Mánudagur 28.06.2010 - 18:29 - 4 ummæli

Seðlabankinn líka

Eftir spjall í Ræktinni:

„FME skoðaði aldrei gengislánin“ segir þvert yfir forsíðu Morgunblaðsins á laugardaginn – og það virðist vera alveg rétt. Eitt af því sem þetta skrýtna Fjármálaeftirlit gleymdi að gera var að lesa lögin um vexti og verðtryggingu númer 38/2001 ásamt helstu lögskýringargögnum (hér og hér), og missti þessvegna af þeirri skýru tilkynningu í greinargerðinni, kafla V í inngangi að meðal breytinga sem lagðar væru til í þessu frumvarpi til laga væri að „[h]eimildir til að binda skuldbindingar í íslenskum krónum við gengi erlendra gjaldmiðla eru felldar niður“.

En þeir á Mogganum virðast líka hafa gleymt að lesa lögin. Sú stofnun í stjórnkerfinu sem beinlínis er falið eftirlit með lánakjörum er nefnilega Seðlabanki Íslands samkvæmt 10. grein:

Lánastofnunum ber að tilkynna Seðlabanka Íslands um öll vaxtakjör og breytingar á þeim í því formi og með þeim fyrirvara sem Seðlabankinn krefst. …

 Bankinn hefur sumsé það lögbundna hlutverk að fylgjast með þessum lánskjörum, og í greinargerðinni er auk viðskiptabankanna sérstaklega minnst á eignarleigufyrirtækin.

Núverandi aðalritstjóri Morgunblaðsins er því að minnsta kosti samsekur FME um vanrækslu við lögskyld eftirlitsstörf árin 2005–2009. Enn hefur hann þó ekki skýrt þetta út fyrir lesendum á fréttasíðum Morgunblaðsins.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

  • Það var svo mikil starfsmannavelta. En þarna eru 2 fyrir 1 í vanræksluákæru.

  • Allt er þetta satt og rétt. En hvað um ráðherrana, þingmennina
    sem kvörtuðu undan þenslunni sem hlauzt af gengistryggðu
    lánunum. Af hverju mótmæltu þeir ekki allir? Það var ekki
    lögbundið hlutverk þeirra, en samt. Voru þeir ekki í vinnu hjá
    íslenzku þjóðinni. Eru þingmenn ekki í vinnu hjá þjóðinni, eða
    eru þeir og voru í vinnu hjá þeim sem gáfu þeim peninga?
    Þjóðin mundi spyrja þingliða: Hver á þig góði minn, ef þeir
    lygu ekki alltaf og væri ekki kennt að ljúgja í flokkskólum sínum frá því að
    þeir fá áhuga á pólutík.

  • Það bætir stöðunna að þú vilt laga þetta eftir á það er sárabót Moggamanna.

  • Mörður
    Það skyldi þó ekki vera að þá verandi Seðlabankastjóri og núverandi ritstjóri Moggans hafi viljandi „gleymt“ að skoða gengistryggðu lánin.

    Ágúst
    Hefur þú virkilega trú á því að mótmæli frá þingmönnum stjórnarandstöðu hefðu breytt einhverju í ríki Davíðs. Og hvað hefði verið gert við þingmenn þáverandi stjórnarflokka sem hefðu vogað sér að andmæla. Talað ekki dæmið um Þjóðhagsstofnun sínu máli.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og fjórum? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur