Fimmtudagur 16.02.2012 - 12:23 - 45 ummæli

Níu sinnum segðu já

Lilja Mósesdóttir fór mikinn í ræðustól þingsins áðan út af hæstaréttardómnum um gengislánin. Lögin væru dæmi um foringjaræði og skort á sátta- og samningsvilja.

Hvernig sem hægt er að fá þessa niðurstöðu í dómsmálinu – gleymdi Lilja Mósesdóttir að rifja það upp í ræðu sinni að sjálf greiddi hún atkvæði í lok 2. umræðu um málið níu sinnum, með því að segja já, fyrst við öllum breytingartillögum og svo við málinu sjálfu í heild.

Ætli við höldum áfram öðruvísi en með auðmýkt, við sem studdum þetta frumvarp eða lögðumst ekki gegn því , í desember 2010. Allir alþingismenn nema Hreyfingarfólkið. Líka Lilja Mósesdóttir sem níu sinnum sagði já.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (45)

  • Og er þessi pistill þinn fyrsta skref þitt sem „þingmaður með auðmýkt“? Afsakaðu en hann lítur bara alls ekki þannig út í mínum augum.

  • Það er semsagt þín vörn, að þú hafir ekki verið sá eini sem sveikst almenning í landinu, einhverjir aðrir hafi gert það líka.

    Ef þetta er þin vörn er úrskurður dómsins augljós. Þú ert sekur. Og ef eitthvað réttlæti er til í þessu landi verður þér refsað. Hvort sú refsing kemur frá dómsvaldinu eða reiðum almenningi á eftir að koma í ljós.

  • Frumvörp á Alþingi fara í 2 atkvæðagreiðslur til að þess m.a. að tryggja að þingmenn nái að kynna sér öll sjónarmið. Frumvörp geta m.a. dagað upp í þinginu eftir að hafa verið samþykkt í fyrri atkvæðagreiðslunni. Það er rétt að ég samþykkti lög nr. 151 í fyrri atkvæðagreiðslunni vegna þess að þau áttu að fela í sér um 100 milljarða leiðréttingu á skuldum heimilanna. Eftir þá atkvæðagreiðslu ræddi ég hins vegar við fólk sem þekkti betur lagalegu hliða á frumvarpinu og komst að þeirri niðurstöðu að ég gæti ekki tekið þátt í afgreiða lögin frá Alþingi. Nú reyna andstæðingar mínir í pólitík að gera atkvæðagreiðslu mína tortryggilega til að varpa skugga á þá staðreynd að ég studdi ekki lögin.

    Ég vil geta þess að ég átti ekki sæti í nefndinni sem fjallaði um málið og reyndi fyrir fyrri atkvæðagreiðsluna að fá Álfheiði Ingadóttur sem keyrði málið í gegnum þingið til að útskýra vankanta frumvarpsins á þingflokksfundi en hún fullyrti að þeir væru ekki til staðar.

  • siguróli kristjánsson

    Mörður sæll, hvað þarf til að þið segið af ykkur, fleiri dóma, fleiri 110% leiðir (fyrir sama fólkið) fleiri icesave mál, næstu skoðanakönnun? hvar liggja mörkin á auðmýktinni? að þið dettið niður fyrir 20 % samanlagt ? farðu nú út fyrir rammann og skoðaðu málin, og þú hlýtur að sjá , að fólkið þitt , vill ykkur ekki. Þið fenguð séns en klúðruðu því gjörsamlega hvað varðar fólkið ykkar
    þið fenguð líka séns hjá fjármálaöflunum og stóðuð ykkur frábærlega , ykkur stendur öllum í meirihlutanum til boða djobb í lífeyrissjóðunum, nema kannski Össur, hann segist ekki hafa vit á efnahagsmálum !

  • Ætla stjórnvöld að leika þann leik að egna lántakendum saman, að halda áfram að deila að drottna, í umboði fjármálafyrirtækja, eða ætla stjórnvöld að taka sér tak og grípa til aðgerða sem jafna rétt skuldara í þjóðfélaginu? Því nú þarf að leiðrétta verðtryggð lán og afnema verðtryggingu svo leikurinn verði ekki endurtekinn. Eða dettur einhverjum til hugar að mótmæla því? Að mótmæla því að læra af reynslunni?

    Síðasta tækifæri ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttir og þess þingmeirihluta sem hana styður er fólgið í viðbrögðunum við þessum nýfallna dómi. Ef þau falla á prófinu verða þau að víkja.

    Við, skuldarar, skulum hinsvegar ekki gera bönkunum það til geðs að rífast innbyrðis. Stöndum frekar saman. Þannig náum við árangri. Sendum stjórnvöldum og fjármálakerfinu skýr skilaboð um hvað við viljum. Í því sambandi legg ég til að við látum kröfuna um leiðréttingu verðtryggðra lána og afnám verðtryggingar hljóma sem aldrei fyrr!

  • Mörður Árnason

    Lilja — ef alþingismaður leggst gegn lögum, eða styður þau ekki á tilteknum forsendum, þá gefur hann það til kynna í umræðu eða atkvæðagreiðslu. Eða með öðrum hætti ef hann getur ekki verið viðstaddur umræðuna. Hafi alþingismaður fengið upplýsingar um galla frumvarps hjá ,,fólki sem þekkir betur lagalegu hliðina“ er það ekki bara valkostur að bera þær upplýsingar í þingsal, heldur skylda. Alveg sérstaklega ef hann hefur áður stutt málið. Í þína frásögn vantar skýringu á því hversvegna þú gerðir þetta ekki — og það er alveg óviðkomandi samskiptum ykkar Álfheiðar Ingadóttur á lokuðum innanflokksfundi.

  • Ásdís Jónsdóttir

    Eru ekki allir glaðir að fólk skuli nú vonandi fá leiðréttingu mála sinna? En hvað á svo að gera fyrir þá sem stríða við afleiðingar verðtryggingarinnar en tóku engin áhættulán? Og er ekki best að allir þingmenn segi af sér nema þingmenn Hreyfingarinnar? Það gagnar nefnilega engum að hafa staðið og horft á og koma svo núna og ætla að hreykja sér af því að hafa vitað betur!

  • Hákon Hrafn

    Mörður, fjölmargir umsagnaraðilar lögðust gegn frumvarpinu, m.a. sérfræðingar í lögum úr HÍ. Ég hef oft haft mikið álit á þér og þess vegna langar mig að vita eftirfarandi:

    1. Hvers vegna samþykktir þú lögin þegar þessar umsagnir lágu fyrir?

    2. Er nóg að einn bjálfi úr bankakerfinu segi að þetta sé OK til að þú samþykkir?

    3. Telur þú það í anda jafnaðarmanna að ríkið taki sér stöðu með görspilltu fjármálakerfi gegn almenningi ?

    Til að létta þetta aðeins fyrir þig þá þarftu ekki að svara númer 3.

  • Eyjólfur

    Mér finnst spillingin góð.

  • Hallur Heimisson

    Hún er alveg mögnuð umræðan sem sprettur upp i kjölfar dóms Hæstaréttar. Það er lamið og barið á þingmönnum og ráðherrum út og suður, og allir vissu miklu betur allan tímann. Hæstiréttur dæmdi að ekki mætti endurreikna vexti af þegar greiddum gjalddögum. Það er mergurinn málsins. Af hverju ættu þingmenn að segja af sér vegna dóms sem gekki í máli hjóna gegn Frjálsa fjárfestingabankanum? Ríkið eða Alþingi er ekki aðili að þessum dómi. Alþingi getur verið sekt um ónákvæma lagasetningu, en það hefur gerst þúsund sinnum áður. Ég verð að segja að almenningur, allavega sá sem tjárir sig á netinu ætlast til ansi mikils af öðrum. Fólk ætti að fagn því að þessi túlkun um vaxtareikninginn er komin á hreint.

  • Það athyglisverða við dóminn er að forsendur fyrir stjórnmálaflokki Lilju eru brostnar.

  • Sigurður #1

    Mörður, ef þú kallar eftir auðmýkt þá ættir þú að byrja heima hjá þér.

    Grófleg upprifjun á þessum sirkus öllum saman er einvern vegin svona.

    Norræna hægri snú framog aftur velferðarstjórn (sumra) er tekin við völdum eftir búsáhaldabyltinguna.

    Þetta er í byrjun árs 2009 og gengistryggðu lánin hafa hækkað um 100-150%.

    1) Það er kallað eftir aðgerðum ríkisstjórnar til aðstoðar heimilunum sem ráða ekki við lánin,
    Viðbrögð ríkisstjórnarinnar eru að þeim komi þetta eikki við. samningar skulu standa.

    2) Nú verður hávær umræða um að þessi lán séu líklega ólögleg.
    Seðlabankinn, FME og Ríkisstjórnin fá lögfræðiálit í bunkum sem öll eru samhljóða um að lánin séu ólögleg.

    3)Ríkisstjórnin ákveður að halda þessum álitum leynilegum og viðskiptaráðherra lýgur að Alþingi að hann hafi lögfræðiálit undir höndum sem segir lánin lögleg.

    4) Ríkisstjórnin er beðin að stöðva nauðungarsölur og vörslusviptingar á meðan dómstóla dæma um lögmæti lánana, því er neitað og sagt að ríkisstjórninni komi þetta ekki við.

    5) Lánin eru dæmd ólögleg, og er dómurinn nánast samhljóða leynilegum lögfræðiálitum sem eftirlitsaðilar og ríkisstjórn höfðu undir höndum, ríkisstjórnin þóttist mjög hissa og laug því að þessi niðurstaða hefði komið á óvart. (dómurinn var samhljóða lögfræðiálitum, og gat því ekki komið á óvart).

    6) Í kjölfarið að lánin eru dæmd ólögleg er ríkisstjórnin beðin að stöðva nauðungarsölur og vörslusviptingar þar til Hæstiréttur sker úr um lögmætið.
    Ríkisstjórnin hafnar því og segir málið ekki koma sér við.

    7) Hæstiréttur staðfestir að lánin eru ólögleg, aftur þykist ríkisstjórnin með leynilegu lögfræðiálitin vera hisssa.

    8) Viðskiptaráðherra lýsir því yfir að ekki kom i til greina að þessi niðurstaða verði látin viðgangast.

    8) Seðlabankinn og FME semja upp á eigið frumkvæði vaxtadóm, þar sem þeir telja eðlilegt að fjármálafyrirtæki fái að reikna seðlabankavexti á lánin aftur í tímann (það var og er engin lagaheimild fyrir þessu inngripi seðlabankans og FME)

    9) Þetta er í fyrsta sinn sem hið opinbera sá ástæðu til að skipta sér af þessum málum, þ.e. að rétta hlut dæmdra glæpamanna gegn heimilum landsins.

    10) Þessu inngripi var mótmælt, og enn og aftur er ríkisstjórnin beðin að stöðva nauðungarsölur og vörslusviptingar á meðan dómstólar skera úr um vaxtakjörin.
    Ríkisstjórnin hafnar því, og segir málið ekki koma sér við.

    Vaxtamál fara í gegnum dómskerfið og fyirr rúmu ári eru nýjir vextir dæmdir á lánin. Þá stekkur allt í einu ríkisstjórnin til og lagar dóminn aðeins að hagsmunum bankanna og setur lög um afturvirka vexti á lánin.

    Það þarf ekki nema að ljúka 1. ári í grunnámi lagadeildar til að vita að þetta er ekki hægt, enda nánast allar umsagnir um lögin á þá leið að þetta gæti aldrei gengið.

    Það truflaði vinstrihægrisnúframogaftur norrænu velferðarstjórn bankanna í að setja þessi lög sem voru dæmd stjórnarskrárbrot 7:0 í Hæstarétti.

    Við skulum hafa það alveg á hreinu að strax árið 2009 var óskað þess að sett yrðu bráðabirgðalög sem veittu málaferlum um gengistryggð lán flýtimeðferð í gegnum dómkerfið.

    Því var að sjáfsögðu hafnað eins og ÖLLU öðru sem lántakendur fóru fram á ásamt því að ríkisstjórnin þagði og leyndi lögfræðiálitum sínum og leit undan með skipulögðum hætti á meðan þúsundir einstaklinga og fyrirtækja voru keyrði í þrot með ólöglegum lánum, ólöglegum gjaldþrotum og ólöglegum vörslusviptingum með fullkominni vitund ríkisstjórnarinnar.

    Þér fer ákaflega ílla að tala um auðmýkt Mörður í þessum málum, því það er ekki minnstu auðmýkt að sjá frá nokkrum manni sem samþykkti þessi lög eða leit undan, vitandi að það væri verið að ræna fólk og stela af því aleiguni um hábjartan dag.

  • Um að gera Mörður að þrugla um hvað AÐRIR sögðu og gerðu – EKKI játa neitt, benda bara á aðra.
    Þessi ríkisstjórn sem ég því miður gaf atkvæpi mitt því ég var svo vitlaus að halda það að loforð ykkar um skjaldborgina og gegnsæið, myndi standa!
    Nú mun ég hins vegar aldrei kjósa Jóhönnu eða neinn úr ykkar flokki framar. Samfylking með Jóhönnu í fararbroddi hefur reynst banabiti jafnaðarstefnunnar á Íslandi og hafi hún skömm fyrir.
    Haltu áfram Mörður að benda á aðra – það sýnir okkur í hvert sinn að ekki verður um vilst að þessi ríkisstjórn er ekkert annað en rusl – rusl sem strfar hér fyrst og fremst fyrir peningaaöflin í landinu.
    Ætlaði sér alltaf að gera það og hefur alltaf gert.

    Þið vekjið ógleði hjá heiðarlegu fólki.

  • Þegar lánagjörningur eru ólöglegur, hvor er þá sekur? Lánveitandinn eða lántakandinn? Í raun eru báðir sekir. Varla eru skattgreiðendur sekir og hver ætlar að slá skjaldborg um þá?

  • Sigurður #1

    Það er ekkert deilt um það hver er sekur um að semja ólöglega lánaskilmála.

    Það eru fjármálafyrirtækin sem eru sek, þetta liggur alveg fyrir og er ekkert deilt um.

    Og það er heldur ekkert deilt um það lengur að ríkisstjórn Steingríms og Jóhönnu hefur frá degi 1 tekið sér stöðu með umsvifamestu glæpamönnum þjóðarinnar gegn heimilunum í landinu.

    Og gera enn og enga auðmýkt að sjá eða skömm.

  • Hver er sinn gæfu smiður…

  • Mörður

  • Sæll Mörður; líka sem og aðrir getir, þínir !

    Er það nokkur Goðgá; þó Lilja sjái fyrri villu, síns vegar, Mörður ?

    Hún er þó; maður að meiri, að viðurkenna fyrri afglöp, að nokkru.

    Bezt væri; að þetta sitjandi þing, yrði það allra síðasta – því vanhöld – einbeitt skemmdarstarfsemi, svo og viksemi margvísleg, hefir einkennt þessa mestu óþverra stofnun Íslandssögunnar, sem illu heilli var hér endurreist, af rolunni Kristjáni VIII., árið 1845, Mörður minn – og Alþingi nefnist.

    Þar um; ei meir að tala (að sinni, að minnsta kosti) – eins og Jón Indíafari hefði orðað það, á 17. öldinni, gott fólk.

    Með kveðjum; öngvu að síður, úr Árnesþingi /

  • gestir; átti að standa þar. Afsakið; fljótfærni, nokkra.

    ÓHH

  • Álfheiður Ingadóttir

    Fráleitt af stuðningsmanni frumvarpsins, Lilju Mósesdóttur, að tala umað þetta mál hafi verið keyrt gegnum þingið. Það var í heilan mánuð í vinnslu í nefnd, fékk ítarlega umfjöllun, yfir 30 umsagnir bárust og 30 gestir komu á fund nefndarinnar. Hér hlýtur hver að tala fyrir sig en nefndin vann sína vinnu vel. Ég veit hins vegar ekki um forsendur þess að Lilja greiddi atkvæði eins og ég en hlýt að ætla að hún hafi líka kynnt sér málið eftir bestu getu.

  • Sigurður #1

    Gaman að sjá að Álfheiður Ingadóttir er mætt á svæðið, en fáir ef nokkur þingmaður á meiri persónulega hagsmuni að því að hægt sé að halda áfram dómsmálum út í hið óendanlega á meðan maður hennar er lögmaður Lýsingar og þar er ekkert unnið á verkamannataxtanum.

    Þetta er líklega eina vestræna ríkið í heiminum þar sem þingmaður sér ekkert vanhæfi í þessu rugli sínu.

  • Jón Jón Jónsson

    Fjármagnseigendum allt … það var stefna slita-Hrun-stjórnarinnar.

    Fjármagnseigendum allt … það var einbeitt stefna skila-Hrun-stjórnarinnar.

    Og Jóhanna og Össur voru og eru enn í þeim báðum. Er það ekki skrýtið?

    Og eru enn að og með staurblindum stuðningi þínum … Mörður.

  • Jón Jón Jónsson

    Og það er rétt hjá Sigurði #1 að Álfheiður hefur hér ríka hagsmuni að verja.

  • Álfheiður Ingadóttir

    Ég hef aldrei tekið erlend lán og hef því enga fjárhagslega hagsmuni af af því hvernig þau eru endurreiknuð, endurgreidd eða vaxtareiknuð.

  • Sigurður #1

    Álfheiður Ingadóttir.
    Hvað tekur maðurinn þinn á tímann í störfum sínum fyrir Lýsingu?

    Eða villtu kannski upplýsa hvað maðurinn þinn er samtals búinn að hafa í tekjur af því að innheimta þessi lán fyrir Lýsingu?

  • Álfheiður Ingadóttir

    Mun ekki skattyrðast við ykkur á þessum nótum þannig að þið getið ekki búist við frekari svörum frá mér til ykkar.

  • Sigurður #1

    …..ég geri ráð fyrir því að þingmaðurinn og lögmaður Lýsingar hafi sameiginleg fjármál.

  • Sigurður #1

    Ætli þetta hafi hitt á veikan punkt….

  • Af hverju eru Íslendingar svona hrikalega óheppnir með stjórnmálamenn ??
    Stjórnmálamenn sem sitja sjálfir lög um friðhelgi í 80 ár um bankareikninga sína og misgjörðir í aðdraganda hrunsins, af einhverjum annarlegum ástæðum….setja svo ólög, fjármálafyrirtækjum í hag svo þeir geti áfram blóðmjólkað almenning ólöglega og leyft okurvaxtakerfinu sem þeir sjálfir skópu með verðtryggingu og viljandi almennu getuleysi sínu kjörtímabil eftir kjörtímabil til eðlilegrar hagstjórnar,sér og vildar- vinum sínum í hag.
    Það er eins og þessi gömlu flokkar og gömlu þreyttu slöppu andlit sem þjóðin er búin að hafa allt of lengi á skjánum átti sig ekki á því að sökum getuleysis og vanhæfis til að vinna þjóðinni gagn, að tími ykkar er liðin, og rúmlega það.

  • Jón Jón Jónsson

    Ég kem af fjöllum; ég var ekki að spyrja þig um eitt né neitt frú Álfheiður.

    Mér þykir það því undarlegt að þú skulir nota 2. persónu fornafnið í fleirtölu, „þið“, „ykkur“, „ykkar“ í einni af athugasemdum þínum hér að ofan.
    (sú málbeiting minnir á fræg orð frú Ingibjargar „Þið eruð ekki þjóðin“.

    Sigurður #1 spyr þig hins vegar réttmætra spurninga og undir það tók ég.

  • Hreggviður

    Hressandi innlegg frá Sigurði#1.
    Hann lýsir atburðarásinni á skilmerkilegan hátt.

  • Hákon Hrafn

    Meistari Sigurður #1

  • SIGURÐUR fer vel yfir málið.

    En MARGRÉT lýsir best afstöðu almennings til stjórnmálastéttarinnar.

    Rusl sem vekur ógleði hjá heiðarlegu fólki.

    Beint í mark.

  • Hreggviður

    Ég vill þakka Merði, Einari Steingríms og nokkrum öðrum fyrir að viðhalda commentakerfi sem gerir eðlilegum einstaklingum kleift að commenta. Eyjan, Illugi og margir aðrir eru háð amerískum smástrákum í sínum commentakerfum og því ekki lengur áhugaverðir fletir í þeim efnum. Meistari Sigurður#1 er dæmi um aðila sem er útlægur ger í kerfum bundnum smástrákunum í ameríku og það er miður.

  • Gapandiundrandi

    Þetta er haft eftir einum Grikkja í breskum fjölmiðli um þýska þarma-gasið:

    „They need to stop pretending that Greece is a special case and decide once and for all what they are going to do with all the culprits or PIGS [Portugal, Italy, Greece and Spain] and what they want Europe itself to be. Are they really going to flush Greece down the toilet and hope it will disappear from planet earth?“

    Ég spyr sem Grikkinn:

    Hélt helferðarstjórn hausfrau Johanna virkilega að það væri nóg að sturta óbreyttum lánaþrælum niður klósettið, eftir að vera búin að endurreisa bankana og þar með væri vandinn leystur?

    Nei, þarma-gasið er orðið óbærilegt af helferðar-hræi hausfrau Johanna!

  • Gapandiundrandi

    Í guðanna bænum forðaðu þér burt Mörður, áður en þú lendir undir
    … fallandi hræinu!

  • Ómar Kristjánsson

    Raunsæ sýn á þetta efni sýnir – að það var ekkert hægt að gera þetta öðruvísi það sem sneri að stjórnvöldum. það hefðu öll stjórnvöld gert álíka og gert var.

    Nú, þessi saga er í raun í þrem köflum. Fyrst dæmdi Hæstiréttur Gengisbindingu óheimila. Síðan dæmdi hann Seðlabankavexti. Og í 3 kafla dæmdi hann gengisbindingu löglega.

    það er það sem hæstirettur gerir núna. Hann dæmir gengisbindingu löglega.

    Að rétturinn skuli ekki geta hafa komið þesu frá sér betur og skýrar á sýnum tíma er alveg ótrúlegt. Í rauninni er samt dómurinn núna í akveðinni andstöðu við fyrr dóm Hæstaréttar eins og Árni benti á í kvöld. þannig að það má svo sem búast við að Hæstiréttur verði að hringla með þetta barasta eitthvað frameftir 21.öldinni.

  • Vanþakklátir lántakendur. Það er búið að ausa fé í lántakendur og ríkisstjórnin hefur gengið alltof langt í þeim efnum. Hvað er rangt við að lántakendur skili jafngildi þess fjár sem það tekur að láni? Hvers vegna á lánveitandi að greiða fyrir þann sem tekur lán? Fólk verður að ábyrgjast gerðir sínar. Það er engu líkara en að stór hluti Íslendinga kjósi Sjálfstæðisflokkinn til að eiga ótakmarkaðan aðgang að lánsfé en kjósi síðan vinstri flokkana til a þurfa ekki að greiða það tilbaka. Er ekki rétt að skuldlausir skattgreiðendur neiti að borga skattana ef svo stór hluti fer í að greiða skuldir óreiðufólks?

  • Jón Jón Jónsson

    Fjármagnseigendum allt … það sögðu Dabbi, Dóri, Geiri og Solla

    Fjármagnseigendum allt … æptu þau líka, Steini og Jóka í kór

    í einum samtryggum og ríkis-verðtryggðum ofur-lífeyris-rómi, í rjóma.

  • Jón Jón Jónsson

    Allt heilbrigt fólk veit að þetta helvíti gengur ekki svona lengur.

    Hér þarf heiðarlegt og sanngjarnt uppgjör. Burt með elítu-hræið

  • Eins og þú bersýnilega sérð Mörður þá er þinn tími liðinn…. Reyndu nú ekki að lauma þér aftur inn á þing líkt og þú gerðir á þessu kjörtímabili!
    Varamaður verður þú ekki aftur úr þessu!!!!!!

  • FLott að sjá að sú eina sem Mörður svarar er Lilja Mósesdóttir hinir allir sennilega fyrir neðan hans virðingu. Og sjá Sjálf Álfadrottninginn Álfheiður mætir líka og svara … jú sömu Lilju. Og segir hreint út að hún sé of hofmóðug til að svara neinum öðrum. Það er gott að fá þetta alveg á hreint, þetta fólk hefur EKKERT VIÐ ALMENNING AÐ TALA. Þau þurfa bara að ræða við aðra alþingismenn. Gott og vel fegin er ég að hafa ekki veitt þessu fólki brautargengi. Því þau eiga ekki skilið að sitja á alþingi, skrifað með litlum staf til að ítreka fyrirlitningu mína á þeim og vinnustað þeirra.

  • Íslenskir lántekendur hafa greinilega ekki reiknað út greiðslubyrði lána til 20 0g 40ára.Eftir 20ára lánatímabil miðað við 20miljóna lán hefur viðkomandi borgað 122miljónir,þegar verðbólgan var 6 til 7% árið 2007.Frá lýðveldisstofnun árið 1944 hefur meðalverðbólga verið 15%til ársins 2012 sem segir sína sögu.Margir hverjir hafa verið fljótfærir og tekið lán án þess að reikna greiðslubyrði lána,vegna gjaldmiðils sem stendur ekki traustum fótum sem hefur skapað mikla verðbólgu frá lýðveldisstofnun,eða fyrr þegar krónan var aftengt dönskukrónuni 1925..

  • Það þarf almenna skynsemi,þegar margir stjórnmálamenn vilja afnema verðbætur og lækka lán lántækenda um 20% til 30%.Hvar á að taka þessa fjármuni?.Menn benda á lífeyrissjóði,eins og Guðlaugur þór sagði í útvarpinu á laugardag.Hvernig ætlar Guðlaugur Þór að leiðrétta skuldir heimilana,?með því að hækka lífeyrisaldur landsmanna,en hann nefndi ekki þann aldur sem fer á lífeyri nú á næstunni,heldur þeir sem koma næst í röðini vegna lengri lífslíkur.Þurfum við svona misvitra stjórnmálamenn virkilega..

  • Helgi Hjörvar nefnir að það þurfi að leiðrétta húsnæðislán frá 2004 til 2008 vegna forsendubrests.Ég spyr Helga Hjörvar,hvað hafa fasteignir hækkað á þessu tímabili?
    Samkvæmt fasteignamati hafa fasteignir hækkað um 80 til 100% yfir þetta tímabil.
    Á árunum eftir hrun hefur fasteignaverð farið upp,og mér er spurn er Helgi Hjörvar vanhæfur sem formaður fjármálanefdar,ekki myndi ég treysta þessum þingmanni fyrir mínum fjármunum…kv Helgi Helgason

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og fjórum? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur