Sunnudagur 21.03.2010 - 19:36 - 10 ummæli

Við getum þetta – ef við viljum

Eldgosið í Eyjafjallajökli er auðvitað enginn meginviðburður í jarðsögunni – en engu að síður náttúruhamfarir sem minna okkur á að við búum í stórfenglegu landi sem bæði býr yfir ógnum og dásemdum.

Það hefur verið athyglisvert að fylgjast með viðbrögðunum frá því í morgun. Ráðamenn allir, sérfræðingar, bændur og aðrir heimamenn, almenningur og ferðafólk – allt nánast fumlaust, samkvæmt áætlun sem til var og fé var varið til, og auðvitað áttum við von á þessu vegna þeirrar þekkingar sem við höfum öðlast á lögmálum náttúrunnar, og þeirri tækni sem íslenskir vísindamenn hafa tekið í þjónustu sína.

Þessi dagur styrkir mann aftur í þeirri trú – sem óneitanlega var farin að laskast – að við hér á Íslandi getum brugðist við óvæntum aðstæðum og unnið bug á erfiðleikum með skynsemi og dugnaði og rósemi hugans.

Kannski við ættum að byrja upp á nýtt á eftirmálum hrunsins – með aðferðunum úr Skógarhlíðinni?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (10)

  • Aldeilis miklu betra að hafa rósemi hugans en beita ofbeldi, eldi og byltingaraðferðum.

  • Ástæðan fyrir því hve vel gekk að höndla þetta er sú að ríkisstjórnin kom þar hvergi nærri. Maður fór reyndar að hafa smá áhyggjur þegar sást í fréttum að Jóhanna var mætt á staðinn.

  • Sigursteinn Másson

    Rétt Mörður en til þess verður stjórnkerfið að virka sem það ekki gerir og fólk verður að bera traust virðingu fyrir því en því fer fjarri.

  • Tek fram að ummæli mín beindust að Merði sem byltingar- og æsingaforingja hvers bylting ekki skilaði samfélaginu neinu nema leiðindum og vonbrigðum.

  • Er ekki málið það að þingmenn og ráðamenn eru líkt og aðrir landsmenn ekki að taka málefnalega á málunum? Þeir eru allir í egóinu…. Sjálfsvirðing þeirra, líkt og okkar, hefur beðið hnekki.

    Til að öðlast bætta sjálfsvirðingu þurfum við að huga að basic atriðum eins og td: Vera alltaf snyrtilegur til fara, raka sig (kk) búa um rúm sitt eftir að þú ert kominn á fætur, rækta vinina, fara í ræktina, spá í hvað þú borðar, ekki reykja (reyna að hætta?), hafa bílinn hreinan og snyrtilegan, hlusta á aðra, sinna afa eða ömmu, hlusta á börnin, ekki æsa þig þó einhver grípi frammí fyrir þér, taka fókusinn af þér og setja þig í spor annarra, etc. etc.

    Sem sagt, farðu að gera það sem þú veist að þú átt að gera og hættu að gera það sem þú veist að þú átt ekki að gera. Ef þú ræktar sjálfan þig svona í nokkra daga muntu upplifa að þú kemst út úr egóinu og þú ferð að sjá hlutina objektíft.

    Þingmenn undanfarið ár minna mann helst á Rómverjana í Ástríksbókunum; Nokkrir saman, hálfvitalegir í hnapp snúa skjöldunum út óttaslegnir á svip. Svo gjamma menn á hina óvinahópana úr þessu skjóli.

    Er ekki kominn tími á að vinna saman í að þétta skútuna og halda til hafs?- eða stimpla sig út ella?

    Með bættri sjálfsvirðingu verður þetta ekkert mál.

  • Svo þú ert að styrkjast í trúnni um …“að við hér á Íslandi getum brugðist við óvæntum aðstæðum“?

    En varstu ekki að ljúka við að segja: „…og auðvitað áttum við von á þessu…“!

    Og hvað var þá svona óvænt við þessar aðstæður?

  • Mörður Árnason

    … ekki allir svona rökvísir … 🙂

  • Alma Jenný Guðmundsdóttir

    Jú – við erum einmitt þrautseigt fólk. Ég segi það satt Mörður – mér finnst vanta brú á milli heima. Á milli almennings og stjórnvalda. Held að það sé það sem við viljum öllu öðru fremur – tala saman um áætlanir okkar.
    Kalla til bestu sérfræðinga á öllum sviðum og vinna að endurreisninni alveg frá framkvæmdavaldi – niður í grasrót – með miklum tengslum-þekkingu, uppfræðingu – en umfram allt tengslum.
    Áætlanir – Hvert viljum við samfélagið ?
    t.d. á Þjóðfundi – heiðarleiki. Þá skoða dómskerfið – hvort það virki eins og það best má virka.
    Sjálfbærni og nýsköpun –
    Fjölskyldan –
    o.fl. og fl.
    Síðan þurfum við markvissst öll saman að vinna að því.
    Ráðherrar með alvöru fundi og úrræði í hverju byggðalagi – þeir allir saman þar með fólkinu – marka áætlun – skipuleggja og framkvæma.
    En það er einhvers staðar einhver stífla eða stíflur.

  • @Magni
    Þú ert nú meiri hálfvitinn……
    Prófaðu að taka hausinn út úr ras******* á valhöll einu sinni og finna kaffiilmin.

  • Sammála Magna , vildi ekki eiga líf mitt undir þessum óhæfu stjórnendum Jóhönnu og Steingrími.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og sjö? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur