Þriðjudagur 23.03.2010 - 21:00 - 9 ummæli

Hækkar þá kaupið?

Samtök atvinnurekenda eru farin i fýlu út af skötuselnum og ætla ekki lengur að vera með í stöðugleikasáttmálanum. En einhvernveginn man ég ekki eftir neinu sérstöku framlagi SA til stöðugleikasáttmálans.

Kannski atvinnurekendur séu núna að hóta því að hækka kaupið?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (9)

  • Var ríkið ekki að hækka laun flugvirkja um 11%? Er það ekki þokkalegt framlag atvinnurekenda til launafólks, eða hluta af því?

    eru ekki fyrirtæki úti í bæ að greiða starfsfólki sínu hundruði þúsunda í alls kyns bónusa fyrir vel unnin störf?

    er ríkið ekki í gegnum eignir sínar s.s. landsbankann að fara út í eitthvert bónus kerfi, sem starfsfólkið getur bara grætt á, ekki tapað?

    hvað meinarðu eiginlega með að það sé ekkert verið að gera fyrir launþegana? Jóhanna lofaði nú að slá skjaldborg um þá sem minnst mega sín. Ég get ekki betur séð en á þessari upptalningu sé hún svo sannarlega að vernda þá sem minnst mega sín?

  • Úlfar Bragason

    SA fylgir skoðanakönnuninni, heldur nú að élið sé að birta, íhaldið að komast aftur í stjórn, kjósendur séu búnir að gleyma hverjir komu okkur á kaldan klakann, og óhætt að gefa samvinnu við ríkisstjórnina up á bátinn. Undarlegri eru viðbrögð ASÍ forustunnar. Það er eins og forsetinn sé einhvers konar taglhnýtingur Vilhjálms Egilssonar! Kannski hann ætti að flytja sig á skrifstofu SA.

  • Mörður afhverju sérð þú ekki um skaupið á næsta ári? Ég er ekki frá því að þú sért fyndnari en Elsa Lund.

  • Villi Pálls

    Fyndinn, Mörður, eða þá hitt þó heldur. Það hlakkar í þér þegar vinstri-ofríkisstjórnin þín pönkast á atvinnurekendum.

    Mér sýnist stjórn Jóhönnu vera farinn að líkjast ískyggilega mikið stjórnar hollvinar ykkar og „mannvinarins“ marxistans Robert Mugabe í Zimbave.

  • Villi Pálls er allveg ótrúlega málefnalegur.

  • Tryggvi og Villi Pálls munu berjast til síðasta blóðdropa fyrir skötuselinn

  • Aldrei hafa svo margir barist fyrir svo fáum skötuselum.

  • Ég hélt sem snökkvast að 1. aríl væri komin og þegar Vilhjálmur byrjaði að skæla yfir skötuselnum. Mér fannst þetta svo fáránlegt að þetta hlyti að vera brandari og ekki lagaðist djókið þegar í ljós kom að manninum var alvara. Þetta verður notað í grínþáttum næstu mánuðina. Halda þessi sægreyfar að þeir vinni sér hylli hjá þjóðinni með svona kjánaskap.

  • Þetta sýnir að SA eru bara, eins og Framsóknarflokkurinn flokksdeild í Sjálfgræðisflokknum.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og átta? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur