Mánudagur 28.06.2010 - 11:53 - 15 ummæli

Davíð rúlar

Fróðlegur leiðari Moggans í dag. Þar fá áhugamenn um ESB-aðild í Sjálfstæðisflokknum þá umsögn að þeir séu „fámenn og einöngruð klíka“ – „sem fylgir forystu Samfylkingarinnar í Evrópumálum en ekki sinni eigin“. En nú hafi flokksforystan – Bjarni, Ólöf et cetera – tekið á sig rögg og fylgi „þjóðarviljanum“ í ESB-málinu með tillögunni um eindregna andstöðu við aðild og tilheyrandi riftun samningaviðræðna.

Davíð Oddsson kom víst á landsfundinn en lét sér nægja að spjalla við fundargesti og talaði ekkert sjálfur. Hann bauð sig heldur ekki fram til forustu einsog aðdáendur hans höfðu sumir hvatt til.

Þess þurfti ekki.

Formaður flokksins var endurkjörinn en „galt þess að hafa teygt sig of langt í átt að þeim sem höfðu í hótunum,“ nefnilega fámennu og einöngruðu klíkunni þeirra Benedikts Jóhannessonar, Ragnheiðar Ríkarðsdóttur og Ragnhildar Helgadóttur og þúsunda annarra flokksmanna.

En Bjarni er að koma til. Hann er að vísu „sanngjarn maður og sáttfús“ en býr jafnframt yfir „skapfestu og styrk,“ alveg einsog flokksfaðirinn og leiðarahöfundurinn.

Skapfesta Bjarna Benediktssonar hefur nú leitt til þess að Sjálfstæðisflokkurinn hefur einangrast frá öllum venjulegum hægriflokkum grannlandanna í Evrópumálum – og er einna helst kominn í hóp með Le Pen og Alessöndru Mussolini.   

Styrkur Bjarna Benediktssonar er slíkur að tæpum tveimur árum eftir hrun er staðan í Sjálfstæðisflokknum  sú … að Davíð Oddsson rúlar.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (15)

  • Styttist í forsetakosningu.

  • Sé það Davíð sem rúlar í Sjálfstæðisflokknum er það væntanlega Ingibjörg sem Rúlar í Samfylkingunni. Eða hvað?

    Þið þorðuð alla vegna ekki að hafa ykkar fund fyrir opnum tjöldum að ótta við að sú sundrung sem þar birtist kæmist á vitorð fólks.

    Ólíkt Samfylkingunni hafa Sjálfstæðismenn ekkert að fela, fundurinn var sjónvarpað beint af netinu og gat hver sem vildi fylgst með umræðunum þar. Umræðurnar voru opnar og gengsæjar.

  • Verkamannaflokkurinn og íhaldsmenn eru væntanlega þá einnig í hópi með Mussolini og Hitler – þeir vilja ekki í ESB! Jú, og 70% landsmanna, bölvaðir fasistar.

  • Verkamannaflokkurinn og íhaldsmenn í Noregi*

  • Einar Jónsson

    Þetta er annar landsfundur Sjálfstæðisflokksins sem Davíð „rúlar“ og sýnir hver ræður. Hann kom, sá og sigraði á landsfundinum á undan er hann toppaði með því að hrauna yfir þá fjölmörgu landsfundarfulltrúa sem lögðu metnað sinn í endurreisnarvinnu flokksins. Og hlaut að launum fádæma fagnaðarlæti einlægra aðdáenda sinna.

    Á þessum fundi þurfti hann ekki að beita sér beint. Bjarni var einfaldlega niðurlægður. Fyrst með lélegri kosningu og síðan var valtað yfir hann þegar hann gerði tilraun til að halda flokknum saman í þeim anda sem áður einkenndu Sjálfstæðisflokkinn. Hafi hann verið laskaður fyrir er hann nú vængbrotinn á báðum.

    En ein merkilegasta niðurstaða landsfundar er sú að eini raunverulegi samstarfsmöguleiki Sjálfstæðisflokks Davíðs Oddssonar í ríkisstjórn eru Vinstri Græn. Hann hefur nánast útilokað aðra möguleika.

  • Adalsteinn

    Mörður, ég ætla að minna þig á kosninga loforð.
    SF, frjálsar hanndfæraveiðar. VG, stórauknar strandveiðar.
    MÖRÐUR, þú og Alþingi horfið upp á 15.000 manneskjur
    atvinnulausar án þess að hreifa legg né lið.
    ALÞINGI er allt að fremja glæp á þjóðinni með aðgerðarleysi.
    Vaknaðu Mörður, vaknaðu maður.

  • Eftirfarandi er samviskupróf fyrir þá sem enn styðja Sjálfstæðisflokkinn og Davíð. Lesið og svarið því svo í lokin hvort þið styðjið flokkinn. Ef svo er þá er eitthvað mikið að siðferði viðkomandi.

    Sjálfstæðisflokkurinn sveik þjóð sína þegar Davíð sagði þjóðinni að Landsbankinn hefði verið greiddur í topp með dollurum, en nú hefur komið í ljós að Davíð sagði ósatt og Björgólfarnir fengu peningana fyrir bankanum lánaða í Búnaðarbankanum. Ætli S-hópurinn hafi ekki fengið lánað fyrir Búnaðarbankanum í Landsbankanum?

    Sjálfstæðisflokkurinn sveik þjóðina þegar flokkurinn kom í veg fyrir að eignarákvæði þjóðarinnar á auðlindunum færi í stjórnarskránna.

    Sjálfstæðisflokkurinn sveik þjóðina þegar við vorum sett á lista yfir þjóðir sem vildu í stríð við írak og gerði þar með íslendinga samseka fyrir morði á hundruðum þúsunda manna, kvenna og barna.

    Sjálfstæðisflokkurinn sveik þjóðina þegar hann barðist fyrir fjölmiðlafrumvarpinu og ætlaði m.a. að stoppa Gunnar Smára í gagnrýni flokkinn í Fréttablaðinu, þoldi ekki að það væri fjölmiðill í landinu sem hikaði ekki við að gagnrýna flokkinn á mannamáli.

    Sjálfstæðisflokkurinn sveik þjóðina þegar hann kom í veg fyrir að Bretar yrðu gerðir ábyrgir fyrir beitingu hryðjuverkalaganna gegn Íslandi. Geir gunga þorði ekki! I should have!

    Sjálfstæðisflokkurinn hefur svikið þjóð sína með því að koma í veg fyrir að það yrði sett í lög um að flokkar opnuðu bókhald sitt. Hvað hefur Sjálfstæðisflokkurinn að fela?

    Sjálfstæðisflokkurinn svíkur þjóð sína með því að verja kvótakerfið með kjafti og klóm.

    Sjálfstæðisflokkurinn svíkur fólkið í landinu með því að taka alltaf afstöðu með Samtökum atvinnulífsins gegn hinum vinnandi manni, talandi um flokk sem þykist vera flokkur stétt með stétt.

    Sjálfstæðisflokkurinn sveik þjóð sína þegar hann lagði niður Þjóðhagsstofnun.

    Sjálfstæðisflokkurinn sveik þjóð sína með því að reka ekki arfa lélegan bankastjóra úr Seðlabankanum (Raunverulegan viðvaning sem hefur kostað þjóð sína meira en nokkur annar, a.m.k. 300-500 miljarða)

    Sjálfstæðisflokkurinn sveik þjóð sína þegar hann tók við styrkjum úr hendi Baugsliðsins og frá Björgólfunum. og það þó svo búið væri að semja lög um að gera slíkt ekki. Hugsið ykkur ósvífnina, þeir sömdu lögin sjálfir.

    Sjálfstæðisflokkurinn sveik þjóð sína þegar hann réði vini og vandamenn eins og að skíta í gegn um sikti þannig að öll stjórnsýslan varð doppótt.

    Sjálfstæðisflokkurinn sveik öryrkja þegar þeir þurftu að fara með mál sín fyrir hæstarétt eftir níðingsskapinn þegar þessi flokkur sem þykist vera flokkur allra stétta gaf skotleyfi á öryrkja.

    Sjálfstæðisflokkurinn sveik þjóð sína þegar flokkurinn setti bankana í hendurnar á fólki sem ekki kunni með þá að fara.

    Sjálfstæðisflokkurinn sveik þjóð sína þegar hann gerði samning við Framsókn um að einkavæði eins mikið og hægt væri af eignum þjóðarinnar og skipta þessu á milli vildarvina flokkanna.

    Sjálfstæðisflokkurinn sveik þjóð sína þegar Davíð hótaði dómurum hæstaréttar þannig að lesið var öðruvísi út úr dómsniðurstöðum en í upphafi var gert. Þetta hefur gerst tvívegis, í öryrkjadómnum og í kvótamálinu (Valdimarsdómnum)

    Sjálfstæðisflokkurinn sveik þjóð sína þegar hann seldi áburðarverksmiðjuna fyrir slikk. Svo opnuðu kaupendurnir vöruskemmur verksmiðjunnar og seldu vörurnar fyrir rúmlega helminginn af því sem þeir þurftu að borga fyrir verksmiðjuna í upphafi.

    Sjálfstæðisflokkurinn sveik þjóð sína þegar hann gaf vinum sínum eiginirnar sem kaninn skildi eftir sig á Keflavíkurflugvelli.

    Sjálfstæðisflokkurinn sveik þjóð sína þegar hann seldi Íslenska aðalverktaka og verðlagði dæmið 1300 miljónum of lágt, allt með bókhaldsfiffi. Fyrir þetta hafa þessir glæpamenn verið dæmdir.

    Sjálfstæðisflokkurinn sveik þjóð sína þegar flokkurinn gerði nýfrjálshyggjutilraun sem misheppnaðist og úr varð efnahagshrun á íslandi.

    Ég bara spyr, hvernig getur venjulegt og sómasamt fólk lagt lag sitt við slíkan óheiðarleika og slíkan flokk, ég skil það ekki, nema þú sért undirlægja. Ert þú undirlægja, kýst þú Sjálfstæðisflokkinn?

    Spyrjið sjálf ykkur samviskuspurningar, ,,hvernig get ég kosið og stutt þennan Sjálfstæðisflokk?” Ef svarið er að ykkur finnst það bara allt í lagi, þá er virkilega spurning hvort þið ættuð ekki að vera undir eftirliti.

  • Mörður Árnason

    Takk TómasHa — en fundur Samfylkingarinnar var allur haldinn fyrir opnum tjöldum, og um það samþykkt sérstök tillaga — frá yðar einlægum.

  • Kristján Sveinsson

    Frá sjónarhóli hins lata var þetta nú bara ágætt hjá þeim. Um að gera að leyfa þeim að grafa sína gröf sem dýpsta í friði.

  • Björgvin Valur

    Þótt Mörður hafi leiðrétt Tómas Ha, vil ég benda honum á að fundur Sjálfstæðisflokksins var landsfundur og þeir eru alltaf opnir hjá öllum flokkum. Fundur Samfylkingarinnar var flokksstjórnarfundur og er þá líklega ígildi miðstjórnarfundar í örðum og minni flokkum. Eru þeir opnir fjölmiðlum?

  • fridrik indridason

    sælir mörður
    þarf að taka þessa einföldu staðreynd fram. þegar ég sá þetta „standandi lófaklapp“ á landsfundinum á undan þessum vissi ég hver ræður í flokknum og hverjir ekki.

  • Guðmundur 2. Gunnarsson

    Mörður. Sýndu smá félagslegan pólitískan þroska og rökstuddu með nákvæmum heimildum „þúsunda annarra flokksmanna“ í þessau kostulega hallærislega spunarugli ykkar Baugfylkingarmanna og lúsera ESB skápakrata í Sjálfstæðisflokknum. Þín orð.:

    „Formaður flokksins var endurkjörinn en „galt þess að hafa teygt sig of langt í átt að þeim sem höfðu í hótunum,“ nefnilega fámennu og einöngruðu klíkunni þeirra Benedikts Jóhannessonar, Ragnheiðar Ríkarðsdóttur og Ragnhildar Helgadóttur og >>þúsunda annarra flokksmanna.<<"

    Áttu við flokksmenn Sjálfstæðisflokks og eða Baugsfylkingarinnar? Miðað við að 70%þjóðarinnar vill stöðva heimskulegt bjölluatið í Brussel, þá er ekki mikið meira en flokksmenn þínir sem hugsanlega standa á baki ykkur í því, – ekki satt?

  • Einar Marel

    Er þetta ekki eini flokkurinn í hinum vestræna heimi sem er stjórnað af ritstjóra utan úr bæ.

  • Brottfluttur

    Rétt mat Mörður og góð grein!

    Málið er samt aðeins alvarlegra en það því Bjarni Ben er í raun í gíslingu Náhirðar Davíðs sem hótar að standa ekki við bakið á honum í Vafningsmálinu með Wernersbræðrum og N-1 og öðrum tengdum fjölskyldu-og fjármálavafningum.

    Sjálfstæðisflokknum er stjórnað af Náhirðinni sem heldur nákvæmt bókhald yfir fyrri syndir, bæði skuldir og greiða, og nota á menn til að halda þeim á „réttri“ skoðanalínu.

    Munum skuldamál Styrmis og hvernig farið var með hann. Munum líka ummæli Styrmis um Sjálfstæðisflokkinn í Sannleiksskýrslunni. “ Þetta er ógeðslegt, snýst allt um að vernda eiging hagsmuni….“

    Af hverju má ekki tala um hlutina eins og þeir eru í raun og veru?

    1. Eigandi Sjálfstæðisflokksins í dag er LÍÚ (kvótagreifarnir) og önnur hagsmunasamtök. Það er löngu ljóst.
    Dæmi: Náhirð Davíðs sem „rúlar“ í raun er langstærsti styrkþegi landsins á meðan ekkjan gjafmilda úr Eyjum (og aðrir gjafakvótamenn) borga tapið á Morgunblaðinu. Það er kaup kaups. Mogginn prentar á móti villandi áróður gegn ESB og hagsmunum þjóðarinnar. Mogginn berst fyrir núverand gjafakvótakerfi gegn þjóðinni til að þóknast eigendum sínum.

    Davíð er því ekki aðeins hinn raunverulegi formaður Sjálfstæðisflokksins heldur einnig helsti talsmaður kvótagreifana; framkvæmdastjóri þeirra samtaka og gefur út áróðurspésa þeirra.

    Þetta er ekki skoðun heldur staðreynd.

    Davíð er maðurinn á bak við tjöldin; Berlusconi Íslands. Tapið á Morgunblaðinu skiptir hann engu máli því að Kvótagreifarnir borgar eins mikið og lengi og þeim er sagt að gera það. Af hverju?
    Vegna þess að annars hótar hann að þeim að hætta verja þá gagnvar sanngjörnum kröfum þjóðarinnar/almennings um að kvótanum verði skilað til almennings, t.d. með fyrningarleiðinni.

    Hvað er þetta annað en dæmigerð spilling og siðleysi?

    Af hverju eru þessir styrkir (kostnaður við taprekstur Morgublaðisins) ekki skoðaðir af Ríkisendurskoðun sem pólitískir (áróðurs) styrkir til Sjálfstæðisflokksins?

    Því miður er Sjálfstæðisflokkurinn eins og hann var fyrir tíma Davíðs ekki til lengur. Í dag er hann þekkt stærð sem berst fyrir sérhagsmunum útvaldra gegn hagsmunum alls þorra almennings.

    Þetta var á sínum tíma best geymda opinbera leyndarmál okkar Íslendinga. Í dag er þetta ekki aðeins þekkt á Íslandi heldur út um alla Evrópu.

    Það eins sem fólk skilur ekki, er af hverju kýs enn um 30% þjóðarinnar þetta „ógeð“ yfir sig?

    Góðar stundir

  • Guðbjörn Guðbjörnsson

    Sæll Mörður

    Hárrétt greining hjá þér og taktu það frá fyrrverandi innanbúðarmanni!

    Framlengin Davíðs er Björn Bjarnason og hann var eins og landafjandi út um allt á landsfundinum að koma málum fyrir á þann hátt að það þóknaðist Davíð. Hitt handbendi Davíð er síðan SUS.

    Bjarni Benediktsson virðist ekki ráða neitt við neitt í flokknum og eina stjórnin á fundinum var í höndum Davíðs og SUS.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og fjórum? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur