Þriðjudagur 22.06.2010 - 07:15 - 157 ummæli

Sammála Kidda

Til hamingju sem hafið verið að glíma við gengistryggðu lánin – en ég er sammála Kristni H. Gunnarssyni í Fréttablaðinu í dag: Þegar lögfræðinni sleppir verður að taka við réttlætiskennd og skynsemi.  Það er eðlilegt að venjuleg verðtrygging færist nú á gengistryggðu lánin. Þeir sem þau tóku hagnast verulega (vonandi) miðað við að bera gengisfallið, en geta ekki vænst þess að lánin nánast falli niður – eða með öðrum orðum að að aðrir Íslendingar borgi þau, með auknum sköttum eða minni velferðarþjónustu eða skertum lífeyri. Þeir borgunarmenn eru margir þegar að sligast undan venjulegum verðtryggðum lánum, og gera auðvitað kröfu um að þau fái sömu útreið og gengistryggðu lánin.  Rökin um forsendubrestinn eru vissulega öflug – en hver á að lokum að borga?

Einsog Kristinn lærði ég einusinni þá hagfræði að ef Jón borgar ekki skuldina sína  þá lendi það á Gunnu. Alveg einsog efnið í heiminum eyðist ekki heldur verður að orku og svo að öðru efni. Ég var farinn að efast um þennan barnalærdóm í góðærinu og svo aftur eftir langvarandi ræðuhöld niðurfellingarsinna á eftirhrunstímum. En hér hefur Kiddi rétt fyrir sér:  Skuldir þarf að greiða. Það er ekki sanngjarnt að skuldari losni við að borga skuld sína vegna þess að þá þarf næsti maður að borga hana.

Það er ekki fallið til vinsælda, en eina réttlætispólitíkin er að styðja þá beint og rösklega sem eiga um sárast að binda, og hjálpa hinum að hjálpa sér sjálfir með lausnum og úrræðum sem eru sanngjarnar og ábyrgar.

Til lengdar læra menn að vara sig á þeim sem lofa Paradís á jörðu – sem í einkennilega mörgum tilvikum eru þeir sömu fyrir hrun og eftir hrun.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (157)

  • Gunnar Ársæll

    Hvað kostar Mörður? Bjögg…Landsban….SP…..

    200.000 kr Ég er Björgólfi þakklátur fyrir þetta framlag, sem skipti máli við prófkjörsútgjöldin. Því fylgdu auðvitað engin skilyrði og við Björgólfur erum held ég ennþá ágætir kunningjar

  • Sigurður Sigurðsson

    Mörður ég hef verið vandræðum með innheimtuna og tapað talsvert á því að lána Jóni. Viltu benda mér á heimilsfangið hjá Gunnu svo ég geti rukkað hana.

  • Mörður og KHG!
    Furðulegt að lesa þessar yfirlýsingar..um skuldir fólks sem eru tilkomnar af lélegri stjórnsýslu og spillingu. þið sátuð báðir á Alþingi þegar þessi óskapnaður varð til …Þið tveir eru hluti af mestu náttúruhamförum sem dunið hafa á Íslandi þ.e.a.s Stjórnmálamenn síðustu ára. Sorglegt að lesa þessa grein…þið talið um eins og fólk sé að græða peninga og þurfi ekki að borga skuldir ….“Við erum þvert á móti að krefjast að fá að borga okkar réttmætu skuldir og endurheimta okkar réttmætu skuldastöðu…Skammist ykkar og rotnið í helvíti!

  • Anna Grétarsdóttir

    Einfalt mál Mörður….ÞÚ ERT HEIMSKARI EN HÁLFUR HURÐARHÚNN!!!!

  • Aldrei mun þú eða þinn flokkur fá mitt atkvæði framar.

    Það eru alveg hreinar línur.

    Kosningar strax!! burt með þá sem vinna gegn þjóð sinni!

  • Sæll Mörður.
    Er þetta ekki dálítið einfalt: Ef lánafyrirtækin vilja fá meira en vextina sem þau sömdu um, þá sækja þau þann rétt fyrir dómstólum. Þangað til niðurstaða þeirra liggur fyrir geta þau innheimt skuldirnar á þeim vöxtum sem um var samið. Dæmist þeim annað og meira þá verður að taka á því þegar þar að kemur. Fyrir alla muni ekki falla fyrir rökleysu Kidda, hún er ekkert annað en framsóknarhagfræði af þriðju gráðu.

  • Skuldir geta bara víst gufað upp, þær gera það á hverjum einasta degi í bankakerfinu t.d. þegar einhver er úrskurðaður gjaldþrota. Bankakerfið býr á hverjum degi til peninga og skuldir á móti, ásamt því að afskrifa skuldir og taka peninga úr umferð á móti. Ef háttvirtur þingmaður telur að svo sé ekki skora ég á hann að lesa grein mína: Vestræna blekkingin um hið sanna eðli fjármagns (http://bofs.blog.is/blog/bofs/entry/1031362/) og horfa jafnvel líka á teiknimyndina Money as Debt (finnst á YouTube og víðar með hjálp Google). Ef þetta er eitthvað óljóst eftir það þá er ég fús til að reyna að útskýra betur hvernig peningakerfi með takmarkaða bindiskyldu virkar í raun og veru. Af einhverjum ástæðum er okkur voðalega lítið kennt um það í skóla, þrátt fyrir að líklega sé fátt í nútíma þjóðfélagi sem skiptir meira máli, og þess vegna er blekkingin líka svona áhrifarík af því að flestir vita einfaldlega ekki betur.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og einum? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur