Miðvikudagur 09.11.2011 - 17:59 - 4 ummæli

Saga íslenskrar byggðastefnu

Ef ég væri á Facebook — þá mundi ég núna eftir erfiðan dag á þinginu setja í statusinn þessa tilvitnun sem ég fann um daginn á netinu hjá Kjartani Ólafssyni, háskólakennara á Akureyri:  

Saga íslenskrar byggðastefnu er allt fram á síðustu ár saga markvissrar vannýtingar á vísindalegri þekkingu um eðli nútímasamfélags.

En sannir karlmenn eru ekki á Facebook.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

  • Þessi ummæli eru einungis sett inn til að þakka þér fyrir að hafa athugasemdakerfið opið !

    Mikil gæði að sjá það og sérstaklega að þú ert duglegur við að svara athugasemdum.

    En fyrst ég er byrjaður að skrifa – þá væri lífið óttalega leiðinlegt og samfélagið svipbrigðalítið ef alltaf væri farið „rétt“ að öllu útfrá tæknikratisma. Íslenskan gæti kannski. reiknast þjóðhagslega óhagkvæm ef menn leggðu hana á reiknistokk ?

  • Tilgerðarlegt menntasnobb og alhæfing frá manni sem er súr yfir því að hafa ekki verið spurður álits um hvernig eigi að leysa byggðavandann.

    En úr því ég hef álpast hér inn á annað borð… hvernig í fjandanum stendur á því að þú ert ekki í Vinstri grænum, Mörður. Þar áttu heima og hvergi annars staðar. Eða er það draumurinn um bitling í einhverri ESB klíku sem fælir þig frá VG?

  • Það sorglega er, að tímalínan á bakvið þessa skilgreiningu er ansi löng; þetta er löngu vituð staðreynd. 7

  • Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson eru ekki á facebook.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og einum? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur