Þriðjudagur 23.03.2010 - 11:26 - 17 ummæli

Þjóðaratkvæði um skötuselinn!

Forysta atvinnurekenda býr sig undir stríð útaf skötuselnum! Nýsamþykkt lög eru brot á stöðugleikasáttmálanum, segir Vilhjálmur – og Gylfi tekur auðvitað undir.

Stöðugleikasáttmálinn – hann virðist hafa snúist um þann stöðugleika að ekkert mætti gerast til að bæta samfélagið eftir hrunið – nema meira af því sem til hrunsins leiddi.

Þetta er auðvitað ekki annað en lítilsháttar tilraun í sjávarútvegi þar sem miða á við eðlilegt veiðigjald og sneiða hjá gamla góða gjafakvótanum – en slík tilraun kynni að heppnast vel og veikja kröfur útgerðareigenda um eilíft eignarhald á miðunum. Og þá rísa Samtök atvinnulífsins upp.

En er ekki einfaldast að gera bara út um málið með því að setja nýju skötuselslögin í almenna atkvæðagreiðslu?

Þorir SA kannski ekki í almenning?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (17)

  • EKKI þess virði. EN gott að vita vilja almennings með 25 000 tonn
    aukningu á þorski og ýsu til samans. Um 15 000 á öngulinn um allt land og
    hitt í net eða snoruvoðina.

    Þetta mun bjarga miklu.

    MUNDU ALLS ENGA SÖLU Á ORKULINDUNUM HJÁ OKKUR

  • Jakob Bjarnar

    „Stöðugleikasáttmálinn – hann virðist hafa snúist um þann stöðugleika að ekkert mætti gerast til að bæta samfélagið eftir hrunið – nema meira af því sem til hrunsins leiddi.“

    Mörður!

    Mér sýnist þú hafa hitt þarna naglann beint á hausinn.

    Kveðja,
    Jakob

  • Kristján Elís

    og nú er bara að reka naglann á kaf

  • Ertu að uppgötva lýðræðið loksins. Hefur komið mönnum fyrir sjónir sem þingræðis royalisti.

  • Styð það!

  • Það er ótrúleg blinda að vera enn að tala um einhvern „stöðugleikasáttmála“. Það var skiljanlegt í byrjun, rétt á meðan menn voru að telja sér og öðrum trú um að eitthvað slíkt væri til og því í gildi. Rétt um þær mundir, þær tifandi sekúndur sem menn voru að setja lokin á pennana.
    En hafandi búið hér á landi og verið þátttakandi (eins og hægt er að vera þátttakandi í gerræðislegum fíflagangi dag eftir dag – þar sem maður er í besta falli props) þá á maður fyrir löngu, jafnvel verandi fábjáni, að vera búinn að taka eftir því að hér var aldrei neinn „stöðugleikasáttmáli“ til.

  • Svartálfur

    Það styttist í skrílræðið hér á fróni. Á þetta að vera móðir allra röksemdarfærslna í framtíðinni? Setja í þjóðaratkvæði og keyra síðan á lýðskrumi (þú mátt taka þetta til þín Mörður).

    Jón Ármann; Þorskum í sjónum fjölgar ekki við að að greiða atkvæði um fjölda þeirra. Þrátt fyrir allt er nú fylgt veiðiráðgjöf sem er byggð á rannsóknum. Starfsmenn Hafró eru þeir einu sem stunda rannsóknir og draga ályktanir af rannsóknunum en ekki óskhyggju eða pólitík.

  • Sigurður Gunn

    Mörður, ef þú þekktir söguna þá myndirði vita að menn hafa rekið sín fyrirtæki í sjávarútvegi í gegnum svona pólitíska vitleysu áður. Þessi stefnubreyting stjórnvalda er ekkert „réttlætis bylting“, þvert á móti hefur þetta allt verið reynt áður með ömurlegum afleiðingum. Pólitísk útdeiling á kvóta og atlaga að sjávarútvegsfyrirtækjum, sannarlega glæsilegt framtak hjá stjórnmálastéttina sem klúðrað hefur öllu sem hægt er að klúðra.

    Reglulega dúkkar upp pólitíkusum sem telja að það sé í lagi að sjávarútvegur sé tilraunasett fyrir pólitíska hugmyndafræði.

    Þeir þingmenn sem mest hafa sig í frammi með þetta hafa aldrei komið nálægt sjávarútvegi, nægir þar að nefna Atla Gíslason, Helga Hjörvar, Jón Bjarnason, Ólínu Þorvarðardóttur o.s.frv.

    Ef þú hefir einhvern snefil af áhuga á að kynna þér sjávarútveg þá myndirðu vita þetta og jafnframt að þennan svokallaða gjafakvóta er hvergi að finna í dag. Þú notar þetta bara því það hljómar svo popúlískt.

    Ríkisstjórnin hefur ekki meint neitt af því sem þau skrifuðu undir í þessum sáttmála, ekki frekar en annað sem frá þeim kemur.

  • Sigurður Gunn: Ég sé að þú ert fylgjandi frjálsum fiskveiðum.

  • Tryggvi Lárusson

    Þessi fyringarleið er fáránleg. Einungis þeir allra fjársterkustu munu hafa efni á því að kaupa sér kvóta á þeim ríkismarkaði sem Jóhanna og co. stefna að.

    Framtíðarmúsíkin hjá þessu liði er svo að bjóða upp kvótann á sameiginlegum ESB-fiskmarkaði.

    Þetta lið sem stendur að bak við þessa fyrningarleið hefur aldrei migið í saltan sjó og veit varla hvað fiskur er. Hefur einungis séð fisk í fiskbúð.

    Þessi fyrningarleið er aðför að landsbyggðinni mun endanlega gera út af við landsbyggðina. Landsbyggðin mun fara í eyði og það mun hafa stórkostlega þjóðfélagslegan kostnað í för með sér.

    Þetta nýja fiskveiðistjórnunarkerfi er í stíl við fiskveiðistjórnunarkerfi ESB, ríkistvætt og miðstýrt og ræðst að pólitískum duttlungum vinstrimanna.

    Þetta skref að fyrningarleiðinni mun gera þjóðina enn meira andsnúnari ESB, og það er mátulegt á stjórnvöld.

  • Jóhannes

    Frábær tillaga.

    Endilega hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um upptöku kvótans bótalaust. Ég styð nauðsynlega nýliðun í sjávarútvegi. Ég ætla að fá mér bát og úthlutaðan kvóta á sanngjörnu verði frá mínum flokki.

    Síðan má hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um skatta. Ég vil endilega að þeir sem eru með hærri tekjur en ég borgi skattana mína. Finna þarf út hvar tekjumörk 70-80% þjóðarinnar eru og þá næst örugglega samþykki fyrir að skattleggja hina rækilega.

    Svo má gjarnan þjóðnýta aðrar auðlindir. Það er fráleitt að örfáir landeigendur græði stórfé á laxveiðiréttindum. Laxveiði á að vera fyrir almenning í þessu landi. Mér finnst gaman að veiða lax en hef ekki efni á því. Því er rétt að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um upptöku veiðileyfa og þá fær maður bara úthlutað hjá flokknum.

    Það þarf hvort eð er að breyta stjórnarskránni. Það má alveg afnema bætur fyrir eignanám í félagslegum tilgangi.

  • Vindurinn

    Þjóðaratkvæði eru sjálfsögð en fyrst þyrftu stjórnarflokkarnir að koma sér saman um raunverulega stefnu sem þeir tryðu á, væri almenn og réttlát gagnvart eiganda auðlindarinnar. Þessi fyrningaleið eins og nú er talað um er í skötuselslíki enda boðað að úthluta eigi einhverju aftur – einhvernveginn. Það lyktar af Kreml (eða Brussel). Ef leiguverð fyrir afnotin eiga að myndast á markaði – eins og Samtök Atvinnulífsins hljóta að vera fylgjandi!!!??- þarf skýrari leikreglur. Eins og dæmin sanna er gott að eiga tengsl við banka eða aðra fjársterka, til dæmis kaupendur fisks. Er það ekki allt í lagi eða þyrfti að setja svæðisbundin mörk á afla – til að gæta byggðasjónarmiða?
    Væru stjórnvöld t.d. á móti því að kaupendur (segjum Marks og Spencer) aðstoðuðu t.d. Vísi í Grindavík með fé til að bjóða best í 500 tonna skötuselsveiðirétt – til x ára?
    Við ættum að vera búin að læra að sleppa ekki markaðnum lausum án þess að hafa skýrar og réttlátar leikreglur. Treysta stjórnvöld sér til þess eða á bara að endurúthluta – til þókknanlegra?
    Annars held ég að menn ættu líka að rannsaka fiskirannsóknirnar. Allir sjómenn „kvarta“ yfir að fá ekki að veiða meira enda sé sjórinn fullur af fiski. Kvótinn búinn í byrjun vertíðar.

    Skipta þessar tölur um þorskafla og veiðar í Barentshafi engu máli í íslenskri umræðu?

    Tölur í þúsundum tonna.
    Ár Ráðgjöf Útgefinn heildarkvóti Mismunur
    2000 110 390 280
    2001 263 395 132
    2002 181 395 214
    2003 305 395 90
    2004 398 486 88
    2005 485 485 0
    2006 471 471 0
    2007 309 424 115
    2008 409 430 21
    2009 473 546 73

  • Svartálfur aðeins að benda á að rétt áðan var Ásbjörn Ólafsson að
    telja það öruggt að verulegur meiri hluti væri N’UNA á Alþingi að
    a u k a kvóta fyrir þ o r sk og ý s u.

    Líttu til baka og sjáðu hverning afli hefur verið hér við land um langan tíma.

    Það getur verið styrkur í því að almenningur telji rétt að bæta við 15-20 þús.t.

  • Vindurinn

    Jóhannes! Líklega Jóhannes skírari frekar en Jóhannes skýrari?
    Djúpur!

  • Mr. Crane

    Ótrúlegur spuni hjá Merði. Uppsögn stöðugleikasáttmálans snýst ekki um skötuselinn. Það veit Mörður en ríkisstjórnin er að reyna að spinna málið þannig að þetta snúist um smámuni.
    Uppsögn stöðugleikasáttmálans snýst um endalaust ofbeldi hins opinbera gagnvart atvinnurekendum og því fólki sem vinnur hjá fyrirtækjum í einkageiranum.

    Það er búið að segja það aftur og aftur að skötuselsmálið yrði dropinn sem fyllti mælinn. Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og sérstaklega sjávarútvegsráðherra ríkisstjórnarinnar (Guðjón Arnar) hafa sýnt af sér ótrúlega óbilgjarna og ömurlega framkomu í þessu máli og algjörlega hundsað Samtök Atvinnulífsins í þessu og mörgum fleiri málum.

    Einkageirinn hefur staðið við sitt. Ríkisstjórnin hefur náð að svíkja næstum allt sem hún lofaði í sáttmálanum.

    Hluti af fylgishruni Samfylkingarinnar má rekja beint til ofbeldis flokksins í garð þeirra þúsunda sem starfa í sjávarútvegi.

    Það sorglega er að ofbeldi Samfylkingarinnar gagnvart sjávarútvegnum snýst ekki um að auka sanngirni eða réttlæti heldur snýst þetta bara um persónulegt hatur ákveðinna aðila innan flokksins á útgerðarmönnum.

    Það er fátt sem maður sér meir eftir en að hafa ljáð þessu ótrúlegu skítseyðum atkvæði sitt í síðustu kosningum (og þar síðustu og sv.frv.). Maður vissi af fyrningarhugmyndunum en mér datt alla veganna ekki í hug að þið væruð nógu klikkuð til að framkvæma þetta.

    Það er alla veganna krystaltært að ég kaus ekki Hrannar B sem forsætisráðherra, Guðjón Arnar sjávarútvegsráðherra eða Indriða sem ráðherra skattamála.
    Það er kannski lýsandi fyrir mannvonskuna í ykkur að ætla að skattleggja fólk sérstaklega sem lent hefur í því að tapa öllu sínu og meira til. Þetta lýsir ótrúlega illu innræti og mannfyrirlitningu.

  • Mörður hvað um Haga og Bónus á ekki að takka það af Þjófunum sem stálu hér mest.Hvað verður um landbúnaðarkvótann.Hvað segja þeir hjá ESB þeir hafa dásamað fiski kvótann sagt hann vera í góðum málum hjá okkur að Íslendingar gætti kennt þeim heil mikið. Það er eins og allt sem Samf og VG gera sé með ráðum gert til að nauðga okkur í ESB

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og tveimur? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur