Miðvikudagur 22.09.2010 - 10:22 - 3 ummæli

Notaleg Orð í leikhúsinu

Ég hafði satt að segja ekki nokkra trú á því að gera einhverskonar leiksýningu úr útvarpsþættinum hans Kalla Th. um Orð sem skulu standa. Þetta væri bara della.

En í þetta sinn var ákaflega gaman að hafa rangt fyrir sér, því Orðin í Borgarleikhúsinu gengu algerlega upp á frum-„sýningunni“ í gærkvöldi. Þetta er nokkurnveginn sami útvarpsþátturinn en persónur og leikendur fylla Litlasalinn lífi með notalegheitum og því sposka yfirlæti sem Karli hefur tekist að heilla með útvarpsáheyrendur sína. Viðbætur eru söngur og annar flutningur „gestanna“ – sem í gær voru Egill Ólafsson og Ilmur Kristjánsdóttir – þetta verður eiginlega í leiðinni soldið variété uppá frönsku. Svo taka áhorfendur alveg áreynslulaust þátt í leiknum, sem væntanlega merkir að enginn „þáttur“ verður eins.

Allt fer þetta auðvitað fram á venjulegri og náttúrlegri íslensku – með ákveðnum menningarlegum stoltsbrag – og í gömlum og góðum Ríkisútvarpsstíl. Mæli með Orðunum ef fólk vill notalega íslenska kvöldstund. Og vera kominn heim í góðu skapi fyrir tíufréttir.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (3)

  • Adalsteinn

    Orð sem skulu standa, komdu með frumvarp Mörður minn,
    frjálsar handfæra veiðar smábáta, eins og samfylkingin lofaði.
    Sýndu þjóðinni hvað í þér býr, 15.000 manneskjur án vinnu,
    þar af 10.000 hér, alt í kringum þig. Horfðu út á Faxaflóann,
    þá sérðu að hann er líflaus, þessi auðugu fiskimið ættu að iða,
    iða af lífi. Þetta frumvarp mundi ekki kosta Ríkissjóð krónu,
    en skapa líf og fjör, mikla vinnu og miklu betri móral hjá
    okkur. Sýndu þjóðinni hvern mann þú hefur að geyma.

  • Gagarýnir

    Hvað er í gangi þarna á RÚV sem maður er neyddur til að greiða til en er nú miðvega í einhverju einkavæðingarbrölti? Fréttaþulurinn, því það er greinilega að eigin mati, hans sterkasta hlið er að eyðileggja þetta löngum þjóðaryndi.

  • sigthor jonsson

    Það er furðuleg sannfæring sem fer eftir því hvernig aðrir þingmenn kjósa…

    Ekki mjög staðfastur, ég var einmitt að hugsa þegar þú hélst ræðu þína um að það sama yrði að ganga yfir alla hvað þú værir staðfastur.

    En allt mitt álit á þér hvarf eftir þessa furðulegu sannfæringarbreytingu.

    Nú tekur maður allt sem frá þér kemur með miklum fyrirvara.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og sjö? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur