Þriðjudagur 22.11.2011 - 11:11 - 13 ummæli

Íhaldið gegn Palestínu

Á fundi í utanríkismálanefnd í morgun var sagt frá því að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins ætluðu ekki að standa með öðrum nefndarmönnum að jákvæðu áliti um viðurkenningu Palestínu.

Von mun vera á séráliti – og er því hér með spáð að þar telji þau Bjarni Benediktsson og Ragnheiður Elín Árnadóttir að enn sé ekki rétti tíminn til að stíga þetta skref af því ekki sé ljóst að það leiði til friðar, og ekki sé ljóst um áhrif samtakanna Hamas í Palestínustjórn, og mörg önnur ríki hafi ekki viljað viðurkenna Palestínu. Sem væru hreinar undanfærslur í þeirri stöðu að forseti Palestínu segir (á Evrópuþinginu í Strassborg í október nokkurnveginn):

Margir hafa heitið okkur stuðningi, og við fáum sífellda hvatningu til samninga og friðarumleitana, stöðug fyrirheit um aðstoð til samfélagslegrar uppbyggingar heimafyrir og til þátttöku í samfélagi þjóðanna. Núna er tíminn kominn. Núna þurfum við stuðning, viðurkenningu, atkvæði í öryggisráðinu og á allsherjarþinginu í New York. Núna.

Íslenska íhaldið hafnar samstöðu um að viðurkenna Palestínu – og það er í ágætu samræmi við flokkinn að öðru leyti þessa dagana.

Þeim mun mikilvægari er stuðningur annarra stjórnarandstöðuflokka við málið, Hreyfingarinnar og Framsóknarflokksins, sem í þessu efni er sjálfum sér samkvæmur og sögu sinni. Bæði Steingrímur Hermannsson – sem fór til fundar við Arafat forðum daga – og Halldór Ásgrímsson gerðu sér ágæta grein fyrir því hversu mikilvægt það er til lausnar og friðar að vestræn ríki séu í góðum tengslum við Palestínumenn, og áttu verulegan þátt í að móta þá íslensku stefnu sem á næstu dögum leiðir til fullrar viðurkenningar á Palestínu sem frjálsu og fullvalda ríki. Það er þeim Steingrími og Halldóri einmitt til hróss að í þessu máli sinntu þeir ekki óánægjuröddum úr Valhöll.

Annars finnst mér þetta mál að lokum þannig að það stendur upp á þá sem neita að viðurkenna Palestínu að færa rök fyrir þeirri afstöðu sinni. Ríkið Palestína uppfyllir allar kröfur sem gerðar eru að þjóðarétti til ríkis (í Montevideo-samningnum frá 1933, sjá umsögn Elvu Bjarkar Barkardóttur hér). Ríkin sem Lýðveldið Ísland hefur stjórnmálasamband við eru um það bil tvö hundruð, af margvíslegu tagi, og þeir sem ekki vilja viðurkenna Palestínu þurfa líka að bera rök sín um Hamas og hryðjuverkahópa að ýmsum þeim ríkjum. Að ógleymdu ríkinu Ísrael sem Íslendingar viðurkenndu strax 1948, og veittu mikilvæga aðstoð við umsókn Ísraelsmanna að Sameinuðu þjóðunum. Með stuðningi allra þáverandi stjórnmálaflokka á alþingi.

Í næstu viku kemur endanlega í ljós hvort það tekst aftur í máli Palestínumanna.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (13)

  • Áhyggjur sjálfstæðismanna um það hvort viðurkenning á þjóðrréttindum Palestínumanna vinni gegn friði eru kostulegar. Friðarferlið svokallaða er ónýtt vegna þess að ríkisstjórn Ísraels neitar að lúta alþjóðalögum. Áhyggjur Bjarna og Ragnheiðar ættu að snúast um það. Í staðinn enduróma þau áróður síonistanna og stjórnvalda BNA. Ömurlegt.

  • Íhaldið gerir ekkert án þess að fá heimild í bandaríska sendiráðinu. Þessa sögulegu staðreynd má sjá í skjölum Wikileaks. Bjarni og Ragnheiður hafa ekki fengið heimild til að viðurkenna Palestínu.
    Ég tek ofan fyrir ríkisstjórninni viðurkenni hún Palestínu.

  • Hannes I. Hallgrímsson

    Ég skil vel að íhaldið hafi áhyggjur af sjálfstæðri Palestínu.

    Markmið núverandi valdahafa í Palestínu er að leggja Ísraelsríki niður.
    Helstu bakhjarlar Palestínumann (fyrir utan Össur og Samfylkinguna) eru Íranir sem eru í óða önn að smíða kjarnorkuvopn.

    Leitogar Írans hafa fyrirskipað að Ísraelsríki skuli þurrkað út af yfirborði Jarðar með manni og mús.

  • Stefán Benediktsson

    Viðurkennum við ekki Íran?

  • Guðlaugur Ævar Hilmarsson

    Gyðinga hatur þitt og forustumanna Samfylkingarinnar er sorglegt. Einnig eru V.G undir sama hatti. Þið hafið gleypt hráa sögufölsun Múslimabandalagsins um að gyðingar hafi hrakið svokallaða palistínumenn frá Ísrael. Í Ísrael búa umþað bil 2 milljónir múslima með vegabréf og í þokkalegri sátt. Á sjálfstjórnarsvæðunum búa palistínumenn í meirihluta sem eru flóttamenn frá Jórdanníu, Egyftalandi, Líbanon og fleirum múslimaríkjum. Þeir voru reknir þaðan vegna uppreisnartilburða. Ætluðu að drepa Hussen Jórdaníu konung Og voru viðriðnir dráp Anwar Sadat . Hér á landi er áróðurinn rekin af talsmanni hryðjuverkamanna Hamas það er læknirinn Sveinn Rúnar Hauksson sem lætur sannleikan ekki lýsa sér veginn sem er venja áróðursmanna hryðjuverkaafla Islam. Ríkisútvarpið þar sem þú ert í stjórn er einhliða í neikvæðum áróðri gegn Ísrael. Þar fær Læknirinn talsmaður Hamas vera með óheftan lyga áróður gegn Ísrael.. En talsmönnum Ísraelmanna hér á landi er meinaðu aðgangur að fréttastofu til leiðréttinga. Það er ekki alltaf öðrum að kenna þar sem tveir deila.

  • Bjarni Kjartansson

    Ég er íhald hinnar gömlu eðlu gerðar. Ég tel einsýnt, að við viðurkennum ríki þeirra sem voru á þessu svæði áður en Vesturveldin bjuggu Ísrael til eftir stríð.

    Það er furðulegt, að við mótmælum ekki brotum Ísraelmanna á öllum alþjóðlegum samningum, svo sem um kjarnorkuvopn og meðferð fanga.

    Þarna þarf að herða það fólk verulega sem er í forsvari fyrir Flokkinn minn. Það er óþolandi, að einum sé leyft, það sem öðrum er bannað og refsað grimmilega fyrir að alþjóða,,lögum“ sem eru að vísu ekki lög, heldur samningar.

  • Þurfum við ekki fyrst að efna til samstöðu um að viðurkenna tilverurétt Hells Angels og kröfu þeirra um að fá að stofna frjálst og fullvalda ríki í Hafnarfirði?.

  • Íhaldið fær ekki leyfi frá BNA til að viðurkenna Palestínu, enda harðir stuðningsmenn grimmusti hryðjuverkasamtaka heims þ.e. BNA og Ísrael.

  • Mörður Árnason

    Er ekki vanur að ritskoða athugasemdir en tók út ummæli hjá Trausta í nafni almenns velsæmis. Nenni ekki að eiga við Guðlaug Ævar þótt hann ætti það skilið. — Ég er annars ekki í stjórn Ríkisútvarpsins, en var reyndar í útvarpsráði 2003–2007, fyrir ohf. Mér sýnist umfjöllun um þessi mál nokkuð yfirveguð í fréttum og dagskrá þess fjölmiðils bæði þá og nú.

  • Steingrímur Jónsson

    Nei, nei, Palestína var bara mannlaus eyðimörk áður en Ísraelsmenn komu þangað og fólkið sem flúði í flóttamannabúðir spratt bara upp úr engu…

    Hafi verið einhver réttlæting fyrir stofnun Ísrealsríki á sínum tíma þá hafa íbúar þar fyrirgert rétti sínum fyrir löngu. Og þá er ég að tala um íbúa þar en ekki gyðinga almennt, svo þa sé á hreinu.

    Það er því löngu kominn tími til að hætta að tala um að viðurkenna ríki Palestínu á grunni landamærana eins og þau voru fyrir 1967 heldur að fara að tala um að eins og landamærin voru fyrir 1948!

  • Ánægjulegt að það skuli vera meirihluti fyrir viðurkenningu á ríki Palestínu í utanríkismálanefnd. Sjálfstæðismenn eru ámóta sjálfstæðir og framsýnir nú og þeir voru á sínum tíma varðandi Víetnam, svo ekki sé nú minnst á hina furðulegu afstöðu þeirra til Rauðu kneranna. Línan til þeirra kemur frá gyðingaríkinu í vestri, en eins og flestum er kunnugt er Ísrael rekið af þeim og væri ugglaust ekki til, ef það nyti ekki stuðnings Bandaríkjanna. Vonandi kemur senn sá tími að fólk á þessu svæði geti lifað í þokkalegri sátt hvert við annað, en það mun taka sinn tíma að þau sár grói sem myndast hafa á undanförnum áratugum.

  • Það er rétt hjá þér Mörður að eyða ekki kostulegum útleggingum Guðlaugs, hann endurómar vel vitleysuna sem ísraelsvinir kyrja í sífellu. Þetta er mjög góð greining hjá honum: „Á sjálfstjórnarsvæðunum búa palistínumenn í meirihluta sem eru flóttamenn frá Jórdanníu, Egyftalandi, Líbanon og fleirum múslimaríkjum. Þeir voru reknir þaðan vegna uppreisnartilburða“. Þetta er einn skrautlegasti útúrsnúningur sögunnar sem hefur komið frá áhangendum síonismans.

  • Hannes I. Hallgrímsson

    Andúð á Ísrealsríki er sama sem andúð á Gyðingum og Gyðingahatri.

    Þeir sem hvetja til stofnunar Palestínuríkis eru í raun að hvetja til þess að Ísrealsríki verði lagt niður sem yrði væntanelga upphafið að nýju Holocaust.

    Ísrael er eina raunverulega lýðsræðisríkið í Mið-Austurlöndum. Arabar sem búa þar njóta almennt meira lýðræðis og mannréttinda, auk þess að búa þar við meiri frið og öryggi en þeir myndu gera í nærliggjandi Arabaríkjum.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og einum? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur