Til hamingju sem hafið verið að glíma við gengistryggðu lánin – en ég er sammála Kristni H. Gunnarssyni í Fréttablaðinu í dag: Þegar lögfræðinni sleppir verður að taka við réttlætiskennd og skynsemi. Það er eðlilegt að venjuleg verðtrygging færist nú á gengistryggðu lánin. Þeir sem þau tóku hagnast verulega (vonandi) miðað við að bera gengisfallið, en geta ekki vænst þess að lánin nánast falli niður – eða með öðrum orðum að að aðrir Íslendingar borgi þau, með auknum sköttum eða minni velferðarþjónustu eða skertum lífeyri. Þeir borgunarmenn eru margir þegar að sligast undan venjulegum verðtryggðum lánum, og gera auðvitað kröfu um að þau fái sömu útreið og gengistryggðu lánin. Rökin um forsendubrestinn eru vissulega öflug – en hver á að lokum að borga?
Einsog Kristinn lærði ég einusinni þá hagfræði að ef Jón borgar ekki skuldina sína þá lendi það á Gunnu. Alveg einsog efnið í heiminum eyðist ekki heldur verður að orku og svo að öðru efni. Ég var farinn að efast um þennan barnalærdóm í góðærinu og svo aftur eftir langvarandi ræðuhöld niðurfellingarsinna á eftirhrunstímum. En hér hefur Kiddi rétt fyrir sér: Skuldir þarf að greiða. Það er ekki sanngjarnt að skuldari losni við að borga skuld sína vegna þess að þá þarf næsti maður að borga hana.
Það er ekki fallið til vinsælda, en eina réttlætispólitíkin er að styðja þá beint og rösklega sem eiga um sárast að binda, og hjálpa hinum að hjálpa sér sjálfir með lausnum og úrræðum sem eru sanngjarnar og ábyrgar.
Til lengdar læra menn að vara sig á þeim sem lofa Paradís á jörðu – sem í einkennilega mörgum tilvikum eru þeir sömu fyrir hrun og eftir hrun.
Hvað er réttlæti? Gengistrygging er lögleysa og eftir standa lágir liborvextir. Það virðist eðlilegt að borga samkvæmt þessum vöxtum. Það getur vel verið að vísitölubundin verðtrygging sé venjuleg verðtrygging en hún er ekki réttlát. Réttlæti er varla í því fólgið að allir þurfi að búa við helsi óréttlátar verðtryggingar.Það gildir það sama um gengistryggð lán og verðtryggð lán. Í hruninu stökkbreytust bæði lánin. Réttlætið felst í því að afnema verðtryggingu.
þrjár athugasemdir:
Lítið fór fyrir sanngirni þinni og réttlætisást áður en dómurinn féll.
Það kallast ekki hagnaður að verða ekki fyrir tjóni.
Það eru erlendir kröfuhafar (sem þið í ríkisstjórn eruð andlega ofurseldir) sem tapa. Ekki íslenska velferðarkerfið.
Þetta er í raun ótrúlegur málflutningur.
Ef að þetta kostar ríkið eitthvað þá eru það mistök við skiptingu bankanna sem skrifast á stjórnvöld. Það hefur aldrei verið ástæða til þess að taka þessi lán yfir á öðru en raunverði. Efi um lögmæti þessara lána hefur lengi legið fyrir.
Í kreppuklámsumræðunni stuttu eftir hrun þá var fólk minnt á að ekki bæri að líta á eiginfjárframlag til bankanna sem skuld ríkisins því eign kæmi á móti. Stjórnarliðar eru væntanlega ennþá á því að sú röksemdafærsla sé gild er það ekki?
En það er kannski löngu kominn tími á að stjórnvöld birti nákvæmt uppgjör um það hvaða afslátt bankarnir fengu af lánunum og hvernig endurreisn bankanna var útfærð. Það skyldi þó aldrei vera að þá kæmi í ljós raunveruleg ástæða þess að enginn mannlegur máttur gat komið heimilunum til aðstoðar? Stóð kannski alltaf til að reisa nýja bankakerfið með því að nýta skuldaafsláttinn sem eiginfé sem síðan fengist tilbaka með sölu á bönkunum þegar þyrfti að fara að greiða Icesave skuldbindingar?
Ykkur Kristni væri nær að beita ykkur fyrir því að sett yrði í gang rannsókn á því hvernig þessi lán eru tilkomin. Það er nefninlega ekki búið að útiloka að þessi lán séu hluti af stórfelldri fjársvikastarfsemi. Heldur þú að það sé tilviljun að þessi lán voru seld eins og enginn sé morgundagurinn eftir að bankarnir eru komnir í vandræði? Heldurðu að það gæti komið í ljós við slíka rannsókn að fjármálastofnanir hafi vísvitandi reynt að koma gengisáhættunni yfir á neytendur vitandi það að bankarnir ættu ekki fyrir þeim erlendu skuldum sem þeir þurftu að gera upp á millibankamarkaði árið 2008?
Út frá hagfræði sósíalista og kommúnista eru þetta ákaflega eðlileg og fyrirsjáanleg viðbrögð af þinni hálfu og einkennilegt að VG og sósíalistadeild Samfylkingar séu ekki löngu búnir að láta heyra í sér. Stefna ykkar hefur alltaf verið að gera alla jafn fátæka en ekki að stuðla að velmegun fyrir sem flesta. Í þeim kerfum, sem þið sósíalistar og jafnaðarmenn hafið komið á, tókst þetta þó ekki alveg, þar sem forystufólk „flokksins“ var ekki á sömu kjörum og almúginn.
Ég hefði haldið, að afstaða þeirra, sem virkilega vilja almenningi vel – líkt og Helgi Hjörvar – væri að ná einnig fram leiðréttingu á verðtryggð lán. Kannski að þú Kiddi sleggja getið stofnað ykkar eigin stjórnmálaflokk, þar sem þið hafið einhvern hljómgrunn meðal ykkar líkra. Þið eruð þó, eins og ég sjálfur innan Sjálfstæðisflokksins, aðeins hrópendur í eyðimörkinni.
Hefði verið hægt að treysta lánafyrirtækjum og gengið haldist nokkuð stöðugt þá væri fólk að borga þessa vexti sem samið var um í upphafi. . Það er allt annað en verðtrygging. Mér finnst undarlega afstaða hjá þér að ganga í lið með Kristni og fjármálafyritækjum og heimta verðtryggingu á lánin. Það væri auðvitað annar þjófnaður. Þér væri nær að hugsa um hagsmuni þeirra sem kusu þig á þing og þú ert málsvari fyrir. Varla eru það bara eigendur fjármálafyrirtækja sem komu þér þangað? Ættir þú sem þingmaður ekki vera að ræða hvort vísa eigi máli fjármálafyrirtækja til rikissaksóknara þar sem þau voru að svíkja og pretta fólk. Einhverjir hafa misst allt sitt og jafnvel lífið. Það eru líka hagsmunir almennings að afnema verðtryggingu og fyrir því átt þú að berjast. Þá hefðuð þið þingmenn aðhald að hleypa verðbólgunni ekki á flug en nú er enginn sem hefur sérstakan áhuga á því .
Sæll kæri félagi Mörður. Ég er satt að segja undrandi á þér minn kæri að telja „venjulega verðtryggingu“ réttláta og skynsamlega. Burtséð frá venjulegri lögfræði og séð með augum hins vitiborna manns þá skrifuðu einstaklingar umvörpum undir lánasamninga sem einhliða voru samdir af lánveitendum. Þessir lánveitendur tóku engum ábendingum og vildu engu breyta þó þeim væri bent á lögbrot og töldu sig hafa rétt fyrir sér. Nú þegar Hæstiréttur hefur slegið á puttana á þeim er útilokað að lánveitendur geti hoppað í hitt hjólfarið og fengið ríkisstjórn og alþingi í lið með sér til þess að búa til eitthvað annað kerfi til að passa að þeir tapi nú engu. Þess háttar pilsfaldakaptitalismi er okkur jafnaðarfólki ekki að skapi. Það er hvorki réttlæti eða skynsemi. Réttara væri að finna leiðir til að minnka vægi „venjulegrar verðtryggingar“ í samfélaginu. Ég er viss um að sú leið er til og venjulegt fólk njóti þá á einhvern hátt jafnræðis á við fjármagnseigndur sem einhliða ætla að treysta á „venjulega verðtryggingu“.
Jón er í mörgum tilfella búinn að borga skuldina sína. Það er punkturinn, hvað hagfræðina varðar þá eruð þið að nota ranga nálgun, barnaskólahagfræðin hefur þarna rangt fyrir sér, þetta eru ekki einfaldar debet og kredit færslur eins og í bókfærslu 101 sem þarna eiga sér stað.
Hver ber ábyrgð á þessum ólöglegu lánum? Af hverju situr það fólk enn á þingi?
Ef þetta er ekki á ábyrgð stjórnmálamanna. Verður þá fólk með ólögleg lán ekki að sækja sitt mál sjálft til þess sem seldi þeim þetta lánabull. Er sjálfsábyrgð hjá lántakanda?
Þeir sem dönsuðu hvað hraðast í kring um glópagulls-kálfinn munu hagnast. Og hinir sem voru ekki blindaðir af græðgi munu bera þungann.
Hér er hinn sanni Íslendingur í hnotskurn. Tekur ekki ábyrgð á sínum lánum og lætur einhvern annan borga fyrir sig; nágranna sinn eða almenning í Hollandi. Íslendingnum er alveg sama. Hann vill hafa það gott þó það sé á annars kostnað.
http://www.pressan.is/pressupennar/LesaMagnusGeir/fjarglaefrafolkid-med-gengislanin
Ég mun aldrei aftur kjósa þann flokk sem þú eða Kiddi kommi bjóðið ykkur fram fyrir.
Mér svelgdist á morgunkaffinu við lestur þessarar greinar mannsins. Hér að ofan eru prýðileg andsvör við þessu súrrandi rugli sem Kristinn ber á borð fyrir blaðalesendur.
Greinin ber keim af flatskjáráróðrinum og dapurlegt að slíkt sé enn í gangi.
Það mun ekki takast að spinna þann vef mikið lengur að telja almenningi trú um að hann þurfi sjálfkrafa að bera allar þær byrðar sem spilltir og handónýtir stjórnmálamenn vilja velta yfir á hann.
Líklega hefur Mörður ekki allur verið vaknaður er hann ritaði þessa fáránlegu færslu.
Svívirðilegt að meintir verndarar almennings á launum láti svona út úr sér.
Fyrirlitleg og desperate tilraun til þess að viðhalda status quo.
Ekki næstum því jafn mikið fjör að vera á þingi, ef þrælarnir fá nú að halda einhverju af ævistarfinu?
Allir sem tala á þeim nótum sem þessir þingmenn gera, ættu að vita eitt:
Við, sem fjórða hvert ár heitum „kjósendur“ en heitum nú niðrandi samheitinu „skuldarar“ –
við litla fólkið sem dregur hlassið og ófreskjuna Ísland í dag –
við vitum vel að þessir peningar voru aldrei til.
Þær 20 milljónir sem var smurt ofan á lánið mitt voru aldrei til –
nema hugsanlega inni í skapandi bókhaldi Landsbankans, eftir að eigendur hans voru búnir –
fyrst að lokka fólk til þess að taka þessi lán og síðan að fokka krónunni.
Við vitum auðvitað líka, að núna verður spriklað.
Allt gert til þess að hafa af okkur lágmarks mannréttindi.
Og hættan er vissulega sú að við látum okkur hafa það – einn ganginn enn.
Og ætli það sé ekki einmitt það sem þeir sem tala svona reikna með?
Nú ertu á algjörum villigötum Mörður.
Held að það þurfi ekki að ræða lögmæti gengistryggingar, Héraðsdómur og Hæstiréttur hafa gert það og skilað skýrri niðurstöðu.
Bankarnir buðu ólögleg lán.
En þegar talið berst að því hver eigi að borga þá er það nú svo að lántakendur með gengistryggð lán hafa flestir verið að borga eins mikið og þeir hafa getað og jafnvel meira.
Síðan 2007 hefur gengisviðmiðið hækkað þær greiðslur langt umfram vísitölu og frá hruni 2008 hefur sú greiðsla verið allt að 90% hærri en upphaflega stóð til.
Sé þetta tekið saman þá hafa „gengistryggðir“ í raun borgað afborganir sem nema 5 árum meðan „vísitölubundnir“ hafa greitt í 2-2.5.
Falli gengisviðmiðið niður eins og dómur hefur nú kveðið á um þá taka við umsamdir vextir og álag sem í lang flestum tilfellum er á bilinu 3,5-6,5 %.
Það eru eðlilegir vextir og flestum viðráðanlegir.
Komi til þess að bönkum verði gert að endurgreiða oftöku vegna ólöglegs gengisviðmiðs þá væri einfaldast að sú upphæð færi til niðurgreiðslu á höfuðstól, sem sagt peningarnir fara ekki til beint lántakanda heldur haldast inni í bankakerfinu.
Eftir 20-30 ár (algengasti lánstími) þá verður margt breitt ef einhver dugur er í stjórnvöldum.
Vonandi verður vísitöubinding afnumin í áföngum, vextir lækka osfr.
Þeim sem tekið hafa vísitölubundin lán verður í fyllingu tímans án efa boðið að umbreyta sínum lánum í óverðtryggt og þegar upp er staðið jafnast út það misræmi sem augljóslega mun koma upp á næstu mánuðum og árum varðandi hin mismunandi lántökuform.
Það er bara rangt að halda því fram að þjófnaður sá sem bankarnir hafa stundað í skjóli gengistryggingar lendi á einhverjum öðrum. Samningarnir voru milli banka og lántakanda og aðrir koma þar hvergi nærri.
Hagsmunasamtök heimilanna hafa ítrekað bent á þessa staðreynd og fjöldi hagfræðinga hefur gert hið sama.
Það sem þú og Kristinn haldið fram er eiginlega æði ósvífinn hræðsluáróður sem einungis er til þess fallinn að auka enn á sundrungu í samfélaginu.
Leiðréttingin sem nú blasir við að þurfi að framkvæma er fyrsta skrefið í því taka upp eðlilega viðskiptahætti í þessu landi, koma böndum á sjálftöku banka og fjármagnseigenda á launum almennings og að hið opinbera sýni loks ábyrga fjármálastjórnun.
Það er réttlæti.
Ég fæ með engu móti skilið hvernig þú getur reiknað það að út ef heimtur þýsks banka með fjármögnunarfyrirtæki í fanginu verða verri af bílalánum til Íslendinga en hann hugði borgi næsti maður tap þýska bankans?
Útskýrðu það nánar.
Eins vil ég spyrja hvert réttlætið sé í því fyrir fólk sem tók styttri lán en ella til að sleppa við verðtryggingu að henni sé skellt á það eftirá?
Ég vil bara benda ykkur á að bankarnir stálu bæði frá þeim sem voru með gengistryggingu og líka þeim sem voru með verðtryggingu. Meðan rukkað var eftir gengis tryggingu stálu þeir bara meiru frá þeim sem voru með gengistryggð lán.
Við lántakendur höfum engin áhrif á verðtrygginguna en það sama verður ekki sagt um bankana. Þegar þeir tóku stöðu gegn krónunni og felldu hana fór sú gengisfelling inn í verðlagið og keyrði upp verðtryggðu lánin. Það er varla sanngjarnt að lánveitandi sem getur skrúfað gengi upp að vild sé stikkfrí og geti sent reikninginn á lántakendur.
Ég óska þeim sem eru með gengistryggð lán til hamingju með sigurinn í Hæstarétti en finnst skítt að þurfa að borga fyrir þjófnað bankamanna og getuleysis stjórnmála og embættismanna í gegnum „verðtryggt“ húsnæðislán.
Vilhjálmur Árnason skrifar, org.is:
„Allan áttunda áratuginn var vaxandi óánægja með það að sparifé landsmanna væri að brenna upp í bönkunum, eins og það var kallað, þar sem þeir er tækju lán til nokkurra ára, greiddu ekki nema hluta verðmætisins til baka. Verðbólgan hækkað kaup og verðlag verulega á sama tíma og höfuðstóll lánsins hækkaði einungis um innlánsvextina, sem þá voru mun lægri en verðbólgan.
Þessi óánægja var skiljanleg, en lausna á því vandamáli var ekki leitað í hinum raunverulega vanda, sem olli þessu misvægi, sem var efnahagsleg óstjórn stjórnmálamanna. Lausna var leitað með því að búa til formúlu sem fjölgaði krónunum sem greiddar væru til baka, svo sparifjáreigandinn væri að fá til baka “raunvirði”, eins og það hefur verið kallað.
Verðtrygging á innistæðum og útlánum er ekki sami hluturinn. En
Verðtrygging er algerlega fáránleg. Og sérstaklega er hún fáránleg í hlutverki verðbóta vegna verðbólgu sem fer upp fyrir 5%, þar sem hátt verðbólgustig myndast vegna óhóflegs peningamagns í umferð. Því er stjórnað af bönkum, Seðlabanka og ríkisstjórn.
Að láta skuldara bera þessa ábyrgð er hreinn þjófnaður, svik, fjármálakúgun, óréttlæti, mannréttindabrot, siðleysi, auk þess að vera brotalöm bankakerfisins, fjármálalífsins og hagkerfisins. Hversu lengi á þessi leikur að ganga? Hver hagnast á því að hagkerfi okkar og fjármálakerfi sé eins og vanþroskað barn sem slítur aldrei barnsskónum.“
Þú er aum sál og átt ekkert erindi inn á þing okkar íslendinga. Það er degi ljóst að þú gengur erinda fjármálafyrirtækja eins og margir samflokksmenn þínir.
Þú ert svo treggáfaður að halda að einhver gæti mögulega trúað þessu froðusnakki sem þú ritar hér. Það er margbúið að koma fram að þetta kemur ekki til með að lenda á ríkissjóði nema að mjög takmörkuðu leiti þar sem bankarnir eru í eigu kröfuhafa sem aðalega eru erlendir.
Burt með þig hundur og komdu aldrei aftur því þú ert mein okkar samfélags.
Hvenær heyrðist krafa frá ykkur um réttlæti handa okkur þegar við vorum að bugast undan greiðslubirgði eftir að bankarnir hrundu á ykkar vakt. Lánin hækkuðu vegna vanhæfni ykkar, eftirlitsleysi, múturgreiðslna, siðblindu ykkar og taumlausri grægði bankana meðal annars á ykkar vakt.
Ég á ekki fleiri orð yfir vanþókknum minni á þér, nema eitt sem lýsir minni tilfinngu á þessari stundu að þín sál er hreinn viðbjóður
Er þetta ekki bara rétt?
Það sem verið er að biðja um er að skattborgarar niðurgreiði skuldirnar eða að skuldirnar séu jafnaðar niður á alla landsmenn.
Þetta í rauninni segir sig alveg sjálft.
Ótrúleg ummæli frá manni sem ég hélt að væri með amsk. nokkrar gráar sem virkuðu ennþá.
Málið hérna er að Íslensku bankarnir gengu fram með ÓLÖGLEGAN gjörning með þessum gengistengdu lánum (miðað við dóm hæstaréttar) og nú virðast nær allir stjórnmálamenn flykkjast bak við þá og vorkenna greyunum.
Ef ég sem almennur borgari hafi farið og samið við bankana á ólöglegann hátt og málið farið til hæstarættar, hefði ég ekki tekið skellinn? Jú að sjálfsögðu og það hefðu engir háir herrar verið að reyna að bjarga minni boru.
Það er enginn að tala um niðurfellingu á neinum skuldum, eingöngu að þeir sem eru með ÓLÖGLEGA GENGISTENGD LÁN borgi höfuðstól ásamt þeim vöxtum sem bankarnir eru með á þessum lánum sem eru LIBOR vextir + vaxtaálag.
Enn og aftur sýnir íslenskur stjórnmálamaður hve veruleikafyrrt þessi stétt er. Þú ert til skammar Mörður.
Hárrétt hjá Merði. Þeir sem tóku áhættu og ætluðu að hafa það svona miklu betra en verðtryggði nágranninn eiga ekki skilið meiri verðlaun en að fá láninu breytt verðtryggt krónulán. En spurningin er af hverju hinum áhættusæknu myntkörfuskuldurum var ekki boðinn sá kostur fyrir löngu síðan?
Er ekki kominn tími til að loka gjánni á milli lántakenda í landinu?
http://blogg.visir.is/gb/2010/06/22/hugmyndir-domsmalara%c3%b0herra-eru-forkastanlegar-og-lysa-undarlegum-skilningi-a-rettarfari/
Jú Andri, það er kominn tími til þess. En gjánni verður lokað með því að færa niður höfuðstól verðtryggðu lánanna.
Gaman að sjá að pólítíkusar eru farnir að tala um réttlæti núna. „Réttlæti“ er nefnilega ekki orð sem virðist vera til í þeirra orðabók frekar en „siðferði“ og „ábyrgð“.
Leikhús fáránleikans verður enn skemmtilegra þegar að gamall Kommi stendur tárvotur úti á torgi og grætur það óréttlæti heimsins að bankar séu skikkaðir til að rukka inn sanngjarna vexti eftir að hafa mergsogið og beinlínis rænt almúgann árum saman(sjá skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis og vaxtatöflur bankana).
Er þetta ekki annars blogg Marðar Árnasonar þingmanns samfylkingarinnar og JAFNAÐARMANNS?
Það er ekki nóg að finnast skítt að borga áfram verðtryggð lán.
Verðtryggð lán eru GLÆPUR, engu minni en hin ólöglegu gengislán.
Fólk ætti að taka sig saman og hætta að borga af verðtryggðum lánum.
Það er ekki nógu gott að hagsmunasamtök heimilanna og talsmenn skuldara hafi nánast eingöngu horft til gengistryggðra lána – en skipt sér lítið af verðtryggðum lánum. Er það af því að forsvarsmenn þeirra eru sjálfir með gengistryggð lán?
Þeir sem eru með verðtryggð lán eru jafnmikil fórnarlömb fjárglæframanna og þjófa innan bankakerfisins og þeir sem eru með gengistryggð lán.
Innan bankanna starfar enn stór hópur glæpamanna. Eina rétta er að endurskipuleggja alla bankana frá grunni þ.m.t. allt starfsmannahald.
Ert þú að styðja það að ólöglegir gerningar beri verðtryggingu? Vilt þú ekki líka að það sé vsk á dóp þá líka sem sölumenn eiga að skila til ríkisins? Þvílík endemis vitleysa að detta það í hug að koma með svona málflutning!!
Maður bara spyr sig hvað er að gerast í höfðinu á svona köllum sem tala svona? Ertu með verðtryggt lán Mörður og finnst þér ósanngjarnt að horfa uppá að hlutirnir leiðréttist hjá öðrum en ekki þér? Íslensk lán með verðtryggingu hafa verið lögleg ÞVÍ MIÐUR alltof lengi og það er ykkar á alþingi að taka á því andskotans máli og átti að vera fyrir löngu síðan búið að afnema þessa verðbólgu.
Ef hún hefði ekki verið til við einkavæðingu bankanna hefði miklu færri farið í erlend lán til þess eins að forðast þennan viðbjóð, verðtryggingu sem er gróðatæki bankanna.
Þetta er ansi skondin umræða.
Allt í einu fara stjórnmálamennirnir, í þessu dæmi Kristinn H. Gunnarsson, Pétur Blöndal og Mörður Árnason að tala um sanngirni gagnvart fjármögnunarfyrirtækjunum þegar hallar. Ekki heyrðist eins mikið í þeim þegar fólk var rekið á götuna og svifti sig lífi vegna skulda vegna þessara sömu fyrirtækja.
Síðan á að siga þeim sem eru með verðtryggð íslensk lán upp á móti hinum sem „þurfa ekki að borga skuldir sína!“ og eru að „græða“. Ekki græða menn líf aftur þegar þeir hafa svipt sig því og ekki held ég að það verði auðvelt fyrir fólk að endurheimta mannorð sitt sem sett hefur verið í þrot án þess að hafa sand af seðlum til að borga lögfræðingum.
Ef ykkur, kæru stjórnmálamenn, langar að láta allavega líta út fyrir að þið vinnið í þágu fólksins, hvernig væri þá að skoða verðtrygginguna næst og skoða sanngirni hennar. Hvernig væri að skoða það að áhætta lánveitenda og lántakenda væri betur dreift en ekki einhliða á lántakendur.
Hvernig væri að skoða þetta aðeins í staðinn fyrir það að reyna koma á einhverjum hanaslag milli fólksins í landinu.
Fyrir hverja eru þið eiginlega að vinna?
Mörður þú ert þingmaður fyrir fólkið í landinu, en ekki fyrir fjármögnunnarfyritækin.
Þessi þankagangur lýsir best ykkur þingmönnum, hvernig þið reynið að bjarga blessaða auðvaldinu. Það er kanski ekki skrýtið þar sem þeir hafa mokað fé í ykkar vasa í gegnum árin. Þið ættuð að hafa vit á því að drulla ykkur frá völdum vesalingar.
Seiken það vona ég svo sannarlega – en þau eru væntanlega fullkomlega lögleg og hverjum dettur í hug að lánveitendur sem núna munu væntanlega þurfa að hlíta dómi gefi eftir krónu af löglegu lánunum sínum?
Mörður
Ég vona að þú hafir verið að Djóka. Annars þarftu að spyrja sjálfan þig hvort þú sért Þingmaður fyrir fólkið í landinu eða spilltu fjármálafyrirtækin hér í landi sem hafa valdið gríðarlegum áföllum í nánast hverri Íslenskri fjölskyldu.
Spurning hvort þú fíflið KHG stofnið ekki bara flokk fyrir svona menn sem eru með afbrigðilegar hugsanir.
Hann gæti heiti afbrigðilegi flokkurinn.
Þú verður strikaður út hjá mér í næstu kosningum.
kv
Varðandi það að setja verðtryggingu á lán einhliða, þá tel ég það vera samningsbrot.
Það yrði að semja við skuldara upp á nýtt því það væri beyting á forsendum myntkörfulánasamningana að setja einhliða á ný skilirði, verðtryggingu.
Dómur Hæstaréttar segir að aðrar forsendur samninganna séu ennþá í fullu gildi, þ.á.m. ákvæðið um óverðtryggða vexti.
Annað er samningsbrot.
Þetta er einfallt, til að þú skiljir stöðu neytenda skulum við taka annað dæmi.
Verslun A í bænum selur myndavélar, hvert stk kostar 100.000.- með vélinni er lögbundinn tveggja ára ábyrgð.
Verslun B byrjar að selja sömu myndavél á 80.000.- hann nær að hafa vélinna ódýrari þar sem hann býður bara eins árs ábyrgð og sú staðreynd kemur fram á nótu þegar vélinn er keipt.
Nú fer einn af viðskiptavinum verslunar B í mál og krefst 2 ára ábyrgðar á sinni vél eins og lög gera ráð fyrir þar sem leög eru þannig á verslun B má ekki láta viðskipta vin sinn skrifa uppá skilmála sem minnka rétt han þá er fyrirtæki B dæmt til að virða tveggja ára ábyrgð.
Villt þú semsagt að viðskiptavinurinn sé látinn borga mismuninn á verðinu hjá verslununum til að gæta þess að hann njóti ekki betri kjara en viðskiptavinir Verslunar A?
Á að bæta Verslun B upp tjónið sem hún varð fyrir við að geta ekki brotið á viðskiptavinum.
Er ekki tímabært hjá þér að skoða þetta betur.
Mörður, ég mæli með að þú endurskoðir aðeins hagfræðina þína.
Flest fjármögnunarfyrirtæki fjármögnuðu myntkörfulánin sín með í íslenskum krónum þannig að ekkert raun tjón er að eiga sér stað hjá þeim.
Gunna þarf þarafleiðandi ekki að borga neitt , en kannski eiga einhverir erlendir kröfuhafar eftir að bíða tjón. Ert að hafa áhyggjur af þeirra hagsmunum.
Sem fjármálafyrirtæki höfðu þau einnig aðgang að currency future mörkuðum erlendis þar sem hægt er fyrir litla upphæðir að tryggja sig gegn gengiáhættu eignasafns. Almenningur hefur ekki kost á þessu.
Hvernig getur þetta lent á skattgreiðendum? Eru ekki fyritækin sem lánuðu þessa peninga með gengistryggingu, í einkaeigu? Hvers vegna ætti tap þeirra að kosta ríkið nokkurn skapaðn hlut?
Mörður, mér finnst ég eiga það inni hjá þér að þú útskýrir nánar hvernig það gerist að aðrir verði að borga það sem t.d. SP fjármögnun innheimtir ekki hjá mér af myntkörfuláni!
Mörður,
Þetta er sárt að lesa. Þú ert þingmaður og þingmenn eiga að vera snjallir og skemmtilegir. Því miður þykir mér þú passa í hvorugan flokkinn.
Þú segir, “ Skuldir þarf að greiða. Það er ekki sanngjarnt að skuldari losni við að borga skuld sína vegna þess að þá þarf næsti maður að borga hana. “
Ég get alveg tekið undir þetta með þér, en væri þá ekki nær að þeir sem á þessu beri ábyrgð borgi þessar skuldir ?
Spyrjum okkur þá einfaldra spurningar, hverjir eru þessir sem ábyrgðina bera og þáðu fyrir það ofsa góð laun, jafnt úr vasa almennings sem og af þessum einkabönkum og fjármálastofnunum.
Eru það ekki í fyrsta lagi, sitjandi þingmenn og konur á þeim tíma, það er síðustu 20 ár eða svo .. já Mörður, þú ert einn af þeim. Eru það ekki þessir súper bankastjórar sem ég nenni ekki að nafngreina og að lokum eru það ekki svokallaðir útrásarvíkingar ?
Væri ekki rétt að þið í þessum hópi borgið þetta ?
Er þetta viðunandi lausn Mörður, má þá ekki segja sem satt er, þú skuldar Mörður, borgaðu !
Það er alveg ljóst að þú ert ekki voðalega vitlaus, enda ertu að skrifa svona prump til þess að fela þá staðreynd að þú og þínir líkar skuldið þjóðinni ansi ansi mikið ?
Einnig þykir mér voðalega skemmtilegt að lesa þetta sem þú ritaðir, “ Til lengdar læra menn að vara sig á þeim sem lofa Paradís á jörðu – sem í einkennilega mörgum tilvikum eru þeir sömu fyrir hrun og eftir hrun.“
Já, kannski verð ég að taka aftur það sem ég sagði um að þú féllir ekki í skemmtilega flokkinn. En af þessu má sjá, að þú ert í raun að láta okkur hin vita að þingheimur sé kannski bara úlfur í sauðagæru og að benda okkur á, undir rós, að við ættum að vara okkur á þessum hópi sem á þingi situr ? Þar á meðal ættum við að vara okkur á þér Mörður ?
Ég gef ekki mikið fyrir þessa grein þína, né hvað þú kannt að rita í framtíðinni, þarna afhjúpaðir þú þig í eitt skipti fyrir öll.
Ég krefst stjórnarslita og boðun kosninga.
„Einsog Kristinn lærði ég einusinni þá hagfræði að ef Jón borgar ekki skuldina sína þá lendi það á Gunnu. Alveg einsog efnið í heiminum eyðist ekki heldur verður að orku og svo að öðru efni.“
Er hægt að fá upplýsingar um það hvar svona hagfræði er kennd?
Þetta er grafalvarlegt mál að maður á launaskrá skattgreiðenda beri þetta á borð.
Hildigunnur. Ég tel að lántakendur með verðtryggð lán eigi að sækja sér bætur hjá fjármlálafyrirtækjunum með lögsóknum ef með þarf. Ég fagna því að Sigurður G. sé búinn að stefna einu þessarar fyrirtækja. En auðvitað vona ég að yfirmenn fjármálafyrirtækjanna sjái að sér og taki óþvingaðir þátt í almennri leiðréttingu verðtryggðra lána.
Hvers konar bull er þetta eiginlega í þér. Ekki voruð þið samfylkingarfólk að veifa einhverjum sanngirniskröfum þegar hvert heimilið á fætur öðru fór á hausinn.
Ömurlegur málflutningur hjá Alþingismanni sem á að standa vörð um hagsmuni almennings. Eru 44.000 einstaklingar ekki hluti af þessum almenningi.
Flott hjá þér að þora að segja sannleikann. Það er allaf einhver sem borgar brúsann. Pólitík er að þora.
Réttlæti? Einhver þarf að borga?
Jamm… Hverjir eru það sem þurfa að bera kostnaðinn af neyðarlögunum sem sett voru af öllum flokkum þegar innistæður voru að fullu tryggðar.
Er það stefna félagshyggjunnar að láta fjölskyldufólk sem keypt hefur sér bíl og er að basla við að koma sér þaki yfir höfuðið bera allan kostnaðinn af hruninu.
Ætli pistlahöfundur sé einn af þeim sem að átti innistæður í bankanum sem voru á sínum tíma að fullu tryggðar á kostnað almennings?
Ekki kýs ég þessa svokölluðu félagshyggju aftur.
„Réttlæti og skynsemi“ skipti þessa ríkisstjórn, eða bankanna engu máli fram að dómi Hæstaréttar.
Réttlæti og skynsemi skipti þig engu máli á meðan við áttum að borga þessi lán margfallt til baka.
Réttlæti og skynsemi skipti bankana engu máli fyrir viku síðan.
Því miður Mörður, það er aðeins og seint að fara að tala um „réttlæti og skynsemi“ núna eftir tveggja ára baráttu við kerfið.
Þú ættir að hafa vit á að skammast þín og láta lítið fyrir þér fara, ásamt allri þinni „vinstri stjórn“ hvernig þið hafið tekið stöðu með fjármagnseigendum gegn fjölskyldunum í landinu.
Og nú ætlar þú, þingmaður „vinstristjórnar“ að gefa skít í Hæstarétt líka, því hann hentar ekki skjaldborg ykkar um fjármagnseigendur?
Skammastu þín.
„réttlæti og skynsemi“ á aðeins við þegar þér hentar persónulega, og það er afar ómerkilegt að haga sér svoleiðis.
Mörður ! Þú getur sleppt því að bjóða þig fram næst !!
Burt með Verðtryggingu – hún í sjálfu sér er röng og óréttlætt.
Í apríl 2001 fékk Alþingi í hendur umsögn frá Guðjóni Rúnarssyni, framkvæmdastjóra Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja, þar sem hann varar við því að samkvæmt óbreyttu frumvarpi (til laga um vexti og verðbætur) sé „óheimilt að tengja lánssamninga í íslenskum krónum við erlenda mynt.“
http://www.visir.is/article/20100313/VIDSKIPTI06/337637238/-1
9 árum síðar virðist sami Guðjón Rúnarsson „ganga út frá því að fjármálafyrirtækin hafi talið sig vera að veita lögleg lán“. Í Fréttablaðinu í dag kallar hann eftir aðkomu stjórnvalda „til að koma í veg fyrir mögulega ringulreið“. Ringulreið hverra? Lögin eru skýr og dómsúrskurðir afdráttarlausir.
Það er gott til þess að vita að Kristinn H. Gunnarsson sem sat á Alþingi fyrir Framsóknarflokkinn vorið 2001 og samþykkti umrædd lög eigi ekki lengur sæti í hringleikahúsinu við Austurvöll. Verra er að hann skuli eiga sér skoðanabróðir sem nýlega losnaði af varamannabekknum.
Ég sé að Guðbjörn Guðbjörnsson og fleiri sem tjá sig hér eru að gera því skóna að það séu vinstrimenn upp til hópa sem vilja láta setja lög á þá sem græða á niðurfellingu ólöglegu gengistryggingarinnar. En reyndar eru það frekar hægrimenn sem eru í þeim flokki. T.d. Einar K. Guðfinnsson í Sjálfstæðisflokki. Ég hef líka tekið eftir því að margir hægrimenn sem skrifa daglegar athugasemdir á Eyjuna s.s. „G.S.“ vilja einmitt einhvers konar lagasetningu. Enda segir það sig sjálft að það eru líklega fremur hægri menn sem eiga fjármögnunarfyrirtæki. Eða þekkir Guðbjörn Guðbjörnsson marga gamla Allaballa sem eru að raka saman fé á fjármögnunarfyrirtækjum?
Hitt er svo það að það gæti orðið þrautin þyngri að setja slík lög hvort sem þau væru réttlát eða ekki. Ástæðan er sú að stjórnmálamenn og embættismenn vilja ALDREI bakka frá áunnum réttindum hversu fáránlega óréttlát sem þau eru. Þeirra svar er alltaf að þeir eigi rétt á þessu samkvæmt lögum og „reglum“ og ætli að taka sinn rétt. Það verður því mjög erfitt fyrir þá að koma nú og segja að réttur fólksins eigi ekki að gilda loksins þegar reglurnar sýnast ætla að verða almenningi í hag í þetta eina skipti og það þurfi að setja lög til að taka þennan rétt af almenningi. Það mun verða miklu meira en bara „óvinsælt“.
Svo er alltaf verið að tala um að þetta séu bara einhverjir fjárglæframenn sem græða á þessu. Það var einhver kona (mannfræðingur) sem skrifaði í Moggann fyrir mörgum mánuðum síðan og rakti hvernig lán sem hún tók að ráðum bankans og átti að vera mjög öruggt og sérstaklega áættulaust hækkaði síðan upp úr öllu valdi og varð óviðráðanlegt. Konan valdi þetta lán samkvæmt ráðleggingum bankans einmitt vegna þess að það var svo áhættulaust. Getur ekki einhver tekið að sér að endurbirta þessa grein nú fyrir alla þá sem sem eru að tala um áhættufíklana með gengistryggðu lánin.
Sæll Mörður, sammála andmælum þeim sem hér að ofan eru. Má ég einnig biðja þig og aðra sem tala um Íslendinga í tveimur dilkum, þ.e.þá sem eru með gengislán og þá sem eru með verðtryggð lán, að muna að ÞAÐ ER FULLT AF FÓLKI SEM ER MEÐ HVORUTVEGGJA og hefur verið í tvöfaldri snöru þess vegna. Það er morgunljóst að þarna ræðir t.d. um barnafjölskyldur sem urðu að taka t.d. gengistryggð bílalán vegna lægri greiðslubyrðar (sem NB var mælt með af „sérfræðingunum“) ofan á t.d. Íslensku húsnæðislánin. Fínt að leggja nú til að að koma öllu klabbinu í sömu snöruna og fremja hreinlega ólöglegan gjörning til þess arna því dómurinn er skýr.
Alltaf stutt í janteloven hjá þér Mörður, alltaf hræddur um að einhver sé að fara græða á þinn kostnað…
Du skal ikke tro at du er noget
Du skal ikke tro du er lige så meget som os
Du skal ikke tro du er klogere end os
Du skal ikke bilde dig ind at du er bedre end os
Du skal ikke tro du ved mere end os
Du skal ikke tro du er mere end os
Du skal ikke tro at du duer til noget
Du skal ikke le ad os
Du skal ikke tro at nogen bryder sig om dig
Du skal ikke tro du kan lære os noget
Mörður !! ég kaus þig og þinn ógeðslega flokk og nú hef ég ákveðið að það geri ég aldrey !! aftur þið eruð búinn að kúka lagnt upp á bak og nú kemur þú með þetta ! ég get ekki annað sakt að þú ert nú meira djöfulsins fíflið
Hvar var sanngirnin og réttlætið áður en dómur féll? Hversu oft eiga banksterarnir að fá að ræna okkur áður en yfir lýkur?
Sjálfur er ég með verðtryggt húsnæðislán en engin gengistryggð lán – en mér finnst út í hött að ætlast til þess fólk sýni miskunn þeim sem enga sýndi sjálfur.
Þú ert hugaður Mörður.
Hér er líka góð grein:
Eiga allir að borga sínar skuldir (eða bara sumir)?
http://frisk.blog.is/blog/pukablogg/entry/1069716/
Munum orð Marðar þegar við stingum honum í gapastokkinn. (Eða hengjum hann upp í gapastokkinn eins og Egill H orðar það.)