Þriðjudagur 13.04.2010 - 08:10 - 23 ummæli

Moggi segir fréttir

Morgunblaðið er ekki lengi að draga fram aðalatriði skýrslunnar miklu. Á forsíðunni er okkur sagt hvert við eigum að beina spjótum okkar: ÁBYRGÐIN BANKANNA

Já, svo sannarlega bera eigendur bankanna og stjórnendur mesta ábyrgð á hruni bankanna. Þar á eftir er líka lang-þægilegast að setja punkt.

Í annarri minni frétt kemur í ljós að rannsóknarnefndin hefur athugað aðra en bankana. Þar er fyrirsögnin: „Mat nefndarinnar á vanrækslu stjórnvalda.“ Nefndarinnar, takið eftir.

Eftir þetta bregður manni soldið við að sjá á blaðsíðu 8 að skýrslan sé „Áfellisdómur yfir leiðtogunum“. En það er haft eftir öðrum, nefnilega erlendum fjölmiðlum.

Inni í blaðinu kemur í ljós að ýmsir fengu á baukinn í skýrslunni, stjórnmálamenn, embættismenn, forsetinn, fjölmiðlar. Um Fjármálaeftirlitið segir í fyrirsögn: „Skortur á festu og ákveðni og valdheimildum sjaldan beitt.“

Fyrirsögnin um ávirðingar Seðlabankans er hinsvegar í óbeinni ræðu: „Stjórn Seðlabankans sögð hafa sýnt vanrækslu.“

Sögð!

Morgunblaðið leggur mikið rúm undir frásögn af skýrslunni og viðbrögðum við hana, og þar hefur verið unnin ágæt fagvinna á skömmum tíma sem til ráðstöfunar var. Framsetning, uppröðun og fyrirsagnalína segir hinsvegar allt sem segja þarf. Þótt ritstjórinn sé úti í löndum er blaðið skipulagt að hans hætti og alveg fyrirsjáanlegt. Maður þarf ekki einusinni að lesa leiðarann.

Fyrsti dagur í skýrslu var erfiður en góður. Mér fannst skýrslan væri að marka skref í áttina, að nú hlyti uppgjörið að ná hápunkti og síðan tæki við einhverskonar lækning og sátt á nýjum forsendum.

Moggi Davíðs ætlar sýnilega ekki að taka þátt í því – en þá er bara að segja bless við bæði hann og blaðið.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (23)

  • … og þótt fyrr hefði verið 😉

  • Nú verðurðu tekinn í gegn í Staksteinum.

  • Seðlabankinn kemur ótrúlega vel út úr þessar skýrslu.no 1yfirtaka Glitnis ekki rétt sjórnsýsluleg vantar pappíra,kominn á hausinn hvernig sem á er litið.no 2 stoppaðt ekki úþennslu Landsbanka í Bretlandi ekki viss um hann hafði heimild til þess

  • Það sem skiptir máli núna er hvernig og hvort mönnum tekst að líta í eigin barm og skoða sinn þátt og síns flokks á heiðarlegan og gagnrýninn hátt.
    Við vitum fyrirfram hvað þér finnst um umfjöllun Moggans, hún dæmir sig sjálf og þar kemur ekkert á óvart.
    Kjörnir fulltrúar bjóða sig fram til að sinna ákveðnum verkum og fyrirvararnir voru engir í kosningabaráttunni. Menn bjóða sig fram til að setja lög og sjá um rekstur samneyslunnar, eftirlitsstofnana, heilbrigðisstofnana ofl. Mönnum leyfist auðvitað að misstíga sig smávegis en að hengja sig í smáatriðalýsingar eftir að vera staðinn að þvílíkum yfirsjónum og vanrækslu sýnir… ég veit bara ekki hvað á að kalla það. Stjórnvöld eiga að koma lögum yfir glæpamenn, ekki opna dyr og glugga fyrir þá.

  • Það er algjörlega fráleitt að komast að þeirri niðurstöðu að bönkunum sé helst um að kenna. Kjörnir fulltrúar okkar og stjórnsýsla á að sjá til þess að frelsi sumra bitni ekki svo herfilega á fjöldanum. Hér er um þjóðaröryggismál að ræða.
    Segjum sem svo að einhverjir verktakar fengju leyfi til að byggja hæsta hús á Norðurlöndunum einhvers staðar í Þingholtunum. Þetta væri hið glæsilegasta hýsi og stolt allra Íslendinga. Áfram væri haldið að hækka og stækka húsið þrátt fyrir viðvaranir erlendra og innlendra arkitekta og verkfræðinga. Þegar húsið svo hrynur yfir allt hverfið með skelfilegum afleiðingum verður verktökum ekki kennt um að hafa reist húsið svo hátt, heldur borgaryfirvöldum að hafa leyft bygginguna og byggingareftirlitinu. Er ég að husa þetta eitthvað rangt?

  • Ásgeir Beinteinsson

    Miðað við ummæli sjálfstæðismanna þá er eins og einhver einhversstaðar innst inni, hafi gefið línuna: skýrslan er góð og vel unnin, maður þarf ekki að vera sammála því sem stendur í svona skýrslu, ég sé reyndar nokkrar skekkjur, ég tek niðurstöðu ef ég verð dæmdur/dæmd, það er ljóst af skýrslunni að sökin er hjá bönkunum og framsóknarmönnum sem vildu 90% húsnæðislán.

  • Já sælir eru blindir sem ekki sjá að Fréttablaðið gerir nákvæmlega það sama, þ.e. þver öfugt. Þar er þetta sko alls ekki bönkum og auðrónum að kenna.

  • Halldóra

    Morgunblaðið í dag væri bráðfyndið ef það væri ekki svona sorglegt

  • Í dag hefur Morgunblaðið vinninginn í fréttamiðlun. Langbesta umfjöllunin um skýrsluna; aðgengileg og yfirgripsmikil. Fréttablaðið er með „barbí-umfjöllun“ miðað við Moggann í dag.

  • Mörður meðan þú sast á alþingi þá rændi Jón Ásgeir bankanna með aðstoð Samfylkingarinnar, vonandi mun Morgunblaðið fjalla ítarlega um það hvernig Samfylkingin Jóhanna og Ingibjörg hafa reist skjaldborg utan um Jón Ásgeir og Jóhannes föður hans, menn sem hafa fengið 5740milljónir evra úr bönkunum og það nýjasta hjá þínu fólki er að færa þeim Haga á silfurfati.
    Hugsaðu þér hvað Ísland og við þjóðin værum stödd ef fjölmiðlalögin hefðu verið samþykk, þú verður að hafa það á samviskunni það sem eftir er að hafa ekki studd þau.

  • Lux Perpetua

    Jú, það er auðvitað fullkomlega morgunljóst að fjölmiðlalögin hans Davíðs frá 2004 hefðu algerlega komið í veg fyrir bankahrunið… :rolleyes:

  • Mörður væri ekki nær að þú myndir líta á þig og þína í stað þess að detta í sömu grifjuna og moggi?

    Þú varst til dæmis einn af þeim sem gerðir alllt til að koma í vegfyrir að Baugur væri skoðaður bara vegna þess að það var DO sem benti á þá.

  • Guðmundur 2. Gunnarsson

    Mörður. Er það ekki alveg öruggt að þú ert saklaus af öllu sem tengist hruninu?

    „Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans segir í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis að hvaða flokkur sem er hefði getað fengið 25 milljón króna styrk hjá Landsbankanum ef hann hefði beðið um það. Auk þess nefnir hann að styrkir til Samfylkingarinnar hafi verið miklu hærri en flokkurinn hafi sagt frá.“

    Veist þú eitthvað hvað Sigurjón er að tala um?

    Hvað með að Samfylkingin er búin að einkavæða 2 ríkisbanka og án þess að þjóðin hefur hugmynd um hverjir eru eigendur þeirra? Ertu eitthvað inni í því og getur deilt með okkur hvers vegna svo er staðið að, og hvað hafi breyst frá fyrri einkavæðingum, annað en að nú er leynd yfir hverjir eigendurnir bankanna eru?

    Er ekki alveg á hreinu að aftur er verið að vinna eftir handónýtum EES reglugerðum?

  • Mörður, ekki berja þig svona fast í punginn með sleggjunni….
    þú veist allveg hvernig staðan er og hverjir klikkuðu, og einnig sem ekki er minna vert, hverjir ryksuguðu bankana og það með dyggri aðstoð þíns flokks ma, svo það duga engar smjörklípur ala DO núna, fólk sér allveg í gegnum ykkur spunakarlana, þið ættuð að hafa ykkur hæga næstu mánuðina hið minnsta.

  • Mér sýndist fréttablaðið minnast almennilega á eigendur bankanna á síðu 20

  • Fjölmiðlalögin og það að þau féllu voru vendipunkturinn, frá þeim tíma snérust valdahlutföll í samfélaginu.

    þú getur rollæs eins og þú vilt…. en þannig var það.

  • MargrétJ

    Held ekki Mörður að þitt aðaláhyggjuefni þessa daganna ætti að vera Morgunblaðið. Lýsir nú samt í hnotskurn hvernig þið pólitíkusar hugsið.
    Þið eruð með „andstæðinginn“ á heilanum og öll ykkar orka, vinna og hugsun fer í hann. Þið eruð tilbúin að selja allt – fólkið, siðferðið, sálina og ömmu ykkar, BARA ef þið hafið yfirhöndina yfir andstæðing ykkar.
    Látlaust er verið að benda á hinn – benda og benda og benda. Er þér ekkert illt í puttanum? eða sálinni? Nei – ég hélt ekki.

  • Ólafur Guðmundsson

    Þremenningarnir eiga svo sannarlega heiður skilið fyrir skýra framsetningu á vandaðri greiningarvinnu.
    Bendi sérstaklega á 20. kafla sem fjallar um helgina þegar Glitnir var felldur, sjá sérstaklega ályktanirnar í 20.2.7.
    Það sem þó ekki er sagt beinum orðum er það sem allir vita: Davíð varð að nota þetta dauðafæri til að fella fjandmann sinn númer eitt. Fórnarkostnaðurinn var bankakerfi landsmanna, allt í einu og sama högginu.
    Skyldi þetta hafa farið fram hjá Agnesi og blaðinu sem hún og DO stýra?

  • Ólafur Guðmundsson: þú ert fáviti……þessi glæpabanki var fallinn og vel það… án þáttöku DO,, vertu úti með þína fölsuðu söguskýringu.

  • Setjum mynd af Davíð Oddsyni á frímerki, þá geta FLokksmenn sleikt á honum afturhlutann allann daginn og öll kvöld og nætur.

  • Ólafur Guðmundsson

    Sannleikanum er hver sárreiðastur nafni…
    Lestu kaflann.

  • Mér þykir lýsandi fyrir ástandið á Samfylkingunni að þú hafir ekki komið betur út úr prófkjöri síðast, þú fittaðir augljóslega ekki prófílinn, hafandi alla þá kosti sem gera stjórnmálamenn góða: gáfur og skerpu, heiðarleika og samkvæmni, hugsjónir, prinsíp, virðingu og traust. Ég hef aldrei vitað þig láta orð falla sem ganga gegn þessu, og það á við um þennan pistil eins og aðra. Ég vildi trúa að þú gætir smitað flokkinn þinn af þessum kostum þínum en það er ekki oft sem rotnu eplin lagast við umgengni við þau heilu, svo ég segi komdu þér burt úr Samfylkingarbælinu og láttu almennilega til þín taka á öðrum vettvangi!

  • Varst þú ekki búinn að losa þig við ,,garminn hann Ketil“;)

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og sjö? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur