Þriðjudagur 19.10.2010 - 11:29 - 12 ummæli

Ráðuneytið sem ekkert veit

Það hafa verið talsverðar umræður undanfarna mánuði um þátt útlendinga í íslensku atvinnulífi – hversu mikill hann sé í einstökum greinum, hversu æskilegur í þessari grein og hinni, hvar eigi að setja mörkin. Þetta kom meðal annars upp í sumar kringum kínverskan eignarhlut í sjávarútvegsfyrirtæki, og sjávarútvegsráðherra var að sjálfsögðu einn af þeim sem tjáði sig, taldi óhæfu að Kínverjar ættu mjög mikið í útgerð á Íslandi. Ég er honum alveg sammála, að minnsta kosti þangað til við afnemum gjafakvótakerfið.

Þegar við vorum að ræða þetta nokkrir félagar barst talið að þætti Íslendinga í atvinnulífi erlendis, ekki síst í sjávarútvegi, og þá kviknaði þessi fyrirspurn á þingi til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra:

1. Hvað eiga íslenskir einstaklingar og lögaðilar mikið í erlendum sjávarútvegsfyrirtækjum? Hver eru fyrirtækin, hvar starfa þau, hver er hlutur Íslendinga í þeim, hvenær eignaðist íslenski aðilinn fyrst hlut í fyrirtækinu og hvers virði er heildarhlutur Íslendinga í fyrirtækjunum talinn?

2. Hver eru tuttugu umsvifamestu fyrirtækin að fjórðungi eða meira í eigu Íslendinga (velta) og hverjir eru tuttugu helstu eigendur erlendra sjávarútvegsfyrirtækja hérlendis (miðað við veltu fyrirtækis og hlut)?

Fyrirspurnin var lögð fram 6. október og aðeins tólf dögum síðar kom svarið, skýrt og skorinort:

Ráðuneytið hefur engar upplýsingar um efni fyrirspurnarinnar og ber ekki að lögum að safna slíkum upplýsingum og getur því ekki svarað fyrirspurninni.

Örugglega rétt hjá ráðuneytinu, þótt ég hafi reyndar spurt ráðherrann en ekki skrifstofu ráðherrans. Kannski hefur ráðuneytið heldur engan áhuga á svona upplýsingum?

Einhver hlýtur samt að vita þetta í stjórnkerfinu – og í því trausti sendi ég boltann áfram á næsta mann, og legg í dag fram samhljóða fyrirspurn til efnahags- og viðskiptaráðherra.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (12)

  • Þetta er mál sem þarf að upplýsa. Þetta svar ráðherra lýsir þvílíkri fyrirlitningu á lýðræði og minnir á Sovétið sáluga.

  • Páll Ásgeir

    Yfirlit yfir eignir og ítök Samherja og dótturfyrirtækja erlendis myndi fara langt með að svara þessari spurningu.

  • Skil ekkert í þessum frekjugangi í þér. Ef þessar upplýsingar eiga að liggja fyrir þá þarf blessað fólkið í ráðuneytunum að fara að gera eitthvað. Það má auðvitað aldrei gerast. Því þá verður ekki annað hrun.

  • Gunni gamli

    Kæri Mörður.
    Varla ertu svo grænn að halda að fjarfestingar í fiskveiðum við önnur lönd falli undir málefni Sjávarútvegráðaherra á íslandi. Að sjálfsögðu ekki. (ertu ekki þingmaður) ??
    Samherji gerir nokkuð góða grein fyrir erlendum fjárfestingum í ársreikning sem er aðgengilegur þeim sem nenna að lesa.
    Hinsvegar er fjöldi útgerða erlendis í fullri eða hluta eigu íslenskar aðila.
    Við erum ekki méð „forn rússneskt“ eftirlitskerfi. Hér er, eða réttara sagt var, fullt frelsi fjármagnsflutninga út og suður og enginn veit hvar peningarnir eru. Það veit öll þjóðin, nema að sjálfsögðu þeir sem haf múrað sig inní heim forheimskunnar á Alþingi íslendinga.
    Þetta ætti sæmilega skynugur alþingismaður að vita.
    Kv
    Gunni gamli

  • Gera meira, tala minna Mörður! Hér hafa komið í ljós storfelldar glufur í lagasetningu um fjárfestingar erlendra aðila í sjávarútvegi og orkugeiranum en það hafa engir stjórnarmenn né neinir lagt fram frumvörp á þingi til að stoppa í götin. How come? Og þessar reglugerðir frá ESB eru enn afgreiddar á færibandi án þess að vera lesnar samkvæmt Evu Joly. Farðu nú að vinna greyið mitt að þeim verkum sem þú átt að sinna og hættu að slá pólitískar keilur. Einangrun þín ætti að vera rofin fyrst þú ert kominn með heyrnartæki. Talaðu við fólkið ,hættu að senda skriflegar fyrirspurnir. Starfsreglur þingsins eru fáránlegar

  • Lízt mér vel á að kjósa um esb innlimunina um leið og kosið verður til stjórnlagaþings. Þú styður það væntanlega Mörður?

  • Halldór Halldórsson

    Mín spurning væri frekar þessi: Eftir hverju ertu að leita Mörður? Finnst þér erlendar fjárfestingar á Íslandi of miklar eða of litlar? Hefurðu kynnt þér kvótakerfið á Íslandi sem þú kallar gjafakvótakerfi?

  • Kristján Kristinsson

    Samkvæmt heimasíðu Samherja er 70% af þeirra heildarstarfsemi í útlöndum (Evrópu): http://islenska.samherji.is/page/erlend_starfsemi

  • Tekur Kristinn þetta ekki bara að sér, virðist ekki vera nema 3 ja tíma verk að ná saman þessum upplýsingum.

  • Gagarýnir

    Þó eðlið sé með lurki barið leitar það út um síðir.
    Þjóðrækni hefur verið til þess að skapa órétt.
    Hér voru kommanir sem héldu í þetta eins og sáluhjálp sína og á meðan voru fallít útgerðarmenn alltaf af fá lán út á atvinnuöryggi.
    Landbúnaður og fiskveiðar verða hér og alltaf þessu merkt.
    Við þurfum að leita annað.

  • Hrafn Arnarson

    Það eru margar stofnanir sem geta svarað spurningum Marðar betur en ráðuneyti sjávarútvegsmála. Nefna má Seðlabankann og Hagstofuna. Viðskiptaráð og Líú búa einnig yfir margvíslegum upplýsingum. Fyrirtækin sjálf gefa oft greinargott yfirlit í ársreikningum. nefna má flaggskipið Samherja en einnig SH. Hins vegar er svar ráðuneytisins sem Jón Bjarnason las upp í þinginu sérkennilegt. Árið 2004 stóð ráðuneytið fyrir ráðstefnu um fjárfestingar sjávarútvegsfyrirtækja erlendis. þar komu fulltrúar margra fyrirtækja og lýstu útrásarmöguleikum sínum. Gunni gamli-hver sem hann er- slær því feilnótu. Annars er það mín skoður að Mörður hafi spurt ráðherrann um þetta vegna þess að sami ráðherra virtist ekki vita hvaða lög giltu um fjárfestingar útlendinga í sjávarútvegsfyrirtækjum hér á landi.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og þremur? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur