Fimmtudagur 25.02.2010 - 09:08 - 9 ummæli

Hundrað tómar íbúðir

Hundrað íbúðir á Austurlandi ganga ekki út. Íbúðalánasjóður þarf að taka þær til sín, segir i Fréttablaðinu – og sá kostnaður eykur vextina á almennum íbúðarlánum. Íbúðirnar hundrað urðu auðvitað til þegar Alcoa kom og allt átti að verða gott.

Vituð þér enn?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (9)

  • Skepticus

    Nú svíður R listanum fyrir að hafa greitt götu Kárahnjúkavirkjunar.

  • Skilgetið afkvæmi stefnu Samfylkingarinnar í húsnæðismálum. Óprúttnir verktakar stofnuðu leigufélög, fengu lánað allta 110% af raunverulegu kostnaðarverði íbúðanna sem þeir byggðu svo sjálfir með tilheyrandi hagnaði. Leigufélagið sat eftir með eignirnar og skuldirnar og verktökuna var slétt sama, þeir voru búnir á ná sínu út. Ég er ekki að segja að það hafi verið stefna Samfylkingarinnar að gefa óprúttnum verktökum fé, heldur að í upphafi skyldi endirinn skoða. Kannski hefði nú verið eðlilegt að krefja leigufélögin sem spruttu upp eins og gorkúlur um hærra eiginfjárframlag en gert var.

  • En auðu íbúðirnar annars staðar á landinu? Sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Alcoa líka?

  • Jón Kr. Arnarson

    Hér er frétt frá desember 2005 sem ágætt er að draga fram af þessu tilefni.

    http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=1053417

    „Mér þykir ánægjulegt að sjá hversu mörg störf verða til á Austurlandi með tilkomu álversins, þau eru mun fleiri en áður var reiknað með,“ sagði Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Hún sagði það gleðja sig sérstaklega hversu mörg afleidd svonefnd kvennastörf yrðu til í kjölfar uppbyggingar á Austurlandi.
    Valgerður nefndi að umræður hefðu gjarnan verið á þeim nótum að einkum væri verið að skapa karlastörf, „en það verður svo sannarlega ekki, samkvæmt niðurstöðum þessarar skýrslu“.

    Ráðherra sagði að áður en hafist var handa við framkvæmdir eystra hefðu áhrif þeirra verið könnuð og að sumu leyti væru niðurstöður svipaðar, en t.d. hvað varðar fjölda starfa væri nú búist við að þau yrðu mun fleiri en áður var talið. „Þetta segir okkur hversu gríðarlega mikilvægt þetta er fyrir Austurland, þetta er nýtt líf fyrir Austfirðinga. Hefðu þessar framkvæmdir ekki komið til hefði þeim haldið áfram að fækka. Nú eru þarna uppgangstímar og það er gaman að koma þangað.“

  • já framkvæmdir vegna Kárahnjúkavirkjunar og ávers sköpuðu kjöraðstæður fyrir ýkta þennslu sem var byrjuð fyrir. Þegar kreppan kom í kringum 1990 var sagt að ríkið mætti aldrei framkvæma í uppsveiflu aftur, en menn læra ekki af reynslunni.

  • stefán benediktsson

    Vonandi nýtast þeir Pólverjunum sem munu manna álverksmiðjuna í framtíðinni.

  • þetta hangir allt saman. Ál-æðið og efnahagshrunið.

  • Skúli Björnsson

    Herra Mörður vill kannski upplýsa hvað var fjárfest var mikið á Höfðuðborgarsvæðinu i fasteignum á uppbyggingartíma Kárahnjúkavirkjunar? Hef grun um að það hafi marg margföld Kárahnjúkavrikjun. Ég veit að hlutfallslega á Orkuveita Reykjavíkur miklu meira af fjárfestingu í ónýttum lögnum en HEF ehf.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og tveimur? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur