Laugardagur 04.02.2012 - 12:09 - 26 ummæli

Af hverju svararðu ekki, Bjarni?

Var að lesa hina frægu grein Hallgríms Helgasonar um Glitni, Milestone, Sjóvá og Vafning – hef satt að segja ekki kynnt mér þetta mál áður að gagni og var utan landsteina þegar greinin birtist. Bjarni brást við grein Hallgríms með einum saman fúkyrðum. Í helgarblaði DV (bls. 12–13) er enn spurt sjö spurninga um málið af því Bjarni Benediktsson, alþingismaður og formaður utanríkismálanefndar vor og haust 2008, alþingismaður, formaður Sjálfstæðisflokksins og flutningsmaður tillögu um niðurfellingu hrunmáls gegn fyrrverandi forsætisráðherra í ársbyrjun 2012 – hafi skrifað undir fölsuð skjöl.

Þess er meðal annars spurt hvenær Bjarni Benediktsson skrifaði undir veðsamninginn mikla fyrir ættingja sína – hvort dagsetningin hafi verið röng, og um það hvað Bjarni Benediktsson vissi um lánamálið þegar hann skrifaði undir, og um undirrót sölunnar á hlutabréfum Bjarna í Glitni skömmu síðar.

Hallgrímur spyr líka margra spurninga í greininni sinni – meðal annars um það hvort Bjarni hafi skilið hversu alvarlegt málið var fyrir Glitni, aðra banka og þar með íslenska ríkið – og hvort hann hafi í því tilviki sagt forsætisráðherranum, Geir H. Haarde, frá gjörningi sínum og stöðu Glitnis.

Það er ekki Hallgríms, eða DV, eða mitt, að segja til um hvort Bjarni braut lög, og hverjar málsbætur hann þá hefði haft. Ef við viljum fá svör um þann part Vafningsmálsins væri líklega hendi næst að tala við lögregluna.

Það er hinsvegar algerlega okkar mál, mitt, Hallgríms, DV, almennings og kjósenda í landinu að fá frá Bjarna svör sem varpi ljósi á siðferðilega stöðu hans við þessa Vafningsgjörninga og stöðu hans við upprifjun þeirra síðar – svo sem núna síðast í fúkyrðaflaumnum yfir Hallgrími Helgasyni.

Af hverju svararðu ekki, Bjarni?

Hvað er að? Getur verið að almennileg svör geti spillt hugsanlegum vitnaleiðslum í málinu gegn Glitnismönnum? Að almennileg svör gætu leitt til sérstaks vitnisburðar Bjarna fyrir landsdómi um hvað þingmenn Sjálfstæðisflokksins vissu um stöðu bankanna vorið 2008?

Af hverju í ósköpunum kemur ekkert svar frá Bjarna Benediktssyni?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (26)

  • Þór Saari

    Tek undir rmeð Merði. Það er mikilvægt að Bjarni Benediktsson formaður Sálfstæðisflokksins útskýri undirskriftir sína á pappíra sem dagettir voru aftur í tímann. Það heitir skjalafals á mannamáli.

  • Sig. Kr.

    Bjarni getur ekki vikist undan að gera fulla og skýra grein fyrir þessu máli.

    Hann er aðili að sakamáli þar sem þeir er veittu lánið eru fyrir dómi og gætu hlotið margra ára fangelsun fyrir sinn þátt í málinu.

    Bjarni tók við fénu fyrir hönd fjölskyldu sinnar.

  • MARTEINN

    Af hverju ætti Bjarni að svara drullupumpunum á dv.En það var gott að fá það staðfest að Mörður og Þór Saari eru sömu pumpurnar og starfa á dv.Um Hallgrím Helgason þarf ekkert að vera að eiða orðum.Því gerpi er ekkert heilagt.

  • Matthías

    Orð Marteins sýna vandann í hnotskurn, Bjarni er heilagur maður í augum safnaðar hans…

  • Sveinbjörn

    Sæll Þór
    Ef þú skrifar undir skjöl sem dagsett eru þegar samningur er gerður, er það skjalafals? Mörður. Þú stendur undir nafni að venju.

  • Sveinbjörn

    Sig. Kr. Bjarni tók ekki við fé. Hann afhenti veð/eign fyrir hönd föður og frænda. Lærðu að lesa litli karl.

  • Jenný Anna

    Já af hverju?

  • Sveinbjörn

    Af því að það fólst í samningnum.

  • Sigmar Þormar

    Mörður. ,,Hef satt að segja ekki kynnt mér þetta mál að gagni?“ Það er starf þitt að kynna þér svona mála að gagni. Afsakaðu hreinskilninga og ég ber virðingu fyrir þér sem stjórnmálamanni. En þetta endalausa sinnuleysi opinberra fulltrúa er hræðilegt. Að láta rihöfund út í bæ vinna vinnuna fyrir sig er vítavert.

  • Hreggviður

    Ætli söfnuðurinn skilgreini ekki þessar spurningar sem pólitíska aðför að Bjarna? Er þá ekki næsta skref hjá Bjarna að höfða til mannréttinda og segja að þau séu brotin á honum með þessum spurningum?
    Það er eins og ég hafi heyrt þau rök áður.

  • Sveinbjörn

    Hreggviður. Þú styður þá að menn þurfi að afsanna rangar ásakanir. Ertu hættur að berja konuna?

  • Hreggviður

    Sveinbjörn. Styð? Hvar kom það fram?
    Þú kemur með fullyrðingu um að þetta séu rangar ásakanir á Bjarna, var einhver með ásakanir og þar sem þú virðist með á kláru að maðurinn þurfi ekki að svara spurningum, hvað hefur þú fyrir þér í því?
    Mér sýnist þú sanna þær vangaveltur sem ég orðaði í fyrra innleggi.

  • Sveinbjörn

    Hreggviður. Maðurinn þarf ekki að svara röngum spurningum, aftur, um sakargiftir sem ekki eru til staðar. Eða ertu ekki hættur að berja hana?

  • Hreggviður

    Ert þú sjálft skilningstréð Sveinbjörn?

  • Sveinbjörn

    Þú ert greindur Hreggviður.

  • Notmordur

    Mörður er ömurlegasta eintak sem hefur komist inn á þing og er hann búinn að toppa Björn Val og Þráinn. Mörður er þetta satt sem maður heyrir út um allt að þú sért að berja konuna þína?

  • ..ég hef líka heyrt það í óspurðum fréttum?

  • Mörður Árnason

    Sérkennilegt netfang þess sem hér kallar sig ,,Notmordur“: serdir@mordur.is. Ekki koma oftar, góði.

  • Mörður !

    Allt sem þú skrifar í upphafi er rétt og þessu þarf að svar !!!

    En samt er er ég en ekki að fatta félaga þína í röðum samfylkingarinnar, þetta með sjálfstæðisflokkinn og atkvæðagreiðslu ????????????????

    Össur, Jóhanna , jú þessi sjálumglaði forseti alþingis ????

    Hverjum datt í hug að setja þessa Ástu Ragnheiði í eitthvað embætti ???

    Engin kjóasandi ykkar ?

    Hefur hann verið spurður ?

  • Hreggviður

    Þetta með að berja konur virðist sameiginlegt með Sveinbirni og Notmordur, er kannske eitthvað meira sameiginlegt með þeim? Þeirra nisch er að sveifla um sig fullyrðingum um að þeir sem eru þeim erfiðir í umræðunni, eigi að fá á sig fullyrðingar úr lausu lofti gripnar til að; að því er virðist; verjast slíku rugli.
    Eru kannske Sveinbjörn og Notmordur einn og sami maðurinn og ekki svo óþekktur?
    Þetta nota þeir þegar rökin eru engin, bara blaðrið framundan, innihaldslaust og örfoka.

  • Bjarni virðist hafa haft innherjaupplýsingar sem hann nýtti sér. Hann virðist hafa selt hlutabréfin sín í Glitni á grundvelli slíkra upplýsinga. Þetta mun fylgja honum og verði Sjáfstæðisflokknum að góðu. Verði einnig Sjóður 9, Fé án hirðis, 1700 milljónir, FL-group, Ásmundur arðgreiðsla og Árni Johnsen í framboði fyrir Flokkinn í næstu kosningum er valkosturinn í öllu falli skýr.

  • Síðast þegar ég frétti af þessu máli var það til rannsóknar hjá Sérstökum saksóknara. Þar hafði hann m.a. kallað Bjarna til og var hann með stöðu vitnis en ekki grunaðs. Má ekki ætlað að sérstakur sé að rannsaka þetta mál að fullu og telji hann einhvern möguleika/líklegt að Bjarni hafi brotið lög að hann hafi breytt stöðu hans úr vitni í grunaðan. Eða eigum við frekar að halda það að þríeykið Mörður, Hallgrímur og DV hafi rannsakað málið betur og jafnvel fundið eitthvað sem sérstakur fann ekki?. Ég ætla frekar að treysta á stjórnvaldið. Ef sérstakur telur að Bjarni hafi brotið lög þá treysti ég því að hann fylgi því eftir. Fylgjum réttarkerfinu en ekki opnum nornaveiðum.

  • Í stað þess að skrifa langhund inn í athugasemdakerfið bendi ég á: http://blogg.visir.is/ingimundur/?p=243

  • Mörður nú er betra að fara fyrst í tiltekt heima hjá sér og gera það vel ……
    svo er kannski hægt að benda á hina sem eru sóðar!!!!!
    En ég er alveg viss um að það er hreinna heima hjá Bjarna Ben en hjá þér!!!!!

  • Þór Saari

    Varðandi það sem Sveinbjörn segir hér að ofan þá gengur úttekt DV einmitt út á það að Bjarni hafi ekki getað skrifað undir skjölin þann 8. febrúar eins og hann heldur fram og eins og dagsetning á skjöllunum vitnar um vegna þess að þau voru ekki búin til fyrr en 11. febrúar. Ef það er rétt þá er hér umskjalafals að ræða.

  • Þór Saari,
    Telur þú þá að Sérstakur Saksóknari sé að ívilna Bjarna á einhvern hátt, hann horfa í hina áttina eða einfaldlega svona lélegur í sínu starfi? Ég spyr því að hann hefur þessi gögn undir höndum, getur rannskað upphaf þeirra á tölvutæku formi og ástæður.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og sjö? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur