Þriðjudagur 05.10.2010 - 09:28 - 24 ummæli

Hringborð

Í staðinn fyrir að halda afleitlega vondar ræður sem bírókratar semja í ráðuneytum og rétta fram sáttahendur — til Sjálfstæðisflokksins – ættu ráðherrar fyrstu alvöru-vinstristjórnarinnar að viðurkenna að venjuleg pólitík er lömuð á Íslandi og efna til hrinborðssamræðna við alla þá sem vilja koma til slíkrar umræðu. Þetta hefur verið gert með góðum árangri annarstaðar þegar að steðjar vandi sem hefðbundið stjórnmálakerfi ræður ekki við.

Við hringborðið ættu að vera á dagskrá tiltekin afmörkuð málefni, skuldavandinn, Icesave, hegðun fjármálafyrirtækjanna, endurreisn atvinnulífs, ríkisfjármál.

Kannski heppnast þetta ekki – en ekki er okkur að ganga sérlega vel núna, og það eina sem er nokkurnveginn víst er að það gengur ekki betur þótt Bjarni Benediktsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Þór Saari drekki meira kaffi í gamla tukthúsinu við Lækjargötu.

Auk þess legg ég til að bankarnir verði þjóðnýttir hið fyrsta.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (24)

  • Mörður , það er einn hængur á, fólk vill ekki eiga viðræður við þá stjórnmálamenn sem bera persónulega ábyrgð á helstefnu stjórnmála undanfarin 10 ár. Þar spila Jóhanna og Össur stóra rullu. Steingrímur er líka bullandi sekur og ber mikla ábyrgð á til dæmis kvótakerfinu eins og það er. Ef Fjórflokkurinn er tilbúinn að leggja sig niður þá er sjálfsagt að eiga viðræður við einhverja einstaklinga eins og þig til dæmis en ekki þá sem tekið hafa þátt í störfum Alþingis frá til dæmis 2003, án þess að viðurkenna ábyrgð. Tala ekki um pólitíkusa sem hafa setið í tugi ára og haga sér eins og þeir eigi stjórnmálin með hurðum og gluggum

  • Kristján Elís

    Það vantar að byrja á að ræða hugmyndafræði. Þar hefur félagshyggjufólk brugðist undanfarna áratugi. Hvað er að vera jafnaðarmaður?
    Stjórnmál eru orðin að verkefnastjórnmálum og það er alltaf verið að vinna við það sem hefði átt að gera í gær, alltaf á eftir.

  • Einmitt að hugsa í gær að það þyrfti að þjóðnýta bankana. Hafi einhver eitthvað við það að athuga, mæta mótmælendur fyrir utan hjá viðkomandi.

  • Þjóðnýta líka fiskinn,strax í dag

  • Geðveikt…

    … Hvenær á að mynda þessa fyrstu Alvöru vinstri stjórn?

    Manni hlakkar bara til…

  • Adalsteinn Agnarsson

    MÖRÐUR, hætta þessu kjaftæði og munnræpu,
    KOMDU STRAX með frumvarp.
    FRJÁLSAR HANDFÆRAVEIÐAR
    ÞJÓÐINA VANTAR VINNU STRAX.

  • Mörður – núverandi valdhafar eru algerlega óhæfir til samræðna. Þeir eru einræðulistamenn.

    Ég hef orðið vitni af svokölluðum samræðum hjá Samfylkingunni í td. World Café fundafyrirkomulaginu. Það endaði með því að einn forkólfurinn dró upp prentað blað með niðurstöðum fundarins (sem viðkomandi hafði prentað út heima kvöldinu áður væntanlega). Fundurinn hafði sem sagt ekki nokkurn hlut um að segja hver niðurstaðan væri – en þetta fundafyrirkomulag er sniðið að sæmræðu og sameiginlegum lausnum.

    Það sem þú segir hér að ofan er vel hægt, en einungis án ykkar.

  • Starkaður

    Samfylkingin hefur haft tæp tvö ár til að taka um símann og ræða við fólk. Það hefur ekki enn gerst. Vonandi er Mörður stoltur af innblásinni ræðu síns forsætisráðherra frá í gærkvöld. Hverjir drekka kaffi saman, og hverjir ekki, breytir engu. Hvað menn gera og hvað ekki, skiptir öllu máli. Fólkið á Austurvelli var ekki að fagna árangri vinstri stjórnarinnar. Sú staðreynd hefur alveg farið fram hjá mörgum merðinum.

  • Stjórnmálin á Íslandi í boði fjórflokksins eru eins og keiluspil. Á fjögurra ára fresti er bara raðað upp á nýtt með sömu keilum og sömu kúlum og ekkert breytist…Ég er orðinn hundleiður á þessu

  • Friðrik Erlingsson

    Sem betur fer er venjuleg pólitík á Íslandi lömuð í dag. Það verður þá kannski til þess að kjörnir fulltrúar fari að snúa sér að því sem skiptir máli.

  • Líst vel á hringborðshugmyndina og enn betur á bankahugmyndina. Ef þú meinar þetta að þá legg ég til að þú leggir frumvarp þess efnis fram á þingi jafnt sem bloggi.

  • María Kristjánsdóttir

    Kannski verður bara að kljúfa Samfylkingu og VG og mynda nýjan flokk sem þorir að þjóðnýta bankana og fiskinn plús bjarga náttúrunni.

  • Friðrik Erlingsson

    ‘Umboðsmenn almennings’ er ágætt nafn á nýtt stjórnmálaafl – ef það gæti staðið undir nafni.

  • Þjóðin þarf ekki fleira LLLL-fólk (Latte lepjandi lopapeysu lýður ) eins og Samfylkingin er orðin full af. Nú þarf fólk sem þorir að framkvæma ekki bara tala. Þegar öll ríkisstjórnin nema Jóhanna er gamlir félagar úr Alþýðubandalaginu og Fylkingunni, sem sagt gamlir kommúnistar, þá er venjulegum krötum brugðið. Ætli sé ekki kominn tími til að gamlir félagar úr Alþýðuflokknum komi saman að nýju og ráði málum sínum. Hvar er Jón Baldvin þessa dagana eða Ámundi eða Birgir Dýrfjörð?

  • Friðrik Erlingsson

    Í hádegisfréttum segist forsætisráðherra ‘ekki vera viss um að þjóðstjórn leysi vandann’. Enginn er hissa á að hún sé ekki viss – hún hefur ekki verið viss frá því hún settist í stólinn. Gætu 10.000 manns á Austurvelli hjálpað henni til að komast að því hvað leysa muni vandann? 20.000? Hvað þarf mikið að gerast svo forsætisráðherra ‘verði viss’?

  • Guðmundur Hörður

    Furðulegt að orðið þjóðnýting heyrist ekki oftar í umræðunni.

  • Erlendur Fjármagnsson

    Mörður og Jóhannes Laxdal góðir!
    En, seint verður hægt að komast fram hjá vanhæfu 35prósentunum að viðbættum VG liðinu sem keyrir í handbremsu.

    Eina færa leiðin er að leggja Ísland niður sem sjálfstætt ríki og ganga í ríkjasamband við þjóð sem er það fjölmenn að íslensku öfgaflokkanna gæti þar ekki.

  • Úlfar Bragason

    Í spilum þarf að spila með það sem er á hendi en ekki spil sem eru ekki til. Hróp á einhverja aðra stjórn (þessi var kosin fyrir rúmu ári), almenna niðurfellingu skulda, etc. etc. er óraunhæft. Veruleikafirring og óskhyggja virðist hrá Íslendinga engu síður eftir Hrun en fyrir það! Við lifum ekki ennþá í sýndarveruleika þótt margir virðist halda það. Mér sýnist Jóhanna og Steingrímur hafa gert allt sem í þeirra valdi hefur staðið til að róa áfram en margir hafa róið á móti eða lagt árar í bát og bara staðið á öskri! Hvernig væri að taka í árarnar með þeim – líka þú Mörður!

  • „Í staðinn fyrir að halda afleitlega vondar ræður sem bírókratar semja í ráðuneytum og rétta fram sáttahendur — til Sjálfstæðisflokksins “
    …..[gengur ekki betur þótt Bjarni Benediktsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Þór Saari drekki meira kaffi í gamla tukthúsinu við Lækjargötu.]“

    Þori samt nokkurn veginn að éta hattana mína þrjá, upp á að Þór Saari samdi sína ræðu sjálfur, enda rann hún betur niður, en þessar bírókratakrydduðu.

  • Ég hef sömu reynslu og Daði hér í athugasemdunum fyrir ofan af svona World Cafe stemmingu á Samfylkingarfundi (ekki samfylkingarfundur heldur einhver svona peppfundur á vegum samfylkingarráðherra). Það var fundur um nýsköpun, það var steingelt, það var eitthvað sem hét umræður en það var búið að ákveða fyrirfram hvernig ættu að tala og svo var einmitt dregin saman svona niðurstaða sem var líka búin til fyrirfram. Það voru yfir 100 manns á þeim fundi, flest fulltrúar opinberra stofnana.

    En ræðan hennar Jóhönnu var arfaslæm. Það var ekki gott að flytja svona vélræna ræðu á svona örlagastundu. Það hefði sennilega komið vel út, einlög og heiðarleg ræða sem sýndi skilning á hvað fólk er að ganga í gegnum. En Jóhanna virtist uppteknari af hvað þingmenn eru að ganga í gegnum þ.e. þetta landsdómsmál. Okkur almenningi er eiginlega alveg sama um það, bara að einhver hafi verið kærður og eðlilegt að það hafi verið sá sem stóð fyrir gömlu stjórninni.

    Jóhanna talar líka núna eins og samvinna í þinginu byggist á að lægja reiðiöldur þar og á þar væntanlega við þetta landsdómsmál. Með því er hún ekki að tala við fólkið í landinu. Með svoleiðis orðræðu er þingið að skoppa í kringum sjálfa sig.

  • Hrafn Arnarson

    Umræðuefnin eru ágæt en hverjir eiga að koma að hringborðinu? Hvaða þjóð hefur farið slíka leið út úr kreppu?

  • Gagarýnir

    Ég veit ekki hvernig andrúmsloftið er á þingi. En þjóðstjórarhugmyndin er afleit. Nú þarf að taka á málum vegna þeirra hugsjóna sem þeir flokkar hafa sem sitja í núverandi stjórn. Bíða af sér hretið og hefjast handa í bítið.
    Ekki að kallan þessa flokka að einu né neinu.
    Það felast nefnilega tækifæri í kreppunni að endurskapa. Þetta hefur verið hið vanmetna hlutverk vinstri aflanna.
    Man þégar ég datt fullur útaf Borginni pg hitti Eðvarð Sigurðsson og það rann strax af mér.
    http://www.althingi.is/altext/thingm/1807100009.html

  • Snorri Jónsson

    Sæll Mörður.

    Sá þig í silfrinu í gær. Respect fyrir að standa fyrir utan skotgrafapólitikina, gaman að sjá svona. Það mættu fleyri taka þig til fyrirmyndar.

    Ég er annars sjaldan sammála þér.

    gangi þér vel.

  • Heyr, heyr!

    Innilega sammála, sennilega í fyrsta skipti á ævinni.

    Landið verði eitt kjördæmi og þannig vægi atkvæða hið sama.

    Þetta er mannréttindamál.

    Núverandi fyrirkomulag er til skamma og sæmir ekki jafnaðarmönnum að verja það.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og átta? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur