Föstudagur 20.01.2012 - 14:54 - 14 ummæli

Fjórir, enginn eða einn

Atli Gíslason sagði í ræðu nú eftir hádegið að sér hefðu orðið á mistök — að greiða atkvæði með lokatillögunni um landsdómsmálið í september 2008. Kjarninn í málflutningi Atla var sá að fjórir hefði verið í lagi fyrir landsdóm, ekki einn. Þegar orðið var ljóst í atkvæðagreiðslunni að tillaga hans um fjóra var fallin, þá hefði átt að gefa mönnum næði til að hugsa málið upp á nýtt.

Atli sagðist hafa orðið hugsi og órólegur með þetta strax eftir atkvæðagreiðsluna í september 2007. En þó líklega ekki 30. september þegar hann sagði í samtali við Vísi.is að  þetta væri í góðu lagi: Fjórir, enginn eða einn:

Spurður hvort honum þyki réttlátt að Geir sé einn dreginn fyrir landsdóm segir Atli: „Ég hugsaði einhvern tíma með sjálfum mér: Fjórir, enginn eða einn. Það er algengt í sakamálum að aðalmaður sé ákærður en aðrir ekki, án þess að ég vilji heimfæra það beint yfir á þetta,“ segir hann.  

Síðan eru sextán mánuðir tæpir, og Atli Gíslason hefur aldei fyrr en nú orðað þá hugsun og óróleika sem fram komu í ræðunni í dag. Og hann tók á sínum tíma einsog ekkert væri kjöri sem formaður saksóknarnefndar alþingis, þeirrar nefndar sem á að fylgjast með málinu og vera tengiliður þingsins við saksóknara. Og hefur þagað sem formaður saksóknarnefndarinnar í sextán mánuði.

Fjórir, enginn eða einn.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (14)

  • Æ, þeta er svo aumt hjá Atla að maður gæti grátið!

    Ég hélt lengi vel að allt væri í lagi með hann, en…

  • Uni Gíslason

    Það er eitthvað alvarlega að dómgreind Atla – ekki síst ef hvað hann segir er satt! Hafi verið í tilfinningakasti eftir atkvæðagreiðsluna??!

    Er hann 13 ára gelgja eða Alþingismaður?

    Maður spyr sig. Annar er ég sammála því sem Birgitta Jóns sagði, að annað hvort væri Atli sérstaklega gleyminn eða óheiðarlegur, sbr. það sem þú vitnar í hér að ofan, Mörður.

    Get ég vel fallist á það – kannski hefur hann skipt um skoðun, en þá er það án efnislegrar ástæðu og bara handhófskennt.

  • Stígur Helgason

    Þetta sagði hann raunar við Fréttablaðið 29. september – og birtist svo á prenti daginn eftir. Svo því sé til haga haldið.

  • Gapandiundrandi

    29. september 2010,

    eftir atkvæðagreiðsluna þar sem Samfylkingin var í sinni „afskræmdu pólitík“.

    Var það ekki Mörður?

    Hvað er að frétta af loforðum ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur um „norræna velferð“ og „skjaldborg“ um heimili landsins?

    Gleymast þau mál alveg í skítkasti elítunnar á þingi og í stjórnsýslunni?

  • Sigurgeir St. Magg.

    Hættið að ata Atla út. Atli er fínn og réttsýnn.

    Aftur á mót er Samfylkingin búin að tapa áróðursstríðinu og VG er búin að gera upp á bak og afhjúpa sig sem flokkur sem vill svala pólitískri hefndarfísn sinni með þessum Landsdómsfarsa.

  • Er Samfylkingarfólk búið að gleyma hönnuðu atkvæðagreiðslu þeirra sem var til þess að Geir einn var ákærður?

  • Gapandiundrandi

    4, enginn eða einn? Mér er skítsama um alla þessa skítapólitík 4-flokksins.
    Mér er skítsama um Geir, Sollu, Bjögga og Árna Matt. Öll ríkis-verðtryggð til launa og lífeyris, langt umfram kjör alls þorra fólks.
    Elítan í partíleik á þingi, í sendiherradjobbum eftir hrun og í hanastélum.

    Hvenær á að gera eitthvað í málum hinna raunverulegu fórnarlamba hrunsins?
    Alls hins sauðsvarta og óbreytta almúga, sem liggur óbættur hjá garði, meðan
    þið á þingi eruð í andsvörum um andsvör um andsvör um vaðal ykkar allan og allan ykkar vafning og voða gaman að röfla og karpa um eitthvað sem skiptir venjulega fólkið engu????

    Skiptir það partífólkið á þingi engu????

  • stefán benediktsson

    Þetta með stjörnurnar, sem þú nefndir fyrir stuttu, skýrist vafalaust af „ljósmengun“ eins og nú er talað um, en getur líka átt sér sömu orsök og tilhneiging þín/mín að sækja í góða lýsingu með lesefni.

  • Veistu það Mörður að ef samfylkingin stendur ekki sem einn maður gegn þessari tillögu Bjarna Ben þá mun ég ekki geta kosið flokkinn aftur. Árni Páll er þegar búinn að svíkja lit. Hvernig er það annars með Árna Pál, út af hverju er hann ekki bara í sjálfstæðisflokknum???

    Kveja frá kjósenda sem alltaf hefur kosið SF

  • þórður guðmundsson

    skömm okkar sem kusu þennan músarindil í síðustu kosningum er mikil.

  • Uni Gíslason

    Samfylkingin er ekki stjórntækur flokkur lengur, enda hefur flokkurinn ekki einu sinni stjórn á lykilmönnum innann sinna raða, sbr. Ástu Ragnheiði (sennilega ómerkilegasta forseta Alþingis frá upphafi) og Össur – látum vera að VG er sennilegast ekki stjórntækur heldur, en það þarf amk. einn stjórntækan flokk hverju sinni.

    Hættið þessu bara, rjúfið Alþingi. Þetta er nóg komið. Það standa engir upp sem sigurvegarar héðan af. Of margar brýr brenndar.

  • guðm jakobsson

    Mörður Árnason , Bjorn Valur Gíslason , Þór Saari . sem þingmenn nei takk ómuglega.

  • Ríkisstjórnin kemur STERKARI út eftir þessi hressilegu átök, er það ekki ???

  • Getur virðing Alþingis orðið minni ?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og þremur? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur