Þriðjudagur 21.09.2010 - 18:19 - 9 ummæli

Hálftómt eða hálffullt?

Oft er hálfa vatnsglasið nefnt sem dæmi um hneigð í frásögn. Sá sem talar um glasið, finnst alltof lítið í glasinu og vill vinna áheyrandann á sitt band – hann talar um hálftómt glas. Sá sem telur nægt vatn í glasinu og vill sannfæra sinn áheyranda sinn – hann talar um hálffullt glas.

Einn partur af umræðunni um tillögur þingamannanefndarinnar er einmitt svona. Einsog kunnugt er komu frá nefndinni tvær þingsályktunartillögur, en tveir nefndarmanna flytja enga tillögu. Þeir eru úr Sjálfstæðisflokknum. Aðra tillögu nefndarinnar flytja fimm þingmenn úr Framsóknarflokknum, Hreyfingunni og Vinstrigrænum. Hina tveir þingmenn úr Samfylkingunni.  Efnið og mun tillagnanna þekkja menn.

Sá sem tekur afstöðu gegn tillöguflutningnum og vill ekkert með niðurstöðurnar hafa – hann segir að nefndin sé þríklofin eftir flokkspólitískum línum. Að eitthvað sé klofið er neikvætt, og á okkar tímum fátt verra en flokkspólitík. Glasið er næstum tómt.

Sá sem vill lýsa niðurstöðunum jákvætt  segir að tveir Sjálfstæðismenn hafi að vísu ekki skilað áliti en sjö af níu nefndarmönnum séu sammála með einni undantekningu: Tveir nefndarmanna telja að einn ráðherrann hafi bara sýnt „gáleysi“ en hinir fimm telja hann hafa sýnt „stórkostlegt gáleysi“. Glasið er hérumbil fullt.

Um þetta má rífast lengi – en var ekki meiningin að við tækjum afstöðu til raka og mótraka í málinu?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (9)

  • Ef nefndarmeðlimir skipa sér í þrjá hópa, er hún væntanlega tvíklofin, ekki þríklofin. Ekki satt?

  • Rök og mótrök í „málinu“.
    Geturðu ýmindað þér Mörður hvað þetta dj.. rugl „niðri“ á Alþingi skiptir okkur litlu. Við erum, þrátt fyrir þetta þvarg, gjaldþrota og hundelt af þínum líkum.
    Reynið fyrir alla muni að sjá sóma ykkar í því að standa með þjóð ykkar.
    Hún þjáist núna.

  • Gagarýnir

    Eru þetta ekki skilaboð til Stjórnlagaþingsins um að ráðherrar eigi ekki að gegna þingmennsku? Margir eru forviða að deilur séu á þingi. En til þess er það og hlutverk þingmanns er annað en ráðherra? Að þeir síðarnefndu sitji á þingi og beiti áhrifum sínum þar er óeðlilegt. Ráðherrar eiga að fara að lögum sem þingið setur og það á að geta kallað þá til ábyrgðar fyrir sína sýslan.
    En auðvitað er stjórnsýslan ég á borð við Útvarp Sögu með gemsasamskiptum.

  • Margrétj

    Alerlega óþolandi hvað þingmenn og ráðherrar eru ótrúlega sjálfhverfir í allri þessar umræðu sem og annari.
    ALLT gengur út á flokksfésið, kollegana, vinina og eigið rassg…….

    Vaknið og hættið þessu þvargi og þusi. Hér verður engin vinstri stjórn í vor.

  • Vatnsglas hvað … ertu að fara dettíða Mörður? Eða orðinn hólí spirit(us)?

  • Hvenær kemur eitthvað frá þér á þingi … varðandi níumenningana?
    Og þar er ég ekki að meina Atla nefndina, heldur ungviðinn hreina!

  • Ég er hjartanlega sammála aths. Margrétarj og Höskuldar Davíðssonar.

  • Mér finnst þú ekki samkvæmur sjálfum þér í þessu máli og máli níumenninganna, Mörður.

    Annað hvort eiga lög að standa eða ekki, jafnvel þó að þau séu gömul og standist jafnvel ekki þær kröfur sem við gerum í dag til lýðræðislegs þjóðfélags.

    Þú vilt að lög standi í þessu máli og vilt ákæra ráðherra, jafnvel þó að landsdómur sé kosinn af Alþingi og að hluta til skipaður leikmönnum, og uppfylli ekki nútíma skilyrði um óvilhallan dómstól.

    Gott og vel. En í máli níumenninganna viltu endilega að Alþingi beiti sér fyrir því að málið verði fellt niður, þó að saksóknari hafi komist að þeirri niðurstöðu að gildandi lög hafi verið brotin. Eiga bara sum lög að gilda, þegar það hentar þér og þínum pólitíska metnaði?

  • @Anna
    Hvernig í ósköpunum geturðu borið þetta tvennt saman ?

    Annars vegar ráðherrar sem brugðust skyldum sínum og
    sváfu á verðinum og gleymdu eftirlits-hlutverki sínu,
    sem er jú réttlætingin fyrir launum þeirra og lífeyri í stíl.
    Þetta með réttindi og skyldur Anna mín, ef þú fattar það
    með þína silki-húfu á kolli og vafrandi um í þínum bleika náttkjól.

    Hins vegar að segja við hrunaliðið að drullast út.
    Það er málfrelsi hér, eða hvað Anna?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og átta? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur