Þriðjudagur 28.09.2010 - 18:13 - 41 ummæli

Gangi honum vel

Ekki mín niðurstaða – en í sjálfu sér rökrétt niðurstaða. Það hefði verið undarlegt að alþingi höfðaði ekki mál samkvæmt lögunum um landsdóm og ráðherraábyrgð gegn þeim sem báru ábyrgð á efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar 2007–2009, og af þeim fjórum sem til álita komu hvílir þyngst ábyrgð á forsætisráðherranum. Hann er ábyrgur fyrir hagstjórninni, hann fór með málefni Seðlabankans, hann var verkstjóri ríkisstjórnarinnar, og var sjálfur eða fulltrúar hans á vettvangi alstaðar þar sem bregðast hefði mátt við. Ræður þeirra Helga Hjörvars og Skúla Helgasonar í dag voru skýrar um þetta – þótt ég væri þeim ekki að öllu leyti sammála.

Niðurstaða mín var sú að allir fjórir ábyrgðarmenn efnahagsmála í ráðuneyti Geirs H. Haarde hinu síðara ættu að verjast ákærunum fyrir landsdómi. Ég var lengst í vafa um utanríkisráðherrann og viðskiptaráðherrann – vegna þess, einsog kom fram í atkvæðisskýringu, að sum málsgögn og yfirlýsingar sem þau varða eru misvísandi og stangast á, án þess skorið verði úr nema með frekari rannsókn. Niðurstaðan var að lokum sú að líkur væru að minnsta kosti jafnmiklar á sakfellingu í báðum tilvikum. Mér þótti hinsvegar ekki gerlegt að skilja mál þeirra að, og sat þessvegna hjá um kæruna gegn Björgvini Guðna þegar ljóst var að Ingibjörgu Sólrúnu yrði ekki gert að mæta fyrir landsdómi.

Ég vona þetta fari vel – að landsdómsferilinn upplýsi betur en orðið er um gang mála í stjórninni 2007–2009, og geti orðið hluti af nauðsynlegum sáttum eftir hreinskilið uppgjör, sem enn virðist vera rétt að hefjast.

Mönnum kann að finnast það þversagnarkennt – en ég vona líka að Geir Haarde, inspector scholae í MR þegar ég var í fjórða bekk, söngmanni og KR-ingi, gangi vel í málaferlunum framundan, og að hann og fjölskylda hans komi heil úr þessari eldraun. Þetta mál er ekki knúið áfram með refsigleði og hefndarþorsta gagnvart einstökum mönnum, að minnsta kosti ekki af minni hálfu, heldur snýst það um landslög, réttlæti og ábyrgð.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (41)

  • Illugi Jökulsson

    Merkilegt að þú skulir fyrst af öllu tengja Geir Hilmar við að hafa verið inspector þegar þú varst í MR. Þótt ekki hafi það (sem betur fer) haft áhrif í þínu tilfelli, þá eru þessi hugrenningatengsl enn ein sönnun þess hvað þetta er samanprjónað samfélag sem við höfum baslað við að halda úti.

  • Adalsteinn Agnarsson

    Geir greyið, var skipsjórinn.

  • Þorsteinn Úlfar Björnsson

    Það hefði náttúrlega öll ríkisstjórnin átt að fara fyrir landsdóm, þótt ábyrgð Geirs sem verkstjóra sé sínu mest.

  • Árni kristjánsson

    Að þú skulir reina að kjafta þig frá þessu aumi maður.

  • Kristján E. Guðmundsson

    Ég er hér innilega sammála Illuga, mikið ósköp fara þessi MR tengsl og hugrenningar í taugarnar á mér. Sem betur fer eru til aðrar menntastofnanir í þessu landi, og ekki ómerkari, sem sent hafa frá sér gott fólk með heilbrigt siðferði. Sem betur fer fyrir þessa veslings þjóð.

  • Annaðhvort taldiru Björgvin sekan um ákæruatriðin eða ekki. Það að þú hafir látið atkvæði samstarfsmanna þinna á þingi gagnvart öðrum aðilum hafa áhrif á hvernig þú kaust um Björgvin er aumkunarvert.

  • Þar krystallast líka munurinn á þér og Sjálfstæðismönnum. Ef þeir hefðu notað þín rök hefðu þeir skipt um skoðun gagnvart hinum aðilunum í seinni atkvæðagreiðslunum.

  • Mörður, þú lést röð atkvæðagreiðslunnar hafa áhrif á það hvernig þú kaust, ekki sannfæringu þína. Ég segi eins og Bósi Ljósár: You are a sad, strange little man, and you have my pity…

  • Ömurlegt að lesa þessi skrif.

    Hugleiðingar um góða KR-inga og réttmæti hjásetu í ljósi fenginnar niðurstöðu í öðrum kærulið segja allt sem segja þarf.

    Ég held að þú ættir ekki að hætta þér í umræðu um heiðarleika og ábyrgð.

    Vonandi lýkur tíma þínum og þinna á alþingi sem fyrst.

    Efna þarf til kosninga til þess að þjóðin fái að skola út ógeðið.

    Síðan þarf að eftirláta nýju og óbrjáluðu fólki að endurreisa alþingi.

    Það er ónýtt.

  • Tvískinnungurinn í þessu máli er furðulegur.
    Samfylkingarkonur fylkja með sinni konu,
    en Mörður verður hvorugkyn með Björgvini.

  • Ég held að þetta hafi verið þinn dapurlegasti dagur á þingi.
    Ef standa á vörð um réttlætið þarf að standa í lappirnar. Hvað var í vegi fyrir því að landsdómur skæri úr um það?
    Ertu sáttur við aðgerðaleysi Björgvins? Einhver hefði kallað það að fljóta sofandi að feigðarósi, ef ekki eitthvað verra. Dómurinn gat skorið úr um hvort vönkunin væri saknæm.

  • Elías Péturson

    einhvernvegin, þá held ég að þú hefðir átt að sleppa þessari færslu Mörður….

  • Katrín Gunnarsdóttir

    Aum voru ummæli þín við atkvæðagreiðslu um ákæru á hendur viðskiptaráðherra. Var ekki annað að sjá en þú hafir einfaldlega orðið hræddur um að þingmenn sjálfstæðismanna myndu greiða atkvæði með ákæru. Það fataðist þér flugið Mörður, ,,skítlegt eðli“ var annars staðar að finna.

  • Óheilindin eru slík að mann svimar.

    Ég hef kosið samfylkinguna alveg frá byrjun.

    Kýs þig og þinn flokk aldrei aftur.

    Ég fyllist skömm að hafa stuðlað að setu þinni og félaga þinna á þingi.

  • þetta er ömurlegt. Samfylking opinberaði þarna hvernig sá aumi flokkur starfar.

    það eru allir sammála að annaðhvort ættu þeir sem voru í stjórn að bera ábyrgð að fara fyrir landsstjórn, ALLIR eða enginn. Þar með talin Jóhanna Sigurðardóttir og Össur Skarphéðinsson.

    Núna verður að taka föstum tökum störf Jóhönnu Sigurðardóttur í þeirri nefnd sem hún sat í og átti að minnka umsvif íslensku bankanna. Fara gegnum allar fundargerðir, sjá hvað sú nefnd gerði, og fara sömu leið og farin var gagnvart Geir ef eitthvað óeðlilegt kemur í ljós.

    Sömu leið verður að fara með Össur, það verður að skoða af hverju hann seldi hlutabréfin sín í SPRON (sem hann fékk víst gefins) á gráa markaðinum, á háu gengi. Rannsóknarskýrslan talar sérstaklega um þetta, en Samfylking vill bara höggva í sama farið og rannsaka einkavæðingu bankanna í þriðja skiptið, en ekki rannsaka fall Sparisjóðanna.

    það er alveg ljóst að samfylking var með þessum vinnubrögðum að sjá til þess að það verður stál í stál á þinginu í vetur, alveg þangað til verður kosið í vor.

  • Erlendur Fjármagnsson

    Íslendingar alltaf fljótir að breyta skúrk í fórnarlamb.
    Með öðrum úrslitum hefðu flest ummæli hljómað alveg öndvert.
    Tek ofan fyrir Merði!

  • Kjósandi

    „Illa fer þér og mun þín skömm lengi uppi.“

  • Sævar Helgason

    Svona fór um Samfylkinguna. Var að koma frá Bretlandi. Verkamannaflokkurinn er búinn að henda Blairismanum á haugana- sem mjög skaðlegri stefnu fyrir viðskiptalífið , stjórnmálin- og ofurdekri við Bandaríkin í stríðsrekstri. Og þennan andskota tókum við upp og féllum flatir. Nú verður alger uppstokkun flokkanna að eiga sér stað.Helst tvo nýja og ómengaða stjórnmálaflokka til að hafa forystu í landsmálum. 4x flokkurinn er kominn í kistuna.

  • Gunnhildur

    Gangi honum vel?! Gangi draslinu sem Samfylkingin er orðin að vel! Djöfull sem ég skammast mín fyrir að hafa kosið annað eins samansafn af dómgreindarlausum tækifærissinnum.

  • Kristján Sveinsson

    Allir gallar þess fráleita fyrirkomulags sem pólitískt ákæruvald er fengu að njóta sín í dag. Frammistaða þín, er þú lést afdrif ákærunnar á Ingibjörgu Sólrúnu hafa áhrif á afstöðu þína til ákæru á Björgvin var fráleit og sýndi vel hversu rangsnúið þetta var allt saman. Að það voru ekki raunveruleg sakarefni og mat á þeim sem réðu, heldur hver í hlut átti og hvar í flokki viðkomandi stóð.

    Nöldur þitt um gamlan skólafélaga, söngmann og það allt er svo bara aumkunarvert við þessar aðstæður. Hvað áttu annars við þegar þú óskar manninum velfarnaðar við þessar aðstæður? Að landsdómur sakfelli hann þannig að rétt dæmist að hann hafi verið ómögulegur stjórnmálamaður og ráðstafanir hans á þeim vettvangi fráleitar? Hver ætti að geta nýtt sér slíka niðurstöðu til nokkurs hlutar?
    Eða að landsdómur sýkni hann þannig að ljóst verði að pólitískar ákærur á hendur honum voru tilhæfulausar?

    Ekkert traust hef ég á ykkur, sem í dag stiguð þetta óheillaskref. En leyfi mér að vona að landsdómur hafi betri tök á landslögum, réttlæti og ábyrgð en þið hafið og vísi málinu frá sér.

  • Svo bregðast krosstré sem önnur tré. Hvaða MR-tal er þetta? Þú ert að verða alveg eins og hinar kellingarnar í Samfylkingunni.

  • Mörður hljóp á sig. Hann vildi ákæra alla fjóra en hætti við Björgvin af því Ingibjörg og Árni voru ekki ákærð. – Í réttarríkjum er fólk ekki ákært að geðþjótta. Ákæra á hendur einum getur ekki ráðist af því hvort einhver annar er ákærður eða ekki.

  • Geðþótta, vildi ég sagt hafa.

  • Fer forsætisráðherra með almenna stjórnunar – og eftirlitsheimildir gagnvart Seðlabanka Íslands? Getur ráðherra gefið honum bindandi fyrirmæli um framkvæmd stjórnsýslu?

    Það er svo fullkomlega út í hött að ætla að draga Geir fyrir dóm fyrir það að vera oddviti eða ‘verkstjóri’ miðað við lögin.

    Þetta á eftir að smella í bakið á ykkur.

  • Anna Grétarsdóttir

    Ég hef alltaf haft skömm á Samfylkingunni, engin breyting þar á 🙂

  • sigthor jonsson

    Þetta eru svo sem rök, en ef menn hafa sannfæringu þá breytist hún ekki vegna þess að úrslitin eru manni ekki að skapi.

    Ef fyrst hefði verið kosið um Ingibjörgu og hún hefði ekki verið ákærð, hefðir þú þá ekki stutt kærur á hendur Geir H Haarde?

    Var þá ekki rangt hjá þér að tala um sannfæringu, þar sem þú ákvaðst að byggja þín atkvæði á niðurstöðunni sem kom út, eðlilegast hefði verið að hafa þetta leynilega kosningu.

  • Björn Blöndal

    Mörður Ánason er búin að vera sem stjórnmálamaður. Fyrstu afglöp hans sem skiptu máli var að þegar hann ásamt öðrum stóð að frumvarpi sem leyfði veiðar á rjúpu. Hún var þa friðuð og stofnin í hættu. Þetta varð til þess að hann komst ekki á þing aftur. Fyrir síðustu kostningar kom hann alveg með ótrulega yfirlýsingu í sambandi við stóryðjuna. Sú yfirlýsing varð til þess að hann missti aftur af þingsæti. Mörður ætti að eibeita sér að finna fyrir hinn almenna borgara sem á undir högg að sækja. Ekki reyna að afla sér vinsælda með svo klaufalegum hætti sem hann gert.

  • Margrétj

    Já – við skulum vona að honum gangi vel. Hins vegar vona ég innilega að fólk mæti á Austurvöll á föstudag og mótmæli svikum og hegðun Samfylkingarinnar. Það verður að koma þessu fólki frá. Við vinstri menn höfum megnustu fyrirlitningu á svikum þessarar ríkisstjórnar – þau mega svo sannarlega taka Steingrím með sér.
    Við höfum fengið nóg af dekri þessa fólks við peningaöflin í landinu og svikum þeirra við almenning.

  • Ætli Mörður sé ekki einna aumkunnarverðasti þingmaður samtíðarinnar.
    Að vita ekki hvað er að kjósa eftir flokkslínum segir nánast allt sem segja þarf um slóðann.

  • Til hamingju Mörður með þína frammistöðu hún var ömurleg

    Það er ljóst að Samfylkingin sér um sína.

  • Þú ert líklega einn undirförulasti mörðurinn í annars tækifærissinnuðum klíkuskap hagsmunapots og hentistefnu sem kallast Samfylking. Það vona ég að þjóðin beri gæfu til að halda þér og þínum flokki fjarri völdum um langan aldur. Skömmina berðu hins vegar með þér til æviloka!

  • Jenný Anna Baldursdóttir

    Mörður, ekki er ég hrifin af Samfylkingunni í dag en hélst ágætlega sjó.
    Takk fyrir það.

  • Jenný Anna Baldursdóttir

    Hér á að standa: „En þú hélst ágætlega sjó“. Svo mikið að flýta mér offkors.

  • Takk fyrir að kjósa eftir þinni bestu samvisku sem er hreinni en ansi margra annarra. Takk fyrir það.

    Þrátt fyrir allt þá kaus Samfó alls ekki eftir beinni flokkslínu líkt og Sjallinn. Það sést á mjög misjöfnum áherslum í já eða nei. En margir þar í flokki mega samt skammast sín. Sjallinn kann hvort sem er ekki að skammast sín. Þeir sem ákváðu að kæra engan verða að gera það upp við sína takmörkuðu samvisku af hverju það var.

  • Kári S. Lárusson

    Framganga þín og nokkurra samflokksmanna þinna í dag var ömurleg.

    Merkilegt hvernig óheilinda- og undirferlishyski virðist safnast saman í þínum flokki. En líkur sækir líkan heim, segir gamalt máltæki.

    Andstyggð mín á Samfylkingunni hefur náð nýjum hæðum eftir atburði dagsins og hélt ég þó að þar væri í engu á bætandi.

    Þú ættir að skammast þín Mörður -en það kanntu sennilega ekki.

  • Þú lést fífla þig í pólitísk réttarhöld eins og dr. Lilja Mósesdóttir staðfesti að þetta væru.

    Steingrímur á eftir að fá þetta útspil rækilega í skallann.

    Enginn minnsti vafi er á því að icesave samningur Steingríms og félaga er fullframið landráðabrot er varðar allt að 16 ára fangelsi.

    Atli Gíslason passaði sig rækilega á því að vera í leyfi frá þingstörfum þegar Alþingi greiddi atkvæði um icesave samninginn.

    Atli ætlar ekki að eyða ellinni í fangaklefa með Steingrími.

  • Svo biðst ég innilega afsökunar á að hafa ásakað Mörð Árnason

    um að vera heiðarlegan og sjálfum sér samkvæman.

  • Þetta er það fyrsta sem ég læt eftir mér hafa um þetta mál, nú að verða kl 4 um nóttu er ég fyrst að verða rithæfur um efnið sökum vanmáttugrar reiði.

    Fyrir Þinginu lá ekki að dæma eða sýkna menn, heldur að taka afstöðu til niðurstöðu þingmannanefndarinnar. Það er hægt að bera virðingu (eða hafa skilning á) afstöðu þeirra sem vildu fá alla fyrir landsdóm og þeirra sem vildu engann. Ég reyndar tel að rangt hafi verið að kæra en engu að síður tel að niðurstaða nefndarinnar sé í eðli sínu bindandi. Annars hefði aldrei átt að stofna til hennar.

    Það sem gerist svo í þinginu er eiginlega ógeðsegt og ólýsanlega dapurlegt. Ég gæti rætt það í löngu máli en þess á ekki að þurfa. samfylkingin lýsti sitt fólk saklaust… Hvað hefðuð þið sagt ef sjálfstæðisflokkur hefði gert Það sem þið gerðuð??? Ef sjálfstæðisflokkur hefði sýknað sitt fólk en sent Ingibjörgu fyrir dóm?

    Fyrir þinginu lá að taka afstöðu til niðurstöðu þingmannanefndarinnar, ekki að sýkna 3 af 4. Skömm ykkar er mikil. Það eru komnir tímar pólitískra ofsókna og menn sæta réttlæti eftir flokksskírteinum. Ég þakka þingmönnum sjálfstæðisflokks hjartanlega fyrir að fara ekki í hefndarhug, en þeir gátu auðveldlega setið hjá í atkvæðagreiðslunni bæði um ISG og BS og með þeim hætti sent bæði fyrir landsdóm. Þeir gerðu það ekki og sýndu með því muninn á þeim og ykkur. Hann sjá nú allir.

  • Steingrímur vald-nauðgaði þingmönnum VG á Alþingi 30. des. 2009.

    Um það hafa fleiri þingmenn VG vitnað en Lilja, beint og óbeint.
    Það að þingmenn séu (framkvæmda-)vald-þvingaðir til að greiða
    atkvæði þvert gegn eigin samvisku, er amk. stjórnarskrárbrot.

    Viggó fullyrðir að um landráð sé að ræða. Það eru stór orð.

    Í ljósi þessa finnst mér, að Mörður sé að fá hér einum of harða gagnrýni.
    En vissulega er það klaufalegt að gjalla hátt um að eitt skuli yfir alla ganga, en gugna svo á því, þó heimaskíts rök hafi fylgt, og sitja að lokum hjá.

  • Það segir í 91. gr. almennra hegningalaga nr. 19/1940:

    „…skal sæta fangelsi allt að 16 árum…“

    „…Sömu refsingu skal enn fremur hver sá sæta, sem falið hefur verið á hendur af íslenska ríkinu að semja eða gera út um eitthvað við annað ríki, ef hann ber fyrir borð hag íslenska ríkisins í þeim erindrekstri…“

    Í þjóðaratkvæðagreiðslu var það skoðun 92,3% kjósenda að hagsmunir íslenska ríkisins hefðu verið bornir fyrir borð í icesave samningum þeirra Steingríms og félaga.

  • Mörður er einn af fáum sem varðveitir flöktandi ljós íslenskra jafnaðarmanna sem er við það að slokkna. Atkvæðagreiðslan í þinginu skildi hafranna frá sauðunum. Uppgjör innan Samfylkingarinnar verður sífellt brýnna.

    Margir vilja hnoða deig píslarvættis úr þessu raka hveiti. Verum fegin að menn héldu höfði sínu og björtum lokkum. Samfélag okkar varð fyrir skelfilegu áfalli. Fornt mynstur refsingar og uppgjörs raðar sér upp í hveitinu. Hættum þessu væli, spyrjum heldur hvort hættan sé liðin hjá þegar höndin grípur um ólmandi horn hrútsins.

    Þingið gekk gegn eðil sínu sem þing með atkvæðagreiðslunni. Þessi gauðrifni poki um landsdóm. Þing getur ekki lagst á dyr fyrir þau dauðu.
    Þess vegna fannst mér Mörður, í krampa sjávardýrs, varðveita örlítið leiftur þessa þings sem við eigum. Ekkert hverfur skjótar úr augsýn þings en refsing eins, sem er ekki lengur þeirra á meðal.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og sex? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur