Mánudagur 15.08.2011 - 15:05 - 10 ummæli

Keyptur formannsstóll

Bjarni Benediktsson tilkynnti núna um helgina að hann yrði einn í kjöri þegar valinn verður formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundinum í haust.

Við sama tækifæri tilkynnti hann þau nýju viðhorf sín að Íslendingar ættu að draga til baka aðildarumsóknina að Evrópusambandinu. Í leiðinni hafnaði formaður Sjálfstæðisflokksins evrunni sem framtíðargjaldmiðli íslenska hagkerfisins.

Bjarni sagði auðvitað ekkert um stöðu ríkisins innan Efnahagssvæðis Evrópu, og enn minna um aðrar hugsanlegar lausnir í gjaldeyrismálum. Þess þurfti heldur ekki. Öllum er ljóst samhengið milli tilkynninganna tveggja í ræðu Bjarna.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (10)

  • Leifur Skúlason

    Þetta er ákaflega furðuleg fullyrðing. Í fyrsta lagi eru allir landsfundarfulltrúar í kjöri til formanns óháð því hvort þeir lýsi yfir áhuga sínum eða ekki. Á síðasta landsfundi lýsti Pétur H. Blöndal t.a.m. yfir framboði sínu að morgni kjördags öllum að óvörum og hlaut ef ég man rétt hátt í þriðjung atkvæða eftir rúmlega klukkustundar langa kosningabaráttu. Í öðru lagi samþykkti meiri hluti síðasta landsfundar með miklum mun að draga bæri umsóknina til baka. Sem formaður í lýðræðislegum flokki ber formanninum að fara að svo afdráttarlausri ályktun á fjöldasamkomu sem þessari. Er það ekki?

  • Hann eins og svo margir aðrir, unnir eigin frama meir en hag íslenskrar alþýðu. Eh… kannski af því að hann er ekki hluti af íslenski alþýðu 🙂

  • Þú ættir nú kannski að lýta í þínar eigin raðir fyrst ….það er ef þú ert þá að ýja að spilingu……Mörður?

  • Fyrsta setningin hjá þér er dæmigerður samfylkingarsannleikur og á sem slíkur ekkert skylt við raunveruleikann.

    Ég ætlaði annars ekkert að trufla… þið eruð eflaust á kafi í skjaldborgarsmíði.

  • Var hann ekki soddan gúddí gæi þegar hann kom út úr skápnum í icesavemálinu?

  • John Wayne

    Farðu að vinna þína vinnu Mörður, og vertu ekki með áhyggjur af sjálfsæðisflokknum. Til þess voruð þið kosin. Atvinnumál, húsnæðismál, og önnur mál eftir hrun, skil ekki þessa hugleiðingar þínar um Bjarna Ben, þegar hálf þjóðin á í vandamálum. Og ef þú ert Íslenskufræðingur, skrifaðu þá Íslenskuna rétt.

  • Sæll Mörður; og aðrir gestir þínir, hér á síðu !

    Mörður !

    Hvers lags ambögur; sem harmagrát, ertu að bera á borð, fyrir lesendur þína ?

    Bjarni; fer einfaldlega fyrir flokki, sem hefir unnið stórspjöll, á íslenzku samfélagi – með hjálp þíns flokks, sem annarra, um nokkurt skeið.

    Hvað; þessi sandkassa drengur (Bjarni Benediktsson, yngri) segir eða gerir úr þessu, skiptir öngvu máli.

    Þið flest; um 99% íslenzkra stjórnmála manna, hafið opinberað lágkúru ykkar, á þann máta, að ekkert ykkar, ætti að fá að koma að landsstjórninni frekar, en orðið er.

    Og; í lokin, síðuhafi Mörður !

    Ísland er; hefir verið – og verður, óaafmáanlegur hluti Norður- Ameríku, ekki vandræða álfunnar í austri (Evrópu), sem tímabært er, að Asía taki yfir, sem allra fyrst, áður en frekara tjón, kann að hljótast af Evrópskri átroð slu, um veröld víða.

    Með kveðjum þó; úr Árnesþingi /

    Óskar Helgi Helgason, frá Gamla Hrauni og Hvítárvöllum (Borgfirzkum)

  • Þetta er góð grein hjá þér.
    Það eru bara öfgamenn og kjánar sem láta sér detta það hug að draga umsókina til baka. Hvernig í ósköpunum stendur á því að flokkurinn kemst upp með annað eins. Það er illa komið fyrir okkur íslendingum þegar svo ruggdallapólutík er tekin alvarlega

  • Hvernig er annars með formannsstólinn hjá samfó? er hann eitthvað niðri í kjallara rykfallinn? Held að þar bíði menn spenntir eftir næsta útspili. Össur, Árni Páll eða jafnvel hvort Jóhanna sýni almenningi í landinu þá vanvirðingu að bjóða sig fram aftur? Af hverju heldur Mörðurinn sig ekki við heimahagana í þessum fabúleringum, þar þekkir hann best til, þar er líka mesta kjötið á beinunum, mesti óróinn og mesta ólgan.

  • Margrétj

    Evran getur aldrei orðið okkar gjaldmiðill. Til þess að það geti orðið þarf hún að vera stabil, verðbólga undir 2,5% í 3 ár eða svo og það þarf að afnema verðtryggingu.
    Ísland á hvorki pólitíkusa eða embættismenn sem geta framkvæmt slíkt.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og átta? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur