Laugardagur 12.11.2011 - 11:56 - 30 ummæli

Frú Ekkert gegn herra Ekkert

Fátt lýsir betur ótta og eymd Sjálfstæðisflokksins en nýjasta nýtt úr átökunum um formennskuna: Bjarni og Hanna Birna neita í kór að svara ellefu spurningum Fréttablaðsins um afstöðu til brýnna úrlausnarmála í samfélaginu – um gjaldmiðilinn, fiskveiðistjórnina, velferðarniðurskurð, bankafyrirtækin, skuldavanda heimilanna, stjórnarskrárbreytingarnar og svo framvegis og svo framvegis – að ógleymdri lykilspurningu um ábyrgð Flokksins á hruninu.

Formannsefnin hafa hér með ákveðið að gerilsneyða baráttu sína pólitísku innihaldi, einmitt á þeim tímum að ekkert skiptir meira máli í pólitík en innihald.

Nú er eðlilegt að við kosningar af þessu tagi sé reynt að koma í veg fyrir að frambjóðendur berist á banaspjót eða spilli stöðu flokksins. Við þekkjum það úr Samfylkingunni fyrir nokkrum árum. Þá hlífðu frambjóðendurnir Ingibjörg Sólrún og Össur sér ekki við málefnaumræðu þar sem áherslur voru ólíkar – en fóru fram af fullri kurteisi þannig að flokkurinn héldist í einu lagi á eftir. Slíka jafnvægislist má núna til dæmis sjá í baráttu um forsetaframboð hjá repúblikönum vestanhafs, og nýverið lauk prófkjöri franskra sósíalista um forsetaframbjóðanda án blóðbaðs (tár féllu að vísu …). Þessi kosningabarátta í Bandaríkjunum og Frakklandi væri hinsvegar alveg óhugsandi án ólíkra málefnaáherslna – og á báðum stöðum hafa frambjóðendurnir svarað áleitnum spurningum um leiðina út úr kreppunni, vanda skuldugra í ríkjunum, bankamálin, lausnir á siðferðilegum álitamálum og fleira og fleira, eins ólíkir og þessir tveir flokkar eru, GOP og Parti socialiste.

Á Íslandi hinu nýja býður Sjálfstæðisflokkurinn hinsvegar upp á eitt stórt málefnalegt Núll. Herra Ekkert berst um formannsstólinn í gamla valdaflokknum við frú Ekkert.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (30)

  • Inga Sigrun

    Sæll Mörður
    ég myndi segja að þessi grein stríði gegn nýsamþykktum siðareglum Samfylingarinnar.
    Bara vinsamleg ábending.

  • Hvernig? Hvernig getur þessi grein brotið nokkra siðareglu? Hún er kurteislega orðuð, og hittir þar að auki beint í mark.

    Hvorugt þeirra hefur eitt einasta málefni.

  • Hvaða siðareglur Samfylkingar er Inga Sigrún að vísa til? Hefur umboðsmaður kannað þær?

    http://eyjan.is/2011/11/12/umbodsmadur-rannsakar-hvort-borgin-virdi-tjaningarfrelsi-starfsfolks/

  • Hvernig hljóma þessar siðareglur Samfylkingar? Enginn má hafa sól í merki sínu nema Samfylkingin. Ef aðrir svo mikið sem rissa upp hring þá eru þeir fasistar?

  • Er það rétt munað hjá mér að Baldur Hermannsson eigi sér aukasjálf sem heitir Elín Sigurðardóttir og spjalli stundum við þetta aukasjálf sitt á eigin bloggsíðu? Hann er reyndar alltaf hjartanlega sammála aukasjálfi sínu – og aukasjálfið sammála honum – svo það er engin hætta á sálrænum átökum sem betur fer.

  • Óðinn Þórisson

    Sæll Mörður
    Nú neyddust þið til að klappa upp Jóhönnu á síðasta landsfundi og hafa menn talað um að vandamál Samfylkingarinnar sé tvennskonar – annarsvegnar djúpstæð leiðtogakreppa og hinsvegar hvernig á að losna við VG úr ríkisstjórn.
    Ég held að það sér rétt að leiðtogakreppa er í flokknum og flokkurinn muni neyðast til að halda aukalandsfund haustið 2012 en fram að þeim tíma verður mikil orka lögð í að finna einhver sem getur leitt flokkinn í næstu kosningum.
    Hitt vandamálið VG er að á inhverjum tímapunkti um flokkurinn losa sig við VG vegna stefnu flokksins í atvinnumálum – Kristján, Sigmdunfut Ernir sem er búin að vera með ríkisstjórnina á skiloði i rúmt og og Magnús Orri “ besti “ vinur Jóns Bjarna hljóta að berja í borðið fyrr eða síðar.

  • Baldurinn einn er ei nema hálfur, með Elínu er hann meiri en hann sjálfur. – Einar Benediktsson

  • Mörður Árnason

    Sigmdunfut? 🙂

  • Greinin. Þetta er Sjálfstæðisflokkurinn í hnotskurn. Hefur enga málefnastefnu heldur aðeins eitt takmark, að vera í ríkistjórn til að hygla auðvaldinu í landnu. Sjáið til að það mun ekki reynast Sjálfstæðisflokkum erfitt að sporðrenna ESB ef það þarf til að komast í stjórn.

  • Haukur Kristinsson

    Þetta er sko virkilega hallærislegt, en ætti ekki að koma neinum á óvart. Þetta Valhallar fólk hefur enga stefnu eða hugsjón. Græða (stela) á daginn, grilla á kvöldin, er það eina sem fyrirfinnst í þeirra kolli. Vonlausir ignorantar.

  • Sorglegir Baugsliðar hafa ekkert annað að skrifa um.

  • Krakkar mínir!! Hættið þið nú að rífast.

  • Ber þeim einhver skylda til þess að svara spurningum þessa Baugsmiðils?

  • Góð lýsing á Sjálfstæðisflokknum. Góð og sönn. Það segir sína sögu um siðferði í íslenskum stjórnmálum. Það segir sína sögu um virðingu fyrir kjósendum.

  • Pétur Örn Björnsson

    Hrunflokkarnir eru álíka lamaðir. ESB eða ekki ESB? Afganistan eða ekki Afganistan? Allt sami skíturinn og sama afgan vá, vá rússið meðan heimilum landsins blæðir. Samdauna og samtryggðir í vaðli og forðast að takast á við skuldaleiðréttingu heimilanna.
    Hvernig væri nú að þú Mörður færir nú að rífa þig upp úr þínum „Sigmdunfot“ doða og berjast til hagsbóta fyrir almúga landsins af alminlegum dúnkrafti, en engum dúnfæti í hægu sæti undir kínversku bjölluglingri dj Ástu diskóhippa
    og láta bankahyski og kvótagreifa og hrægamma finna til tevatnsins?
    Er enginn töggur í því drengur lengur?
    Ég man að þú fluttir svo helvíti skemmtilega stúdentapólitíkinni í gamla daga, líkast til í Sigtúni ca. árið 1978. Hvar hafa dagar lífs þíns lit sínum glatað?
    Verða allir að gungum og druslum sem detta inn á þetta vesæla þing ????

  • Pétur Örn Björnsson

    Er enginn töggur í þér drengur lengur … vildi ég skrifað hafa hér að ofan.
    … ræðu … vantaði líka. Hratt er skrifað.

  • Pétur Örn Björnsson

    Bara ein spurning til þín Mörður, sem ég vona að þú getir svarað af heiðarleika, því enn er von með þín að þú getir svarað heiðarlega, þó þingmaður sért:

    Er það eðlilegt að gamall viðskipta- og gjörningamakker Björgólfs Thor, Vilhjálmur Þorsteinsson, sé nú bæði stjórnarformaður sýndarveruleikafyrirtækisins CCP og gjaldkeri Samfylkingarinnar?

    Og þá ekki hvað síst í ljósi sögunnar endalausu um Landsbanka Íslands, með eiginkonu Magnúsar Orra, varaformann þingflokks Samfylkingarinnar, sitjandi með 6-7 milljónir í laun á mánuði í slitastjórn?

    Renna engar grímur á þig Mörður? Hagsmunatengsl?
    Kannski ágætt að rifja upp ljóð eftir Brecht um eins og eina grímu.

  • Pétur Örn Björnsson

    Djöfulli er þetta allt samtryggt og viðbjóðslegt allt saman.
    Ert þú bara ánægður með það, hvernig stjórnmálamenn makka sjálfum sér til gróða, sumir kalla það mútur, með sérhagmunaklíkum og peningaveldinu?
    En níða á sama tíma niður heimili landsins?
    Er það hin „nýja“ jafnaðarmennska „nýja“ Íslands? Að sum dýrin séu miklu jafnari en önnur, kannski uberschwein?

  • Magnus Jonsson

    Samfylkingin með Mörð og félaga er bakhliðin á sama pening og herra og frú ekkert prýða. Sama stýrikerfið í þeim öllum
    Stjórnmálastéttin er algerlega handónýt í svona sandkassaháði hvert í annað á meðan heimilsfeðurnnir hengja sig í örvinglan í algeru vonleysi yfir afkomu sinni.

    Gott að þið hafið gaman af og gantist með þetta en ég fullyrði að kjósendum er ekki hlátur í huga.
    Svo ætti að vera forgangsmál að taka sérréttindin af stjórnmála og embættismönnum.

  • Halldór Halldórsson

    Svona er þetta þegar þingmaðurinn Núll og Nix segir meiningu sína.

  • Ásdís Jónsdóttir

    Þakka þer fyrir góðan pistil Mörður, en það þarf ekki að koma neinum á óvart að þau hafi geti ekki svarað þessum spurningum, stefnuna fá þau nefnilega frá flokkseigendafélaginu og LÍÚ með viðkomu í Hádegismóum þar sem hún er matreidd ofan í þau.

  • Bjarni Jónsson

    Alltaf jafn málefnaleg umræða sem fram fer á spjallborðunum!

  • Mörður…. ó! Mörður

    Hanna Birna telur að í ljósi þess að versta ríkisstjórn sögunnar er nú við völd, þá sé það óásættanlegt að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki meira fylgi í dag en í venjulegu meðalárferði fyrir hrun.
    Hún telur að tengsl Vafnings-Bjarna við atvinnulífið eigi þar nokkra sök og að hún hafi hreint borð hvað þetta varðar. Þar af leiðir að verði hún formaður þá muni fylgi Sjálfstæðisflokksins rísa svo um munar.

    Mörður er kvíðinn og angistarfullur vegna þess að hann telur að þetta sé rétt mat hjá Hönnu Birnu.

    Í ljósi þessa verður að skoða bjálfalegu bollaleggingar Marðar í þessu bloggi.

  • Leifur Björnsson

    Málefnalegur og góður pistill. Svona skrípaleikur eins og þessi formannsslagur í Sjálfstæðissflokknum er ekki bara óvirðing við fólk í þeim flokki heldur þjóðina alla.

  • Jón Ólafs.

    Mörður þá eru þið búin að svara Heimi í Hveragerði, og farið með hrein ósannindi í svarinu “ Gert er þó ráð fyrir að um og eftir áramót hafi um 200 miljarðar króna verið afskrifaðar hjá heimilum frá Hruni“ þetta er ekki rétt, því max ca. 30 miljarðar munu þá hafa verið afskrifaðir hjá heimilum, 170 miljarðar eru vegna ólöglegra gengisbundinna lána, það er verið að skila þýfi sem ólöglega var hyrt af heimilum landsmanna, og þetta eru ekki afskriftir hjá bönkunum,vegna heimilanna í landinu.

    Síðan segið þið að „Eftirlitsnefnd fylgist með því að bankarnir geri ekki upp á milli manna eða fyrirtækja við skuldaaðlögun“
    Það vill nú svo til að í fréttum hefur verið bent á að Ríkisbankinn hafi gefið eftir 9.9 miljarða hjá stóru byggingarfyrirtæki, vegna sjálfskuldarábyrgðar hjá dótturfyrirtækjum, þó svo að móðurfyrirtækið eigi eignir upp á miljarða,umfram skuldir, en svo neitar þessi sami ríkisbanki að falla frá sjálfskuldarábyrgð hjá einstaklingi, vegna íbúðarkaupa skyldmennis.
    Þannig að þetta svar ykkar stenst enga skoðun, og rétt væri hjá þér Mörður að lýta við hjá þessari Eftirlitsnefnd ykkar.

  • S. Guðmunds

    Skil vel að Bjarni og Hanna Birna neita að svara spurningum sem Samfylkignin bað Fréttablaðið um að spyrja þau að.

    Það er allavegana meira af forystuefnum í Sjálfstæðisflokknum heldur en í Samfylkingunni þar sem enginn þorði að bjóða sig fram gegn Jóhönnu né Degi B. sem hlutu því Rússneska kosningu alveg eins og í gömlu afdönkuðu Kommúnistaflokkunum í A-Evrópu hér í den.

    Þetta sýnir bara að Samfylkingin er jafn afdankaður flokkur og þessir gömlu kommúnistaflokkar í A-Evrópu og margt bendir því til þess að dagar Samfylkingarinnar séu taldir sem betur fer.

  • S. Guðmunds

    Samfylkingin sér um sína.

    Þetta flokksskrípli er orðin stærsta vinnumiðlun landsins búin að planta niður sínu fólki í allskonar velborgaðar nefndir og ráð hér og þar, hefur skaffað sínu fólki góða bitlinga og ýmis sérverkefni og komið því í vinnuhópa um allt og ekkert.

    Auk þess rekur Samfylkingin sérstakan stjórnmálaskóla að Samfylkingarbælinu að Bifröst, þar sem að útskrifaðir eru ESB-dindlar á færiböndum.

  • Mörður að missa svefn út af einhverju uppistsandi á Fréttablaðinu. hverjum er ekki sama? Þetta er smámál. Bæði komu Hanna Birna og Bjarni í viðtal á flokksskontor Samfylkingar í beina útsendingu á Bylgjuna til einhvers samfylkingar lobbýistans um síðustu helgi.

    Ekki fékk Mörur úr miklu að moða á landsfundi eigin flokks? Formaður Samfylkingar fékk rússneska kosningu, en nýtur þó ekki trausts nema 35% eigin flokksmanna. Dagur B. er að flippa út í borginni, traustið og fylgið þar í frjálsu falli. Það er eins og að bera saman epli og appelsínur að tala um einhvern landsfund samfó fyrir 10 árum og landsfund sjalfstæðisflokks í dag. Af hverju ber Mörður ekki bara saman síðasta landsfund sjálfstæðisflokksins og þennan sem nú er að hefjast? Það væri miklu nær?

    Allir vita um afstöðu beggja frambjóðenda.

    * Vilja hætta aðildarviðræðum við ESB hið fyrsta
    * Vilja leiða fiskveiðistjórnunarmálin til lykta
    * Vilja halda í íslensku krónuna
    * Vilja lækka skatta
    * Vilja senda stjórnarskrártillögur í nefnd og ræða þær nánar

    Það er fyrir löngu búið að skýra þessi helstu mál út, þó Mörður láti eins og það sé ekki á hreinu. Sumir geta ekki skilið, aðrir vilja það ekki.

  • Þorsteinn Egilson

    Frú Ekkert gegn herra Engu ?? -Til umhugsunar fyrir ílsenzkufræðinginn !??

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og einum? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur