Þriðjudagur 29.06.2010 - 09:59 - 16 ummæli

Þrír aftur, einn fram

Einhverntímann sagði Jón Baldvin að hægri og vinstri væru ekki lengur til í pólitík, bara aftur og fram.

Ég var ekki sammála Jóni þá og ekki heldur nú – þótt það séu vissulega margar andstæður í pólitík er sú sem fyrr og síðar skiptir mestu máli einmitt hægri og vinstri, sem ég skal seinna rökstyðja í lengra máli …

en nýafstaðnir flokkafundir minntu mig á fram, aftur og Jón Baldvin, því eftir þá virðast íslenskir stjórnmálaflokkar skiptast einkum í tvo staði: Einn fram og þrír aftur.

Samfylkingin vill fram, inn í ESB, hinir þrír aftur.

Samfylkingin vill fram, skynsamlega og réttláta fiskveiðistjórn, hinir aftur (fyrirgefið í VG, en hér er miðað við sjávarútvegsráðherrann sem þið völduð ykkur).

Samfylkingin vill fram, velferðarsamfélag þar sem markaðurinn er þjónn, hinir aftur – mismunandi langt.

Samfylkingin vill fram, uppstokkun í stjórnkerfinu, meira lýðræði, skilvirka og ódýra stjórnskipun, hinir aftur (VG – muna Atla, Jón og Ásmund).

Svo vildi ég geta bætt við kinnroðalaust sirka þessu:  Samfylkingin vill fram, út úr stóriðjudraumunum inn í nýja veröld hátækni, umhverfisverndar og menntasamfélags, hinir (nema kannski VG) aftur. En auðvitað er heimurinn ekki alveg fullkominn.

Þrír aftur, einn fram. Fyrir stjórnmálamann sem að undanförnu hefur þjáðst af ýmsum erfiðum efasemdum um flokkinn sinn – þá er þessi niðurstaða ákaflega hressandi.

Þegar kenningin var viðruð í búningsklefanum í ræktinni sagði hinsvegar einn á handklæðinu að ef þetta stæðist, þá væri ástandið í pólitíkinni orðið einsog ítalskur skriðdreki í seinni heimsstyrjöldinni. Um þá var sagt að þeir hefðu fjóra gíra: Einn fram, þrjá aftur.

Og það er auðvitað alveg rétt.

Guð blessi Ísland.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (16)

  • Svartálfur

    Ég held Mörður að þú sért með einhverja glýju í augunum. Held ekki að Samfó sé svona glansandi og þú vilt halda fram. En hverju þykir sinn fugl fegurstur.

    Hægri og vinstri er dautt í gamla skilningnum hvort við veljum vestur eða austur. En eins og þá þurfa íslendingar að ákveða hvar þeirra staða er í heiminum og eins og við áttum áður réttilega heima í vestri er spurningin hvort við eigum heima í Evrópu eða annar staðar (veit ekki hvar). Sjálfur held ég að við eigum að velja Evrópu og ég vildi gjarnan sjá hægri flokk sem sækir fylgi til sjálfstæðisflokks og framsóknarflokks sem styður aðildarviðræður. Þá fyrst væru komnar línur í stjórnmálin hér.

    Samfylkingin fær prik hjá mér fyrir að vilja aðildarviðræður en að öðru leyti á ég litla samleið með ykkur. Það er nú svo.

  • Magnús Björgvinsson

    Vildi bara bæta aðeins við þessa líkingu við skriðdregann. Held að „gírkassi“ samfylkingarinnar sé rétt saman settur og hlutföllin rétt en það þarf að herða hann upp. Honum hendir að hrökva úr gír. Það þarf að herða hann upp, smyrja hann og láta ekki smá hóla og hæðir stoppa hann. Vantar stundum á að hann skili aflinu út!

  • Magnús Björgvinsson

    „Skriðdreka“átti þetta að vera hér að ofan náttúrulega

  • Þórarinn Einarsson

    Við stöndum á barmi hengiflugs. Samfylkingin vill fram, verði henni að góðu!

  • Sigurður #1

    Merkilegt hvað gamla flokkarsuslið var allt saman fljótt að gleyma skilaboðum kjósenda í sveitastjórnarkosningunum.

    Maður telur niður dagana að næstu kosningum að losna við ykkur öll sömul af Alþingi.

    Tími mútuþeganna í fjórflokknum er liðinn, ótrúlegt að þið skuluð ekki sjá það.

    Þið hafið ekkert um framtíð Íslands að segja, hvorki ESB né annað.

    Þið verðið öll rekin í næstu kosningum.

  • Ísland á að ganga í Evrópusambandið, það er algjör nauðsyn. Að öðru leyti er framganga Samfylkingar ekki trúverðug um þessar mundir. VG illskárri.

  • Það er vissulega rétt að Samfylkingin vill allt sem er flott, gott og hljómar æðislega og er til þess fallið að falla í kramið en það er stór munur í því að álíta sig vera góðan, réttlátan og æðislegan jafnaðarmann og að hafa getu til að koma sínum æðislega góðu réttlætismálum …það er mergur málsins , Forystusveit Samfylkingingarinnar samanstendur af gjörsamlega óhæfum og getulausum atvinnupólitíkusum og þess vegna langar þeim svo mikið í ESB. Þeir álíta sem svo að ESB sjái um allt þetta leiðinlega sem þarf að gera til að stjórna einu landi og þeir sjálfir , Samfylkingardindlarnir, fái frítt spil til að leika sér í´Ráðherraleik.

  • Þórarinn Einarsson

    Fín samlíking hjá Magnúsi Björgvinssyni með skriðdrekann, enda er hann að valda þvílíkri eyðileggingu á Íslandi. Hann tekur við fyrirskipunum frá alþjóðabáknum ræðst gegn fullveldi Íslands. Það er þó ágætt að gírkassi Samfylkingarinnar er ekki að virka. Við skulum þó vona að VG finni bremsurnar.

  • Adalsteinn

    Eiríkur Stefánsson er duglegur að herða saman gírkassann,
    til að koma aflinu út.

  • Adalsteinn

    Ég hefði viljað skipta Merði út fyrir EIRÍK STEFANSSON, okkur vanntar
    marga hanns líka inn á Alþingi. Mörður þú lofaðir frjálsum
    hanndfæra veiðum, þú horfir uppá 15.000 manneskjur án vinnu.
    Þú fremur glæp á Íslensku þjóðinni með aðgerðar leysi þínu.

  • Adalsteinn

    Guð þyrfti ekki að blessa Island, stæðir þú og þínir líkar sig á þingi.

  • Rétt hjá þér Mörður. Það er raunar alveg furðulegt að fólk skuli enn vera í bakkgírnum eftir allt sem á undan er gengið.
    Samfylkingin hefur staðið sig með mikilli prýði við að koma okkur upp úr þeirri spillingarfor sem við höfum synt í undangarna áratugi.
    Samfylkingin er líka eini flokkurinn sem hefur unnið markvissar áætlanir til framtíðar fyrir okkar þjóð.
    Hinir þrír flokkarnir hjakka allir í gamla farinu að meira eða minna leiti.

  • Adalsteinn

    Það er bara af því Eiríkur lemur ykkur áfram.

  • MargrétJ

    EF Samfylking vill allt þetta AFHVERJU hefur hún EKKERT framkvæmt af þessu?
    Af hverju þetta ráða- og dugleysi?
    AFHVERJU ÖLL þessu sviknu loforð?

    AFHVERJU Mörður – viltu svara því, takk.

  • Mér fannst líkingin um hina íslensku pólitík við ítalska skriðdrekan skemmtileg. 🙂

    Eitt langar mig samt að benda á. Það eru skrif þín um að Samfylkingin sé ein fram á við út úr stóriðjudrauminum….

    Hvernig færðu það út þegar ýmsir innan Samfó, þám ráðherrar lýsa stuðningi sínum við stóriðjuplön sem í bígerð eru?

  • Þú hlýtur að vera með þykka andlitsmálningu til að kinnroðinn sjáist ekki. Hverjir samþykktu kaup Magma-energy? Var það ekki þín ástkæra Samfylking?
    Það er Samfó til ævarandi skammar!

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og átta? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur