 21:33 - 37 ummæli

Svavar, aðstoðarmaðurinn og Samfylkingin

Svavar Gestsson er sennilega sá Íslendingur sem hefur setið undir hvað lágkúrulegustum skömmum og söguburði síðan um mitt ár í fyrra. Þessvegna var fróðlegt að hlusta á hann rekja gang Icesave-viðræðnanna frá sínum sjónarhóli í síðdegisútvarpinu á Rás tvö í dag (hér, um miðbik þáttarins).

Svavar leggur áherslu á að Icesave-samningur II hafi verið pólitískur samningur – einmitt ekki einfaldur lánasamningur – þar sem beitt var pólitískum rökum, þar á meðal þeim sem rakin eru í frægum Brussel-viðmiðum. Þar skiptu miklu viðræður Össurar Skarphéðinssonar og Davids Millibands á ögurstundu í samningaferlinu. Af þessum sökum hafi náðst verulegur árangur, í greiðslufresti og kjörum, þótt lengi þvældist fyrir samningur Baldurs Guðlaugssonar í umboði ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar.

Kristrún Heimisdóttir hefur opinberlega sett fram þá söguskýringu að Svavar og Steingrímur hafi glutrað niður nánast unninni stöðu í Icesave vegna einskærrar andúðar á Evrópusambandinu.

Forystumenn Samfylkingarinnar hafa ekki haft geð í sér til að fjalla um þá kenningu eða skýra meinta stefnubreytingu flokksins í málinu frá hausti 2008 til vors 2009. En auðvitað er athyglisvert fyrir félaga í þeim flokki að heyra Svavar Gestsson svara ásökunum aðstoðarmannsins fyrrverandi.

Kannski er kominn tími til að við í Samfylkingunni söfnum kjarki og byrjum að rannsaka upp á eigin spýtur þátt flokksins í hrunmálunum í staðinn fyrir að bíða skjálfandi eftir skýrslunni frá rannsóknarnefnd alþingis?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (37)

  • Andrés Ingi

    Auðvitað er Svavar þinn maður, gamall Félagi úr fyrra lífi.

  • Petur Henry Petersen

    Gæti ekki verið meira sammála, þögnin um ábyrgð flokksins er orðinn þrúgandi. Kannski er það orðið of seint núna og hefði átt að vera búið að gerast frekar en að láta rannsóknarnefndina sjá um það. Flokkakerfið er einn af þeim stoðum sem molnaði (ormétin?) en Sjálfstæðisflokkurinn horfðist þó í augu við það þangað til að Davíð sté á stokk 🙂

  • Ásgeir Gunnarsson

    Mikið rétt mikið rétt þið eruð kjarklausar sálir, og veikar ,verkin tala , er hægt að safna kjarki , hvernig má efla ykkur og hjálpa til manneskjulegradáða fyrir fólkið í landinu ? en þið verðið að vita hverja þið ætlið að vinna fyrir koma því á hreintt í huga ykkar og hver þið eruð ? Hvernig er með Möllerin er hann kjörkuð ósérhlífin heiðarleg manneskjuleg sál ? havr erum við stödd hvað er til ráða ? þarf að þinglýsa í tímaröð kosningaloforðum/stfnuskrá flokkana ? eða má þetta bara vera aðhaldslaust og í góssen fyrir c/o TortÓlu banka skríl (sos ) Hverjum langar ekki að bera smá virðingu fyrir stjórnarfari lanssíns og maneskjunum er þar eru ?

  • Magnús Björgvinsson

    Fannst athyglisverðast í þessu viðtali við Svavar þegar hann benti á að Kristrún og Ingibjörg hefðu svarað Bretum og tillögu frá þeim í desember 2008 og í því svari var ekkert minnst á Brusselviðmiðin.
    Finnst eins og fleirum alveg með ólíkinduim sú aðför sem gerð hefur verið að Svavari. Fólk eins og Kristrún verða líka að taka til sín að Svavar tók við í febrúar þegar hér var allt í frosti varðandi öll mál okkar. Þrátt fyrir það voru Stjórnvöld og þar á meðal Kristrún búin að hafa 4 eða 5 mánuði til að leysa þetta mál. Og eins voru þessi sömu stjórnvöld búin að leggja drög að samninguim sem voru enn verri en þeir sem gerðir voru í maí 2009.
    Þá gleyma menn að Svavar skrifaði ekki undir eitt né neitt fyrr en ríkisstjórnin var búin að samþykkja það.

    Finnst þetta fremur ódýr eftir á skýring hjá Kristrúnu. Þó vissulega sé margt í hennar greiningu sem á fyllilega rétt á sér.

    Vonandi nást betri samningar en ég held að menn ættu bíða með að dæma menn fyrr en eftir að öll sagan verður sögð.

  • Heiða B

    Ég held að ljóst sé að það var engin stefnubreyting í þessu máli hjá samfylkingunni, en mer finnst sjálfsagt að við í samfylkingunni skoðum okkar þátt í hrunamálum þar er örugglega eitthvað sem við getum girt fyrir að gerist aftur.

    Hvað Kristrúnu gengur til með sínum skrifum er erfitt að spekúlera um en hún er einfaldlega ekki að fara með rétt mál og ekki nikið um það að segja. Fréttatilkynning frá ríkisstjórn samfylkingar og sjálfstæðisflokks þar sem þakkað er fyrir lánið frá Hollendingum sannar það sem dæmi. .. ég held persónulega að hún sé að reyna að slá sjálfri sér upp á þessu með að fegra sína aðkomu og þykjast hafa getað gert betur. .. hún trúir því sennilega sjálf

  • Ingibjörg Stefánsdóttir

    Rétt hjá þér Mörður – það vantar mikið upp á að þessi tími hafi verið gerður almennilega upp hjá okkur í Samfylkingunni.

  • Enn og aftur;- snýst afstaða þín og einstakra forystumann meira um „fólk“ eða afstöðu til tengsla einstaklinga innbyrðis – heldur en til árangurs og niðurstöðu“
    Viðurkenni að ég hef ekki verið á hinum mikilvægu fundum Össurar með ráðherrum UK – – – en það er mér minnisstætt að það var sagt frá því í fjölmiðlum að Össur setti með skæting að Gordon Brown á ráðherrafundi NATO . . . . . sem líklega hefur þá verið innlegg í góða samningsniðurstöðu fyrir ísland.
    Botna satt að segja ekkert í því hvert jafnaðarmenn eru að fara, en mér sýnist við ekki vera samtaka á neinni gæfuleið . . . .

  • Heyr heyr. Núna þarf „leyniræðu“ og það áður en skýrslan verður birt.

  • Sigurður

    Hlustaði á Svavar á rás 2.
    Get ekki annað en tekið undir það að það verður að skoða málið í heild sinni. Áður en Svavar tók við málinu hafði ýmislegt gerst.
    Höfum það í huga, og það er hálf undarlegt af Kristrúnu og Ingibjörgu að vera að reyna að hvítþvo sig.

  • Haukur Kristinsson

    Það hefði öllum strax átt að vera ljóst, að þetta var kjánalegt „egotrip“ hjá Kristrúnu. Hún er sjálfumglöð kelling, sem á ekki heima á Nýja Íslandi. Gleymum henni sem og Ingibjörgu Sólrúnu.

  • Ómar Kristjánsson

    Góður pistill.

    Tek undir hvert orð.

    Umræðan um þetta mál er með ólíkindum.

    Finnst reynar að viðtalið á ruv hefði mátt vera lengra og skipulegra.

  • jón jóns

    Nú er all langt liðið síðan umsóknin um esb var lögð inn, af hverju er ekki allt komið í lag eins og samspillingin malaði svo mikið um fyrir kosningar ?
    Er evran kannski farin til money heaven?

  • Löngu komin tími á að SF geri hreint fyrir súnum dyrum. Vonbrigði aldanna hvernig SF hefur komið fram við þjóðina.
    Kveðja að norðan.

  • Það er alveg sama hver flokkurinn er þið eruð öll saman helvítis egóista skítapakk

  • Thrainn Kristinsson

    Kristrún er enn eitt dæmið um að þeir sem bera ábyrgð á hruninu og klúðrinu í kjölfarið kunna ekki að skammast sín. Allt er greinilega leyfilegt þegar kemur að þvi að fegra eiginn þátt í hruninu.

    En sem betur fer er mulningsvélin Indriði í Fréttablaðinu í dag búinn að sjá til þess með rökum, að það er á hreinu að Kristrún er ekki trúverðug heimild um yfirstandandi erfiðleika Íslensku þjóðarinnar.

    Reyndar verður maður eftir að hafa lesið grein Indriða sjálfur að draga ályktun um hvort Kristrún sé að hagræða sannleikanum eða hvort hún sé bara bjáni sem ekkert viti og skilji.

  • Magnús Jónsson

    Það ætti helst að leggja Samfylginguna niður, ásamt hinum fjórflokkunum.
    Það er löngu ljóst að stjórnmál snúast um launasposlur og ættartengsl.
    Best er að fá útlendinga til að reka þetta. Þetta veit Mörður vel

  • að sjálfsögðu, þið ætlið sjálf að rannsaka eigin misgjörðir. Þarna er samfylkingu rétt lýst.

    Af hverju eruð þið skjálfandi á beinunum bíðandi eftir skýrslu Alþingis? Hafið þið eitthvað að fela sem þið vitið um en hafið ekki sagt frá? Þetta hljómar nú þannig hjá þér kúturinn. Þetta er eins og einhver hafi talað af sér í þessu máli.

    Samfylking er búin að tala síðan í byrjun júní að Icesave samningurinn sé sá besti sem hægt sé að ná. Núna þegar kemur í ljós að svo er ekki, þá er farið að dreifa málinu um víðan völl. Tala um einhver brussel viðmið og alls kyns krata frasa.

    Minni á að Davíð Oddsson sagði í sjónvarpsviðtali fyrir um ári síðan að við ættum að borga það sem okkur bæri, en fara með málið fyrir dóm og fá úr þvi skorið hverjar skuldbindingar okkar séu. Á þetta mátti ekki heyra á minnst frá Samfylkingu. Nú kemur á daginn að það eru bretar sem eru frávita þegar þeir heyra á þetta minnst, enda með skíttapað mál í höndunum.

    Samfylking þarf að fara frá völdum og það sem allra fyrst. Hún hefur unnið þjóðinni mikinn skaða á stuttum tíma.

  • Ég er búinn að bíða lengi eftir því að stjórnmálaflokkarnir á Íslandi fari að taka til í sínum ranni. Eða síðan fyrir hrun. Þá var afneitun flokkanna á að eitthvað væri að mest áberandi. Núna eru þeir farnir að átta sig á að eitthvað hafi verið að, í kringum þá, en ekki hjá þeim sjálfum. Með góðum vilja kemur þetta eins og hjá alkóhólista sem smá saman áttar sig á því að hann verður að fara í meðferð. Þess vegna tek ég lokaorðum pistilsins fagnandi.

  • Indriði H. Þorláksson rekur skilmerkilega staðreyndir málsins í Fréttablaðinu í dag.

    Hann jarðar málflutning Kristrúnar og malbikar yfir.

    Ég hvet alla til að lesa grein hans vandlega.

  • Róbert Trausti Árnason

    Brussel 10.2.2010.
    Fróðlegt verður að heyra viðbrögð Svavars við söguskýringu Kristrúnar.

  • Þorsteinn Egilson

    Þetta er rétt mat hjá Merði. Hvítþvottur Kristrúnar er í bezta falli aumkunarverður.
    Þrátt fyrir ánægju mína með baráttuþrek Steingríms joð þá var það fyrirsjáanlegur pólitískur afleikur hans að velja Svavar Gestsson sem fyrirliða æsseiv nefndarinnar. Með þessu er ég ekki að gefa í skyn vanhæfni Svavars en tel vízt að vegna fortíðar hans í íslenzkum stjórnmálum hefðu gæði samningsins ekki haft nein áhrif á viðbrögð stjórnarandstöðunnar: Á móti!!
    Ófyrirséð, seinnitíma sjálfumgleði Svavars yfir eigin árangri í málinu sem birtist í blaðaviðtali þar sem hann segist (efnislega) ekki hafa „nennt að hanga yfir þessu lengur“ bætti ekki stöðuna fyrir Steingrím. Hitt er ég síðan alveg viss um að Svavar, eins og aðrir, gerði sitt bezta til að leysa þetta ömurlega mál. Hvenær manns bezta er síðan nógu gott er sjálfsagt matsatriði. Það svíður því sárar en tárum taki að horfa upp á framámenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, talsmenn og varnaraðila þeirra sem komu okkur á kaldan klakann með glórulausri „snilld“ sanda í vegi fyrir lausn þeirra vandamála sem verið er að hreins upp fyrir þá. Þegar svo útsendarar Ingibjargar Sólrúnar bætast í þann flokk þá er Bleik brugðið.

  • siðspillingin

    Mörður, ertu viss um að þið hafið verið í stjórn? og ertu viss um að þið séuð í stjórn núna, þið vitið ekkert um Haga eða samskip, eða afskriftir moggans, afskriftir 365 miðla
    þið haldið að allir séu núna ráðnir faglega, allt uppá borðið , allir að kyngja Icesave … hrunaflokkarnir það eru D og B en ekki S, þrátt fyrir að um borð í skipinu sem sökk þá var 1. stýrimaður, yfirvélstjóri og helmingur áhafnarinnar frá S flokknum…. en við vorum að æfa lögreglukórinn´, og þess vegna eigum við ekki neitt í þessu
    enda erum vi í dag(samfylkingin) hætt að hlust á Bubba og lögreglukórinn, og farin að einbeita okkur að MegaSI OG KYRJUM “ SVO MÁ BÖL BÆTA , AÐ BENDA Á EITTHVAÐ ANNAГ

  • sagði það hér annarsstaðar að væntanlega eru þau Svandís og Svavar að verða ein dýrustu feðgin íslandssögunnar.

    Varðandi málflutning Indriða að þá má ætla að það hafi verið með ólíkindum af hverju þessi nefnd var yfirhöfuð að mæta á samningafundi með bretum og hollendum fyrst engu mátti breyta því allt var orðið svo niðurnelgt í tíð fyrri ríkisstjórnar, ath; bæði D og S.
    Hef aldrei getið skilið þann málflutning að rakka niður (og það kannski með réttu) aðgerðir fyrri stjórnar, taka svo við og segja að ekki sé hægt að gera neitt öðruvísi.
    Ég er sammála Jóhönnu þegar hún sagði að betra hefði verið að senda vana og harða samningamenn þarna út. Hún hefði bara átt að standa við þau orð því allir skyldu hana rétt í stað þess að fletja þetta út.

  • Það á ekki að líða einhverja einkarannsókn á tengslum stjórnmálaflokkana við IceSave klúðrið. Það á að fara opinber rannsókn á þessu máli, og hún á að leiða til sektar og fangelsisdóma ef svo á við, eða sakleysis og uppreysn æru ef það á við.

  • Ómar Kristjánsson

    Eins og sérst á kommentum við ákveðna frétt héra annarsstaðará eyjunni, þá virðist nú ekki vera alveg í lagi með suma sem eru að kommenta hvað mest hér á eyjunni – en however þá er allt það sem svavar segir aðeins það sem allir þokkalega skynsamir menn voru fyrir löngu búnir að átta sig á – en í raun það athyglisverða eða nýja við ummæli Svavars og kemur skýrar fram í grein Indriða í Fbl. í dag, að í desember 2008 hafa átt sér stað viðræður og þær eigi léttvægar.

    Kemur mér svo sem ekki á óvart- enda hef ég kynnt mér þetta mál, Lánasamningsmálið, afar vel.

  • Við Samfylkingarmenn verðum að standa að baki ráðherra og áhrifamanna í flokknum bæði í Isave og Evrópumálinu. Þeir Framsóknarmenn með
    Finn Ingólfsson and Co ganga um með glýjuna í augunum eftir að fella ríkisstjórnina og setjast sjálfir að kjötkötlunum.
    Íslenzka þjóðin ætti að muna að þáttur Finns Ingólfsonar og fleiri er engu betri en þáttur Björgúlfanna.
    Baráttukveðjur frá Minneapolis.
    Bakari

  • Eins og apar að týna lýsnar af sjálfum sér.

  • siðspillingin

    ´Johann, upplifið þið Samfylkingarmenn þetta sem kjötkatla???? ertu ekki með þessum orðum að koma upp um ykkur , bara í ríkisstjórn til að komast að kjötkötlunum?
    annars er afar erfitt að rökræða mál við fólk eins og þig,
    veistu hverjir stungu uppá og vörðu minnihlutastjórnina , 2009, an þess að þiggja ráðherra embætti?
    hefuru heyrt framá mann Framsóknar biðja um afsögn stjórnarinnar?
    hefuru heyrt Sigmund segja já takk þegar þingmenn beggja flokkana hafa nú uppá síðkastið vilja fá þá inn ?
    spólaðu aðeins til baka og googlaðu í sólarhring, áður en þú kemur meða aðra svipaða vitleysu

  • Halldór Björnsson

    Umræða um þetta mál á ekki að snúast um innanflokkskrónikur Samfylkingar eða VG. Pappírsslóðin er slík að það ætti að vera auðvelt að rekja staðreyndir málsins án þeirra brigsl- og gífuryrða sem bæði Kristrún og Indriði viðhafa í sínum greinum. Það ætti að vera hægt að rekja allan feril málsins byggt á skjölum ráðuneyta, samningsdrögum oþh. Og þá væri áhugavert að sjá feril málsins frá upphafi til enda.

  • Kristjón

    >Bara leggja samspillinguna niður mörðurinn þinn !

  • Hreinn Sigurðsson

    Spunavélar ríkisstjórnarinnar spinna B. ULL = BULL.
    Þú ert af mörgum talinn ein þessara spunavéla.
    Það er gott fyrir spunameistara ríkisstjórnarinnar að Indriði rétti þeim þráð, en Svavar Gestsson sagði sjálfur að ekkert af vinnu fyrri samninganefndar hefði nýst þetta væri alveg nýr samningur. Steingrímur er búinn að berja sér á brjóst fyrir þessa snilld og nú þegar á móti blæs þá kennið þið bara einhverjum öðrum um eins og venjulega.
    Þessi“glæsilegi“ Icesave samningur sem ríkisstjórnin er í meir en 6 mánuði búinn að reyna að nauðga uppá þjóðina er allt í einu ekki á ábyrgð þessarar ríkisstjórnar sem hefur haldið honum á lofti síðan í júní síðastliðinn.
    Hættið að reyna að spinna svona bull og farið að reyna að koma atvinnulífinu af stað, og efnið loforðin um skjaldborg fyrir heimilin.
    Eina skjaldborg ykkar sem þessi ríkisstjórn hefur slegið upp er fyrir: Björn Leifsson, Ólaf Ólafsson, Baugsveldið og aðra sem áttu beinan þátt í hruninu, svo reynið þið að troða reikningnum fyrir allt saman ofan í kokið á almenningi í landinu.

  • Mörður,
    nú hefur maður sterklega á tilfinningunni að lending sé að nást í þessu máli sem muni vera miklu mun hagstæðari Íslendingum en það sem lá á borðinu. Ef það verður raunin verður fróðlegt að sjá hvernig þú, og aðrir sem barist hafa svo harkalega fyrir að samkomulagið yrði afgreitt óbreytt til að „ljúka málinu“, munið svara fyrir þá afstöðu. Verðið þið tilbúin til að éta þetta ofan í ykkur og viðurkenna mistök eða reynir Samfylkingin að klína þessu ævintýralegu mistökum á samstarfsflokkinn eins og tókst svo vel þegar þið voruð í stjórn meðSjálfstæðisflokknum.

  • Af hverju er Samfylkingin að reyna að endurskrifa hörmungarsögu sína ?
    Þeir ættu að garga meira uppí hádegismóa, annars er það greinilegt að það ber engin ábyrgð eða skammast sín á nokkurn hátt.

  • Það er svo langt síðan að ég gerði mér grein fyrir því að Samfylkingin er klofinn flokkur, klofinn í tvo hópa. Í „blairista“ sem vilja viðhalda frjálshyggjusukkinu áfram á kostnað almúgans og hinir eru teknókratar, eðal kratar, menn eins og Teitur Atlason sem hefur ekkert að fela og hefði mikið að gefa þessum flokk.

    Teitur á að vísu á erfitt með að horfa aðeins inná við og vill frekar sjá lýðskrumara í hverju horni. Þeir sem vinna gegn fjórflokknum eru þeir sem eru búnir að fá nóg af samtryggingunni og krefjast þess vegna persónukjörs og stjórnlagaþings, eitthvað sem núverandi ríkisstjórn hefur svikið á bak aftur, bara til að halda sukkinu áfram og halda völdum.

    Eftir að hrunastjórnin féll átti Samfylkingin að taka til í sínum flokki. Aldrei að láta sig svo mikið sem dreyma að raða upp fóki, ráðherrum úr fyrri ríkisstjórn sem hefur ekki gert hreint fyrir sínum dyrum, það va glapræði mikið. Við vitum nokkurn veginn hvaða fólk þetta er og útrásarvíkingarnir hafa eitthvað mikið á það. Þeir eiga eftir að útskýra ansi margt þegar að rannsóknarskýrslan hefur verið gerð opinber.

    Það vantar almennilegan jafnaðarmannaflokk hér á landi, flokk í anda Vilmundar Gylfasonar og út með þessa blairista af þinginu, blauta á bak við eyrun og hafa ekkert að gera þar.

    Ég myndi treysta Teiti Atlasyni til að reka slíkan jafnaðarmannaflokk með miklum sóma.

    Ingibjörg Sórún og Kristrún Heimisdóttir eru báðar búnar að vera en dæmigert er fyrir þetta fólk er að klóra í bakkann.Sama má segja um Svavar Gestsson og hans Steingrímsarm innan VG, sá flokkur er klofinn ofan í herðar niður.

    Hér átti að skipa utanþingstjórn strax eftir hrunið til að fyrirbyggja allt það flokkspóitíska þras sem hefur eyðilagt 90% af þeim verðmæta tíma sem hefði getað nýst til uppbygglilegra hluta, með aðstoð erlendra sérfræðinga hefði t.d verið löngu hægt að setja lög um frystingu á eignum auðmannana, lög um endursöluna á Högum og Samskip.

    Nei, íslenskir pólitískir þverhausar héldu áfram að þverskallast við í eigin mætti, svona eins og alkinn sem ætlar að verða edrú upp á eigin spýtur, heimilið allt í klessu en hann ætlar að græja það og fjármálið í klessu en hann ætlar að græja það og á þriðja degi er hann síðan dottinn í sjálfsvorkunarpyttinn og fer að kenna öðrum eigin ófarir, dettur síðan í það og byrjar upp á nýtt. Og meðvirklarnir (flokksdindlarnir) svinga með alkanum, hann lofaði jú að laga þetta. Og svo byrjar ballið aftur.

    Svona upplifi ég að Íslandi hafi verið (Ó) – stjórnað sl. ár og þeirra sem eru aðalleikendur í þessu leikhúsi fáránleikans verður ábyggilegga ekki minnst sem hinnar norrænu velferðar brúar stjórnmeðlimum í sögubókum framtíðarinnar, heldur Helfararstjórnarinnar sem gat ekki tekið hausinn út úr rassgatinu á sér.

  • Mér sýnist augljóst að við hefðum náð betri samningi með því að láta Krístrúnu semja við Indriða.

  • Garðar Garðarsson

    Þarf Samfylkingin einhvern á krossinn?

    Ekki verður það Kristur, en verður það Kristrún?

  • þið eruð skíta pakk sem gerið þjóðini mest ógagn hvílikur falsari

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og átta? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur