Mánudagur 19.12.2011 - 13:53 - 22 ummæli

Rugl um Icesave-fyrirsvar

Leiðtogar Framsóknar- og Sjálfstæðisflokksins eru ásamt Morgunblaðinu að gera mál úr svokölluðu fyrirsvari í Icesave-málinu. En þetta fyrirsvar er alveg skýrt: Utanríkisráðherra sér um samskipti við önnur ríki, gerir samninga og tekur til varna í málarekstri fyrir hönd Lýðveldisins Íslands. Fyrir kemur að aðrir ráðherrar vinna mikilvæg utanríkisverk á sínu fagsviði, t.d. sjávarútvegsráðherra í hvalamálum og umhverfisráðherra í loftslagsmálum, en þá í umboði utanríkisráðherrans.

Með þessu brölti öllu eru B, D og Moggi líklega að leiða athyglina frá því að Icesave er núna komið fyrir dómstól — sem ýmislegt það fólk taldi áður algerlega fráleitt að mundi gerast þegar það barðist gegn samningum um málið. Niðurstaða málsins fyrir ESA-dómstólnum er auðvitað upp í loft, en við þessu var sérstaklega varað í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar síðari um þetta mál – sem hefði reyndar verið hægt að ljúka með vel ásættanlegum samningum snemma árs 2010.

Ekki nema von að þeir kalli og æpi, veini og kveinki sér sem bera mesta ábyrgð á núverandi stöðu.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (22)

  • Það var meira að segja erfitt að vara við þessu vegna þess að þá öskraði stjórnarandstaðan, með Sigmund Davíð og Birgittu í forsvari, að verið væri að hræða fólk frá því að fella samninginn. Lengst gekk í loforðunum Reimar Pétursson, lögfræðikennari í háskólanum. Réttast er að gera Reimar að aðalverjandi og láta hann standa vð stóru orðin.

  • Það er sjálfsagt mesta ógæfa Íslands að enn skuli á þingi sitja hópur fólks sem hugsar eins og þú, Mörður: algerlega ófær um að taka skref til baka og horfa á heildarmyndina; algerlega ófær um að taka afstöðu byggða á skynsemi eða áþreifanlegum gögnum.

    Á allt horfirðu í gegnum pólitískt lituð gleraugun: í öllu sérðu plott og undirferli ímyndaðra „andstæðinga“ og engin viðbrögð áttu þér nema að berjast um til að reyna að koma einhverskonar „höggi“ á þessa sömu „andstæðinga“.

    Sjálfsagt væri þér fró í því að útkoman úr þessu máli yrði sem verst, því þannig gætirðu skrifað margar greinar og greitt Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkunum þung högg (að eigin mati), öruggur með sæti þitt enn um sinn.

    Þið eruð öll með tölu – öll sem á Alþingi sitjið – ófær og vanhæf til þess að ljúka þessu máli. Það geisar allt of mikill stormur í höfði ykkar.

  • Hreggviður

    Rétt hjá þér Mörður.

    Það var hreinlega með ólíkindum að hlusta á þá sem lögðust gegn samningnum, lygin var endalaus hjá þeim. Hver af öðrum sögðu þeir að ESA þyrði aldrei fyrir dóm með málið, því þá hryndi bankakerfi Evrópu!? Eins og að ESA væri einhver dómstóll á vegum ESB!

    ESA varð að kæra málið, enda Ísland búið að þverbrjóta EES samninginn. Icesave-samningurinn leysti okkur undan þeim brotum, auk þess að sleppa okkur nánast fríum frá greiðslunum nema með þrotabúi LÍ.

    Nú heyrist ekki múkk í þessu liði.

  • Hárrétt hjá Merði.

  • Var það ekki þjóðin sem ákvað að fella Icesave samningana eftir að hafa kynnt sér rökin með og á móti? Er ekki fullstórt upp í sig tekið (þó að það sé nú reyndar ekki óalgengt með stjórnmálamenn á Íslandi) að kenna B og D um þá stöðu sem nú er komin upp?

  • Sigurður Jón

    Allir segjast vilja sátt en samt heldur moldviðrið áfram. Auðvitað skiptir engu máli hvaða ráðherra núverandi ríkisstjórnar hefur umsjón með þessu máli því að búið er taka það úr pólitísku ferli. Nú er það fyrir alþjóðlegum dómstólum, í samræmi við vilja mikils meirihluta þjóðarinnar, og þar gilda bara köld lögfræðileg rök sem engir ráðherrar — og enn síður bloggarar — hafa á sínu færi. Málaferli fyrir alþjóðlegum dómstólum verða einungis rekin af rándýrum lögfræðingum, og ráðherrar (ekki einu sinni lögfræðimenntaðir) koma þar nálægt. En nú hlaupa þeir út og suður sem börðust hvað harðast fyrir því að gera málareksturinn tortryggilegan, því að ef hann tapast þá verður því klínt á Össur en ef hann vinnst þá vissu þeir alltaf að réttlætið væri okkar meginn. Um það snýst þessi orrahríð og ekkert annað.

  • fridrik indridason

    tja má ekki segja að B og D hafi tekið eins mikið af fé sínu fyrir björg og mögulegt var í þessu leiðindamáli.

  • Mörður Árnason heldur því fram í þessum pistli að Icesavemálinu „hefði reyndar verið hægt að ljúka með vel ásættanlegum samningum snemma árs 2010“. Mörður á við Svavarssamningana! Þetta eitt segir mér að Mörður er dómgreindarlaus með öllu um þetta mál.

    Mér fannst Árni Páll Árnason mjög athyglisverður í Silfri Egils um daginn og efast ekki um að hann sé mun betri talsmaður og verkstjóri en Össur sem mér hefur aldrei þótt annað en vindhani. Mér finnst það Árna til hróss að við hann sé breiður stuðningur sem ég heyrði fyrst af frá Agli Helgasyni. Svo vona ég að þjóðinni auðnist að standa saman.

  • Ómar Kristjánsson

    B,D og moggaræfillinn álíta augljóslega að innbyggjarar hérana séu mestanpart hálfvitar.

  • Mörður á best heim á sama stað og Davíð Oddsson og co. Hann er fulltrúi sömu ömurlegu hefða í íslenskum stjórnmálum og Davíð og hans hyski…

  • Það er alls ekki rétt að allir sem töluðu gegn samningunum um ICESAVE hafi sagt að útilokað væri að vegna þess yrði okkur stefnt fyrir dómsstóla eins og EFTA dómsstólinn. Það voru meira að segja margir sem beinlínis kölluðu eftir því að málið ætti helst heima fyrir dómsstólum.
    ICESAVE sinnar spáðu nánast ragnarökum, einangrun landsins og úthrópun ef ICESAVE yrði ekki samþykkt. Við yrðum Kúba norðursins, atvinnuleysi myndi tvöfaldast. Skuldatryggingarálag þjóðarinnar færi upp úr öllu valdi. Ekkert, ekki eitt einasta atrið af þessum spádómum ykkar gekk eftir Mörður. Þvert á móti þá var okkur hælt í virrtum alþjóðlegum viðskiptafjölmiðlum. Matsfyrirtækin sátu róleg og skyldatryggingarálagið snarlækkaði.
    Að málið sé nú komið fyrir dóm, er bara staða sem við verðum að taka og vonandi ber okkur þá gætfa til að standa saman. Við getum glaðst yfir því að ef ICESAVE I hefði verið samþykkt þá værum við bara í dag búnir að greiða 100 milljarða í vexti án þess að lækka höfuðsstólinn nokkuð. Hvaðan hefðum við átt að taka þá peninga Mörður ? Kannski skera frekar niður í heilbrigðisþjónustunni ?
    EFTA dómsstóllinn, er alls enginn „Stóri Dómur“ eins og sumir vilja meina. Málið gæti velkst fyrir dómsstólnum í allt upp í 3 ár. Á þeim tíma gæti ýmislegt skeð. Kannski verður þrotabúið þá búið að greiða öllum ICESAVE innistæðueigendum höfuðstól skuldarinnar, það gæti þýtt að málinu yrði sjálfhætt og því vísað frá. Samkomulag tækist um að hætta málinu með málamyndar greiðslu til þess að ESB, Bretar og Hollendingar héldu andlitinu.

    Nú ef dómurinn fellur þá gætum við hæglega unnið málið. Ef við hinns vegar töpum því, þá getur dómsstóllinn þó ekki dæmt okkur refsikröfur eða ákvarðað vaxtagreiðslur eða þvíum líkt. Einungis úrskurðað um að þarna hafi ekki verið rétt að farið og farið fram á að það yrði leiðrétt eins og hægt væri og gera ráðstafanir til að svona hlutir endurtækju sig ekki.
    Til þess að sækja fébætur eða gera kröfur um vexti þá yrðu innistæðueigendur að fara með málið fyrir íslenska Dómsstóla. Byrja á Héraðsdómi Reykjavíkur og svo eftir atvikum fyrir Hæstarétt. Ólíklegt verður að teljast að innistæðueigendur sem hefðu fengið greitt að fullu samkvæmt dírektívinu færu að hætta á það að halda út í löng og ströng og kostnaðarsöm málaferli á Íslandi til þess að reyna að ná einhverju meiru. Íslenskir dómsstólar eru sjálfsstæðir dómsstólar og dæma eftir íslenskum lögum og líklegast væri að þeir sýknuðu íslenska ríkið af kröfunum eða vísuðu málunum hreinlega frá.

    Við skulum bara anda með nefinu og vera alveg sallaróleg yfir þesssu.

  • Einhvern tíma eiga menn (kannski fræðimenn) eftir að komast að því að farsælast hefði verið fyrir Íslendinga að samþykkja Svavarssamninginn. Síðasti samningur var einnig vel viðunandi en hann kom mikið seinna og það hefur kostað þjóðina mikið.

  • Er ESA ríki? Er ekki Össuri falið að bera ábyrgð á samskiptum Íslands við ESA? Það hefur enginn Breti eða Hollendingur kært íslenska ríkið?

    Gleymum ekki að sérhæfing Össurar Skarphéðinssonar felst ekki í að gæta hagsmuna íslensku þjóðarinnar þegar kemur að fjárhagslegum skuldbindingum. Hann kann e.t.v. að selja stofnfjárbréfin sín í SPRON eftir einhverjum óskilgreindum leiðum á gráa markaðinum, en þegar kemur að utanríkisviðskiptum, þá ber að hafa í huga þessa kostulegu lýsingu á utanríkisráðherranum:

    „Sigríður Logadóttir, sem var einn þeirra fáu starfsmanna Seðlabankans sem var kallaður út þetta sunnudagskvöld, segir að henni hafi orðið það: „sérstaklega minnisstætt að þegar fundurinn er að hefjast þá snýtir Össur sér og segir yfir fundar- borðið að hann hafi bara akkúrat ekkert vit á bankamálum.“ (bls. 26 í 7. bd. Skýrslunnar).“

    Kannski vilja Íslendingar yfir höfuð ekkert að náungi sem kann að snýta sér, en hefur ekki „hundsvit á business“ sé eitthvað að flækjast í svona málum?

  • Sigurður M. Grétarsson

    Gunnlaugur Ingvarsson. Flestir sérfræðingar í Evrópurétti og alþjóðarétti segja mjög ólíklegt að Bretar og Hollendingar fari með málið fyrir íslenska dómstóla fari svo að við töpum málinu fyrir EFTA dómstólnum og neitum að virða niðurstöðu hans. Þannig virka ekki viðskiptasamningar eins og EES samningurinn þó vissulega sé það fær leið. Fjölþjóðlegir samningar þar sem tekið er fram í samningum um úrskurðaraðila eru flestir ef ekki allir með heimildir til refsiaðgerða gagnvart þeim ríkjum sem ekki virða niðurstöðu þeirra úrskurðaraðila sem eiga að fara með úrskurðarvald gagnvart samningum.

    Því er líklegasta niðurstaðan sú ef við neitum að fara að úrskurði EFTA dómstólsins eða gerum það með ófullnægjandi hætti að Ísland verði beitt refsiaðgerðum til að þvinga fram efndir. Ef ekkert gengur verða rersiaðgerðirnar hafðar þannig að skaði okkar af þeim verði örugglega meiri en kostnaður okkar af því að fara eftir úrskurðinum án þess að gefið sé eftir af kröfunni um greiðslur frá okkur ef við viljum losna undan refsiaðgerðunum. Á endanum gæti farið svo að við verðum einfaldlega rekin úr EES samstarfinu með öllum þeim efnahagslega skaða sem af því leiðir.

    Fari svo að málið fara fyrir íslenska dómstóla er á engan hátt gefið að þeir dæmi okkur í hag. Hæstiréttur Íslands dæmir eftir lögum og alþjóðlegum skuldbindingum okkar sem Alþingi hefur samþykkt en ekki eftir íslenskum hagsmunum. Að halda að Hæstiréttur muni dæma að við þurfum ekkert að greiða þó niðurstaðan sé að við áttum að borga vegna þess að kröfuhafar séu búnir að fá allt bortgað þó það hafi gerst mörgum árum eftir að þeir áttu að fá greitt er því miður óraunhæf óskhyggja. Það eru talsverðar líkur á að íslenska ríkið væri dæmt til að greiða dráttarvexti fyrir þann tíma sem leið frá því greiðslur áttu að fara fram þangað til þær fóru fram.

  • Sigurður M. Grétarsson

    Joi. Við getum haft ýmsar skoðanir á stjórnunarstefnu Össurar en að halda því fram að þær snúist um eitthvað annað en það sem hann telur að sé best fyrir íslensku þjóðina og jafnvel að hann sé að gæta erlendra hagsmuna fram yfir hagsmuni þjóðarinnar getur ekki talist neitt annað en ómerkilegt skítkast og persónuníð. Það má vel vera að hann hafi rangt fyrir sér í því hvað sé best að gera með hagsmuni þjóðarinnar að leiðaljósi en það er ekkert sem bendir til þess að hann sé vísvitandi að taka hagsmuni annarra þjóða fram yfir hagsmuni Íslands.

    Hvað varðar þekkingu hans á fjármálum þá er það svo að ráðherran sem fer með málaflokkjn hefur einungis það hlutverk að taka þær pólitísku ákvaðanir sem að málinu snúa en hefur sérfræðinga á sínum snærum til að fjalla um faglega hlutan. Þessir sérfræðingar útskýra síðan málið fyrir ráðherranum og láta hann taka ákvarðanirnar.

  • Hrafn Arnarson

    Þessi skoðanaskipti í utanríkismálanefnd eru í besta falli stormur í vatnsglasi en líklega þó aðeins gola. Nefndin ræður engu um það hvaða ráðherra fer með málið. Líklega er þessi gola sett af stað til að hafa áhrif á hugsanlegar breytingar á ráðherraskipan. Nýleg og kindarleg aðdáun stjórnarandstöðunnar á Árna Páli er líklega af þessum toga.–Það var alveg ljós eftir að icesavesamningar voru felldir að esa myndi fara í mál við Ísland. Þau málaferli eru fyrst í langri röð.

  • Hlægilegt lið, þetta hysteríska lið afneituðu Icesave samningunum. Einhverri þeirri bestu leið sem var fyrir Íslendinga í þessu alþjóðlega deilumáli. Því það er einmitt það sem bæði B og D og fíflið í Hádegismóum og líka fíflið á Bessastöðum hafi aldrei skilið (nema þeir skilji en séu svo spilltir að þeir neiti að viðurkenna), þetta er alþjóðlegt deilumál. Þess vegna er það komið nú fyrir EFTA dómstólinn eftir mjög vandaða og rökfasta niðurstöður ESA.
    Íslendingar brutu jafnræðisreglu EES samningsins með því að neita innistæðueigendum í útibúum í Bretlandi og Hollandi um sama rétt og aðrir innistæðueigendur LÍ. Ekki einungis það, þeir innistæðueigendur í útibúum í UK og NE, fengu ekki einu sinni lágmarkstryggingu !
    Þetta er að dómi eftirlitsaðilinna í ESA skýrt brot og nú er það dómstólsins EFTA að úrskurða. Ef við verðum dæmt (sem verður að teljast líklegra en hitt) og ekkert endilega víst að þeir þurfa að sækja mál fyrir íslenskum dómstólum. En ef svo væri, hverju breytir það ? Munu þá íslenskir dómstólar dæma með okkur, svona eins og góður spilltur heimadómstóll ? Þvílíkir asnar sem tala svona. Eru virkilega til Íslendingar sem bæði eru svona heimskir og spilltir? Já spilltur er heimskur. Það sýndi sig best fyrir hrun og sýndi sig líka í meðal Nei-sinna í þessu vonda deilumáli.

  • Skemmtileg kommentin hjá þeim sem tjá sig, talandi um fífl, níð og þar fram eftir götunum þegar bent er á einfaldar staðreyndir s.s. varðandi Össur Skarphéðinsson. Það sem einfaldlega er verið að benda á eru beinar tilvitnanir í utanríkisráðherra sjálfan. Ef einhverjum flokksbróður hans finnst þetta vera níður eða skítkast, þá er það vissulega áhyggjuefni á hvaða stað sjálfsálitið er hjá ráðherranum. Hann hefur fram á þennan dag verið ánægður með eigin status, svo eftir er tekið, jafnvel þó hann hafi klúðrað málum.

    Gísli hefur kannski ekki enn áttað sig á, nokkrum árum síðar að hvorki ESA né EfTA geta dæmt Íslendinga til að borga eitt eða neitt, heldur þurfa Bretar/Hollendingar að höfða mál á hendur íslenska ríkinu. Það munu þeir aldrei gera af þeirri einföldu ástæðu að innistæðueigendur í þessum löndum hafa fengið sínar forgangskröfur greiddar með vöxtum, reyndar ekki fullum Icesave vöxtum, en það sáu nú líka allir hvernig fór þegar einhver ætlaði að borga ca. 200% hærri vexti en almennt tíðkaðist á þeim tíma í samfélaginu.

    Össur vildi þræla þessum Icesave samningum í gegn, hann mun alltaf verða því marki brenndur að hafa tekið þá röngu ákvörðun, ásamt reyndar mörgum öðrum röngum ákvörðunum. Icesave er hins vegar það sem já menn Icesave mun alltaf verða minnst fyrir þegar sagan er gerð upp. Það er ekkert hægt að breyta þeim dómi sögunnar.

  • Hér kemur nú einn vitringurinn (eða vitfirringurinn)
    „Það munu þeir aldrei gera af þeirri einföldu ástæðu að innistæðueigendur í þessum löndum hafa fengið sínar forgangskröfur greiddar með vöxtum“.
    Íslendingar greittu ekki innistæðueigendum í Bretlandi og Hollandi með sama hætti og hér á Íslandi. Við skulum vona að þessi joi hafi einhverja hugmynd um landafræðina, og þekki muninn á þessu. Skv ESA er þetta brot á EES samningnum. Tjónið fyrir Íslendinga er ekkert endilega að bætur verði sóttar á okkur, tjónið gæti miklu fremur verið vegna alls kyns hindrana og jafnvel brottrekstrar frá EES svæðinu með tilheyrandi tjóni fyrir t.d. fiskútflutning eða ál.
    En svona gosar eins og joi bulla bara á Íslandi en það er nú svo að enginn tekur mark á þeim erlendis. Hvers vegna skyldi það vera ?

  • Haltu þér við efnið, en ekki gleyma þér í einhverju sem skiptir ekki máli. Það voru sett neyðarlög á íslandi. Alveg sama hvað Gísli og co. reyna að þvæla því fram og til baka. Neyðarlögin standa, það er marg búið að dæma í því, íslenska ríkinu var heimilt að mismuna innistæðueigendum. Af hverju skautar Gísli yfir þetta augljósa atriði?

    hvaða hindranir ætla menn eiginlega að setja á ál flutt út frá íslandi? Það eru ekki Íslendingar sem eru að framleiða neitt ál? Menn þurfa litlar áhyggjur að hafa af einhverjum hindrunum vegna fiskútflutnings til þeirra sem vilja setja hryðjuverkalög á íslensk fyrirtæki, þá verður fiskurinn einfaldlega fluttur eitthvað annað. Þetta hafa íslenskir fiskútflendjur oftar en einu sinni og oftar en tvisvar þurft að aðlaga sig að. Hvort sem um er að ræða borgarastríð á Spáni, misvitra einvalda í Nígeríu eða einhverja commissara í ESB sem vilta ekkert um hvað málin snúast. Fiskur mun alltaf seljast þó norskur EFTA foringi hafi persónulegar skoðanir á því hvernig hlutirnir gangi fyrir sig, það er ekki hann sem stjórnar leiknum.

  • Leifur Björnsson

    Við lausn Icesavedeilunnar voru það ekki Þingmenn þjóðarinnar sem brugðust heldur þjóðin sjálf.
    44 af 63 þingmönnum sem voru búnir að rífast meira og minna um málið í tvö ár komust að þeirri réttu niðurstöðu að samþykkja bæri síðasta Icesave samninginn þar af 11 þingmenn Sjálfstæðissflokksins.
    En Sjálfstæðissflokkurinn bjó vandamálið til þegar leiðtogi þeirra Davíð Oddsson gaf Björgólfssfeðgum Landsbankann.
    Það er ósanngjarnt að kenna Alþingi Íslendinga umþá stöðu sem málið er komið í 59% kjósenda vildu frekar vera í liði með Sigurjóni Þ Árnassyni og Davíð Oddssyni sem bjuggu vandamálið til en skynsömu fólki á borð við Þorsteinn Pálsson og Vigdísi Finnbogadóttur fyrrverandi forseta.
    Þjóðin verður því að horfast í augu við ábyrgð sína á stöðunni og þá staðreynd að það er forsetinn og þjóðin sem bera ábyrgð á þeirri stöðu sem upp er kominn.
    Alþingi Íslendinga er saklaust.

  • Er ekki meirihlutastjórn VG og Samfylkingar í landinu? Voru það ekki þessi flokkar sem skipuðu Svavar Gestsson til að semja af sér fyrir Íslands hönd? Væru ekki vaxtagreiðslur komnar í 120 milljarða í dag ef þetta hefði verið samþykkt, og engar afborganir farnar að tikka?

    Svona klór hjá Leifi, að kenna flokki með lítinn þingsstyrk um málin er píp. Davíð Oddsson verður á INN 28. des. þá slær hann öll áhorfsmet stöðvanna um jólin. Bara Áramótaskaupið verður með meira áhorf, þar sem verður gert stólpagrín af Steingrími og Johönnu líkt og síðustu ár, þar sem þau eru látnir líta út eins og kjánar.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og einum? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur