Laugardagur 21.07.2012 - 20:49 - 21 ummæli

Bjarni: Hægri snú

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins lýsir því yfir að nú þurfi að skera meira niður í velferðarþjónustunni, af því tilefni að hrunreikningar á ríkissjóð – svosem frá þrotabúi Sparisjóðs Sjálfstæðisflokksins í Keflavík – hafa aukið hallann umfram áætlun. Hér.

Erlendis er litið til Íslands sem fordæmis við að vinna sig út úr kreppunni, einmitt vegna þess að hér hefur verið gætt meðalhófs og skynsemi við niðurskurð ríkisútgjalda og reynt sem frekast má verða að hlífa lág- og meðaltekjuhópum. Og samt hafa undanfarin missiri verið sagðar fréttir um það á hverjum degi að merkar stofnanir og verkefni tengd velferðarþjónustunni og samneyslunnin séu á hrakhólum og handan þolmarka. Því miður. Alþingismenn Sjálfstæðisflokksins hafa verið duglegir við að bera slíkar fréttir inn á vettvang alþingis – takk – og hvatt um leið til aukinna útgjalda úr sameiginlegum sjóðum …

Nú er þess að vænta að liðsmenn Bjarna snúi við blaðinu og beri fram tillögur um þann niðurskurð sem foringinn boðar – réttur staður fyrir þær tillögur er auðvitað við umfjöllun um fjárlagafrumvarpið strax þegar þing kemur saman í haust.

Innanflokksógnir?

Af hverju tekur Bjarni þennan pól í hæðina einmitt núna? Tölurnar um fjárlagahallann voru ekki óvænt tíðindi, og engar sérstakar fréttir hafa borist í sumar af stefnumótun í Sjálfstæðisflokknum sem sem gæfi til kynna slíka stefnubreytingu – einmitt þegar flestum er að skiljast að stefna ríkisstjórnarinnar upp úr kreppunni var nákvæmlega rétt.

Mér sýnist ákvörðun Bjarna um að taka beygju til hægri og boða villtan niðurskurð einkum snúast um að verja stöðu sína innan Sjálfstæðisflokksins og bregðast við ógnunum sem nú glittir í.

Máli skiptir að innan flokksins virðist hörð hægrihyggja í sókn – sem sjá má á SUS, AMX, Morgunblaðinu og ýmsum pistlum í Viðskiptablaðinu. Nú síðast var ákveðið að stofna sérstakt frjálshyggjusetur kringum Hannes H. Gissurarson og Ragnar Árnason. Bjarni á í vök að verjast þar sem hann hefur hingað til frekar staðið fyrir hefðbundna mið-hægri-hyggju í Haarde-stíl, og tók við flokki sem hlaut að hörfa nokkur skref frá nýfrjálshyggjudekri Davíðsáranna.

Styrmir hótar 

Máli skiptir líka að Styrmir Gunnarsson gaf fyrir stuttu út sérstaka viðvörun til forystusveitar Sjálfstæðisflokksins með því að hvetja til þess að í prófkjörum næsta vetur yrði þeim frambjóðendum refsað sem 1) ekki tækju skýra afstöðu gegn Evrópusambandinu, 2) væru persónulega tengdir hruninu. Nokkur nöfn koma strax upp í hugann – og eitt það allra heitasta er auðvitað nafn Bjarna Benediktssonar.

Skýrar línur!

Af hvaða völdum sem formaður Sjálfstæðisflokksins kýs að snúa hart til hægri – þá er í sjálfu sér fagnaðarefni að hann skuli draga svo skýrar línur. Um þetta hljóta þá næstu kosningar ekki síst að snúast: Uppbyggingarleið stjórnarflokkanna með því að verja kjör og opinbera þjónustu eða nýja ,,leiftursókn“ Flokksins – í þeim stíl einmitt sem nú er efast um hvað háværast annarstaðar í Evrópu.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (21)

  • Kári Lárusson

    Sæll Mörður

    Þú uppnefnir Sparisjóð Keflavikur og kennir hann við Sjálfstæðisflokkinn. Varla kennir þú hann við Sjálfstæðisflokkinn eftir að Steingrímur J. Sigfússon kom því til leiðar að Sparisjóðurinn var rekinn á undanþágu frá Fjármálaeftirlitinu. Það vill nú þannnig til að allt tapið, alls tuttugu og sex þúsund milljónir, sem nú á að láta íslenska alþýðu borga, varð til eftir þann tíma.

    “Sparisjóður Sjálfstæðisflokksins í Keflavík” var með jákvæða eiginfjárstöðu upp á milljarða samkvæmt ársreikningum sem birtir voru í apríl 2009 og þar var greint frá að tekið hefði verið fullt tillit til bankahrunsins haustið 2008.

    “Sparisjóður Steingríms J.” í Keflavík tapaði 26 milljörðum sem koma bankahruninu 2008 ekkert við.

    Hver skyldi vera ábyrgð ráherra sem hlutast til um slíka fjármálasnilld ?

    Og hver er ábyrgð þingmanns sem heldur því blákalt fram að „snilldin“ sé “hrunreikningur” ?

    Annað hvort lýgur þú vísvitandi Mörður, eða vitið er ekki meira en Guð gaf.

    Nema hvort tveggja sé.

  • Auðvitað var sparisjóðurinn í Keflavík á framfæri sjálfstæðisflokksins og sjálfstæðisflokkurinn státði alltaf af þessum sparisjóði sínum !
    Stela síðan öllu úr sjóðnum og reyna kenna öðrum !
    Svona hafa sjálfstæðismenn unnið svo lengi sem elstu menn muna !
    Það hefur ekkert breyst við það eitt að núverandi stjórnvöld hafi reynt að bjarga því sem hægt var að bjarga !

    Hvenær ætla sjálfstæðismenn og kjósendur sjálfstæðisflokksins að axla sína ábyrgð og byðja mig og aðra íslendinga afsökunar á gjörðum sínum til að koma hruninu af stað ?

  • Ómar Kristjánsson

    það sem er líka um hugsunarvert er, hvernig þeir Sjallar leggja upp própagandað kringum þennan einkabanka sinn á S-Nesjum. það var ,,SJS að kenna“. Haha. það er ekki hægt annað en brosa að þessu. Svo kjánalegt er það.

    En svo kemur að alvörunni sko. Að það skuli vera hægt að keyra á svona kjánaprópaganda – og fá einhvern til að trúa því!

    Hitt er líka umhugsunarvert að öfgasjallar tala ekkert um að fara með klúðrið sitt á S-Nesjum í þjóðaratkvæði. þeir eru ekkert að hóa í forsetann sem virðist vera týndur.

    Á sama tíma eru þeir með mál fyrir Alþjóðlegum dómsstólum með það sem aðalupplegg að ríkið megi ekki og eigi ekki að bakka upp innstæður við fall banka!

    þegar þeir eru í raun að meina – ef það snýr að útlendingum. Og enginn fjölmiðill í landinu bendir á hversu kjánalegt framferði þeirra sjalla er. Málið er það barasta að öfgasjallar eru hægt og sígandi að taka þetta land í gíslingu – og meirihluti innbyggjara gengur sjálfviljugur undir sjallavöndinn af þjóðrembingi einum saman ásamt dassi af heimsku. .

  • Elín Sigurðardóttir

    Tek undir með Kára Lárussyni. Það blasir við öllum að spillingin er þverpólitísk. Flokkshollir taka þátt í spunanum um stjórn og stjórnarandstöðu og bíða eftir tuggunni.

  • Sigurður M. Grétarsson

    Kári Lárusson. Þessi svokallaða „jákvæða“ eiginfjárstaða sem þú talar um að hafi verið áður en Sparisjóður Keflavíkur var rekinn áfram með undanþágu var einingis bókhaldsleg enda kom í ljós að eignir voru stórlega ofmetnar. „Tapið“ sem kom fram síðar var einfaldlega bókhaldslegt atriði þar sem þessar eignir voru færðar niður í raunvirði. Þetta tap var því raunverulega komið til áður og kom til vegan þess að forystumenn sparisjóðsins rændu hann innanfrá. Þessir ,menn eru flestir í Sjálfstæðisflokkunum og sumir í forysutsveitg hans.

  • Hvað með alla þessa endurskoðendur?

    Hvernig getur tapið verið svona ofboðslegt án þess að þeir ræku augun í það?

    Getum við fengið að vita um hvaða endurskoðendaskrifstofu var að ræða hér?

    Vilt þú svara því Mörður?

  • Haukur Kristinsson

    Hvernig væri nú að þessi Kári Lárusson útlisti fyrir okkur hvernig tap Spkef “varð til eftir þann tíma.”
    Var það Steingrímur sem rændi bankann innanfrá? Var það Steingrímur sem lánaði hálfvitum eins og Steindóri Jónssyni og Jónmundi Guðmarssyni, Valhallarstjóra, peninga án veða? Og var það ekki Sjallabjálfinn, sparisjóðsstjórinn (man ekki hvað gaurinn heitir), sem lánaði út og suður án þessa að hirða um hag bankans?
    Djísus kræst, hvað kjánaprópaganda Sjallanna getur verið heimskulegt og mikill óþverri. Og innbyggjarar margir hverjir trúa bullinu. Það hlýtur að koma að því að Steingrími og hans flokki verði kennt um Davíðshrunið og einkavinavæðingu bankanna. Hlýtur barasta að vera tímaspursmál.
    Og innbyggjarar geta ekki beiðið til vorsins til að kjósa aftur til valda, sjallabjálfana + hækjuna. Geta bara ekki beðið, vilja gera það núna, strax undireins. OMG.

  • Þetta orðalagið segir mér aðeins það að það segir mér ekkert:

    „….einmitt vegna þess að hér hefur verið gætt meðalhófs og skynsemi við niðurskurð ríkisútgjalda og reynt sem frekast má verða að hlífa lág- og meðaltekjuhópum. “

    Hvað er meðalhóf og hvað er skynsemi að þínu mati?

  • Pétur Örn Björnsson

    LIII. Tao vs. Globalism

    1. Væri ég nógu vitur, myndi ég fara Veginn eilífa.

    2. Vegurinn eilífi er beinn og greiðfær,

    en mönnum eru krókaleiðirnar kærari.

    3. Höllin ljómar af skrauti, en akrarnir eru vanhirtir og hlöðurnar tómar.

    Að búast í skart og vera girtur biturlegu sverði, eta og drekka óhóflega

    og hafa fullar hendur fjár – það er ofmetnaður ræningja.

    (Úr Bókinni um veginn eftir Lao Tze)

  • Pétur Örn Björnsson

    Skyldu útásarræningjarnir hafa lesið Bókina um veginn?

    Skyldi Huang Nubo, hið meinta ljóðskáld, hafa lesið Bókina um veginn?

    Skyldu Hrun-skækjurnar 3, BDS hafa lesið bókina um veginn?

    Skyldi Flór-goðinn í Norðurþingi hafa lesið Bókina um veginn?

    Líkast til ekki. Þeir finna engan frið, heldur ráfa um sem vofur.

    Lífið færir þeim engan frið, sem fara með ófriði gegn þjóð sinni.

    En mikil væri nú dýrð þeirra allra, ef Núbbi, „ungur“ og „sterkur“, sem Bjarni Ben., sýndi þeim öllum hina tæru gleði Tíbeta þegar þeir kveikja í sér.

    Þeir sem elska valdið og vilja beita því af hörku og skera allt niður, mega alls ekki vera veikgeðja, heldur fullir hörku. Kannski Bjarni Ben. geti lært eitthvað af elítu kínverska kommúnistaFlokksins, um það hvernig megi koma því í kring að venjulegir og óbreyttir og al-mennir Íslendingar læri þá göfgu list að kveikja í sér af gleði?

  • — Pétur Örn…

    Tao frá eitt til tvö gæti kannski átt við jafnaðarmenn?

    Tao númer þrjú á örugglega við marga sjálfstæðismenn og suma fyrirverandi framsóknarmenn.

    En getur maður nokkurn tímann verið fyrirverandi framsóknarmaður?

  • Pétur Örn Björnsson

    Annars skilst mér að jet set liðið,

    frú Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Hjörleifur Sveinbjörnsson, Helga Árnadóttir, Össur Skarphéðinsson og Lúðvík Bergvinsson og vafalaust fleira „ungt“ og „sterkt“ fólk innan Samfylkingarinnar hafi nú þegar séð forsýningu af dýrðinni miklu þegar Tíbetar kveikja í sér af tómri gleði.

    Allt vegna elsku þeirra á hinum miklu herrum í Beijing.

    Veistu hvernig þeim líkaði Mörður?

  • Pétur Örn Björnsson

    asi

    Tao er svo dásamlegt að hver og einn skilur það eftir eigin viti.
    En það er mjög gott að lesa Chuang Tze, til að dýpka skilning sinn á Lao Tze.

    Chuang Tze hæðir og spottar hirðsiði Konfúsíusar. Núbbi hefur aldrei lesið Chuang Tze, því get ég lofað þér.

  • Pétur Örn Björnsson

    Menn í áróðursmálaráðuneyti kínverska kommúnistaflokksins lesa bara Konfucius. Þeir eru ekki mjúkir sem vatnið. Þeir eru harðir sem steinn og því munu þeir molna. Dropinn holar alltaf steininn. Vatnið finnur allar glufur steinsins og funinn og frostið sjá um rest. Það er óhjákvæmilegt.

  • Pétur Örn Björnsson

    asi

    hvar hefur þú fundið jafnaðarmenn innan valdakerfis BDSV?

    Segðu mér alveg endilega nöfn þeirra vitru manna, ef þú þekkir þau.

    Mikið yrði ég þá glaður. Ég hef bara séð svín á fóðrum.

  • Viða þarf að þrífa skítinn úr framsóknar-sjálfstæðisflórnum.

  • Pétur Örn Björnsson

    Afneitun Samfylkingarinnar er algjör. 2 Hrun-ráðherrar í stjórn. Dýrðlegt.

  • Pétur Örn Björnsson

    Mörður má eiga það, að hann vildi alla 4 ráðherrana fyrir Landsdóm.

    Hann hikstaði reyndar á þeim 4., þegar honum varð ljós skinhelgi Samfylkingarinnar.

  • Pétur Örn — —

    Mörður — einsog flestir allir sjórnmálamenn — segir eithvað.

    Svo fer hann að trúa á það — sem hann segir.

    Búið mál.

    E.s. Mér likar vel við Mörð. En einu sinn var þessi kynslóð mín sannari.

  • Pétur Örn Björnsson

    asi

    mikið hjartanlega er ég þér sammála:

    „einu sinn var þessi kynslóð mín sannari“

    Hvar hafa dagar lífs hennar lit sínum glatað?

    Eru hún bara alltaf í Hörpunni, undir kínverskum glerhjúp dýrðar Bjögganna?

    Ekki veit ég það, hef ekki áhuga á dýrðinni.

  • Gapandiundrandi

    Ég er krepplingur

    og ég snæði bara gúrku og njóla, en guðlaun samt fyrir hægri og vinstri

    velferðar-gjörninginn.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og sjö? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur