Miðvikudagur 27.06.2012 - 17:36 - 1 ummæli

Steingrímur í Strassborg, o.fl.

Upphefð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur kemur sannarlega að utan – það er hlustað með mikilli athygli alstaðar þar á heimsbyggðinni sem sagt er frá endurreisn Íslands frá hruninu fram á okkar daga – en á Íslandi eru þau tíðindi helst að forsetaframbjóðendurnir keppast hver um annan þveran við að fjarlægja sig sem allra lengst frá nokkrum samhljómi við þann árangur sem nú liggur fyrir í efnahag, lýðræði og framtíðarsýn.

Síðast var mjög fagnað góðri ræðu Steingríms Sigfússonar efnahagsráðherra á þingi Evrópuráðsins hér í Strassborg – enda mæltist honum vel og hafði frá ýmsu að segja – í umræðu sem geisar á þinginu og út um alla Evrópu um markmið og leiðir út úr kreppunni. Steingrímur benti á að okkur hefði tekist að skera niður ríkisútgjöld og auka tekjurnar, meðal annars með skattahækkunum, án þess að ganga að velferðarþjónustunni í nokkurri líkingu við það sem nú er að gerast á Grikklandi, Spáni, Írlandi og Portúgal. Þessi stefna ríkisstjórnarinnar ætti sér vissulega hugmyndafræðilegar forsendur en ekki síður hefði hún reynst efnahagslega skynsamleg. Steingrímur sagði líka frá því – og þá hlustuðu menn vel víða í salnum – að samvinna okkar við Alþjóða-gjaldeyrissjóðinn hefði gengið vel og sjóðurinn hefði tekið mark á okkar stefnu þegar þeir sáu að Íslendingar ætluðu að takast á við vandann í alvöru.

Sjá hér.

Ég var nokkuð ánægður með Steingrím Jóhann og næstum búinn að fyrirgefa honum Vaðlaheiðardelluna – enda hefur ræðan endurhljómað hér síðan, bæði í umræðunni um kreppuna í gærdag og í góðri umræðu í dag, miðvikudag, um vanda lýðræðisins á okkar óræðu krepputímum.

Þar hljómaði önnur íslensk rödd – nefnilega yðar einlægs. Án nokkurs samanburðar við efnahagsráðherrann var ég líka að reyna að flytja fréttir að heiman og bjóða fram dæmi aaf íslenskri reynslu síðustu ára, ekki síst um tilraunir okkar með beint lýðræði og samhengi þess við fulltrúalýðræðið. Ég benti á stjórnarskrárferlið sem fyrirmynd þar sem fulltrúalýðræði af tvennu tagi – stjórnlagaráðið og alþingi  – héldist í hendur við beint lýðræði – þjóðfundinn og væntanlegar þjóðaratkvæðagreiðslur. Hinsvegar taldi ræðumaður líka vert að benda á þann lærdóm af íslenskri reynslu síðustu ára að aðferðir beins lýðræðis, svo sem almennar atkvæðagreiðslur, væru lítils virði og gætu jafnvel verið skaðlegar ef þær yrðu viðskila við hugmyndafræðilegt innihald sitt og hlutverk í lýðræðisferlinu. Dæmi um þetta væru Icesave-atkvæðagreiðslurnar, sem hefðu átt þátt í að æsa upp billegan popúlisma sem við sæjum ekki enn fyrir endann á. Við þurfum að finna skynsamlegt jafnvægi milli hins hefðbundna fulltrúalýðræðis og beina lýðræðisins. Þessir kumpánar eiga að vera góðir vinir, ekki fjandmenn í hefndarvígum. (Sjá ræðuna í heild að neðan, á ensku.)

Þessu var nokkuð vel tekið – og framsögumaður í lýðræðisumræðunni lýsti í lokin sérstakri ánægju yfir að Íslendingar væru ekki aðeins að klára sig gæfulega eftir kreppuáfallið heldur líka að læra af því með umbótum í samfélagsgerðinni.

En þá er að muna að í Strassborg var ekkert sagt frá forsetakosningunum …

 

– – – – –

Ræðan um lýðræðið, á ensku (í umræðu um skýrslu frá Andreasi Gross, svissneskum jafnaðarmanni):

 

The excellent report of Mr Gross contains at least three very important points regarding democracy:

Firstly, that democracy is not a static goal to be reached once and for all. In fact, it is quite the opposite, a dynamic process that is constantly evolving, but also always in danger.

Secondly, that there is no prototype of democracy. When democracy is being developed, one of the methods is to build upon the foundation of consultation and discussion patterns present in every society and upon the social possibilities of every new generation. This gives a different view from the stereotype that has prevailed in our part of the world, and must improve optimism in emerging democracies such as Arab countries. This fact is also important for those of us who stand before the task of renewing and deepening democracy in the countries that have a long democratic tradition.

Thirdly, in order to have a good democracy you need a sound state. Therefore, one can counterconclude that a weak state equals less democracy. Less cohesion in society entails less democracy and more „law of the jungle“. Therefore the discussion on democracy can never be anything but political in nature.

Iceland is an old democracy and we have done quite well by general comparison, although perhaps we have been a bit too pleased with ourselves in the past.

In the last decades, some doubts have emerged regarding the state of matters in Iceland, especially since the crash in 2008. It may help others to know a bit more of the situation.

On the positive side, I would like to point out the preparation of a new constitution entailing four stages: The first stage was a random choice meeting – a world café – finding out the core values to build on. Then an assembly with individually chosen representatives – instead of from a party list – worked with the core values in order to create a draft for a new constitution. The third stage is now ongoing, the parliamentary discussion. And finally, the fourth stage will be a referendum on a new constitution. This is a happy combination of direct and representative democracy.

All of this has not been done without criticism but has been quite successful and constitutes a vital part of a necessary post-crash reconciliation.

We really are looking towards direct democracy as a method that can prevent us from repeating the mistakes of the past and we hope that the new constitution will help us on that path.

However, I would like to warn you that utilizing the tools of direct democracy without including its content and ideology can lead to cheap populism. We have seen examples of this in Iceland in two referendums on delicate international financial matters – the Icesave agreements.

That experience does not necessarily tell us that some issues are too complex or subtle for direct democracy, but rather that if the real issue is to be put before the voters, then – for a real decision to be made – we need a lot of information, time and money, just like we know from the parliamentary work. This also means that we need to find ways for the representative half of the democratic system to work in harmony with the direct democracy half of the system. In a sound state, those two halfs must not be vendetta enemies but respectful friends.

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

  • «Steingrímur benti á að okkur hefði tekist að skera niður ríkisútgjöld og auka tekjurnar, meðal annars með skattahækkunum, án þess að ganga að velferðarþjónustunni í nokkurri líkingu við það sem nú er að gerast á Grikklandi, Spáni, Írlandi og Portúgal.»

    Það er gott að stæra sig, en á sama tíma alveg hræðilegt að missa af tækifæri til að stæra sig svo eftir sé tekið.

    Hefði Steingrímur haft vit og þekkingu til að skipta ofannefndum löndum út fyrir Bretland, já þá hefði þetta verið almennilegt.

    «Steingrímur benti á að okkur hefði tekist að skera niður ríkisútgjöld og auka tekjurnar, meðal annars með skattahækkunum, án þess að ganga að velferðarþjónustunni í nokkurri líkingu við það sem nú er að gerast í Bretlandi.»

    Svona á að gera það.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og átta? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur