Laugardagur 21.01.2012 - 13:40 - 23 ummæli

Eyjan, ríkisstjórnin og ég

Í „orðinu á götunni“ (aldrei skilið það dálksheiti á íslensku) á Eyjunni í dag er fjallað um meint tíðindi í þingflokki Samfylkingarinnar í gær. Þar er rætt um „tilfinningahita“ sem „lýsti sér meðal annars í yfirlýsingum Marðar Árnasonar um að hann myndi hætta að styðja ríkisstjórnina ef tillögu Bjarna yrði ekki vísað frá“.

Og þá er frá því að segja að slík yfirlýsing eða hótun er engin til og hefur aldrei verið – þetta er bara púra della. Kannski hefur einhver góðgjarn heimildamaður talið að málstaður hans eða hagsmunir væru af þeim gæðum að ekki munaði um ofurlítinn skáldskap í Eyjuslúðrinu? Umrótstímar og svona …

Efnislega er það sumsé þannig að ég styð ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur – og tel við hæfi eftir atburði gærdagsins að lýsa yfir sérstökum stuðningi við forsætisráðherra þeirrar stjórnar. Aðeins daufari er stuðningurinn við suma aðra ráðherra vissulega í bili – einsog gengur.

Soldið skrýtið að lenda í svona fréttaflutningi. Kannski líka af því ég er einhverskonar partur af Eyjunni – ennþá a.m.k. – og alltaf til viðræðu í síma 896 1385 og netfanginu mordur@althingi.is – en þetta er allavega leiðrétt hér með.

Ekki náðist í Björn Inga Hrafnsson, eiganda, Karl Th. Birgisson, fyrrverandi ritstjóra, né starfandi blaðamenn Eyjunnar við vinnslu þessarar bloggfærslu.

——-

Síðar um daginn: Samband náðist við Eyjumenn, sem brugðust vel við og hafa leiðrétt orðs-fréttina með afsökunarbeiðni. Og rétt er að taka fram að þegar ekki náðist í fyrrverandi ritstjóra var það til að vita um símann hjhá eigandanum — því að fyrrverandi ritstjóri Eyjunnar er nú hættur störfum á Eyjunni.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (23)

  • Árni Aðalsteinsson

    þetta „Aðeins daufari er stuðningurinn við suma aðra ráðherra vissulega í bili „– er það allan daginn í dag ?

  • Hverjir eru, svona til gamans, starfandi blaðamenn Eyjunnar?

  • Halldór Guðmundsson

    Nú er þetta búið hjá ykkur, og best að Jóhanna fái sér göngutúr út á Bessastaði, þjóðstjórn strax, og kosningar í vor, ykkar ógæva var, og er, að hafa ekki tekið verðtrygginguna úr sambandi allavega tímabundið, strax eftir Hrun, því það varð algjör forsendubrestur fyrir útreikningi víxitölunnar eftir Hrun.
    Þetta gengur einfaldlega ekki svona lengur.

  • Tárvotur

    Þið fenguð ykkar tækifæri og nú eru þau uppurin.

  • Þú verður bara að viðurkenna að tækifærinu var sóað og loforðin öll reyndust flest lygar einar, þessi ömurlega ríkisstjórn tók við af annari ömurlegri ríkisstjórn og lofaði hér bót og betrun, við sjáum árangurinn í dag , landflótti, met atvinnuleysi, hæsta matarverð í heimi, lægstu laun í heimi, verðtrygging og okurvextir stöðnun í atvinnulífinu etc etc…….
    Menn skilja alltaf betur og betur tengslin á milli fjármagnsins og alþingis og af hverju greiðlega gekk að múta ykkur á alþingi til þjónkunar við gæpamenn…
    Þetta land er eitt mesta spillingarbæli í veröldinni, þökk sé ykkur.

  • Sammála öðrum hér.

    Þetta er ekki boðlegt fólkinu í landinu.

    Tækifærinu hefur verið sóað.

    Nú þarf að virkja lýðræðið og efna til kosninga.

  • Sjálfsagt hefur engin ríkisstjórn í sögunni fengið jafn góðan meðbyr og ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Gríðarlegt fylgi, jákvæðni, von, baráttuandi og árnaðaróskir þjóðarinnar fylgdu henni úr hlaði.

    Eftir einingis þrjú ár – þrjú stutt ár! – er hvarvetna kallað eftir afsögn ríkisstjórnarinnar, traust almennings á Alþingi mælist ekki lengur, fylgi stjórnarinnar hrapar dag frá degi, landflóttinn eykst stöðugt, verkalýðsfélögin komin í vígstöður, brigsl um spillingu, vanhæfni og klúður verða stöðugt háværari, reiðin í þjóðfélaginu stigmagnast …

    Ef þetta fær þig – og starfsfélaga þína – ekki til að staldra aðeins við og hugsa ykkar mál, þá er eitthvað vrkilega mikið að. Afneitun og sjálfsblekking eru ekki geðfelldir eiginleikar stjórnmálamanna …

  • það munu allir sleppa.

    Útrásarvíkingarnir kaupa dýrustu lögfræðingana. Ríkið hefur ekki efni á því. Lög um fjármálaglæpi voru vanrækt árum saman. Sigrún Davíðsdóttir hefur lýst skylvindu eigna og skulda, sem að notuð var alls staðar, skilmerkilega.
    Þeir munu sleppa.

    Alþingi mun brjóta lög og sjá til þess að gögn sjái ekki dagsljósið og vitnaleyðslur fari aldrei fram.
    Það mun líka auðvelda útrásarvíkingunum sína málsvörn.

    Ábyrgðin mun einskorðast við almenning. Almenning, sem að stjórnmálastéttin telur að geti prísað sig sælan og þakkað fyrir sig. Það er jú verr farið fyrir Írum, Grikkjum og jafnvel fleiri þjóðum. Það er þó í raun ekki alveg rétt því að þessar þjóðir hafa evru. Laun í þessum löndum hafa ekki rýrnað um 40% vegna gengisfellingar. Það kemur ekki við pyngju yfirstéttarinnar, en með almenning gegnir öðru máli.

    Litli maðurinn, maðurinn á götunni er sá eini sem að mun á endanum bera ábyrgð!

  • Lög voru augljóslega brotin í gær.

    Tel að það sé skapað mjög mikilvægt fordæmi ef að Geir fer fyrir dóminn. Þá er það óumdeilanlegt að ráðherrar bera ábyrgð gagnvart almenningi. Það verður til þess að þeir hugsa sig tvisvar um áður en þeir fórna almenningi fyrir sérhagsmuni. Þetta skiptir miklu máli i okkar litla samfélagi, sem að hefur mjög mikla nánd og er því brothætt gagnvart spillingu.

    Ef að fella má niður mál hvenær sem er ef að meirihluti skapast fyrir því á Alþingi, þá virkar ráðherraábyrgðin ekki í praxis. Þá er alltaf hægt að kaupa fyrrverandi ráðherra sem að er ákærður lausan með hrossakaupum á Alþingi. Eftir því sem að alvarleiki málsins er meiri, því stærri verða hagsmunirnir og því þyngri lóð lögð í hrossakaupin.

    Því skiptir miklu máli fyrir framtíða og hið nýja Íslands að fordæmi skapist fyrir því að ráðherrar beri skýra ábyrgð gagnvart almenningi.

  • ef að litið er til sögunnar s.s. stjórnarinnar, sem að tók við í Þýskalandi eftir að seinni heimsstyrjöldin tapaðist, þá er auðvelt að skilja afhverju t.d. Sjálfsstæðisflokkurinn vildi alls ekki fara í stjórn.

    Flokkar sem að taka við eftir hrun verða aldrei vinsælir.

    Það er ósanngjarnt, því að það er ekki þeim að kenna að ganga þarf í þrif, tiltekt og fara í óvinsælar aðgerðir. Almenningur veit þetta innst inni, en engu að síður er fólk yfirborðskennt og þessir flokkar falla í áliti.

    Tel að kosningabarátta hafi farið fram hjá sumum stjórnarþingmönnum í gær. Vitaskuld eru Atli og Jón fúlir yfir því að fá ekki að vera ráðherrar. Ýmsir vilja aðgreina sig frá sínum flokki, t.d. ýmsir hjá Vinstri Grænum, í von um að styrkja stöðu sína fyrir næstu kosningar.

    Vissulega harmleikur á Alþingi í gær. Það voru þó ekki stjórnvöld sem að voru hönnuðir þeirrar atburðarásar.

  • Gapandiundrandi

    Led Zeppelin?
    I var lang-besta platan þeirra
    og ég er alveg gallharður á því:

    Good times bad times, Babe I´m gonna leave you,

    You shook me

    Dazed & Confused, Communication Breakdown.

    Og lagið sem ég skildi aldrei,
    Black mountain side,
    meikar nú sens.

  • Jón Jón Jónsson

    Hver er munurinn á stjórnunarstíl Davíðs og Jóhönnu?:

    „Jóhönnu Sigurðardóttur tókst ekki að dylja hótanir sínar í garð Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur forseta þingsins, um að Ásta myndi missa embættið ef hún greiddi ekki atkvæði eins og flokksforystan vildi.“

    Mismunandi litur á límbandinu fyrir munninn? Nei, sami gráminn.

  • Ég hvet almennig að hlusta á ræðu Guðfríðar Lilju frá því á föstudag…..þar er allt sem segja þarf……

  • Jón Jón Jónsson

    Sammála þér Helga.

  • http://www.dv.is/frettir/2012/1/23/geir-h-haarde-svo-ad-logsaekja-fyrir-thennan-aulahlatur-thjodarinnar/

    „Hefur því verið haldið fram að hann sé að grípa inn í dómsmál. „Þá svara ég því til að að þessu mái er ég að koma sem alþingismaður fyrst og fremst sem greiðir atkvæði sem hluti af ákæruvaldi.“

    Hann bendir á að ákæruvaldið sé í höndum Alþingis og í umboði þess starfi saksóknari Alþingis. „Við getum eins og annað ákæruvald hlutast til um hvað gerist, afturkallað ákærur, eins og ríkissaksóknari gerir.“

    Alþingi hafði kæruvald. Það kom síðan málinu til ákæruvaldsins, þ.e. saksóknara. Landsdómur var skipaður og hefur þegar tekið efnislega afstöðu til málsins s.s. neitað að vísa því frá. Það getur Landsdómur bara gert ef að hann telur meiri líkur en minni á sakfellingu.
    Það er í besta falli útúrsnúningur að reyna að lesa lögin þannig að sá sem að hefur kæruvaldið geti gripið inní málið á þessu stigi.

    Þá gera sakamálalögin ráð fyrir því að ákæruvaldið sé í höndum saksóknara. Saksóknari þarf að fara eftir skýrum reglum, þ.e. hann skoðar ekki hvort að draga beri mál til baka nema grundvallarbreytingar verði á efnistökum málsins. Breytingarnar þurfa að gera það að verkum að í stað þess að meiri líkur en minni séu á sakfellingu, séu nú minni líkur.
    Það hafa engar efnislegar breytingar orðið!!!

    Þvert á móti!
    Málið er ennþá líklegra til að leiða til sakfellingar en þegar Alþingi greiddi atkvæði um kæru, því að núna hefur Landsdómur tekið afstöðu í þá veru að hann telji að ákæran leiði til sakfellingar.

    Niðurstaðan er að það er ólöglegt að gripa inní dómsmál, sem að þegar hefur verið dæmt í um vissa þætti, þ.e. að dómendur hafa tjáð að meiri líkur en minni séu á því að þeir muni dæma sekt.

    Þá er ólöglegt hjá kæruvaldi að ætla að horfa framhjá því undir hvaða kringumstæðum skoða má hvort að falla beri frá ákæru. Það er ekki háð dutlungum kæruvalds hvort að slíkt er skoðað, heldur þurfa ný gögn að koma fram í málinu, sem að breyta líkunum þannig að nú séu meiri líkur á sýknun. Það er ekki svo, þvert á móti sbr. þann dóm sem að Landsdómur hefur þegar dæmt.

  • Gapandiundrandi

    Það er alveg sama hvernig þessu máli eru snúið og hvernig það er rökrætt fram og til baka, þá blasir klúður Samfylkingarinnar við.

    Já, skinhelgin blasir við frá upphafi þessa máls til þessa dags, nema öll 4 fari fyrir Landsdóm, sem Atlanefndin lagði upp með.

    Hvers vegna var greitt atkvæði um hvern og einn, í stað þess að hafa alla 4 undir?

    Þar varð bresturinn, siðferðis- og pólitískur brestur á þingi og enn heldur klúðrið áfram.

    Er Valgerður Bjarnadóttir Benediktssonar hins eldri trúverðugasti þingmaður Samfylkingarinnar til að hafa formennsku í nýju nefndinni?

  • Gapandiundrandi

    Og hvað þegar rýnt er nánar í hrunstjórnarráðherrana,
    sem enn fá að greiða atkvæði eftir því sem passar eigin skinni

    og vildu engan fyrir dóm 28. sept. 2010:

    Hafði Jóhanna þá sjálfa sig í huga?
    Hafði Össur þá sjálfan sig í huga?
    Hafði Kristján Möller þá sjálfan sig í huga?

    Öll hrunstjórnar-ráðherrar.
    Hafa þau enn aðallega sitt eigið skinn í huga

    Þetta er orðinn úldinn brandari, vægast sagt!

  • Halldór G

    Þetta er búið hjá Vinsti velferðarstjórninni, sem reyndist helferðarstjórn fyrir heimilin í landinu.

    Þingrof og kostningar strax. þjóðin mun aldrei kjósa þetta yfir sig aftur.

  • Í öllum dómsmálum þarf að ákæra hvern og einn sakborning sér. Svo var einnig í þessu tilfelli.
    Hver og einn ráðherra hafði ekki gert nákvæmlega það sama og hinir, þ.e. sakargiftir voru ekki þær sömu.
    Því hefði það verið ólöglegt ef að allir fjórir hefðu verið ákærðir í einu.

  • Jón Ólafs.

    Landsdómur telur meiri líkur en minni á sekt, í þessum 4 ákæruliðum.
    Og ef fyrrverandi ráðherra fær ekki tækifæri, að bera af sér þessa 4 ákæruliði, og sanna sakleysi sitt, þá er það brot á mannréttindum.
    Nú þarf skólakerfið að taka upp kennslu í gagnrýninni hugsun, ekki bara fyrir nemendur, heldur einnig fyrir suma ráðherra og þingmenn.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og fjórum? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur