Þriðjudagur 06.03.2012 - 07:51 - 18 ummæli

Eftir á að hyggja …

Það sem heyrist af málinu gegn Geir H. Haarde gegnum luktar dyr – á þessari öld er varla hægt að kalla þetta annað – er aðallega: Nei, ég heyrði ekki, ég sá ekki, ég vissi ekki. Ég var bara forsætisráðherra.

Það er dómaranna að kveða upp úrskurð – en satt að segja var píslarvættisáran kringum Geir Hilmar orðin svo stæk að maður var búinn að gleyma helstu kennileitunum í hagstjórn þessarar ríkisstjórnar og þessa forsætisráðherra.

Maybe I should have. Eftir á að hyggja.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (18)

  • Litlir eru sigrar ykkar hokurkerlinga í samfylkingunni og munu þið finna fyrir sömu meðölum, ef ekki sterkari, fyrr en seinna!

  • Þorsteinn Úlfar Björnsson

    Þetta eru bara dæmigerð viðbrögð sjálfstæðismanns. Þeir eru svoooo mikil fórnarlömb og benda alltaf á hina.

    Skyldi svona fórnarlamba mentalítet vera kennt í Valhöll?

  • Kristinn Daníelsson

    Lágkúra þín á sér greinilega engin takmörk Mörður.

  • Guðfinnur

    Þú ert svo illa innrættur maður Mörður. Hugsunarháttur þinn skín í gegnum svona ummæli.

  • Halldór Halldórsson

    Skyldi það vera lýðum ljóst, hve stórkostleg yfirburðamanneskja var hér á ferðinni árið 2008? Mörður Árnason vissi þetta allt, frá A til Ö!! Skítt með allar helvítis eftirlitsstofnanir og hvað þær voru að mala!! Mörður vissi upp á hár hvernig færi!!! Hvílíkur hundaklyfberi!

  • Sigurður #1

    …“að maður var búinn að gleyma helstu kennileitunum í hagstjórn þessarar ríkisstjórnar og þessa forsætisráðherra“

    Voruð þið ekki í þessari ríkisstjórn?

    Og var það ekki þitt fólk sem snéri þessu máli upp í pólitískan sirkus með því að misnota atkvæði sín til að stinga sínu fólki undan ábyrgð fyrir Landsdómi?

    Ég get varla ímyndað mér að t.d. Björgvin G geti horft framan í nokkurn mann þegar hann ber vitni í dag….vitandi að hann á að sitja á sakamannabekknum en ekki í vitnastúku.

  • „Ég var bara forsætisráðherra, hvað hefði ég svo sem getað gert? Ekkert“!

    Ef þetta var eins og Geir segir þá þurfum við ekki forsætisráðherra.

  • Haukur Kristinsson

    Öllum má vera ljóst að Geir Haarde er brjóstumkennanlegur ræfill.
    En Ingibjörg Sólrún hefði átt að vera með hönum á sakamanna bekknum. Þó var hennar incompetence annar en hjá gungunni, of stórt ego og uppfull af Bill Clinton’s og Tony Blair’s “Third Way”. Átti aldrei heima í Samfylkingunni, hinsvegar í Valhöll eða þá bara heima í eldhúsinu.

  • Ingvar Guðmundsson

    Karlmannlega mælt, eins og þér er von og vísa. En það er að koma í ljós, með þessum yfirheyrslum að Össur Skarphéðinsson var innherji þegar hann seldi bréfin sín í SPRON. Þetta á Fjármálaeftirlitið að rannsaka og þú að benda á, sem skýr boðberi réttlætisins.

  • DO: „Skömmu fyrir efnahagshrunið var Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, fylgjandi því að taka 30 til 40 milljarða evra lán til bjargar bankakerfinu.“

    Þorvaldur Gylfason klifaði stöugt á því í aðdraganda hrunsins að það þyrfti að auka gjaldeyrisvaraforðann til að fóðra bankana með.

    Þetta eru €250.000 eða 40.000.000 á hvert heimili í landinu. Alger firring.

    Af hverju skar Mörður ISG úr snörunni þegar kosið var um hverjir ættu að fara fyrir landsdóm og hverjir ekki? Af hverju lét Mörður Geir hanga? Hvað gerir Mörður þegar Geir verður sýknaður? Verður þá ekki að senda reikninginn fyrir þessum rugluðu réttarhöldum upp á 2-300 milljónir beint upp á flokkskontor Samfylkingar og frkv stjórinn þeirra að fá kostara flokksins að greiða þetta eins og aðra feita reikninga sem flokkurinn fær inn um lúguna?

    Þetta landsdóms mál er að snúast í höndum Samfylkingar, þessi kosningabrella er orðin að hreinni martröð fyrir hinn skammsýna þingflokk samfó. Séniver fylgi ríkisstjórnarinnar er staðreynd.

  • Mörður, þú ert einfaldlega gunga og ræfill……..
    en ljósið er að hvorki þú né flestir af þessum getulausu þingmönnum múturflokkanna verðið vonandi atvinnulausir fyrr en síðar, þjóðinni til heilla.

  • Halldór Halldórsson

    Óli! Mörður Árnason þarf ekkert að hafa áhyggjur af atvinnuleysi. Hann er ríkisrekinn í bak og fyrir og fer bara aftur í þarflausa djobbið sem hann hafði áður, með verðtryggð lífeyrisréttindi sem ég og þú þurfa að borga fyrir …… að eilífu!!!

  • Fjórðungi bregður til fósturs, þriðjungi til nafns!!!!!!!!!
    Þetta á nú vel um þig …….Mörður!

  • Mörður Árnason

    Þakka hlý orð í minn garð.

    Um þátt minn í atkvæðagreiðslu í landsdómsmálinu í september 2010 má sjá hér: http://www.althingi.is/dba-bin/nafnak.pl?btim=2010-09-28+16:09:16&etim=2010-09-28+17:14:54&timi=16:09-17:14

    Um þarflausa djobbið óska ég góðfúslega frekari upplýsinga, og Helga: ,,fjórðungi til nafns“ — en reglulega sniðugt hjá þér samt.

    Eitthvað hefur greinilega hitt á vitlausa beinið í þessu sakleysislega bloggi …

  • Þess meira á við um þitt eigið nafn………
    Kv, Helga

  • Garðar Garðarsson

    Miðað við réttarhöldin hjá landsdómi þá var landið stjórnlaust hvað varðar bankamál mörg ár fyrir hrun, sennilega alveg frá þeim tíma sem bankarnir voru einkavæddir 2003. Menn vissu ekkert og gátu ekkert. Aular stjórnuðu landinu.

  • Vonandi nær Mörður nokkurn vegin andrúmsloftinu í þjóðfélaginu með þessum svörum sem hann er að fá. Líklega er fylgi ríkisstjornarinnar það lægsta sem mælst hefur hjá nokkurri ríkisstjórn. Fylgið tætist af stjórninni eftir því sem fleiri ákvarðanir þarf að taka. Því fleiri ákvarðanir, því meira minnkar fylgið. Af hverju er ekki einfaldlega rofið þing og boðað til kosninga? Það er nákvæmlega engin stemning lengur fyrir þessum blýantsnögurum sem stjórna landinu lengur. Vinavæðingin og getuleysið er með því móti að fólk er eiginlega búið að fá nóg.

  • Sigurður #1

    Mörður, ég vissi hvernig þú kaust í þessari atkvæðagreiðslu og er alveg sáttur með þig þar.

    Enda sagði ég „þitt fólk“, þ.e. félagar þínir í samfylkingunni sem snéru þessu upp í skrípaleik.

    Eftir stendur samt, að þú og þínir voruð í þessari ríkisstjórn sem þú ert sjálfur að gagnrýna, en þið hafið verið alveg ótrúlega dugleg að endurskrifa þessa sögu sem hreina meirihlutastjórn sjálfstæðismanna.

    Helsta baráttumál Björgvins G í bankakerfinu sem ráðherra var ef ég man rétt að afnema seðilgjöld, annar var þetta allt í fínasta standi að öðru leyti.

    Björgvin G, er alveg öfga skýrt dæmi um hvernig mútuþegunum er raðað í embætti eftir flokksskírteini enda þótt alveg bullandi óhæfir séu í starfið.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og sex? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur