Fimmtudagur 12.01.2012 - 10:29 - 32 ummæli

Segðu upp, Steinþór

Einn helsti vandinn í atvinnu- og efnahagsmálum þjóðarinnar er sá að mati bankastjóra og bankaráðs Landsbankans að þar fær yfirmaðurinn ekki nógu há laun. Hann er ekki með nema milljón plús á mánuði – ekki einusinni jafnt og forsætisráðherrann.

Margir væru til í að skipta á áhyggjumálum við Steinþór Pálsson – en við verðum auðvitað að skilja hvað þetta hlýtur að vera erfitt fyrir menn einsog hann: Að vera alltaf litli kallinn þegar bankastjórarnir hittast, að tala við erlenda kollega með tíu sinnum hærri laun, að geta bara keyrt slyddujeppa þegar hinir strákarnir í klúbbnum mæta í tennistímana á almennilegum fjallatrukkum.

Til er þó ráð fyrir Steinþór: Að segja upp hjá Landsbankanum og ráða sig á almennilegum launum hjá einkabransanum – til dæmis einhverjum af fjölmörgum gæðafyrirtækjum í eigu bankakerfisins.

Ég er ekki viss um að Landsbankinn eigi til eilífðar heima í eigu ríkisins, en tel að meðan ríkið á banka eigi að reka þann banka á öðrum forsendum en venjulegan einkabanka. Meðal þeirra forsendna er sú að launamálum sé hagað með siðrænum hætti og í samræmi við launastefnu innan opinbera geirans.

Kannski merkir það að allra mestu snillingarnir fara annað að leita sér að vinnu. En opinber fyrirtæki þurfa þá að hafa aðra kosti – og það hélt ég Landsbankinn í núverandi stöðu hefði svo sannarlega í umróti breytinga og umsköpun fjármálakerfis og atvinnulífs.

Og kannski það sé ekki alltof dónalegt að minna á – einsog ég gerði einusinni í tilefni af umræðum um launamál Seðlabankastjórans – hina frægu setningu Bandaríkjaforseta við embættistöku árið 1961, að við eigum ekki alltaf að hugsa um það sem ég get grætt á landinu mínu

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (32)

  • Einar Guðjónsson

    Greinin hjá þér birtist á dálítið slæmum tíma nú þegar leyndarráðinn Seðlabankastjóri klíkukerfis Samfylkingar er endanlega gengin af göflunum. Allir fjölmiðlar fullir af fréttum um málaferli grenjuskjóðunnar gegn vinnuveitanda sínum. Þarf ekki að drífa í því aftur að setja sérlög um breytt skipurit og nýjan eða engan Seðlabankastjóra ?

  • Má ekki biðja annan bankastjóra sem stefnir sínum vinnuveitanda – að taka pokan sinn?

  • Mörður, ertu að biðja Má Guðmundsson um að segja upp?

  • Hann fer þó ekki í mál við Ríkið útaf því.

    En mega báðir hætta.

  • Eyjólfur

    Hvað með Má?

  • Jón Ólafs.

    Helstu rökin sem hann færir fram, eru að helstu undirmenn hans, séu með hærri laun en hann, og hver skyldi nú vera ástæðan fyrir því, þegar þúsundir af vönu bankafólki gengur um atvinnulaust.
    Gæti verið að stjórn bankans beri ábyrð á þessu klúðri.
    Og gæti verið að stjórnendur þessa ríkisbanka, nú og fyrr beri ábyrgð á fleiru sem hefur verið klúðrað hjá þessum ríkisbanka.
    Og nú vill stjórn bankans byggja nýjar höfuðstövar við hlið Hörpu, gæti verið að það þyrfti að skipta um mannskap í stjórn ríkisbankans.

  • Afskaplega málefnalegur greinastúfur. Um að gera að ráðast á manninn þegar ekki er hægt að taka efnislega á málinu.
    standardinn á umræðunni á þingi almennt séð, kristallast hér.

  • Hrafn Arnarson

    Auðvitað geta þeir báðir sagt upp en fá vandamál eru leyst með því. Már telur að samningur hafi verið brotinn á honum. Hann hefur þá tvo kosti að segja strax upp eða höfða mál. Niðurstaða hans fer síðan eftir því hver niðurstaða málsins verður. ljóst er að traust er ekki á milli aðila í Seðlabankanum. Steindór er í annarri stöðu. Hann stýrir stórum og mikilvægum banka en hefur mun minni laun en bankastjórar annarra viðskiptabanka og stjórnendur stærri fyrirtækja ef út í það er farið. Hið opinbera er stór vinnuveitandi og verður almennt séð að greiða samkeppnishæf laun. Þannig er það ekki og hættulegast er ástandið hjá heilbrigðisstéttum. Vinnumarkaður fjölmargra stétta er norrænn eða alþjóðlegur. Samkeppnisstaða landsins á þessu sviði er afar mikilvæg. Ef fólk er óánægt með starf eða laun í starfi segir það upp ef það hefur góða von um að komast í betra starf. Þetta er vandamál Steindórs og óumbeðnar ráðleggingar koma að litlu gagni.

  • Halldór Halldórsson

    Mikið er þetta týpísk athugasemd frá innvígðum aðdáanda, eins og hér að ofan hjá „12.1 2012 kl. 12:20 Örn“!

    Það er kallað að „ráðast ómálefnalega á manninn“, þegar hræsnin og tvískinnungurinn sam blasir við öllu sanngjörnu fólki, er slíkur að öll rök þingmannsins hurfu eftir lestur fyrstu setningar pistilsins.

  • Grétar Thor Ólafsson

    Bankar skipta engu máli í þjóðfélaginu og því um að gera að fá miðlungs stjórnanda með miðlungs fjármálaþekkingu í jobbið. Því maður fær yfirleitt þau gæði sem maður borgar fyrir, ekki satt?

    Enda höfum við lært af hruninu að við þurfum ekkert góða bankastjóra, bara miðlungs.

    Þetta var kaldhæðni.

    En Mörður, þú tekur bara jobbið, ekki satt? Því þín nálgun er nánast sú að hver sem er getur tekið þetta starf að sér.

  • næ ekki alveg þínu commenti Halldór. Steinþór var einungis að lýsa skoðun sinni og hvernig ferlið hafi verið. Hann var í raun ekki að biðja um eitt eða neitt. Jafnframt er það bankaráðið að fara fram á þetta sem er jú væntanlega skipað af eiganda sínum, ríkinu.

  • Halldór Guðmundsson

    Lansbankinn ríkisbankinn ætlar að reisa nýjar höfuðstöðvar fyrir árið 2015 (mbl.is) Gæti verið að stjórnendur ríkisbankans, lifi í einhverjum öðrum heimi en við hin.

    Eigendur Olís fengu 5.5 miljarða lán hjá gamla bankanum fyrir 8 árum, til kaupa á Olís, síðan þá hafa þeir greitt sér 3.4 miljarða í arð.(vísir.is)
    og nú liggur fyrir samkomulag við Landsbankann um miklar afskriftir til Olís, og samkomulagið við Landsbankann er endanlegt, þótt ekki liggi fyrir dómsniðurstaða um að allar tegundir gengistryggra lána séu ólögleg.(Ruv.is)

    En á sama tíma ræðst ríkisbankinn á fjárvana verslunarkonu á Akureyri, og neitar að svara því hvort lán verslunar hennar við ríkisbankann sé ólöglegt gengistryggt krónulán, og nú loks er hafin lögregluransókn á vinnubrögðum Ríkisbankans, þannig að manni sýnist þörf á mannabreytingum í æðstu stöðum hjá ríkisbankanum.

  • „Einn helsti vandinn í atvinnu- og efnahagsmálum þjóðarinnar er sá að mati bankastjóra og bankaráðs Landsbankans að þar fær yfirmaðurinn ekki nógu há laun.“

    Sagði Steinþór það að hann teldi að launamál hans væru einn helsti vandinn í atvinnu og efnahagsmálum þjóðarinnar? Nei, það gerði hann ekki. Um að gera að slá þessu svona fram samt til að draga athygli fólks frá því að helsti vandinn í atvinnu og efnahagsmálum þjóðarinnar er ríkisstjórnin og aðgerðir (lesist skattahækkanir) og aðgerðaleysi hennar.

    Þessi skrif eru argasta lýðskrum, eins og svo oft áður hjá þér Mörður.

  • Ómar,
    Þetta er einmitt málið…Í raun er Mörður hér einfaldlega að fara með ósannindi. Það er ekki einu sinni hægt að segja að hann sé að ýkja, þetta er einfaldlega ósatt. Hann er fulltrúi ríkisstjórnar sem stjórnar þessum banka og skipaði bankaráðið sem er að fara fram á að ráða launakjörum sjálft. Í stað þess að ræða þetta málefnalega og beina þessu til bankaráðsins þá ræðst hann á Steinþór.
    Þeir eru nokkrir svona á þingi og þar fara fremstir meðal jafninga, Þráinn, Björn Valur og Mörður.

  • Halldór Halldórsson

    Ég verð að biðja „12.1 2012 kl.13:53 Örn“ forláts á fyrri viðbrögðum. Ég tók þennan póst hans nefnilega sem vörn fyrir Mörð Árnason og að „við hin“ værum að hjóla ómálefnalega í þingmanninn. Slíkt sést nefnilega ansi oft þegar helstu kjaftagleiðurnar á þingi eru teknar í gegn á bloggsíðum; af aðdáendum ríkisstjórnarflokkanna.

  • Alþingismenn þurfa ekki að kvarta yfir sínum launum og hækkunum sem koma reglulega,sjálfvirkt og afturvirkt og þá án athugasemda hjá alþingiselítuni. Gott að koma með svona smjörklípu einmitt þegar þessi velferðarómynd níðist og nauðgar almenningi í formi skatta og vanefnda…..oj bjakk Mörður Árnason.

  • Sigurjón Vigfússon

    Mörður það á að lækka bæði alþingismenn og bankastjóra niður í 250.000 á mánuði enda eru þetta allt yfirlýstir jafnaðarmenn. Þetta yrði þá jafnaðarkaup og engin frekari laun fyrir nefndarsetu, enga ferðastyrki eða þess háttar og þá laun fyrir jafnaðarmenn ,ég treysti því að þú verði sjálfum þér samkvæmur og beitir þig fyrir þessu á þingi þá kemur í ljós hvar heilindi jafnaðarmanna liggja..

  • Gapandiundrandi

    Mér er drullusama um einn skitinn bankastjóra og og einn afturkreistan seðlabankastjóra úr efturenda Jóhónnu og allan þann vaðal og loddaraleik, sem hann og Jóhanna stunduðu á bakvið sín ríkis-verðtyggðu og samtryggðu rekkjutjöld til blóðsugu lífeyris, langt um fram kjör allrar alþýðu þessa lands.

    Tölum mannamál Mörður, en ekki eitthvert vesælt rósamál:

    – Hvað með svikin loforð vinstri velferðarstjórnarinnar?
    – Hvað með skjaldborgina um heimili landsins, sem reyndist vera gjaldborg
    og hlaðinn valköstur fyrir hrægamma og erlenda vogunarsjóði?
    – Hvað með skilanefndapakkið og samtvinnun þess með ríkiskerfinu og auðræði alríkis- alþjóða-rembunnar?
    – Hvað með uppreistu bankaníðingana?

    – Hvers vegna í helvítinu talar þú ekki um alvöru mála Mörður, en röflar bara um einn skitinn bankastjóra, meðan allt helvítis kerfið er uppfullt af snákum, blóðsugum og sérhagsmuna-skítseyðum sem hlaða eingöngu undir eigið rassgat????

  • Jón Jón Jónsson

    Nú skal ég leysa bankastjóra vandamálið í einum hvínandi hvelli,
    því ekki dugar að bíða eftir hugmyndalausum þingmannsdruslum
    og býð ég þér Mörður að gera þetta að tillögu þinni og í þingi þylja
    og segja ástu rassheiði að þegja á meðan þú fram færir málið:

    Burt með Má!
    Við skulum fá Gunnar Tómasson í staðinn.

    Burt með Steinþór!
    Við skulum fá Jóhannes Björn í staðinn.

  • Sigmundur Grétarsson

    Sæll Mörður.

    Hvað áttu við með þessum orðum „en tel að meðan ríkið á banka eigi að reka þann banka á öðrum forsendum en venjulegan einkabanka “ Er það að afskrifa hjá Guðmundi í Brim 23 milljarða , afskrifa hjá Magnúsi í Vestmannaeyjum 50-60 milljarða ?
    Hverjar eru forsendur ríkisbanka? Við þekkjum ríkisbanka frá fornu fari, fyrirgreiðsluna og flokkadrættina sem þar voru. Við þekkjum einkabanka. Á hvaða forsendum vilt þú láta reka ríkisbanka (aðrar en lægri laun en í einkabanka)?

    Kveðja
    Sigmundur

  • Sæll Mörður
    Ég ætla ekki að elta ólar við blessaðann bankastjórann en Jóhanna og SJS gáfu tóninn með fáránlegum lögum um laun í ríkiskerfinu sem ekki yrðu hærri en hennar laun.
    Hvað gerði ekki úrskurðarnefndin? Jú lækkaði föst laun en hækkaði fasta yfirvinnu??
    SJS rauk síðan í sparnað og það eina sem hann gerði var að segja upp aksturssamningum en ekki fastri óunnri yfirvinnu um leið.
    Þingmenn eru á smánarlaunum m.v.menntun og vinnuframlag og eru lægri en margir starfsmenn Alþingis sem er álíka pínlegt og bankastjóri LI sem hefur langt um lægri laun en undirmenn hans.
    Kanski er bara best að Kjararáð úrskurði um laun allra ríkisstarfsmanna sem vilja vinna hjá hinu opinbera og þessar eilífðar kjaradeilur og samningsleysi afnumið.

  • Jón Jón Jónsson

    Mörður má vitaskuld vitna í Kennedy, sem gamaldags framsóknarmanna
    var siður hér áður fyrr, en ég mæli nú frekar með róttækari umræðu um þjóðfélagsmálin og bankaránin:

    http://vald.org/greinar/120111/

  • Jón Jón Jónsson

    Jóhannes Björn segir hið augljósa um Má Guðmundsson og ríkisstjórnina:

    „Seðlabankastjóri er mjög hlynntur verðtryggingu lána, þessu séríslenska fyrirbæri þar sem lánastofnunum er gefið veiðileyfi á lánþega. Hvernig getur það flokkast undir eðlileg viðskipti, þar sem tveir aðilar semja, að aðeins annar þeirra taki alla áhættu af öllum áföllum framtíðarinnar? Ef menn í annarri heimsálfu byrja að berjast og olíuverð hækkar (sem skerðir lífskjör þjóðarinnar), þá hækka öll verðtryggð lán á Íslandi. Ef uppskerubrestur í Bandaríkjunum hækkar heimsmarkaðsverð á korni þá hækka íbúðalán á Íslandi um leið. Og ef ríkisstjórnin hækkar verð á brennivíni, skuldar fólk allt í einu meira! Hvernig getur æðsti stjórnandi peningamála á Íslandi varið slíkt óréttlæti og bull?“

    Allir vita að Már og ríkisjötuforstjórarnir vilja hafa eðal-konjakkið og viskíið sem dýrast og laun sín sem hæst, því í sinni vitfirrtustu mynd kaupa þeir bara nógu helvíti mikið af drukknum og þannig eykst skuldabyrði aumingjanna sem mest og nóg kemur í kassa yfirbyggðar-aðalsins.

    Þannig verða burgeisar til, valdaðir til síns stigvaxandi ríkis-verðtryggðra sérhagsmuna sukks og svínarís,
    en aumingjarnir skattlagðir og verðtryggðir til eilífrar helvítisvistar, nú eða flótta til Noregs, fyrir þá sem það geta.

  • Mörður þú skítur alltaf sjálfan þig í fótinn!!!!!!!!!!

  • Meðan ég enn má mæla

    Allir vita að Jóhanna man ekki lengur hvað hún vildi sagt hafa.

    Hún þegir og reyndar stein-þegir, alsæl með sín ríkis-verðtryggðu laun
    og nú brátt lífeyri í stíl, eftir 33 ára samtryggðan vaðal.

    Getur þú Mörður frætt oss vesæl um hvað Jóhanna muni fá í lífeyri,
    eftir samfelldan lygavaðalinn … samlíkust þeim Dabba og Dóra?

  • Eruð þið vitlaus haldið þið að Mörður myndi leggja til að Már segði af sér aldrei gamlir fóstbræður úr Alþýðubandalaginnu.

  • Jón og Gunna

    jonas.is:

    „SPARKIÐ MÁ ÚR BANKANUM!

    Forstjóri fyrirtækis getur ekki höfðað mál gegn fyrirtækinu nema víkja úr sessi meðan málaferlin standa. Már Guðmundsson getur ekki verið bankastjóri Seðlabankans meðan hann stendur í málaferlum gegn bankanum. Slíkt er bara óhugsandi. En Már hefur lítinn siðferðis-kompás sem sendisveinn Jóhönnu í bankanum. Veit næsta lítið um mannasiði. Með því að reyna að kæra upp kaupið sitt hefur hann tapað trausti landsmanna, hafi hann áður haft slíkt traust. Seðlabankastjóri hefur ekki reisn til að haga sér eins og embættismaður. Því þurfa aðrir að taka ómakið af honum og því er nærtækast að reka hann.“

  • Jón og Gunna

    Már ætti að lesa þennan pistil Lísu, sem er með 150 þús. á mánuði, sem eru kjör flestra öryrkja og atvinnulausra, meðan Már krefst 1.600 þúsunda á mánuði, eða nær 11 -faldra launa … og það afturvirkt.

    Fyrir dóm með málið og þá fáum við að heyra enn á ný söguna um furðulega ráðningarsamninga Jóhönnu Sigurðardóttur og/eða Láru V. Júlíusdóttur að þessu máli öllu. Hver laug? Hver bar ábyrgð?Þ

    http://wonderwoman.blog.is/blog/wonderwoman/entry/1216649/

  • Ef ríkið vill halda góðu fólki í sinni þjónustu og ekki síst í svo mikilvægri stöðu sem um ræðir þarf að greiða því fólki góð laun og sem líkust því sem annars staðar gerist.
    Þessi ummæli þín staðfesta það sem liggur fyrir að á Alþingi er of mikið af lélegum starfskröftum og slöppu liði og er m.a. um að kenna að laun fyrir þá setu eru allt of lág. Launin fyrir alþingissetu eru það lág að þangað er nær ómögulegt að fá almennilegt fólk úr atvinnulífinu með haldgóða þekkingu á landsins gagni og nauðsynjum. Þarna inni eru allt of margir framapotarar og hagsmunapotarar sem betur væru í annari vinnu.

  • Þetta er rétt hjá Hjörvari. Annars sýnist mér þetta vera einfalt samningsbrotsmál. Ef Már hefur samið um tiltekin kjör sem ekki var staðið við er rétt að hann láti reyna á rétt sinn. Það myndu sjómenn eða píparar gera, sem margir eru með vel yfir milljón í laun á mánuði. Að sjálfsögðu myndu þeir gera það. Það hvort launin eru há eða lág, er allt annað mál og ótengt. Hér veður uppi rökvilla og heimska, eins og svo oft í íslenskri „umræðuhefð“. Maður er orðinn ansi vonlítill fyrir Íslands hönd.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og þremur? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur