Laugardagur 04.06.2011 - 10:34 - 23 ummæli

Málssókn í leynum?

Hvað í ósköpunum er að því að saksóknari alþingis noti aðferðir nútímans – netið – til að kynna málsskjöl í máli sem honum hefur verið falið að reka gegn fyrrverandi forsætisráðherra landsins ? – um vanrækslu í trúnaðarstarfi sem hafi átt þátt í efnahagshruninu haustið 2008.

Hafa þeir sem hæst láta kannski ekki nennt að skoða hið umtalaða vefsetur? (r, skoða endilega!) Eða er bara verið að reyna að búa til samúð með hinum ofsótta sakleysingja til að koma höggi á mann og annan?

Á vefsetri saksóknara alþingis er nefnilega nákæmlega ekki neitt nema þau málsskjöl sem fram eru komin í  málinu gegn Geir H. Haarde, gögn sem sjálfsagt er að allir geti kynnt sér og fjallað um. Eða vilja menn að þetta sögulega dómsmál um hrunið fari fram fyrir luktum dyrum?  í leynum?

Þeir sem telja að Geir sé saklaus og málssóknin gegn honum óverðskulduð – þeir ættu einmitt að fagna því að öll skjöl málsins séu algerlega opinber. Sjálfsagt er svo að gögn frá verjanda fari á netið líka, með opinberri aðstoð ef vill. Dómurinn sjálfur er háður í heyranda hljóði – þar eru fjölmiðlamenn og almennir áheyrendur einsog pláss er til. Og væri nú annaðhvort.

Við losnum ekkert við þetta mál með því að loka augunum, hvað sem hverjum og einum finnst. Ég átti hlut að þeirri ákvörðun alþingis að höfða mál gegn Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra og tel að það hafi verið rétt ákvörðun. Ég tel að alþingi hefði einnig átt að höfða mál gegn hinum þremur sem um ræddi í tillögu þingmannanefndarinnar, Árna Mathiesen, Björgvin G. Sigurðssyni og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Af efnislegum ástæðum, en á vissan hátt sanngjarnara líka gagnvart Geir H. Haarde, hvernig sem hefði farið um sekt og sýknu.

Það varð ekki. Málið gegn forsætisráðherra hrunstjórnarinnar var hinsvegar réttilega höfðað samkvæmt stjórnarskrá og landslögum, og fenginn til saksóknarinnar vammlaus fagmaður, Sigríður Friðjónsdóttir.

Ekki alveg trúverðugt að þeir sem hrópa hæst til verndar persónuhelgi forsætisráðherrans fyrrverandi (dæmi: Bjarni Benediktsson – og svo fleiri hér) skuli nú ráðast að persónu saksóknarans með ávirðingum um ófagleg vinnubrögð og pólitíska þjónkun af ömurlegasta tagi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (23)

  • Steini M

    Þessi málsókn er smánarblettur sem verður brennimerktur VG og Samfylkingu sem tákn um ofstækisfull vinnubrögð vinstri manna.

  • Hrafn Arnarson

    Vefsíðan er fullkomlega eðlileg. Dómsmál eru opinber mál og allir eiga rétt á að fylgjast með málum. það er hins vegar pólitískt hneyksli að Geir skuli vera einn í réttinum. Það átti að fara að áðum Rannsóknarnefndar Alþingis. samráðherrar Geirs greiddu atkvæði í málinu en þeir eru bersýnilega vanhæfir.

  • „Pólitísk réttarhöld eru þekkt í sögunni. Mynd þeirra er margvísleg. Eitt eiga þau þó sameiginlegt. Það er smánarbletturinn sem þau setja á þær þjóðir sem hlut eiga að máli“, segir Þorsteinn Pálsson grein sinni „Gerska ævintýrið í nýrri útgáfu“.
    Í fyrsta sinn í sögunni er íslenskur stjórnmálamaður ákærður fyrir að sagt er pólitísk afglöp þ.e. eitthvað sem hann gerði eða gerði ekki sem koma hefði mátt í veg fyrir bankahrunið. Hvernig sem litið er á málareksturinn gegn Geir Haarde er ljóst að um verður að ræða pólitísk réttarhöld þar sem ákæran er byggð á afar veikum grunni og vandséð hvaða lög meintur sakborningur hefur brotið.
    Verst er þó fordæmið. Það má hiklaust gera ráð fyrir því, að réttarhöld af þessu tagi setji svip sinn á íslenska pólitík í framtíðinni.
    Sagt er og fer ekki leynt, að Sjálfstæðismenn safni nú í sarpinn pólitískum afglöpum Jóhönnu forsætisráðherra og Steingríms fjármálaráðherra og er þar af nógu að taka. Tími Sjálfstæðismanna mun koma og þeir munu virkja landsdóm. Á því er enginn vafi.
    Jóhanna og Steingrímur hafa því vakið upp draug sem verður þeim sjálfum að falli þegar fram líða stundir.

  • Andrés Ingi

    Því ekki að nútímanetvæða Búkarinsréttarhöld áa þinna Mörður.

  • Bezta mál. Þannig verður þetta þá líka þegar að jóhönnu og steingrími kemur.

  • Halldór úr Hafnarfirði

    Í fyrsta lagi var samþykkt ykkar skítbuxanna á Alþingi níðingsverk, sem eðlilegur saksóknari átti að fleygja út í ystu myrkur. En Sigríður Friðjónsdóttir hefur frá fyrstu stund komið fram eins og persónulegur böðull ykkar þingníðinganna og mun þá sitja uppi með nafngiftina dóms- og réttarníðingur um aldur og ævi.

  • Anna María Sverrisdóttir

    Ég á ekki von á að á þessari vefsíðu verði farið með ósannindi, vonandi verður sem mestum upplýsingum haldið þar til haga svo ekki halli á neinn.
    Ég er auðvitað aldeilis viss um að það er ekki þægilegt fyrir Geir að þessum málaferlum sé haldið hátt í almennri umræðu. Að vera í sviðsljósinu af þessum sökum er auðvitað ömurlegt og hann á í sjálfu sér samúð mína vegna þess. En mál af þessu tagi er bara þess eðlis að umfjöllun um það þarf að vera opinber og þá helst af aðilum sem ekki blaðra tóma vitleysu. Hugsið ykkur ef einhverjir út í bæ, leiddir áfram bara af sjónarmiðum sínum en ekki staðreyndum tækju sig til og gerðu þetta. Þetta hlýtur að vera betra en það.

    Það sem er ósanngjarnt er þó að alþingi hafi tekið Geir einan út en ekki farið að tilmælum rannsóknarskýrslunnar. Það var óverjandi pólitísk afstaða af hálfu alþingis og þannig á alþingi aldrei að vinna þegar kemur að svona máli.

  • Ef menn ætla að fara að nútímavæða sig þá eru betri staðir til en þarna. Það er út í hött að menn þurfi að fara að fá sér verjanda og PR mann til að verjast opinberum saksóknum.

    Hingað til hefur það nú verið þannig að menn eru saklausir uns sekt er sönnuð og það hefur verið þar til tækra dómstóla að sjá um þau mál en ekki áróður í gegnum heimasíður.

    Menn geta svo skoðað dómsskjöl eftir að dæmt hefur verið í málum og það hefur verið gott aðgengi bæði á vef dómsins.

    Það verður skömm Samfylkingarinnar um alla framtíð hvernig hún gugnaði þegar kom að eigin fólki.

  • Anna María Sverrisdóttir

    tomasha. Geir er miðjan í þessum málaferlum. Hann hefur ekki verið dæmdur og enginn hefur haldið því fram. Þetta eru einfaldlega opin réttarhöld svo súrt sem það nú er.

  • Guðmundur 2. Gunnarsson

    Ætli sami tækifærissinninn Mörður og aðrir Baugsfylkingarliðar sem blása í blogglúðrasveit Jóns Ásgeirs og félaga hafi ekki verið jafn hrifnir ef að saksóknari í Baugsmálinu hefði opnað heimasíðu á kostnað skattgreiðenda til að halda uppi áróðri gegn sakborningum?

    Sennilega hefði ekki heyrst múkk frá sömu … (O:

    Þorsteinn Pálsson segir allt sem segja þarf um þessi óþverralegu pólitísku réttarhöld í grein í dag og hverjir stjórna saksóknara, sem hlýtur að verða til þess að Landsdómur vísi málinu frá.:

    „Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis segir afdráttarlaust að ekki hafi verið unnt að koma í veg fyrir fall bankanna eftir 2006. Flokkar Steingríms Jóhanns Sigfússonar fjármálaráðherra og Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra ákváðu hins vegar að ákæra Geir Haarde einan úr hópi þeirra sem pólitíska ábyrgð báru árið 2008 fyrir að hafa ekki gert það sem rannsóknarnefndin taldi ógerlegt.“

    „Þetta viðhorf endurspeglaðist á Alþingi við lokaafgreiðslu ákærumálsins gegn Geir Haarde meira en sjö áratugum síðar. Þá höfðu runnið tvær grímur á nokkra stjórnarþingmenn. Af því tilefni flutti formaður ákærunefndarinnar lokaræðu með þeirri brýningu að stjórnarþingmönnum væri skylt að greiða atkvæði með ákæru >>> því að um málið hefði verið samið í stjórnarsáttmála….!!!!!!! Með öðrum orðum: Smáborgaralegar hugsanir um sekt eða réttlæti í nútíma réttarskilningi hlutu að víkja fyrir æðri gildum eins og stjórnarsáttmála Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og Samfylkingarinnar.“

  • Anna María Sverrisdóttir

    En saksóknari alþingis og ákvörðun hans hefur ekkert með ákvörðun alþingis um að gera sem slíka. Ákvörðunin var tekin og samkvæmt henni verður saksóknari að vinna.

  • Guðmundur Sigurðsson

    Mörður Árnason bjargaði Björgvin með atkvæði sínu. Enda telur hann sig í sama Össurarliði og Björgvin, um það má lesa í tölvupósti Marðar í bók Björgvins hinni arfalélégu af bensínstöðvunum.

    Þingsagan geymir ekki önnur eins vindhanaummæli og Mörður lét falla á Alþingi í atkvæðagreiðslunni. Skömm Marðar verður uppi svo lengi sem einhver getur lesið og skilið íslensku.

  • Anna María Sverrisdóttir

    Ég tek undir að það ættu fleiri en Geir að standa frammi fyrir Landsdómi. Um það bara snýst ekki umræðan hér heldur aðgang almennings að því að fylgjast með málinu.

  • Sveinbjörn

    Þú heitir Mörður og það segir allt sem þarf.

  • Sópum hruninu undir teppið. X-D!

  • Mörður Árnason

    Guömundur — Það er ekki rétt að atkvæði mitt hafi ráðið úrslitum um Björgvin. Hitt er rétt að ég sat hjá í þeirri atkvæðagreiðslu þótt ég hafi talið réttast að allir fjórir ráðherrarnir svöruðu fyrir landsdómi. Það var ekki af sérstakri hlífð við Björgvin heldur vegna þess að ég taldi mál þeirra Ingibjargar Sólrúnar tengd og út í hött að annað slyppi og ekki hitt.

    Sveinbjörn — Ósköp er dapurlegt að til séu menn einsog þú.

  • Sigurgeir Ólafss.

    Megi hver sú hönd visna sem greiddi atkvæði með því að draga Geir fyrir dóm.

    Þetta fólk mun fá borgað fyrir þetta síðar meir og iðrast þess að hafa haft framgöngu í þessum pólitísku réttarhöldum.

    Skömm ykkar verður ævarandi og þetta mun verða verulega dýrt fyrir ykkur.

  • Sigurgeir Ólafss.

    Sú staðreynd að enginn útrásarvíkingur, ég endurtek ENGINN útrásarvíkingur hefur verið dæmdur, né mun verða dæmdur fyrir að hafa svikið út sparisfé landsmanna þegar þeir tæmdu bankana innan frá, mun verða skrifað á Samfylkinguna.

    Þessir útrásarsukkarar lifa nú í vellystingum í útlöndum á því fé sem þeir sviku út úr þjóðinni.
    Á meðan þjóðin situr í skítnum hér heima og er refsað fyrir að búa hér á fangaeyjunni Íslandi sem stjórnað er af harðlínustjórn Samfylkingar og VG.

    Sérstakur skjólstæðingur Samfylkingarinnar, Jón Ásgeir, gengur lausum hala og sleppur algjörlega frá sínum þætti í Hruninu. Hann eins og aðrir útrásarsukkara lifa í lukkunar velstandi í útlöndum.

    Þjóðin á erfitt með að fyrirgefa þetta.

  • Aldrei hef ég kosið Sjálfstæðisflokkinn og aldrei hef ég verið stuðningsmanneskja Geirs Harrde en þessi saksókn Alþingis gegn fyrrum forsætisráðherra er sorglegt dæmi um hvað gerist þegar ofstækisfólk fullt af hatri nær meirihluta á Alþingi. Mörður skömm þín og annarra sem greiddu atkvæði með hinni pólitísku málshöfðun mun lifa meðan fólk þekkir sögu Íslands. Sagan mun dæma þig og samverkamenn þína í þessu mjög svo ógeðslega og ofstækisfulla máli, mjög hart. Þú og þið sem stóðuð að þessu pólitíska ofstæki eruð aumkunnarverð. gerðu það nú fyrir þjóðina Mörður að láta ekki heyra í þér meira, við höfum fengið nóg af ofstækinu.

  • Gagarýnir

    Þetta snýst ekki um að maðurinn hafi stolið einhverju eða vísvitandi skaðað einhvern. Geir er saklaus af slíkum áburði. Þetta snýst um að leiða í ljós hugsanleg afglöp í starfi til þess að af því megi læra.
    Merkilegt hvað valdakíkum er illa við stjónarskrána núna, kannski hún sé ekki jafn ónýt og margir telja:
    „14. grein
    Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum. Ráðherraábyrgð er ákveðin með lögum. Alþingi getur kært ráðherra fyrir embættisrekstur þeirra. Landsdómur dæmir þau mál.“
    „29. grein
    Forsetinn getur ákveðið, að saksókn fyrir afbrot skuli niður falla, ef ríkar ástæður eru til. Hann náðar menn og veitir almenna uppgjöf saka. Ráðherra getur hann þó eigi leyst undan saksókn né refsingu, sem landsdómur hefur dæmt, nema með samþykki Alþingis.“
    Samkvæmt þessu sinnir landsdómur mikilvægu hlutverki.

  • Guðmundur Sigurðsson

    Þinng eigin tölvupóstur Mörður, skrifaður og sendur löngu áður en atkvæðagreiðslan fór fram, sem Björgvin fóstbróðir þinn í faðmi Össurar birtir í bók sinni hrekur gjörsamlega þessa vörn þína. Sönnunin afhjúpar þig sem óhæfan til að greiða atkvæði í þinginu, þú lýsir þar stuðningi við Björgvin fóstbróður óháð öllu öðru en samtryggingu ykkar – þar með talið sekt, sakleysi, ábyrgð, athöfnum eða öðru. Birtu þennan póst.

    Björgvin fór á fund með Alistair Darling og Baldri Guðnasyni í London í september 2008. Þar var engin ISG enda málið á forræði Björgvins. Stjórn Fjármálaeftirlitsins fundaði látlaust um Glitnisstöðuna áður en Samfylkingin var kölluð til. Hversu lélegur er sá viðskiptaráðherra sem ekki veit hvað eigin formaður, eigin embættismenn og eigin undirstofnun eru að gera? Eða þá fjármálastöðugleikanefndind með bæði Áslaugu Árnadóttur og Jónínu S. Lárusdóttur ráðuneytisstjóra Björgvins sem lykilmenn allan tímann. Afhverju sagði Björgvin þingflokki sínum ekki eða öðrum ekki neitt um það sem þar fór fram?

    Allir athugi:
    Mörður Árnason ákærandi sagði JÁ við því að senda Ingibjörgu Sólrúnu Gíslasdóttur fyrir landsdóm með ákæruliðum t.d. um hún bæri ábyrgð á Ícesave sem hún kom aldrei nálægt sbr. fundinn í London og viðtalið við Darling.

    Þá sagði Mörður: „Forseti. Þetta er einn af þeim þáttum málsins sem ég hef velkst í vafa um frá því að ég byrjaði að kynna mér það, m.a. vegna þess að málsgögn og yfirlýsingar sem varða fyrrverandi utanríkisráðherra og fyrrverandi viðskiptaráðherra eru misvísandi. Að lokum er það mín niðurstaða að um alla fjóra ábyrgðarmenn ríkisstjórnarinnar 2007–2009 um efnahagsmál hljóti að gilda hið sama. Ég segi því já.“

    Svo kom að Björgvin í atkvæðagreiðslunni og þá sagði Mörður:

    „Forseti. Meiri hluti Alþingis hefur ákveðið að kæra ekki fyrrverandi utanríkisráðherra og fyrrverandi fjármálaráðherra. Við þær aðstæður er út í hött að mínu viti að kæra fyrrverandi viðskiptaráðherra. Ég greiði ekki atkvæði í þessari atkvæðagreiðslu.“

    Hans eigin orð sem féllu á Alþingi Íslendinga nokkrum mínútum fyrr urðu í sviphendingu að engu:

    „Að lokum er það mín niðurstaða að um alla fjóra ábyrgðarmenn ríkisstjórnarinnar 2007–2009 um efnahagsmál hljóti að gilda hið sama.“

    Ómerkingur ertu Mörður. En þökk sé bók Björgvins vitum hvað réð þinni afstöðu og meðan einhver skilur og les íslensku verður skömm þín uppi. Langt fram á ókomnar aldir.

    En sómi Bjarna Benediktssonar mun varpa réttu ljósi á gjörðir þínar og sómi hans verður lengi uppi – sá sem í raun bjargaði fóstbróður þínum Björgvin:

    Bjarni sagði:

    „Virðulegi forseti. Þegar við greiðum atkvæði um það hvort ákæra beri fyrrverandi viðskiptaráðherra liggur fyrir að fyrrverandi forsætisráðherra mun þurfa að svara til saka fyrir landsdómi vegna ákæruatriða sem að stórum hluta voru á valdsviði og á ábyrgð fyrrverandi viðskiptaráðherra. Þar sem svona er komið er órökrétt að viðskiptaráðherra þurfi ekki jafnframt forsætisráðherranum fyrrverandi að svara til saka í þeim réttarhöldum sem fram undan eru.

    Eins og góður maður, Árni Grétar Finnsson, sagði:
    Það þarf magnað þor til að vera sannur maður,
    meta sinn vilja fremur en fjöldans daður,
    fylgja í verki sannfæringu sinni,
    sigurviss þótt freistingarnar ginni.

    Réttlætinu verður ekki frekar fullnægt í þessu máli með enn frekara óréttlæti en orðið er. Þess vegna er hið eina rétta í máli fyrrverandi viðskiptaráðherra að segja nei við ákæru á hendur honum.“

    Bið þig vel að lifa með samvisku þinni Mörður Árnason.

  • Mr. Crane

    Þessi réttarhöld eru ógeðsleg. Það er eiginlega eina orðið sem hægt er að nota yfir þau. Þau er pólitísk og það er í raun ótrúlegt að fólk sem vill kenna sig við frjálslyndi og jafnaðarmennsku skuli standa að þeim. Samfylkingin er farin að taka á sig mynd öfgaflokks.

    Annars höfum við þessi dæmalausu réttarhöld sem Samfylkingin stendur að, þrátt fyrir að í raun ættu allir ráðherrar hrunsstjórnarinnar að vera þarna ef draga á einhver fyrir dómstól, þ.m.t. forsætisráðherrann. Á hinn bóginn höfum við dæmalausan hatursáróður og pólitískar ofsóknir gagnvart fólki sem starfar í sjávarútvegi sem hefur ekkert að gera með réttlæti eða neinu því um líku heldur bara óþoli gagnvart þeim sem reka fyrirtækin í greininni. Vinnubrögðin eru Múgabísk.

    Ég kaus Samfylkinginguna vegna ESB. Það sem ég fékk var öfgafullur forsætisráðherra, utanríkisráðherra sem hvarf, Ólínu Þorvarðardóttur og Jón Bjarnason. Eruð þið að grínast þarna ? Það er ekki skrýtið þótt að 70% af þjóðinni haldi að stjórnmálamenn séu hálfvitar.

  • Þetta er Sovét stjórn ekkert annað.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og sex? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur