Þriðjudagur 14.02.2012 - 07:52 - 23 ummæli

Formaður Sjálfstæðisflokksins er kjáni

Bjarni Benediktsson hefur nú með sínum hætti svarað spurningum DV um hlut sinn að Vafningsmálinu. Hann kallar spurningarnar að vísu pólitískar árásir, en eftir að DV birti skjal sem augljóslega var búið til annan dag en dagsetning þess sagði til um ákvað Bjarni að svara. Það ber auðvitað að meta við hann.

Svarið er tvennskonar: 1) Já, ég skrifaði undir eftir á, en það gera allir. 2) Nei, ég vissi ekkert undir hvað ég var að skrifa.

Svarið gefur tvær vísbendingar um atferli og lyndiseinkunn Bjarna Benediktssonar, lögfræðings, alþingismanns og fyrrverandi kaupsýslumanns:

Annarsvegar að formaður Sjálfstæðisflokksins skrifi undir hvað sem er að beiðni ættingja sinna.

Hinsvegar að formaður Sjálfstæðisflokksins sé einfeldningur – kjáni á daglegu máli – sem ekki veit undir hvað hann er að skrifa eða hvers vegna hann er beðinn að skrifa undir. Og er alveg sama.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (23)

  • Það gleymist nú oft í þessu að þetta voru þrjú umboð sem hann hafði. Tvö fyrir hönd fyrirtækja í eigu föður og frænda og svo BNT þar sem stjórnarformaðurinn Bjarni Benediktsson veitti ásamt stjórnarmönnunum Gunnlaugi Sigmundssyni(faðir Sigmunds Davíðs) og Jóni Benediktssyni, manninum Bjarna Benediktsson til að skrifa undir veðsetninguna.

  • Halldór Halldórsson

    Ég er sammála um að Bjarni Benediktsson hefur um margt hagað sér „kjánalega“, í ljósi þess sem ætti að vera krafist af aðila sem telur sig eiga erindi í fremstu röð stjórnmálanna. Ég held að ekkert ólöglegt hafi átt sér stað, en ég geri meiri kröfur en það til aðila sem vill gegna formennsku í stjórnmálaflokki sem kemur til greina að kjósa.

    Mér finnst þó sjálfsagt að taka fram að þessi afstaða mín er ekki til komin vegna skrifa og framgöngu Marðar Árnasonar. Fjarri því!

  • Hið síðarnefnda er líklegra að mínu mati.

  • En Mörður, þetta snérist um stórkostlegt fjárhagslegt hagsmunamál fjölskyldu Bjarna og hans sjálfs.

    Hann er braskari og fjárplógsmaður en ekki kjáni. Hann græddi á daginn og grillaði bankann á kvöldin í faðmi fjölskyldunnar.

    Það er alvarlegra en að vera kjáni.

  • Gott og vel þetta fer Bjarni með í farteskinu inn í næstu kosningar. Hitt finnst mér ekki síður alvarlegt að Bjarni selur bréf sín í Glitni fyrir á annað hundrað milljónir. Það gerist rétt eftir að breska úttektarskýrslan um íslensku bankana var kynnt Seðlabankanum (febrúar 2008). Í skýrslunni kemur fram að bankarnir eru í raun allir komnir á hausinn. Þessi skýrsla kom fyrir augu toppanna í Sjálfstæðisflokknum og spurning hvort Bjarni hafi komist hjá að fá þær upplýsingar. Ef ekki þá er hann jafn sekur Baldri Guðlaugssyni.

  • Um þá sem gefa kost á sér til æðstu ábyrgðarstarfa og kjósa þar með að starfa í sviðsljósi fjölmiðlanna gildir ein regla í þessu tilliti. Hún er einföld og skýr, en jafnframt ströng, og hljóðar svo: Það er ekki nóg að ekkert rangt hafi átt sér stað, það má ekki líta út fyrir að neitt rangt hafi átt sér stað. Á þessu hefur formaður Sjálfstæðisflokksins flaskað.

  • Sigurður Ásbjörnsson

    Er skjalafals ekki ólöglegt?

  • Almenn hegningarlög – 1940 nr. 19 12. febrúar
    XVII. kafli. Skjalafals og önnur brot, er varða sýnileg sönnunargögn.
    155. gr. Hver, sem notar falsað skjal til þess að blekkja með því í lögskiptum, skal sæta fangelsi allt að 8 árum. Skal það einkum metið refsingu til þyngingar, ef skjalið er notað sem opinbert skjal, viðskiptabréf eða erfðaskrá.
    [Sömu refsingu varðar að nota fölsuð gögn, sem geymd eru á tölvutæku formi, til að blekkja með þeim í lögskiptum.]

  • Haukur Kristinsson

    Eru menn virkilega fyrst núna að átta sig á því að Bjarni Ben, fjölskylda hans, einnig Gunnlaugur Simma pabbi, voru og eru á kafi í braski og fjárglæfraspili. Innherjaviðskipti voru árið 2008 og einnig árin áður daglegt brauð Sjalla- og hækjuklíkunnar. Daglegt brauð.
    Baldur ræfillinn Guðlaugsson var aðeins einn af mörgum.

    Ísland var ekki bananalýðveldi, Ísland var sjallabjálfalýðveldi.

  • Hvað með sölu Össurar og Árna þórs Sigurðs á bréfunum sínum í Spron???

    Afhverju fjalla menn ekki um það?………Var ekki Össur ráðherra þegar hann seldi Spron bréfin?

    Nei Mörður fjallar ekkert um það frekar en aðrir blindri vinstri menn. Árni Þór Sigurðs seldi líka sín bréf áður en hann fékk eggið í hausinn og hlauta varanlega heilaskaða upp frá því.

    Kveðja Skrámur

  • Til viðbótar þá var Árni Þór Sigurðsson í stjórn Frjálsa Fjárfestingabankans 2006/2007 þegar öll ólöglegu erlendu lánin voru veitt……….þetta var nota bene áður en hann fékk ommilettuna í hausinn.

    Kveðja Glámur

  • Æi þegiðu. Svartur á leik.

  • Mörður Árnason

    Hér er vissulega málfrelsi — bið menn samt fara varlega. Sé ekkert fyndið við að kasta í fólk eggjum eða grjóti, sama hver í hlut á.

  • Jákvætt mismunaður

    Sumir hefðu betur viljað Hönnu kosið nú………

  • Halldór Guðmundsson

    Mörður hvenær er að vænta þess að, Norrænavelferðarstjórnin láti fjármálafyrirtæki, fara að lögum, mynnugir þess að ólögleg gengisbundin lán voru í umferð í heil 10 ár, án þess að nokkuð væri gert.

    Krafan er að ólöglega reiknuð verðtryggð lán verði leiðrétt, þannig að greiðslurnar verði verðbættar, en ekki höfuðstólinn, því bæði lögin og skuldabréfin segja að verðbæta eigi greiðslurnar.
    Er ekki rétt að allir fari að lögum.

  • Ég legg til að Mörður fari þá í mál við framleiðendur Áramótaskaupsins því atriðið með Árna Þór í skaupinu var talið vera eitt besta atriðið. Ekki samt endilega mín skoðun á því Samfylkingarskaupi.

    Hví svarar samt Mörður engu varðandi sölu lykil-ráðherrans Össurar á Spron bréfunum sínum!!!!!!!! Var hann Kjáni líka?

    Hver er ábyrgð Árna Þórs sem sat í stjórn Frjálsa Lífeyrissjóðsins þegar Frjálsi var á erlenda lánafyllerínu? Svo seldi hann bréfin sín í Spron vitandi af glæpum Frjálsa enda var hann fljótur að koma sínu fé í skjól. Því eins og kemur fram í rannsóknarskýrslu Alþingis máttu stjórnendur og þá stjórn vita í hvert stefndi. Eða svo hefur hann sjálfur haldið fram. Firrar kannski rétt floksskírteini mönnum ábyrgð?

    En eitt er ljóst að 75-80% af þingmönnum núverandi stjórnarmeirihluta verða pottþétt atvinnulausir eftir 14 mánuði.

    Kveðja Sámur

  • „Ekkert fyndið við það að kasta eggjum í hausin á fólki“ bíddu nú hægur Mörður! En það er í lagi að rægja fólk stanslaust samanber að Bjarni sé einfeldningur og kjáni? Varaðu þig valna stakkur fallinn er hann fjögra maki!

  • Haukur Kristinsson

    Sjallarnir eru, eða eigum við að segja voru, upp til hópa stórspilltir. Gráðugir, vildu verða ríkir, moldríkir með braski og fjárhættuspili. Mottoið var að láta peningana vinna fyrir sig, ekki afla þeirra í svita síns andlits, með höndum og höfði. Allmargir í Samfylkingunni tóku þátt í dansinum í kringum gullkálfinn, sem var trylltastur eða jafnvel eingöngu á höfuðborgarsvæðinu. Sá hópur tilheyrði ekki síst armi Ingibjargar Sólrúnar, Blairoidarnir. Hallærislegt lið, sem ætti heima í Valhöll.

  • Ætli það verði ekki þannig að einfeldningurinn og kjáninn verði einn af fáum
    sem hljóti endurkosningu ? og að hinir vammlausu vinstri menn verða allir þurkaðir út ??
    það er óskrifuð regla að tala alls ekki um þegar vinstra fólk efnast óheiðarlega til þess höfum við sjalla og frammara…

  • Vindhöggin halda áfram á DV og Rúv, vinstri vængurinn farinn á taugum, þingmenn fúkyrða, Jóhanna farin í felur og Steingrímur blótandi af pirringi. Svakalega fór þessi soðannakönnun ílla í menn! Já og oddviti Samfó tókst svo að klúðra meirihlutanum í kópavogi. Vinstri vargöldin heldur áfram að vesna með hverjum deginum.

  • …kva segiru Mörður er hann Bjarni, kjáni?

  • Grétar Thor Ólafsson

    Jæja, nú er það dagljóst að „þitt fólk“ kostaði heimili landsins tugi milljarða, jafnvel hundruði.

    Hverjir eru kjánar? Hver er kjáni, segirðu? Bjarni?

    Eða fólk sem fór gegn áliti sérfræðinga og setti lög er gengu BEINT á rétt fólks? Nota bene, Hæstiréttur dæmdi þetta atriði 7-0, fólkinu í vil.

    Bjarni er kjáni, eða óheppinn, eða bindur trúss sitt við rangt fólk. Eflaust. En þitt fólk…. Vá. „Kjáni“ nær ekki einu sinni að hita upp það concept sem „þitt fólk“ er.

  • Mörður, þú ert kjáni ef þú ekki skilur að Bjarni Ben skrifaði undir veðsamning sem heimilaði bankanum að taka veð í eignum umboðsgjafa. Að öðru leyti er málið honum óviðkomandi og opinber rannsókn sérstaks saksóknara staðfestir það. Kallast lögfræði 103 og það væri bót í máli ef þú, sem hluti löggjafarvalds, tileinkaðir þér lágmarsþekkingu þess efnis.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og þremur? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur