Sunnudagur 21.02.2010 - 20:46 - 19 ummæli

Birtið tilboðið

Nú er kominn tími til að birta tilboð Breta og Hollendinga opinberlega – þegar flokksformennirnir eru farnir að lýsa áliti sínu á því í fjölmiðlum.

Forsendan fyrir að halda tilboðinu leyndu var að gefa forystumönnum í íslenskum stjórnmálum svigrúm til að ná samstöðu um næstu skref. Eftir viðbrögð formanns Framsóknarflokksins í kvöld, og raunar alla helgina, er nokkuð ljóst að hann ætlar sér að skerast úr leik, og er byrjaður að safna sér til þess einhverskonar röksemdum með tilvísunum í tilboðið og aðdraganda málsins – til dæmis utanferð þeirra Bjarna Benediktssonar. Þá er ekki lengur ástæða til þess að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson viti meira um tilboðstextann og stöðu Icesave-málsins en íslenskur almenningur.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (19)

  • Það hefði auðvitað verið langbest ef að þingið hefði ekki fengið að sjá samninginn, eins og planið var síðasta sumar. Samþykkja bara án þess að skoða eða gagnrýna.

    Því miður lak samningurinn í fjölmiðla.

  • Sigurður #1

    Auðvitað á að birta tilboðið.

    ……..um leið og Steingrímur hefur látið dulkóða það.

  • Ómar Kristjánsson

    Já, það hefði verið best. Sammála því eyrún og skarplega mælt.

    Hefði sparað 75milljarða á mánuði.

  • Hefur það nokkurntíma farið milli mála að Sigmundur Davíð ætlar sér alls ekki að samþykkja neitt í sambandi við þetta mál? Hans motive er eingöngu að spilla og koma illu til leiðar. Gleymum því ekki að þetta er framsóknarmaður.

  • Ómar, ekki 75 milljarða á mánuði, örugglega nær 150 milljörðum. Ef ekki tvöfalt meira.

    Fyrir utan alla koltvísýringslosunina sem fylgir flugi samninganefndarinnar til útlanda og aftur heim.

  • Sigursteinn Másson

    Sammála þér Mörður! Krafan nú er allt upp á borðið. Það er ekki ásættanlegt í þeirri stöðu sem upp er komin að 4-5 einstaklingar taki um þetta ákvörðun án þess að málið fái almenna umfjöllun í svo mikið sem einn sólarhring.

    Sú vitleysishringekja sem komin er af stað, sem hófst með fyrirvaralausu samþykki fyrrverandi ríkistjórnar á afarkostum, jók hraðann til muna með endaleysunni innan VG á Álþingi í sumar og á haustmánuðum en náði svo hámarki með synjun forsetans, verður ekki stöðvuð úr þessu nema með heiðarlegum og réttlátum vinnubrögðum.

    Sjálfskaparvíti Íslendínga er mikið í þessu máli en leynd og pukur með afgreiðslu málsins á þessum tímapúnkti er það versta sem hægt er að gera.

  • Jóhannes Laxdal

    Þjóðinni er slétt sama. Hún vill fá að kjósa og hún mun fella lögin og þar með er hún að senda þau skilaboð að hún vill enga samninga. enga!!!
    Bretar og Hollendingar fái þrotabúið og það sem útaf stendur ef eitthvað borgi þeir sjálfir

  • maður er farin að halda að stjórnin noti Icesave eins og smjörklípu aðferð Davíðs svo almenningur fatti ekki að þessi stjórn geti ekki né vill gera neitt fyrir heimilin.
    Við viljum ríkisstjórnina burrrrrrrt.

  • Mér blöskraði hreinlega í kvöld þegar Sigmundur Davíð blaðraði út og suður um málið. Hann telur sig einann hafa rétt til að segja það sem honum sýnist og notar þann sjálftökurétt mjög.
    Auðvitað væri ágætt að þessi umræða væri opin í báða enda og við fengjum aðvita aðalatriði málsins. Það er greinilega miklu meira mál að semja við BB&SDG en B&H

  • Ómar Kristjánsson

    Svo á eftir að semja við ÓRG.

  • Georg Georgsson (gosi)

    Auðvitað á að upplýsa málið. Nú þegar Bjarni og félagar fengið sannleikann í andlitið . Það hefur verið fróðlegt að fylgjast með þeim undanfarna daga reyna að gera málið allt hið grunsamlegasta með dyggum stuðningi náhirðarinnar i móunum. Að þeirra áliti er allt betra en sannleikurinn

  • Fjandinn hirði þetta icesave……birtið lánabók Landsbankans og afskriftalista allra bankanna til sérvaldra….. það er víst hrikalega
    skemmtileg lesning…..og mörg þekkt nöfn.

  • Ekki að ICESAVE sé auðleyst vandamál, en núna er Sigmundur Davíð allt í einu orðið vandamálið !

    Væri ekki líka gott að leysa það vandamál, eins og hitt að birta tilboðið um ICESAVE ?

  • Úlfar Bragason

    „Ef hægt er að ná umtalsvert niður vöxtunum á Icesaveláninu, eða búa þannig um hnútana að Bretar og Hollendingar fái eignir Landsbankans upp í sitt lán – og ef eitthvað stendur út af borðinu má hugsanlega semja um meðferð þeirrar upphæðar síðar – ætti málið að vera leyst.“

    Þetta segir Guðmundur Steingrímsson á Pressunni. En formaður hans virðist á öðru máli, það er eins og ekkert annað komist inn í kollinn á honum en línan úr Hádegismóum – við borgum ekki.

    Kannski halda þeir Bjarni Ben. að landsmenn gleymi öllu öðru, m.a. hverjir seldu völdum flokksmönnum sínum bankana á gjafverði og bera því pólitíska ábyrgð á hruninu!

  • Sigmundur og Bjarni hafa verið vandamálið í þessu icesave máli öllu saman. Það er búið að þæfa þetta mál hátt á annað ár, er að gera þjóðina brjálaða (ef hún er ekki orðin það þegar) og þarna held ég að sé bara verið að kasta krónum og heirða aura, því e.h. kosta þessar nefndir og utanlandsferðirnar þeirra, að ég tali ekki um vextina sem við þurfum að borga í þessa 16 eða 18 mánuði, eða hvað þeir eru orðnir margir frá því að fyrri ríkisstjórn samþykti að ábyrgjast greiðslur upp að rúmum 20 þús evrum.

  • Sigurður #1

    HJH.

    Vextirnir byrjuðu að tikka fyrir ári síðan.

    Og eiga að tikka á allann höfuðstólinn næstu árin, alveg burtséð frá því hvað kemur inn af eignum bankans.

    Öll innkoma er föst næstu árin á meðan það er verið að ljúka ýmsum málaferlum þar úti.

    Þannig að innkoman nýtist ekkert næstu árin til að borga inn á Icesave kröfuna.

    Allur peningur sem skilar sér inn í þrotabúið er lagður inn á VAXTALAUSAN reikning í Bretlandi.

    Þannig að jafnvel þótt eignir myndu strax á morgun duga fyirr öllu Icesave, skiptir það engu máli, höfuðstóllinn stendur áfram óhreyfðu í nokkur ár og tikkar ALLUR inn vexti á meðan.

  • Þetta fjas í þér Mörður er álíka lélegt og jafnan áður. Það var þinn flokkur skyldi þú ekki hafa áttað þig á því sem ætlaði að lauma þessum dæmalausa 5. júní samning uppá þjóðina með vitorði VG. 80% þjóðarinnar lýsir frati á þessa samninga með eða án fyrirvörum og ég held að þú og þinn flokkur ættuð að hundskast úr ríkisstjórn, nógur er skaðinn orðinn samt. Það styttist í það því betur.

  • 2.75% álag á vextina, þeir eru semsagt búnir að hækka álagið frá eldri samningsdrögum!

  • 2,75% vextir ofan á breytilega vexti, sem eru í lágmarki þessa stundina. Þetta er ekki nýtt tilboð. Bara umorðun á gamla tilboðinu.

    Þessi samninganefnd hefur örugglega öll fengið blóm á konudaginn ef þetta er allt sem hún getur komið með úr þessum samningaumleitunum.

    Næsta skref er að kjósa um þetta, fella málið og fara með það fyrir alþjóðadóm, rétt eins og Davíð Oddsson lagði til fyrir tæpu einu og hálfu ári síðan. Ímyndið ykkur hvað væri nú búið að sparast ef fólk hefði hlustað á karlinn? Menn tala um 70 milljarða á mánuðia, 16 mánuðir síðan hann sagði þetta .Það fer þá að tikka í 1000 milljarðana sem hann væri búinn að spara okkur!!!!!!

    Sumt fólk lærir aldrei hverjum það á að treysta og hvern það á að hlusta á.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og fimm? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur