Föstudagur 19.03.2010 - 11:41 - 19 ummæli

Því ekki geislavirkan úrgang?

Tíu prósent atvinnuleysi er óþolandi, og atvinnulífið verður að komast á skrið aftur.

Hinir óþolinmóðu vilja gera þetta með gömlu aðferðunum: Rányrkju á miðunum, náttúruspjöllum til að selja billegt rafmagn, byggingum sem enginn vill kaupa eða nota.

Einhver fiskivöruþróun og grænn iðnaður og menningardútl, þetta tekur alltof langan tíma.

Nú eru meira að segja uppi tillögur um æfingaher á Keflavíkurflugvelli – einskonar risa-Paint Ball fyrir alvörustráka. Og svo eru það spilavítin sem frægðarmenn einsog Skagatvíburarnir ætla að láta okkur græða á.

Einhver grænn iðnaður og fiskivesin og menningardútl, þetta tekur alltof langan tíma.

 En af hverju ekki að fara alla leið?

*          Kanarnir eru í vandræðum með Guantanamo. Hægðarleikur að stofna eitt stykki ofurfangelsi í flugskýli á Vellinum. Fullt af pening.

*          Klám- og ofbeldisiðnaður á undir högg að sækja víða um heim. Þar er mikið tækifæri fyrir íslenska athafnamenn – og mætti til dæmis stunda á eyjum undan ströndum, til dæmis í Hrísey og Engey.

*          Alstaðar er klandur kringum geislavirkan úrgang frá kjarnorkuverum. Eyðivíkur fyrir austan og vestan henta prýðilega!

Þannig getum við orðið ein allsherjar undantekningar-paradís, þótt hugmyndin um Iceland World Trade Center hafi ekki reynst nógu vel.

Draumalandið kemur.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (19)

  • Fullmikil dramatík hjá ykkur, vá….

    En er svo sem á móti þessu….

    En ættum líka að koma í veg fyrir þetta…

    Við framleiðum ál í massavís fyrir m.a. hernaðargögn…

    Fiskurinn okkar er í matarpakka Bandaríkjahers…

  • Og með spilavítin…

    það eru spilavíti nú þegar hérna….

    Allavega 3 á höfuðborgarsvæðinu sem starfa fyrir opnum tjöldum…

    Og nokkur þúsund á netinu…

    Af hverju ekki að skattleggja það og fylgjast með því?

    Nei, best að banna….

  • Allt í boði VG og Samfó. Þú ert nú einn af prímusmótorum þessarar ríkisstjórnar Mörður.

    VG hafa aldeilis snúið stefnuskránni á hvolf.
    * Eru að styrkja kvótann í sessi
    * Eru að ganga í ESB
    * Eru að flytja inn her
    * Eru að leyfa hvert álverið á fætur öðru
    * Eru að mæla með Icesave, sem þeir héldu að myndi kosta borgarastyrjöld

    Klárt og kvitt eru VG að tala gegn ÖLLU sem þeir stóðu fyrir. En það skiptir ekki máli. Þeirra fylgi hreyfist ekki. Kjósendur VG virðist sama hvað þeim sé boðið upp á. Þeir bara kjósa flokkinn sinn, þó reyndar logi þar allt stafnanna á milli, og þeir séu í ríkisstjórn sem er ekki starfhæf. Þá skiptir það engu máli, því nú er „tær vinstristjórn“ að völdum, og það eitt dugar.

    Minnir þetta fólk ekki á þegar Laxness og fleiri studdu Gúlagið í Sovét skilyrðislaust, þrátt fyrir að þeir vissu hvað þar fór fram. Allt fyrir málsstaðinn?

  • Mörður, ertu ekki stjórnarþingmaður – í meirihluta á Alþingi?

    Dettur þér ekkert gáfulegra í hug en að vera á móti (misgóðum/misvondum) hugmyndum um atvinnuuppbyggingu?

    Hvers vegna kemur þú ekki með eins og fimm vænlegar hugmyndir um atvinnuuppbyggingu, í staðinn fyrir að nöldra undan því sem þér hugnast ekki?

    Var það ekki alltaf tilgangurinn með því að komast í meirihluta – að hafa áhrif, stuðla að betra samfélagi og allt það?

  • Guðfinnur Einarson

    Já hví ekki Mörður?

    Því ekki má nýta ónotuðu sjúkrarúmin og heilbrigðisstarfsmennina á Íslandi til að gera aðgerðir.

    Ekki má virkja það sem þegar hefur farið í deiluskipulag og orkan ætluð öðru en bara hefðbundinni álvers stóriðju.

    Óþolinmæðin er skiljanleg Mörður. Því eins og þú bendir réttilega á í byrjun þá er 10% atvinnuleysi. Þessi stjórn slær frá sér góð tækifæri til að minnka þá prósentu….. Að ekki sé minnst á paintball fyrir fullorðna sem er alveg vert að skoða betur.

  • Atvinna sem byggist á því að hleypa hér til lands málaliðum sem lifa á því að valda öðru fólki hörmungum og dauða, getur aldrei flokkast undir heilbrigða atvinnustarfsemi sem sómi er af. Málaliðabransinn er eitthvað sem er litinn hornauga á flestum stöðum heims, menn sem selja kunnáttu sína til að drepa fólk af fullkomnu skeytingarleysi, til hverja þeirra sem borga: rikistjórna, fyrirtækja, einræðisherra, fíkniefnabarónna, glæpasamtaka.

    Er það eitthvað sem Ísland á að kenna sig við? Erum við ekki nógu blóði drifinn með þá svívirðilegu þjóðarskömm sem stuðningurinn við Írakstríðið er? Og þá óhæfu sem framkvæmd var að líta framhjá því þegar fangaflugvélar CIA fóru í gegnum lofthelgi okkar með fanga á leið til landa þar sem hægt var að pynta þá?

  • Hlynur Þór Magnússon

    Mikið lifandis ósköp er ég sammála þessum pistli. HMV telur að Mörður sé stjórnarþingmaður. Ég veit ekki til þess að hann sé þingmaður yfirleitt.

  • Já við getum alveg fengið geislavirkan úrgang hingað enda vilja stjórnmálamenn þessa lands ekki friðlýsa Ísland fyrir kjarnorku yfir heildina 😉

  • Jon B G Jonsson

    Það eru „bara“ 16000 Ílendingar án vinnu. Fyrir nú utan þá sem hafa farið á örorkubætur vegna erfiðs ástands. Það hljóta allir að sjá að við verðum að nota þau tæki sem tiltæk eru. Látum nú vera með einhverjar herflugvélar sem er kannski bara hið besta mál en atvinnusköpun verður að eiga sér stað. Ekki geta allir unnið hjá ríkinu. Það er ekki hægt að vera á móti öllu. Auðvitað verður að virkja. Ef hér væri olía i jörðu mætti þá ekki bora því þá kæmi hola í jörðina? Leyfum nú skynseminni að ráða. Vitleysan á Íslandi hefur haft of lengi völdin.

  • Er ekki málið þá að slíta stjórnmálasambandi við öll lönd heims sem hafa heri? Varla getum við verið þekkt fyrir að vera í félagsskap með svo vondu fólki.

  • Hjalti Atlason

    Sammál þessum pistli.

    Þingmenn eiga að skapa þannig aðstæður að dugmikið fólk geti sett á stofn fyrirtæki.
    Þingið á ekki að vera einhver atvinnumiðlun!

    Víst að einhver minntist á gúlagið þá hefði Stálín verið ánægður með stóriðjubiltinguna á Íslandi í boð Sjálfstæðisflokksins. Allt ríkisframkvæmdir!!! hjá sjálfum hægri flokknum. Þessi fáránlegi hægri flokkur telur að það eigi að skapa atvinnu með stórferldum ríkisframkvæmdum sem er á góðri leið með að setja okkur á hausinn.

    Annars vildi ég líka benda hvílík guðsgjöð þetta Icesave mál er. Það kemur í veg fyrir að við getum skuldsett okkur frekar til að fæða stóriðjuúlfinn.
    Því lengur sem við getum svelt hann þeim mun meiri líkur eru á að allt það hæfa fólk sem sérhæfir sig í virkjunum finni sér eitthvað sjálfbært að gera.

    Lágt gegni krónunnar vinnur með okkur að ég er sannfærður um að atvinnuleysið muni minnka hér þrátt fyrir Icesave.

  • Jón Ingi

    Hann Mörður er stundum svo innilega Vinstri grænn…það er skemmtilegur stíll 😉

  • Má ekki nýta piparkerlingar landsins sem gleðikonur fyrir túrista?
    Gjörsamlega ónotuð auðlind!

  • Höskuldur Davíðsson

    „Menningardútl“. Hvaða helvítis menning ?
    Er „menning“ á þessu skitaskeri ? Við ættum að gleyma því sem fyrst,
    að við höfum nokkurntíman fæðst. Helvítis þjófar og fjolskyldunauðgarar.
    Það verður ekki til menning á þessu skítaskeri næstu 50 árin.
    Menningin var öll fólgin í að stela og nauðga heilli þjóð, án afskifta þinna.
    Vinkona mín, mamma þín, snéri sér sjálfsagt í gröfinni ef hún gæti.

  • Stefán Snævarr

    snjallt

  • Flottur pistill Mörður og svo sannur.
    Þoli ekki klámhugsunarhátt græðgisvæðingarliðsins sem vill allt á tómbóluprís.
    Gjörsamlega siðlaust lið sem æðir áfram á frekjuharða andskotans.

    Við íslendingar, ein ríkasta þjóð í heimi, með sterkan innri samfélagslegan kjarna. Enginn sveltur og allir eru með þak yfir höfuðið.
    Við lifum þetta af þó svo að við getum ekki leyft okkur að fara 1-6 sinnum á ári til útlanda að skemmta okkur.
    Menning og aftur menning gerir okkur að manneskjum og hefur okkur upp úr hversdagleikanum.

    Víðsýni er lausnarorðið!

  • Halla Guðmundsdóttir

    Gott hjá þér Mörður. Minni enn einu sinni á það að til þess að virkja t.d. Neðri-Þjórsá er búið að kljúfa sveitarfélag í herðar niður í afstöðunni gagnvart óafturkræfum framkvæmdum sem breyta ásýnd og lífsmöguleikum heillar sveitar um alla framtíð. Það er ekkert smámál. Þetta rústar innviðum sveitarfélagsins innan frá og er algjörlega óboðlegt. Því miður er það svo, að mörgum finnst þetta allt í lagi, – bara ef það er „NIMB“ eins og Bretar segja, sem stendur fyrir NOT IN MY BACKYARD.

  • Ingibjörg Stefánsd.

    Samfylkingarfélagið í Reykjavik fundar um þetta og aðrar umdeildar atvinnusköpunarhugmyndir á opnum félagsfundi 24. mars kl. 20:30 á Hallveigarstíg. Frummælendur eru Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Róbert Marshall alþingismenn.

  • Tryggvi Lárusson

    Mörður og aðrir vinstrimenn, Draumalandið er komið.
    Ísland í dag er nákvæmlega samkvæmt þeirri forskrifit; engar erlendar fjárfestingar, engar nýjar virkjanir, enginn er að græða, háir skattar, flestir vinna hjá ríkinu, ríkið hirðir kvótann, allir að komast á jöfn laun (jafn lág laun), fjöldi manns er að gera tilraunir með nýsköpun á kostnað almennings, en einungis 1-2% af þessu verður að einhverju atvinnuskapandi.

    En skuggahliðin á þessu er sú að atvinnuleysið fer aldrei undir 15.000 framar, en vinstrimenn hafa lausn á því, gera þessi 15.000 að varanlegum öryrkjum.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og tveimur? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur