Þriðjudagur 17.01.2012 - 11:00 - 39 ummæli

Afskræmd pólitík

Ég er ósammála Ögmundi Jónassyni um að nú eigi að afturkalla ákæruna á hendur Geir Haarde, og hissa á því að ráðherra dómsmála vilji stöðva réttarhald í miðjum klíðum.

Drottningargein Ögmundar í opnu Morgunblaðsins vekur ýtarlegar spurningar sem er rétt að leggja fyrir ráðherrann í þingumræðu á föstudaginn – en að einu verður að spyrja strax. Ögmundur getur svarað hér á þessu vefsvæði ef hann vill:

Hvað á ráðherrann við með því að atkvæðagreiðslan um landsdóm á sínum tíma hafi tekið á sig „afskræmda flokkspólitíska mynd“ ?

Þetta er ekki skýrt frekar í stóru Moggagreininni – en hér hlýtur eitthvað að búa undir.

Getur verið að Ögmundur Jónasson sé hér að taka undir þann ómerkilega áróður Sjálfstæðismanna að við í Samfylkingunni höfum með einhverjum hætti skipulagt atkvæðagreiðsluna þannig að flokksfélagar okkar „slyppu“ en ekki hinir tveir?

Ögmundur hefur auðvitað fullan rétt til að taka afstöðu til tillögu Bjarna Benediktssonar, og gera opinbera syndajátningu í Mogganum. Annað mál er hinsvegar að ata auri fólk sem hann á ekkert sökótt við – og starfar með í mikilvægustu ríkisstjórn síðustu áratuga á Íslandi.

Svara strax, Ögmundur.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (39)

  • Ögmundur tók þá ákvörðun fyrir löngu að eyðileggja núverandi ríkisstjórn, með því að veikja hana stig af stigi. Daður við Sjálfstæðisflokkinn hefur verið hluti af þeirri strategíu.

    Ein helsta ástæðan er sú, að hann óttast að Steingrímur J. fái of góðan dóm hjá almenningi fyrir störf sín.

  • Sigurður J.

    Þú veist mæta vel að afstaða Ögmundar gerir Steingrím og „bergmálin“ hans í VG bara enn ákveðnari í þeirri ætlan sinni að krossfesta pólitískan andstæðing hvað sem réttlætinu líður. Þú hlýtur því því að fagna astöðu Ögmundar.

  • Thorsteinn

    Það er öllum ljóst að engin rök hnigu að því að ákæra aðeins einn af þeim fjórum ráðherrum sem lagt var til að ákærðir yrðu. Og þegar engar málefnalegar ástæður eru til staðar verður að annarra skýringa. Í þessu máli er bersýnilegt að niðurstaðan átti sér pólitískar rætur. Undan því munu Samfylkingarmenn aldrei komast.

  • Elías Péturson

    „Hvað á ráðherrann við með því að atkvæðagreiðslan um landsdóm á sínum tíma hafi tekið á sig „afskræmda flokkspólitíska mynd“ ?“

    Því er auðvelt að svara Mörður, það var þegar samfylkingin ákvað að taka pólitískan klækjasnúning á atkvæðagreiðslunni um ákærurnar…

    Það er hægt að hafa margar vel gildar skoðanir á því hvort kæra eigi ráðherra fyrir hrunið…en erfitt að hafa nema eina skoðun á framkomu samfylkingarinnar í þessu máli.

  • Já, það er sárara að vera sá sem er ataður aur en sá sem atar aðra fyrir engar sakir, ekki satt Mörður?

  • Kristinn Daníelsson

    Atkvæðagreiðslan um ákærurnar er einhver mesta niðurlæging sem Alþingi hefur orðið fyrir og er þó af nógu að taka.
    Það skiptir engu máli hvort atkvæðagreiðslan var skipulögð eða ekki, útkoman og hvernig þingmenn Samfylkingarinnar greiddu atkvæði er skömm ykkar Samfylkingarmanna. Megi sú skömm ykkar vera ævarandi.

  • Sæll Mörður; og aðrir gestir, þínir !

    Mörður !

    Finnst þér ekki tímabært; að þú – sem aðrir félagar þínir, í flokksskrifli ykkar, viðurkennið samábyrgð ykkar, með hinum skemmdarverka öflunum (B – D og V listunum) ?

    Þið reynið jafnan; að smeygja ykkur, sem Állinn, undan óþægindum eigin verknaða, en hittið ykkur sjálfa fyrir, að lokum – og; að verðugu.

    Geirs óstjórnin; átti ÖLL, að mæta fyrir Landsdómi, svo fram komi – auk þeirra : Davíðs Oddssonar / Jóns Baldvins Hannibalssonar / Halldórs Ásgrímssonar og Steingríms J. Sigfússonar.

    Allt; sama skítuga kraðakið, síðuhafi góður !

    Með kveðjum; úr Árnesþingi – öngvu, að síður /

    Óskar Helgi Helgason

  • Haukur Kristinsson

    Ögmundur er paradigm Gamla-Íslands, íhaldssamur og huglítill heimalningur. Hans pólitíska heimili er hækjan, þar sem vinur hans Ásmundur Einar hefur fundið skjól.

  • Ómar Kristjánsson

    Hann sagði, ráherrann blessaður, í hádeginu á RUV að hann hefði hugsað málið með sjálfum sér og komist að þeirri niðurstöðu, að hann hafi haft rangt fyrir sér þegar hann ákvað að greiða atkvæði með dómstólaleiðinni. Nú er hann á þeirri skoðun að alls ekki eigi að fara dómsstólaleið. Og í framhaldinu er einna helst svo að skilja á ráðherra, að hann sé dottinn niður á það ráð, að það eigi bara ekki að gera neitt

  • Sigurður Bjarnason

    Ég verð að játa það að ég kaus Samfylkinguna í síðustu Alþingiskosningum. Því miður voru það mín mistök eftir að hafa horft uppá hvernig Samfylkingin fór með þá möguleika á að loksins væru ráðherrar dregnir til ábyrgðar vegna gerða sinna og andvaraleysis ÖMURLEGT reyndar voru margir fleiri en þá sitjandi ráðherrar sem hefðu átt að taka ábyrgð sem aldrey verður og eins og venjulega nú er málið fyrnt, því ekki að gera þá víkingana óábyrga á öllu sínu setja bara eitt strik undir og öll þau mál dauð.

    Gangi þér sem best Mörður, veiti ekki af en ég mun allavega ekki gera sömu mistökin í næstu kosningum.

  • Halldór Halldórsson

    Auðvitað ertu að ljúga því að Samfylkingin hafi ekki skipulagt atkvæðagreiðsluna um Landsdóminn þannnig að Ingibjörg Sólr+un og Björgvin slyppu! Ég man satt að segja ekki eftir því að þú gerir annað en ljúga!

  • Björn J.

    þetta mál allt saman eins og það leggur sig, er eitt alsherjar klúður, frá upphafi til enda, og nú held ég að dagar þessarar ríkistjórnar séu taldir.
    Eftir þetta útspil dómsmálaráðherra, er honum greinilega ekki stætt í enbætti, og verður að segja afsér, dómgreindarleisið virðist algjört.

    Ógæfa þessar ríkistjórnar, er sú að hafa ekki tekið víxitöluna, úr sambandi strax eftir Hrun.

  • Allt snýst þetta um að koma í veg fyrir pólitískt uppgjör eftir hrunið.

    Það verk verður brátt fullkomnað.

    Til hamingju Nýja-Ísland.

    Svo dæmigert fyrir íslenska stjórnmálastétt að það er grátbroslegt.

  • Við atkvæðagreiðslu um að ákæra á sínum tíma hafði meirihluti þingmanna, VG og SF það í hendi sér hvernig ætti að afgreiða þessi mál. Valdið um það lá ekki hjá minnihlutanum. Því lýsir atkvæðagreiðslan pólitíkinni, ekki einhverri heilagri hugsjón samfylkingarfólks. Ef átti að fara þessa leið þá þurfti klárlega að setja fleiri undir þann hatt. Þannig hefði eðlilegt uppgjör við þennan þátt átt að vera. SF kaus að fara sína leið í þessu og verður að bera ábyrgð á því.

    Svo er reyndar hitt, að nú þykir mér moldin vera farin að rjúka í logninu þegar Mörður ásakar annan um að ata auri.

  • Þorsteinn Úlfar Björnsson

    Er ekki Ögmundur bara að reyna að ná sér í prik hjá FLokknum sem hann vill mynda með ríkisstjórn eftir næstu kosningar.

  • Haukur Kristinsson

    Ef ákæran á hendur Geir Haarde verður dregin til baka, jafngildir það dauðadómi yfir 4-Flokknum. Aftakan yrði þá við næstu Alþingiskosningar.

    Fáir munu blessa minningu ræfilsins.

  • Ekki hélt maður að ömmi myndi taka thátt í samtryggingarkerfi 4flokksins

  • Þingið er búið að aðgreiða málið og senda í dóm. Nánari afskipti af málinu eins og það liggur fyrir í dag er óþarfi. Nú fer það bara sína leið í kerfinu, reyndar fyrir landsdóm, en ekki héraðs og síðan oftast hæstarétt.

    Það að dómsmálaráðherra Íslands sendi svona grein í morgunblaðið verandi í þessari stöðu er honum til minnkunar og maður getur ekki spurt sig annars en hvort honum hafi verið hótað eða eitthvað gefið í skyn.

    Hafa þeir eitthvað á manninn?

    Hann þarf að segja af sér ekki síðar en strax. Hann situr ekki lengur í mínu umboði það eru hreinar línur. Nú þarf forrysta ríkisstjórnarinnar að taka af skarið. Þetta er ekki þjóðinni bjóðandi.

    Það að hinir „sluppu“, breytir engu um þetta mál.

    Hvað var maðurinn eiginlega að hugsa. Ég stutt þennan mann hingað til en er orðlaus og sorgmæddur.

  • Afsakið, þarna átti auðvitað að standa:

    Þingið er búið að afgreiða málið og senda í dóm.

  • Það er kjánaleg afstaða að halda það að Alþingi hvorki geti né eigi að taka nýjar ákvarðanir um mál sem þegar er búið að ákveða um og koma í farveg.

    Í almennum ákærum er ákæruvaldið alla daga að taka ákvarðanir um að fella niður mál, breyta og þar fram eftir götunni. Það gildir því að sjálfsögðu um Alþingi líka sem ákæranda í þessu máli. Ef það væri ekki, má þá Alþingi heldur ekki breyta og/eða fella niður lög sem það áður hefur samþykkt???

  • Hef aldrei skilið þegar menn mega ekki skipta um skoðun. Telji menn að þeir hafi tekið ranga ákvörðun eiga þeir að sjálf sögðu að gera sitt til að leiðrétta það. Ég trúi því tæplega að menn meini það raunverulega að gert sé gert og því verði menn að búa við það.
    Hins vegar skil ég vel að þeir sem telja að Geir eigi að fara fyrir landsdóm vilji halda því til streitu. Æskilegt væri þó að þeir beittu þá ekki svona heimskulegum rökum.

  • Hrikalegt land er þetta sem maður býr í.

    Ef fólk á að taka ábyrgð á gjörðum sínum og mistökum að þá rjúka upp stuðningsaðilarnir vælandi.

    Þetta er óþolandi að horfa uppá.

  • Hver hugsun Ögmundar er ómögulegt að segja, en allir þeir sem hafa fylgst með þessum sama Ögmundi hafa þurft að hlusta á einhverja undarleg orð sem virðast hafa þann eina tilgang , að finna farveg fyrir þennan Ögmund í Rotary með vildar vinum sínum í sjálfstæðisflokknum !!!

    Næst þegar þið mætið þessum Ögmundi munið hrækja hressileg !!!

    Ögmundur er búinn að missa það litla sem eftir var af manndóm !!!

    Sýnir öllum hvernig fjórflokkurinn sér um sig og sína, líka þá sem þykjast !!!

    Bless Ögmundur !!!

  • bjarni, það má skipta um skoðun en á maður ekki að hafa prinsippafstöðu sem dómsmálaráðherra að annaðhvort megi a) hafa afskipti af máli á meðan það er fyrir dómstólum eða b) hafa EKKI afskipti af máli á meðan það er fyrir dómstólum. Í þessu máli og máli 9menninganna tekur hann sitthvora afstöðuna eins og þessi maður bendir á http://blog.eyjan.is/tbs/

  • Gapandiundrandi

    Hvert er vandamálið Mörður?

    Ekki það að ég sé kátur með Ögmund í þessu máli, en það er óþarfi fyrir þig að að skamma hann, því þetta er allt í höndum Samfylkingarinnar ennþá:

    Ef þeir ráðherrar og þingmenn Samfylkingarinnar, sem greiddu atkvæði á alþingi 28. sept. 2010 GEGN því að Geir yrði ákærður greiða nú á föstudaginn, 20.01.2012, GEGN frávísunartillögu Bjarna vafnings, þá sýnist mér að þeim verði að ósk sinni að Geir einn skuli fara fyrir Landsdóm, því þannig má fara í kringum hlutina í einn heilan hring hringavitleysunnar.

    Er ekki alveg öruggt að

    – Jóhanna Sigurðardóttir
    – Össur Skarphéðinsson
    – Kristján Möller
    – Sigmundur Ernir Rúnarsson
    – Róbert Marshall
    – Björgvin Guðni Sigurðsson (hann þarf ekki varamann núna)

    muni nú greiða GEGN frávísunartillögu Bjarna vafnings?

    Eru ekki hæg heimatökin Mörður á Samfylkingarheimilinu?

  • Gapandiundrandi

    Tekið skal fram að mig sundlaði þegar ég var að stilla þessu dæmi upp, enda sundlaði mig líka þegar eg reyndi 28.sept 2010 að fá botn í matematík í allri hræsnis-pólitík samtryggðrar hrun-stjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks.

  • Gapandiundrandi

    Tekið skal fram að ég man líka að Mörður og Jónína Rós voru þau einu innan þingflokks Samfylkingarinnar sem vildu ákæra alla 4 – líkt og mér fannst líka eðlilegt – en Mörður guggnaði og sat reyndar hjá þegar kom að Björgvini,

    vþa. að þá sást þú Mörður að atkvæðagreiðsla þingmanna Samfylkingarinnar var heilt yfir litið pólitískur hráskinnungsleikur, já, alveg rétt, „afskræmd pólitík“.

  • Pétur Páll

    Þú mátt hafa þína skoðun og þú mátt líka vera hissa – en so what!

    Fyrir hrun var apparat sem hét eða var kallað eitthvað eins og öryggisráð efnahagsmála, þar sat Jóhanna í miðið og sá ekkert – ef hún sá eitthvað þá gerði hún ekkert.

    Þeir sem ættu að vera fyrir dómi með Geir eru Jóhanna, Össur, Árni, Björgvin, Ingibjörg og þeir sem ráðlögðu þeim alla daga. Ekki bara Geir.

  • Það var flestum ljóst hversu ómerkileg útkoman var úr atkvæðagreiðslunni á sínum tíma enda um fátt annað talað en fjórómenninganna úr þínum flokki. Það er leiðinlegt en með þessum skrípaleik eyðilögðu þeir þann möguleika að hægt væri að fara þessa leið. Ef ætti að draga einn mann úr eins og var gert hefði það hugsanlega gengið ef sá ráðherra sem bar ábyrgð á málaflokknum hefði verið sigtaður út. Bara ef þú ert búinn að gleyma því þá heitir hann Björgvin G.

    Það er ekki nokkur maður sem sér ykkur sem mikilvægustu ríkisstjórn þessa lands. Það eina sem ykkur hefur tekist vel upp með er að eyðileggja ímynd þess góða í hugmyndafræði vinstra megin og á jafnaðarlínunni. Nú held ég að sé kominn tími til að þið farið að boða til kosninga því ég þekki engan þann lengur sem hefur minnstu trú á ykkur.

  • Gapandiundrandi

    Smugan, málgagn Steingríms J. Sigfússonar, segir svo frá í dag:

    „ÞAÐ VERÐUR UPPREISN Í SAMFYLKINGUNNI

    ,,Það er hrein og klár spilling að alþingismenn á vitnalista saksóknara ætli að greiða atkvæði um að vísa máli Geirs H. Haarde frá Landsdómi,“ segir Kjartan Valgarðsson formaður Samfylkingarfélagsins í Reykjavík og á þar við fyrrum ráðherra hrunstjórnarinnar, Björgvin G. Sigurðsson, Össur Skarphéðinsson, Kristján L. Möller og Jóhönnu Sigurðardóttur.

    Kjartan segir að það verði uppreisn innan Samfylkingarinnar í Reykjavík ef þingmenn greiði atkvæði með tillögu Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins. ,,Það yrði mjög alvarlegur trúnaðarbrestur sem hefði ófyrirséðar afleiðingar fyrir flokkinn. Í það minnsta mun það leiða til harkalegra átaka sem munu væntanlega endurspeglast í því þegar fólk verður valið á framboðslista með haustinu,“ segir hann.

    Kjartan segist hafa rætt við mjög marga flokksmenn síðan málið kom upp og það hafi valdið gríðarlegri reiði. Honum sýnist vera í uppsiglingu annað eftirlaunamál þar sem verður fullkominn trúnaðarbrestur milli nokkurra kjörinna fulltrúa og almennra flokksmanna.

    Aðrir þingmenn Samfylkingarinnar sem eru sagðir sammála tillögu Bjarna eru Árni Páll Árnason, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir og Sigmundur Ernir Rúnarsson. Stjórn Samfylkingarfélagsins í Reykjavík sendi frá sér ályktun í gær þar sem hún leggst gegn þingsályktunartillögu Bjarna um að draga ákæru á hendur Geir Haarde til baka. Stjórnin bendir á að skipan þingmannanefndar um skýrslu rannsóknanefndar Alþingis hafi verið samþykkt samhljóða á Alþingi. ,,Alþingi tók síðan ákvörðun um að forsætisráðherra hrunstjórnarinnar yrði sóttur til saka til þess að leiða í ljós hver væri ábyrgð stjórnmálaleiðtoga á atburðarásinni. Ljóst er að forsætisráðherrann hlaut að koma þar helst til álita, þótt þingið félli frá saksókn á hendur öðrum ráðherrum stjórnarinnar og fyrnd væru hugsanleg afbrot eða vanræksla fyrri ráðherra.”“

    Er þetta rétt Mörður, verður uppreisn gegn lúinni hrunelítunni í Samfó?

  • Jón Jón Jónsson

    „ÞAÐ VERÐUR UPPREISN“

    sagði reyndar Steingrímur Jóhann Sigfússon á sínum tíma,
    en lagðist svo hundflatur, gjörsamlega hundflatur sem gunga
    … og algjör drusla, í algjörum stíl við Geir Hilmar Haarde.

    Það er vert að muna og halda því til haga um Þistilfjarðar-fríkið.
    Kannski að Þóra Kristín, ritstjóri Smugunnar, sé farin að pota í fríkið?

  • Thrainn Kristinsson

    Ef ég man rétt þá tókst þú þátt í koma í veg fyrir að landsdómur fjallaði um meint afglöp Björgvins G. sem viðskiptaráðherra í hrunstjórninni. Ef viðskiptaráðherra hefði verið frá Sjálfsæðisflokki; hefðir þú þá greitt atkvæði á sama hátt?

  • Helgi Jóhann Hauksson

    Það er eins og sami einstaklingur skrifi 2/3 þeirra ummæla sem hér eru, bæði um stíl og innihald. — Víst er að þau eru á allt öðrum nótum en þar sem menn koma fram undir nafni og mynd þ.e. með Facebook skráningum.

    Ég á trúlega aldrei eftir að fyrirgefa Merði hvernig hann slátraði Lýðheilsustöð og lýðheilsustarfi í landinu þegar hann færði landlækni pakkann allan í heilu lagi með breytingatillögu um afmáun Lýðheilsustöðvar og hreina yfirtöku Landlæknis í þágu læknamafíunnar á síðustu metrum, en hér hefur Mörður einfaldlega rétt fyrir sér.
    Aðkoma, rökstuðningur, dylgjur og sinnaskipti Ögmundar eru óskiljanleg — nema sem leikur í hans eigin einka pólitísku skák.

  • Gapandiundrandi

    Helgi Jóhann Hauksson, af hverju ertu svona hrifinn af að auglýsa sjálfan þig undir fullu nafni og með mynd á Facebook? Mér finnst þú ágætur á margan hátt og oft skrifa vel, en við viljum ekki öll auglýsa eigið ágæti undir þjóðskrárnafni og með mynd. Andinn er að mínu mati efninu æðri.

    Mas. Bubbi er hættur að gaspra á Facebook:

    http://www.visir.is/bubbi-haettur-a-facebook/article/2012120118826

  • Helgi Jóhann Hauksson

    Gapandiundrandi @ 19.1 2012 kl. 16:43
    Þér að segja þá einfaldlega legg ég það á mig þrátt fyrir það sem það kostar með svona neðanbeltis höggum eins og þínum því ég tel það einu leiðina til að fram geti ferið málefnaleg samræða á netinu.
    Nafnlaus og andlitslaus umræða þyrfti í það minnsta miklu meiri ritskoðun, eftilit og yfirlegu umsjónarmanna en nokkurt vefsetur leggur á sig — nema ef vera kynni „Málefnin“ á malefnin.com
    Ég tek undir sum rök fyrir því að hún þurfi að geta átt sér stað en þeir sem misnota nafnleysið og andlitsleysið hafa löngu rústað flestum þeirra forsenda mjög alvarlega.

  • Gapandiundrandi

    Ekki tel ég mig hafa stundað hér „neðanbeltishögg“, nema síður sé.
    Eða eru það „neðanbeltishögg“ að vitna í ágæt orð Kjartans Valgarðssonar og að hrósa Merði, en benda á tvískinnung nokkurra hrunaþingmanna og ráðherra Samfylkingarinnar í atkvæðagreiðslunni 28.sept. 2010, það sem kalla má „afskræmda pólitík“?

    Er það „neðanbeltispólitík“ að segjast ekki sáttur við Ögmund í þessu máli?

  • Gapandiundrandi

    Er það „neðanbeltishögg“ Helgi, að að segja að mér finnist þú ágætur á margan hátt í þínum skrifum?

  • Helgi Jóhann Hauksson

    Líklega hef ég þá misskilið þig þegar þú segir „af hverju ertu svona hrifinn af að auglýsa sjálfan þig undir fullu nafni og með mynd á Facebook“. Ég tók því sem þú værir að gera mér upp annarlegar ástæður fyrir þáttöku í samræðunni, þ.e. hún væri ekki samræðunnar vegna heldur til að auglýsa mig. Mér finnst gott ef það er ekki það sem þú áttir við.

  • Gapandiundrandi

    Nú skiljum við hvorn annan Helgi:-)

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og tveimur? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur