Laugardagur 18.09.2010 - 18:59 - 43 ummæli

Hættiði þessari vitleysu

Birna Gunnarsdóttir skrifar beitta grein í Fréttablaðið/Vísi um mál nímenninganna sem nú eiga á hættu fangelsisdóma fyrir „árás á alþingi“. Saksóknarinn sem komst að þessu með árásina og 100. grein hegningarlaga er Lára V. Júlíusdóttir lögmaður. Hinn eiginlegi kærandi er þó sjálft alþingi, en í bréfi skrifstofustjóra þess til lögreglu var á sínum tíma sérstaklega vísað til þessarar greinar. Forseti alþingis var þá Sturla Böðvarsson, en núverandi forseti, Ásta R. Jóhannesdóttir, tók efnislega undir kæruna í svari við fyrirspurn á þinginu í vor.

Við vorum held ég um sex hundruð sem spurðum að því í sumar af hverju við værum ekki ákærð líka fyrir árás á alþingi sem þátttakendur í búsáhaldabyltingunni. Birna bendir svo á fyrri „árásir“ sem ekki þóttu ákæruverðar – þar á meðal fræga heimsókn stúdenta á þingpalla um miðjan áttunda áratuginn. Formaður Stúdentaráðs haustið 1976 var Össur Skarphéðinsson, en stjórn hans var þá nýtekin til starfa á vegum vinstrimanna. Gjaldkeri stjórnarinnar á undan, sem líka var vinstristjórn, var Lára V. Júlíusdóttir.

Þessi málsókn fyrir árás á alþingi auðvitað algerlega fáránleg, og þeim Láru, Sturlu og Ástu til háborinnar skammar. Legg til að saksóknarinn komi nú í veg fyrir frekari niðurlægingu ákæruvaldsins og alþingis (að ekki sé minnst á hreyfingu jafnaðarmanna – ég hef til dæmis verið á framboðslista með bæði Ástu og Láru), endurskoði málsókn sína – og hætti svo þessari vitleysu með því að fella niður ákæruna fyrir brot samkvæmt 100. grein hegningarlaga. Síðan má semja um aðrar hugsanlegar sakir.

Lesið grein Birnu!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (43)

  • Heyr heyr Mörður.
    Takk kærlega fyrir pistilinn. Þessi málsókn er til skammar. Talandi um pólitísk réttarhöld, ef einhvern tímann þá eru það þessi.

  • Tek algerlega undir með Birnu og þér.

    En mig langar líka til að benda þingmanninum á þessa frétt í DV -sjá fyrir neðan – sem hreinlega öskrar á mann. Er von til þess að venjulegt fólk geti treyst dómgreind sinni í samfélagi þar sem réttarkerfið er eins galið og raun ber vitni. Þetta er að verða eins og hjá Franco og öðrum fasistum. Hægt en örugglega færumst við í þá áttina.
    Mörður, lestu þessa frétt og segðu okkur lesendum hvað þér finnst.
    DV.is – Frétt – Læstur inni: Sér ekki eftir súpunni
    http://www.dv.is

  • Sigurður

    Það dettur engum heilvita manni í hug að krökkunum verði stungið í fangelsi. Leyfðu þeim að njóta athyglinnar, er á meðan er. Þegar þessu máli lýkur hverfur um leið ansi margt úr þeirra viðburðaríka lífi. Þau eiga eftir að sakna þessa tímabils ævi sinnar. Svo láta þau aðra í friði á meðan þau standa í þessu stappi. Ragnar Aðalsteinsson fær líka heilmikið „kikk“ út úr þessu.

  • Sig. Pétursson

    Mikið væri gott ef hún Ásta Ragnheiður gæti dregið kæruna til baka.

    Hvers vegna er hún að ganga erinda Sturlu Böðvarssonar? Er hún Sjálfstæðiskona inn við beinið, eða hvað?

    Þetta er fráleitt mál – eins og Sjálfstæðisflokkurinn allur.

  • Réttvísin er sem sagt blind nema þegar stjórnmálamenn eru á atkvæðaveiðum og í bullandi popúlisma.

    Ef þeir verða dæmdir þá hafa þeir brotið lögin. Alltaf gaman þegar stjórnmálamenn reyna að stjórna ákæruvaldinu og dómsvaldinu…

  • Baldur Kristjánsson

    Gjörsamlega sammála pistlahöfundi.

  • Einar Guðjónsson

    Af hverju leggurðu ekki fram þingsályktunartillögu ?
    Alþingi ályktar að fela forseta Alþingis að skrifa lögreglunni bréf og í bréfinu skal standa : við drögum kæru Alþingis til baka…

  • Er það svo að þegar venjulegt fólk gerist hugsanlega brotlegt við lög, þá verður undantekningalaust að framfylgja lögunum, en þegar ráðamenn brjóta lög, þá er það geðþóttaákvörðun hvort þeir segi af sér, séu kærðir eða sektaðir?

    Og að kalla saman landsdóm: pólítísk ákvörðun?

  • HEYR, HEYR ! LIFI MÁLFRELSIÐ Á ÍSLANDI !

  • Heyr, heyr! Ég fagna öllum skrifum til varnar 9-menningum!

    Ofbeldi hrokafulls ríkis-valdsins, með skítinn upp á bak, er óþolandi.
    Enn klastrar það upp helgimyndinni þeirri, skítlegt sem fyrr,
    að með lögum skuli land byggja, sér sam-tryggðum sem fyrr í þöggun
    og ofbeldi yfirbyggðanna gegn almenningi þessa lands.

  • Er hér ekki um sakamál að ræða? Það er þá væntanlega að frumkvæði saksóknara að sótt er til saka og lítið sem Alþingi má gera til að skipta sér af ferlinu.

  • Helga Þórey Jónsdóttir

    Þakka þér góðan og þarfan pistil, Mörður.

    Til Sigurðar sem ritar: 18.9 2010 kl. 19:55

    Ég held að ég hafi sjaldan lesið komment jafn gersneytt náungakærleik og það sem þú skrifar hér. Ég get ekki ímyndað mér að hin ákærðu eigi eftir að ‘sakna’ þess að börnin þeirra óttist að mamma eða pabbi fari í fangelsi. Ég get heldur ekki ímyndað mér að barnshafandi kona eigi eftir að ‘njóta’ þess að fá athygli frá dómstólum á meðan hún er að koma barni í heiminn.

    En það er rétt hjá þér, það dettur engum helvita manni að þessu fólki verði stungið í steininn. Það er einmitt þess vegna sem þessar ákærur eru svo hræðilegar. Þær eru til þess eins gerðar að láta fólki líða illa. Þetta fólk á börn og þau hafa ekkert gert til þess að vera leiksoppar réttarkerfisins. Þess vegna ættir þú að hafa vit á því að láta þau vera.

  • Sigurður Hr. Sigurðsson

    Alþingi I, 930-1799
    Alþingi II, 1844-2010
    Sammála Birnu Gunnarsdóttur og pistlahöfundi, aldrei þessu vant.

  • Sammála. Hætta þessari vitleysu. Björn Bjarnason er farinn úr embætti..

  • Flosi Kristjánsson

    Til Alþingis eiga víst að veljast einstaklingar sem eiga að varðveita lög og setja ný í þágu allrar alþýðu í landinu. Sá sem heldur úti þessum samskiptavettvangi passar engan veginn í slíkan hóp. Víða um land finnast gripahús þar sem skófla og skítur mætast og henta betur verklagi sem þessi „wannabe“ þingmaður aðhyllist!

  • Eyþór Gunnarsson

    Til ábendingar fyrir Carlos og þá fjölmörgu aðra sem virðast halda að hér sé um venjulegt sakamál að ræða:

    Tilmæli til saksóknara um að kæra skuli skv. 100gr. hegningarlaga komu upphaflega frá skrifstofustjóra Alþingis, að höfðu samráði við forseta þingsins.
    Ýmislegt bendir til þess að lögregla hafi í upphafi tæplega talið ástæðu til að ákæra.

    Þeir sem hafa kynnt sé málið vita að ekkert í málsatvikum réttlætir kröfu um a.m.k eins árs fangelsisdóm yfir sakborningum. Sumir þeirra eru ekki einu sinni nefndir í atvikalýsingu sem fylgir kærunni.
    Þeir sem hafa kynnt sér málið vita líka að aðeins 2 af 9 eru ákærðir fyrir það sem kalla mætti ofbeldi. Margt í þeim ákærum orkar mjög tvímælis, sbr. þetta http://www.youtube.com/watch?v=7fcKXBl63Lw

    Margir segja að óþarfi sé að gera veður út af þessu. Fólkið verði sennilega sýknað, eða dómar skilorðsbundnir.
    Athyglisvert er í því sambandi að rifja upp að Brynjars Níelssonar, formaður lögmannafélagsins, sagði í fréttum RÚV nýlega að ákæra væri grafalvarlegt mál, jafnvel þó dómstóll sýknaði. Þar var hann að vísu að tjá sig um hugsanlegar ákærur gegn fyrrverandi ráðherrum.

  • skemmtileg umræða hér…. Sjálfstæðisflokkurinn nefndur enn og aftur sem vondi kallinn….en bíðið við… XD er ekki í stjórn og það sem meira er …..þeir eru í miklum minnihluta á þingi. Það þarf ekki einu sinni að spá í þá hvað þá tala við þá…. Samfylkingin er í meirihluta á þingi með VG…. Mörður minn.. felldu þetta bara niður ef þú vilt.. þú situr í meirihluta með þínu fólki. Hvað ertu að blogga um þetta og biðja um. Þið hafið völdin. Ef þú ert svona hneykslaður á þessu þá er þú og þitt fólk með þetta í höndunum. Þið voruð kosin til þess,,,,ekki Sjálfstæðisflokkurinn…eða einhver annar…..

  • Dýrin í skóginum
    … en svo eru það svínin með sitt gamalkunna vald-sækna svínarí !!!!

  • Já, segjum það beint út:

    Hér er vald-sækin 1. vinstri stjórnin í bullandi svínaríi
    … með þingræðislegan meirihluta. Við spyrjum um … vinstri hvað?
    Frá þinginu kom kæran og þess að stoppa ofbeldið.

    Hver er hinn raunverulegi vilji 1. vinstri stjórnarinnar?

  • Adalsteinn

    Talaðu svona inni á alþingi, Mörður, þá færðu + frá mér.

  • Og ég segi það beint út:

    Maður hins „virka og opna lýðræðis“, að eigin sögn, er Dómsmálaráðherra.

    Hver er vilji Ögmundar?

    Veit það einhver, eða verða nú málin „treg tungu at hræra í mýl-bindingi“?

  • Hildur Helga Sigurðardóttir

    Auðvitað er þessi málssókn gegn níu einstaklingum helber vitleysa, sem aldrei hefði átt að fara af stað með. Stuðlar frekar að óvirðingu Alþingis ef eitthvað er.
    Það er eins og alltaf gleymist í umræðu og málsmeðferð, að frjáls aðgangur almennings að þingpöllum er sjálfsagður í öllum lýðræðisríkjum.
    Hvað fólk gerir þegar á þinpalla er komið kann að vera önnur saga, en þarna var varla um að ræða verri „framhleypni“ en m.a. núverandi ráðherrar gerðu sig „seka“ um, meðan þeir voru ungir og reiðir -af minna tilefni.

  • Samfylkingar varðliðar!

    Sam-ræðið málin við ykkar tussufínu félaga, Láru og dj Ástu Frankenstein!

    Ef ekki dugar … þá er það stól-pípan, með pípandi djöfulsins svínaríi !!!!

  • Í ljósi þess að ráðherrar verða hugsanlega ákærðir fyrir svik gegn þjóðinni þá á að falla frá öllum ákærum frá þessu fólki.

  • Einar Guðjónsson

    Þetta er ekki vinstri stjórn sem hér situr heldur fasistastjórn og í besta falli sósíal fasistastjórn.

  • Eða sannast það enn … frá ruslahaug sögunnar séð,

    að hér séum við í gjörninga-veðri ríkis-vampíru-liðsins
    í stuði al-sælunnar … með blóðið vellandi út um munnvikin
    á al-ræðis-þinginu … fyrir sjálft sig eitt … eða hverja?

    Snar-göldrótt er á heiðum áttavilltra undir pils-földum !!!!

  • 110% sammála pistlinum!

    Ógeðslegt að lesa hvers konar viðhorf fólk leyfir sér að hafa upp um manneskjurnar níu sem sitja fyrir ákærunum, rétt eins og Birna talar um í greininni sinni.

    Sigurður sem á þriðju athugsemdina á þessum þræði leyfir t.d. sér að fullyrða að fólkið (sem hann kallar nota bene krakka) séu að upplifa tíma lífs síns og njóti þess að vera borin sökum og ákærð fyrir lagagreinar sem fela í sér, verði þau fundin sek, AÐ LÁGMARKI árs fangelsisvist!

    Eins og Mörður tekur fram lætur ekki nokkur maður sér í léttu rúmi liggja að fá á sig ákæru, og þess þá heldur þegar refsiramminn er eitt til sextán ár í fangelsi.

    Sigurður kemur þó með einn punkt sem á rétt á sér þó það sé á annan máta en hann vill meina: Á meðan á málinu stendur heldur valdið fólkinu í heljargripum og þau þeirra sem myndu vilja stunda sína baráttu gegn því áfram er það ómögulegt, en líklega gæti guð einn hjálpað þeim ef almenningsálitið skyldi snúast gegn þeim og fjöldinn fyndi þau sek sem mótmælendur og annan ruslaralýð! Níumenningunum hefur því þegar verið refsað með því að takmarka frelsi þeirra á meðan á málinu stendur og rétturinn til mótmæla hefur þegar verið skertur, þó ekki sé nema fyrir sum (9) okkar.

  • Nei, hér er hvorki vinstri né hægri stjórn

    …heldur stalínistanna stjórn

    með til-heyrandi vampíru al-ræðis nómen-klatúru.

    Og júró-dollaramerkin

    … Rott-tjilluð, Góld-mönuð og Sökksuð í Deutsche

    … eru hennar einu stjörnur í augum

    með landið veðsett og ungviðið sett í steininn!!!!

  • Fyrirgefið, það var Eyþór í athugasemd ofar (og ekki Mörður) sem talar um hversu þungbær ákæra er fólki og vitnar þar í formann lögmannafélagsins sem lét þau orð falla af öðru tilefni. Inntakið er það sama.

  • Ólafur Kristjánsson

    Já Mörður ég er nokkuð sammála þér í þessu máli það þarf að lenda þessu svo hreynlega sjóði ekki uppúr. Mig grunar að byltingunni sé ekki lokið þar sem það kraumar í spillingunni ennþá, því miður.

  • Það er virkilega stutt í Sjálfstæðisflokkinn í þessu máli. Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri alþingis sem óskaði eftir lögreglurannsókn á atvikinu er faðir Árna Helgasonar, formanns heimdalls, fyrrum Vökuliða og framkvæmdastjóra þingflokks Sjálfstæðisflokksins.

  • Á mannamáli kallast það „pólitískar ofsóknir“ og „kúgun“ þegar valdið glæpgerir borgaralegt hugrekki þegar það dirfist að pota í lýðræðishræið.

    Á meðan teprurnar gaspra mjakast keingúrurétturinn áfram pollrólegur í gegnum íslensku spillingarfenin. Þar til einn góðan veðurdag falla dómar allt í einu í málinu.

    Enn eitt skiptið mun þá hið sanna skíteðli kammóþjóðfélagsins afhjúpast og í sömu andrá lokast gullfiskaminninu.

    Hvað munu liðleskjur gera þá?

    Stuðningsíða sakborninga er http://www.rvk9.org/

  • Gagarýnir

    Það mætti ryfja upp aðra áras á Alþingi. „Óður kommúistaskríll“? Menn fengu dóma og sátu inni en voru meiri menn eftir.
    Að færa upp þetta drama í íslensku samfélagi er fáránlegt. Of „erlendis“ og eyðileggur þá sátt sem hér er innræktuð. Raunverulegt hatur er ekki hér að finna enda við öll hvert komin undan öðru.
    Senan þegar Nói Albínói kemur vopnaður í bankann og er sagt að hundskast út lýsir þessari sérstöðu þjóðarinnar.
    Eins er sérsveit lögrelunnar kjánaleg þegar hún er send á fullann mann með byssu. Nokkuð sem heimamenn hafa séð um með vingjarnlegu spjalli.

  • Jóhann P

    Hver er rökstuðningurinn með því að það eigi að fella lögsóknina niður? Er eitthvað vafamál með það hvað gerðist? Ég vil líka spyrja þig er ekki verið að ræða mögulegar ákærur gegn fyrrverandi ráðherrum á alþingi um þessar mundir. Kannski er ég að misskilja tilgang þessara ákæra en er ekki einn tilgangurinn sá að kenna fólki, ráðherrum sem öðrum að gjörðum eða aðgerðarleysi fylgir ábyrgð. Þurfa ekki níumenningarnir svokölluðu að axla ábyrgð gerða sinna á sama hátt og Atlanefndin svokallaða kemst að þeirri niðurstöðu að ráðherrarnir þurfi að gera slíkt hið sama.

    Skýtur ekki skökku við að á sama tíma og þú ásamt félögum þínum á Alþingi ætlir að gera fjóra fyrrverandi ráðherra ábyrga gjörða sinna þá skulir þú á sama tíma mælast til þess að þeir níu sem að ákærðir eru fyrir árás á Alþingi þurfi þess ekki. Ég bara spyr, ertu þú ekki komin í hrópandi mótsögn við sjálfan þig? Ég mælist til þess að þú viðurkennir að allir, hvort sem að þeir hafa málstað eða ekki, allir hvort sem að þeir hafa verið ráðherrar eða ekki þurfi að axla ábyrð gerða sinna.

  • Hárrétt hjá pistlahöfundi. Allt nema að þetta er ekki svo léttvægt að
    hægt sé að afgreiða þetta sem einhverja vanhugsaða vitleysu. Fallist
    dómari á aðalkröfu stefnanda er honum meinað að dæma í minna en árs
    fangelsi! Slíkt er ekkert gamanmál. Stjórn sem fer svona fram gegn
    ungmennum sínum eða almenningi er fasistastjórn og í henni situr þú
    Mörður. Það er á þína ábyrgð (ekki eingöngu að vísu) að stöðva þetta
    strax. Verði önnur bylting þá verða önnur áhöd notuð en pottar og pönnur,
    dómur gegn þessu fólki stuðlar að því að slíkt geti gerst, þannig að
    ábyrgð ykkar er mikil.

    Ég skora á þig Mörður að taka þetta upp í þinginu – gera það sem þarf að
    gera til að stöðva þennan fávitagang sem þessi kæra er. Dómur gegn þessu
    fólki getur verið neistinn sem kveikir bál sem hvorki þú né aðrir á
    alþingi eru menn til að slökkva.

  • Kristján

    Með lögum skal land byggja, eða hvað?

  • Góðan dag. Eins og allir sem vilja vita og vita að þessir nímenningar sem rétta á yfir tilheyra allir vinstri armi stjórnmálanna. .sem stóðu fyrir þessum skrílslátum og höfðu sig mest í frammi með falin andlit var grasrót VG og Samfylkingar enda hlýtur það að vera ,þar sem þingmenn þessara flokka stóðu í gluggum Alþingis og hvöttu líðinn áfram. Enginn er sekur fyrr en sekt hans er sönnuð. Það kemur þá í ljós þegar dómur fellur í málinu.

    En þið haldið áfram á sömu braut og hafið í hótunum ef dómurinn fer ekki eins og þið viljið þá verði neistinn að báli sem enginn ráði við. Svona tala ekki neinir nema vinstrimenn

  • Málið snýst um yfirstéttina … banka-valda-elítuna og ríkis-vampírurnar frankensteinuðu … sem fer fram með samansúrrað ofbeldi og andlega nauðgun á almenningi þessa lands í krafti valda-stjórnunar-kerfis, sem allir vita innst inni að er hrunið !!!! En þetta helvíti lífs okkar er 4-falt í roðinu og getur því brugðið sér í allra kvikinda líki, eins og nauta-bani með skikkjurnar
    og beinir nú smáspjótum sínum af illgirni og skítlegu eðli.

    Hér þarf að rista í sundur 4-faldan skikkju-hjúp helgimyndanna skítlegu,
    og amk. 10-faldra stofnana ríkis-valds og banka-valds.

    Drullist það út … allt helgimynda-klastrara liðið, saurugt og viðurstyggilegt.

    Hér þarf að byggja upp 2. íslenska lýðveldið. Hið 1. var skinhelg lygi.

  • páll heiðar

    Einkennileg umræða og varla að maður nenni að taka þátt í henni eina ferðina enn.Fólk er sakað um aðför að alþingi fyrir að hafa farið uppá þingpalli,sem b.t.w almenningi leyfist að gera.Fólk er sakað um ofbeldi sem sýnt hefur verið á upptöku úr öryggismyndavélum að það var sjálft beitt.Talað er um það sem sjálfsagðan hlut að ofbeldismennirnir,þarna er ég að tala um frá skrifstofu alþingis,ráðskist með það hverjum er hleypt inná þingpalla sem þeir hafa lögum samkvæmt ekki heimild til og talað er um að ekkert tiltökumál sé að vera saklaus fyrir rétti dag eftir dag viku eftir viku mánuð eftir mánuð,þrátt fyrir það að hafa verið í undantekningartilfellum þó meinaður aðgangur að eigin réttarhöldum með lögregluvaldi.Síðasta útspil í þessu gaman,drama sakamálaleikriti er sá fáranleiki að ein þessarra níu þarf sennilega að fæða barn í réttarsalnum.Það er alþingi til skammar að þetta mál sé ennþá rekið og ekki við Mörð og félaga að sakast þar sem þetta mál er sótt af skrifstofu alþingis.Enginn getur sagt að Mörður hafi ekki verið sjálfum sér samkvæmur.Það er líka seinni hluti þessa máltækis sem er tveimur kommentum ofar……og ólögum eyða

  • Rétt páll heiðar

    fáránleikinn verður algjör, þegar dómskerfið tekur á móti nýfæddu barni
    í dóms-sal hinna ríkis-verðtryggðu vampíra
    meðan þær valta yfir ungviðið með myllusteinum … og stynja hel-sjúkar
    með blóðið vellandi út um munnvikin: Vald okkar er fullkomnað !!!!

  • Gunnar Þór Gunnarsson

    Hvernig geta þeir sem aðhyllast stjórnleysi verið í grasrót VG eða Samfylkingar eða yfirhöfuð í einhverjum stjórnmálaarmi? Það sem bjargaði málunum á sínum tíma var einmitt grasrótin sem tók höndum saman og klæddist appelsínugulu til að mótmæla aðferðum nímenninganna og fleiri sem vildu stjórnleysi og ofbeldi. Þótt þeir sem eru við stjórnvölinn í dag hafi verið mótmælendur á sínum tíma á það ekki að hafa áhrif á hvernig dæmt er í dag.

  • páll heiðar

    Það er sekt og ekki sekt sem á að ráða þessu.Og margsinnis hefur verið sýnt frammá að engin sekt er þarna á ferð.Einn af þeim braut lögin með því að ávarpa alþingi og síðasta hliðstæða þess er utanríkisráðherra í dag.Það er eina ásættanlega niðurstaðan að þessi ákæra endi í ruslutunnunni og því fyrr því betra svo saklausir einstaklingar fái frið fyrir þessu helvítis bulli

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og sjö? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur